Morgunblaðið - 25.05.1984, Síða 16

Morgunblaðið - 25.05.1984, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984 17 JUí»r0iti Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 20 kr. eintakiö. Saltfiskútflutn- ingur til Portúgals Portúgal er eitt af fimm mikilvægustu markaðs- löndum okkar í Evrópu. Áform- að er að flytja þangað 15 þús- und tonn af blautsöltuðum fiski í ár. Saltfiskútflutningur okkar til Portúgals hefur numið 50% af heildarútflutningi íslend- inga til EFTA-landa. Það hefur því að vonum vakið ugg hjá for- sjármönnum í íslenzkum sjáv- arútvegi að Portúgalir hyggjast leggja 12% toll á íslenskan saltfisk. Það kom fram í máli Stein- gríms Hermannssonar, for- sætisráðherra, á EFTA-fundi í Svíþjóð, að þessi fyrirhugaða tollhækkun kemur aðeins á inn- fluttan fisk frá fiskveiðiþjóðum sem ekki veita Portúgal fisk- veiðiheimildir. Hinsvegar lækkar tollurinn í 3% á fiski frá löndum, sem veitt hafa þeim slíkar heimildir, ef honum er landað úr portúgöiskum veiðiskipum. íslendingar hafa mótmælt þessari tollákvörðun Portúgala harðlega. I fyrsta lagi telja þeir hana skýlaust brot á EFTA- regluni, samþykktum um bar- áttu gegn verndarstefnu, og yf- irlýsingum um að enga nýja verndartolla skuli taka upp. í annan stað komi ekki til greina að veita erlendum þjóðum fisk- veiðiréttindi við Island, enda græfu slíkar heimildir beinlínis undan tilverugrundvelli okkar. Það vóru óhjákvæmileg viðbrögð að mótmæla harðlega fyrirhuguðum saltfisktolli í Portúgal á vettvangi EFTA, enda samræmist hann engan veginn yfirlýsingum samtak- anna um fríverzlun. En jafn- framt þarf að láta reyna á sam- komulagsleiðir. Mario Soares, forsætisráðherra Portúgals, lét að því liggja á EFTA-fundinum í Visby, að hann hefði áhuga á að leysa þessa deilu í einkavið- ræðum. Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, hefur boðið Alvaro Barreto, viðskiptaráð- herra Portúgals, til íslands í júlímánuði næstkomandi Mið- að við gerða sölusamninga leggst hinn nýi tollur ekki á saltfisk héðan á þessu ári. Við- ræður viðskiptaráðherranna verða því kjörinn vettvangur til að leita lausnar á vandanum, sem tryggt geti áfram gagn- kvæma viðskiptahagsmuni þessara vinaþjóða. íslendingar og raunar aðrar EFTA-þjóðir hljóta að hvetja Portúgali til að endurskoða af- stöðu, sem stríðir gegn fríverzl- unarmarkmiðum samtakanna. Samhliða verðum við að huga að auknum viðskiptum okkar við Portúgal, þ.e. kaup á vörum, sem þeir geta boðið á sam- keppnisverði, til að finna flöt á samkomulagi, er báðir aðilar geti unað við. íslenskur sjávarútvegur hef- ur haft nóg af vandamálum hin síðari misserin. Nú hefur enn dregið ský á himin þessa undir- stöðuatvinnuvegar. Það er mjög mikilvægt að taka á þessum vanda með festu en fyrir- hyggju. Stjórnvöld og hags- munaaðilar í sjávarútvegi þurfa að bera saman bækur sínar og undirbúa af gaum- gæfni viðræður við Portúgali. Vonandi verður heimsókn portúgalska viðskiptaráðherr- ans til þess að innsigla vináttu og viðskipti þjóðanna til fram- búðar. Abyrgð og árangur Hinn þögli meirihluti launafólks í landinu tryggði þann tíma sem efna- hagsaðgerir á sl. ári þurftu til að ná hjöðnun verðbólgu og stöðugleika í efnahagslífi heil- um í höfn. Þetta var kjarna- atriði í ræðu Jóns Sigurðsson- ar, forstjóra járnblendifélags- ins, á aðalfundi VSl. „Við meg- um ekki bregðast þessu fólki,“ sagði hann, „við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að launafólk í landinu geti fengið sína umbun fyrir að hafa tekið á sig mestan hluta þeirra fórna, sem nauðsynlegar eru til að komast frá því reiðileysi sem við höfum sameiginlega ratað í með okkar efnahagslíf." Forstjórinn ræddi síðan um forsendur kjarabóta til lengri tíma og samstarf fólks og fyrir- tækja til að skapa aukinn skiptahlut í þjóðarbúskapnum. Samhliða verði að huga að kjarabótum, sem geti skilað sér fljótt, strax á næstu misserum, út í kaupið, án þess að magna verðbólgu. „Afköst með sem minnstri fyrirhöfn og tilkostnaði á sem skemmstum tíma og með sem minnstum mannafla skila get- unni til að greiða kaup,“ sagði hann. Kaupgreiðslugeta verður til í góðu skipulagi, verklagni og iðni, bættri nýtingu á efni, aukinni framleiðni, bættum tækjakosti og hæfni og mennt- un starfsfólks. í flestum fyrir- tækjum megi færa margt til betra skipulags og árangurs. Til þess þurfi samátak stjórn- enda og starfsfólks. Á þessum miklu umbrotatímum þurfi stjórnendur að taka höndum saman við starfsfólk um að- gerðir, sem auki getu fyrirtækj- anna til að greiða hærra kaup. Stúdentahópurinn samankominn fyrir utan Flensborgarskólann. Menntaskólinn í Reykjavfk brautskráir 198 stúdenta MENNTASKÓLINN í Reykjavík brautskráði í gær 198 stúdenta frá skólanum. Skólaslit fóru fram í Háskólabíói kl. 14, þar sem Guðni Guðmundsson rektor flutti ræðu og afhenti einkunnir og viður- kenningar fyrir góðan námsárang- ur og störf í þágu félagslífs skól- ans. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Engilbert Sigurðsson í nátt- úrufræðideild 1, með einkunnina 9,42. Annar hæsti nemandi á stúd- entsprófi var Brynjar Viðarsson, sem einnig var í náttúrufræðideild 1. Hann fékk 9,03 í meðaleinkunn. Nemendur í 3., 4. og 5. bekk, sem sköruðu fram úr í einstökum náms- greinum fengu viðurkenningar frá skólanum og ýmsum stofnunum, og ennfremur hlutu nokkrir nemendur sérstaka viðurkenningu fyrir störf unnin í þágu félagslífs skólans. í ræðu rektors kom meðal annars fram að í haust voru 200 nemendur skráðir í 6. bekk. Sami fjöldi var skráður í stúdentspróf en tveir gengu frá prófi, þannig að fjöldi nýstúdenta frá MR er í ár 198. Flestir brautskráðra stúdenta að þessu sinni voru úr náttúrufræði- deildum skólans, eða 87. Frá mála- deildum útskrifuðust 52 stúdentar og frá eðlisfræðideildum 59. Háskólabió var þéttsetið við skólaslitin og voru fulltrúar afmæl- isstúdenta meðal viðstaddra. Zóphanías Pálsson, skipulagsstjóri ríkisins, flutti ávarp fyrir hönd 50 ára afmælisstúdenta og færði skól- anum gjöf fyrir hönd hópsins, pen- inga í sögusjóð. Jóhanna Krist- jónsdóttir blaðamaður flutti ávarp fyrir hönd 25 ára afmælisstúdenta og færði skólanum peningagjöf í sögusjóð fyrir hönd samstúdenta sinna. Þá barst skólanum gjöf frá 20 ára afmælisstúdentum, peningar í Selssjóð. Hamingjuóskir í tilefni dagsins og áfangans. Stúdentahópurinn samankominn fyrir framan Háskóla tslands. 43 stúdentar frá Flensborgarskóla Endursending Hagkaupskartaflnanna: Bóndinn neitaði jarðvegsrannsókn Flensborgarskóla í HafnarfirAi var slitið síðastliðinn þriðjudag og voru þá brautskráðir 43 stúdentar og þrír nem- endur með öðrum prófum. Bestum námsárangri náði Steina Borghildur Níelsdóttir sem lauk prófi með ágætiseinkunn af tveimur námsbrautum, málabraut og við- skiptabraut. Steina hafði alls 172 námseiningar, sem eru 39 einingum umfram það lágmark sem krafist er til stúdentsprófs. Aðrir sem luku prófi með ágætiseinkunn voru Lóa MIKIL óánægja ríkir hjá ráða- mönnum á ísafirði vegna ákvörðunar fjármálaráðherra um að kaupa hluta í húseign undir starfsemi áfeng- isútsölu ríkisins á staðnum, en hús þetta verður byggt í sumar við Aðal- stræti. Fyrir liggur samningur mílli bæjarstjórnar Isafjarðar og rfkisins um að áfengisverzlunin verði, ásamt öðrum þjónustustofnunum ríkis og bæjar, í fyrirhuguðu stjórnsýsluhúsi. Hafa forráðamenn bæjarfélagsins áhyggjur af því, að þessi ákvörðum ráðherrans dragi úr þeim þrýstingi, María Magnúsdóttir, sem braut- skráðist frá náttúrufræðibraut eftir þriggja ára nám { framhaldsskóla, og Jón Viðar Gunnarsson sem brautskráðist af viðskiptabraut. Stúdentarnir brautskráðust af níu námsbrautum. 11 af viðskipta- braut, 9 af uppeldisbraut, 9 af nátt- úrufræðibraut, 6 af málabraut, 4 af eðlisfræðibraut, 3 af félagsfræði- braut, 2 af fjölmiðlabraut, 1 af heilsugæslubraut og 1 af íþrótta- braut. Þar af voru þrír sem útskrif- sem verið hefur á byggingu stjórn- sýsluhússins. Fjármálaráðherra und- irritaði á þriðjudagsmorgun samning við Guðmund Þórðarson, trésmið á ísafírði, um kaup ríkissjóðs á hluta hússins við Aðalstræti. Árni Kolbeinsson, sem gegnir nú ráðuneytisstjórastarfi f fjármála- ráðuneytinu, sagði að hlutur ríkis- sjóðs næmi 15% samkvæmt kaup- samningnum eða samtals um 250 til 260 fermetrum. í samningnum er gert ráð fyrir að þessi hluti hússins uðust frá tveimur brautum f senn, tveir frá mála- og viðskiptabraut og einn frá félagsfræði óg uppeldis- braut. Kvenstúdentar voru f meiri- hluta eða 24 stúdfnur á móti 19 herrum. Við skólaslitin flutti Kristján Bersi ólafsson ávarp og afhenti ein- kunnir. Ennfremur afhenti hann viðurkenningar fyrir góðan náms- árangur og áður en skólaslit fóru fram söng kór Flensborgarskóla nokkur lög. verði afhentur tilbúinn undir tréverk fyrir áramót. Árni sagði að ráðherra hefði tekið þessa ákvörðun þar sem húsnæðisvandi ÁTVR væri brýnn. ÁTVR hefði verið sagt upp núverandi húsnæði. Hann sagði ennfremur að samningurinn við Guðmund Þórðarson fæli ekki í sér að rfkið félli frá samningnum um hlutdeild í stjórnsýsluhúsinu. Haraldur Haraldsson, bæjar- stjóri á ísafirði, sagði að bæjarfé- lagið hefði samning í gildi við ríkis- sjóð um aðild hans að stjórnsýslu- ÁSTÆDA þess að ekki fékkst heil- brigðisvottorð vegna bresku kartafln- anna, sem Hagkaup keypti til landsins en endursendar voru f fyrradag, eins og sagt var frá hér í blaðinu í gær, er sú, að ekki höfðu verið framkvæmdar jarð- vegsrannsóknir vegna kartöfluhnúð- orms hjá framleiðandanum og hann neitaði að láta frarakvæma rannsóknina þegar um það var beðið eftir að kartöfl- urnar komu til fslands. Þetta kom fram í samtali við Sigurgeir Ólafsson, plöntu- sjúkdómafræðing hjá Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins, f gær. Sigurgeir sagði að hér á landi væri í gildi reglugerð um innflutning á plöntum frá 1948 með breytingum frá því i febrúar sl. þar sem m.a. hefðu verið sett inn ákvæði um hringrot. Sagði Sigurgeir að meginreglan væri sú að til að hægt væri að flytja plöntu til landsins þurfi að fylgja heilbrigð- isvottorð. Þó sé heimild til undan- þágu þó vottorð vanti. Hann sagði að heilbrigðisvottorðin, sem væru stöðl- uð alþjóðleg vottorð, væru gefin út af sérstökum stofnunum eða deildum sem heyrðu undir landbúnaðarráðu- neyti hvers lands, að undangengnum athugunum. Sagði hann að þær regl- ur sem hér giltu væru alls ekki húsi og þar væri gert ráð fyrir ÁTVR. Byggingarnefndarteikn- ingar af húsinu yrðu tilbúnar fyrir hvítasunnu. Engin beiðni hefði bor- ist um að losa ÁTVR undan samn- ingnum. Haraldur sagði rétt að mikil óánægja væri á ísafirði vegna þessa samnings fjármálaráðherra við Guðmund Þórðarson. Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, sagði að ekki væri farið að leggja neinar teikningar fyrir sig af stjórnsýsluhúsinu og sér skyldist, að ÁTVR væri ætlaður þar staður f einhverri viðbyggingu. Hann sagði að nýkeypta húsnæðið ætti að vera tilbúið í nóvember. Um óánægjuna á ísafirði vegna þessara kaupa sagði hann: „Þeir koma ekki til með að reka ráðuneytið hjá mér.“ Jónatan Arnórsson, sölustjóri ÁTVR á ísafirði, sagði málið við- kvæmt. Hann kvað rétt að hann væri ekki ánægður með það rými sem ÁTVR væri ætlað samkvæmt nýja kaupsamningnum. strangari en f nágrannalöndunum. Þær væru mjög sambærilegar. Bóndi sem ræktar til útflutnings þarf að fá eftirlitsmann á ræktunar- tímanum til skoðunar. Sfðan þyrfti að skoða kartöflurnar þegar þær væru tilbúnar til útflutnings og þá þyrfti skoðunarmaðurinn að hafa kynnt sér innflutningsreglur viðkom- andi lands og gengið úr skugga um að þeim væri fullnægt áður en vottorð væri gefið út. Sigurgeir sagði að helstu kröfur sem hér eru gerðar væru þessar: Að vörtupest og kart- öfluhnúðormur finnist ekki og hafi aldrei fundist á ræktunarstaðnum; að kartöflubjallan sé ekki á ræktunar- staðnum og ræktunarstaðurinn sé staðsettur á svæði sem bjallan finnst ekki og að hringrot hafi ekki fundist á ræktunarstaðnum undanfarin tvö ár. Ef einhver af þessum skaðvöldum finnst f sendingu er litið svo á að hún uppfylli ekki þessi skilyrði og inn- flutningurinn er þá ekki samþykktur, sagði Sigurgeir, og lendir tjónið þá á seljandanum. Spurningu um hvort kartafla teldist til plantna svaraði Sigurgeir: „Já, kartafla er lifandi planta eða plöntuhluti. Hún andar og spírar og hægt er að fá út úr henni plöntu.“ Aðspurður um endursendingu á kartöflum Hagkaups sagði Sigurgeir: „Þetta gekk þannig fyrir sig að engir pappírar komu með sendingunni. Þeir komu með flugi síðar og þá kom í ljós að ekkert heilbrigðisvottorð fylgdi heldur ljósrit af umsókn um heilbrigðisvottorð. Síðar kom í ljós að heilbrigðisvottorð hafði aldrei verið gefið út og kartöflurnar ekki ætlaðar til útflutnings. Jarðvegsrannsókn vegna kartöfluhnúðorms hafði ekki verið framkvæmd hjá ræktandanum. Til að leysa málið buðust skoðunar- mennirnir til að framkvæmda rann- sóknina strax en ræktandinn þarna úti neitaði að láta fara fram rann- sókn.“ — Leikur grunur á að kartöflurnar hafi verið sýktar? „Það get ég ekki sagt um. Hann hefur ekki viljað taka áhættuna þvf veruleg viðurlög eru við því ef kart- öfluhnúðormur finnst í ræktunar- löndum. Ekki má rækta þar kartöflur f nokkur ár til dæmis,“ sagði Sigur- geir ólafsson. Ólga meðal ráðamanna á ísafirði: Fjármálaráðherra kaupir húsnæði fyrir ÁTVR Formaður Menntamálaráðs, Matthías Johannessen, afhendir Árna Björnssyni tónskáldi viðurkenningu. Styrkjum úthlutað úr Menningarsjóði: Atta hlutu styrk til dvalar erlendis MENNTAMÁLARÁÐ tilkynnti ár- lega úthlutun styrkja úr Menning- arsjóði f gær. Að þessu sinni var átta listamönnum úthlutað styrk til dval- ar erlendis að upphæð 20 þúsund krónur hverjum. Styrk til útgáfu tón- verka hlaut Árni Björnsson tónskáld að upphæð krónur 35 þúsund og styrki vegna fræðistarfa og náttúru- rannsókna fengu 10 fræðimenn á sviði þjóðlegra fræða, samtals að upphæð krónur 30 þúsund, en sú styrkupphæð er ákveðin af Alþingi. Menningarsjóður var stofnaður með lögum 12. apríl 1928 og skyldi hafa það hlutverk að styrkja menntir og listir í landinu, sem ekki njóta styrkja að öðru leyti. Síðan þá hafa ýmis verkefni, sem Menningarsjóður hafði með hönd- um, horfið, og eru nú á verksviði annarra stofnana, t.a.m. Kvik- myndasjóðs. Hlutverk Menningar- sjóðs samkvæmt lögum frá 1957 er: 1) Bókaútgáfa, 2) styrkir við íslenska tónlist og myndlist, 3) efl- ing þjóðlegra fræða og athugana á náttúru landsins, 4) styrkir til listamanna vegna utanferða, 5) kynning á íslenskri menningu inn- anlands og utan og 6) önnur menningarstarfsemi. Bókaútgáfa hefur verið um- fangsmest í starfsemi Menning- arsjóðs og auk þess að fást við al- menna útgáfustarfsemi, hefur sjóðurinn lagt áherslu á útgáfu á sértækum og oft viðamiklum verk- efnum sem skoða má sem mikil- vægan skerf til fslenskrar menn- ingar. í ávarpi sínu drap núver- andi formaður Menntamálaráðs, Matthías Johannessen, á nokkur þau útgáfuverkefni sem sjóðurinn hefur tekist á við á undanförnum árum og nefndi það helsta sem væntanlegt er á næstunni. Þar kom fram að á árinu er meðal annars væntanleg hjá sjóðnum bók um Þingvelli eftir Björn Th. Björnsson, rit um Njálu eftir Her- mann Pálsson, afmælisrit Hall- gríms Helgasonar með úrvali greina hans, ljóðabók eftir Jón úr Vör, skáldsaga eftir Gísla J. Ást- þórsson, úrval smásagna eftir Indriða G. Þorsteinsson og Þing- konurnar og Lýsistrata eftir Ar- istofanes í þýðingu Kristjáns Árnasonar. Þá er f undirbúningi rit um þjóðgarða íslands, fóíkvanga og friðlýst svæði, sem Menntamála- ráð samþykkti að gefa út í tilefni 50 ára afmælis síns 1978 og Sig- urður Blöndal, skógræktarstjóri ritstýrir, auk rits um Þjóðhátíðina 1974. Þá er gert ráð fyrir að fjórða bindi íslenskra sjávarhátta eftir Lúðvík Kristjánsson komi út á næsta ári og á þessu ári er vænt- anlegt 14. bindi Alfræði Menning- arsjóðs. Starfsemi Menningarsjóðs er fjármögnuð annars vegar með tekjum af bóksölu og hins vegar með svonefndu miðagjaldi af kvikmyndasýningum og dans- skemmtunum. f frétt frá Menn- ingarsjóði segir: „Það verður aldr- ei of oft tekið fram, að til þess að geta gegnt hlutverki sínu f sam- ræmi við lög verður rfkisvaldið að hlynna að Menningarsjóði og styðja hann með ráðum og dáð, svo að þessari ríkisstofnun sé gert það fært að sinna mikilvægu hlut- verki í þágu íslenskrar listar og menningar með reisn“. Aö þessu sinni sóttu 45 um dval- arstyrki handa listamönnum sem hyggjast dveljast erlendis um tveggja mánaða skeið eða lengur. 8 hlutu úthlutun, 20 þúsund hver eins og fyrr sagði. Þau eru: Guð- rún Á. Símonar, óperusöng\’ari, Guðrún Svava Svavarsdóttir, myndlistarmaður, Gunnar Kvar- an, sellóleikari, Haukur Jón Gunnarsson, leikstjóri, Hildur Hákonardóttir, listvefari, Jón úr Vör, skáld, Sigríður Ella Magn- úsdóttir, óperusöngvari og Stein- unn Sigurðardóttir, skáld. Sjö sóttu um styrk til tónverka- útgáfu og hlaut Árni Björnsson, tónskáld styrkinn að upphæð 35 þúsund krónur. Þeir tíu sem hlutu styrk fyrir starf sitt á vettvangi þjóðlegra fræða eru: Anna Sigurðardóttir, Reykjavík, Einar H. Einarsson, Skammadalshóli, Friðrik Sigur- björnsson, Reykjavfk, Guðmundur A. Finnbogason, Innri-Njarðvfk, Indriði Indriðason, Reykjavík, Jón Gislason, Reykjavfk, Jón Guð- mundsson, Fjalli, Skúli Helgason, Reykjavík, Valgeir Sigurðsson, Þingskálum og Þórður Tómasson, Skógum. í tilefni af þeirri úthlutun sagði Matthías Johannessen: „Viður- kenning við þessi alþýðufræði á að vera okkur hvatning til að standa vörð um það sem mikilvægast er, arfleifð okkar og þá ekki síst tung- una sem gerir okkur kleift að vera samtiða allri bókmenningu okkar, ef svo mætti segja, en það er í senn heiður og hvöt til árverkni í menningarlegum efnum. Vonandi að þessi silfurþráður andlegs at- gervis slitni ekki á íslandi“. í menntamálaráði eiga sæti auk Matthíasar Johannessen, sem er formaður, þau Áslaug Brynjólfs- dóttir, varaformaður, Sólrún Jens- dóttir, ritari, Einar Laxness og Gunnar Eyjólfsson. Fram- kvæmdastjóri Menningarsjóðs er Hrólfur Halldórsson. Morgunbladid/Fridþjófur. Styrkhafar Menningarsjóðs. Taldir frá vinstri: Guðrún Á. Símonar, óperusöngvari, Árni Björnsson, tónskáld og kona hans, Helga Þorsteinsdóttir, Guðrún Svava Svavarsdóttir, mvndlistarmaður, Hildur Hákonardóttir, listvefari, Stein- unn Sigurðardóttir, skáld, og Gunnar Kvaran, sellóleikari. Ekki gátu verið viðstödd afhendinguna þau Sigríður Ella Magnúsdóttir, óperusöngvari, Haukur J. Gunnarsson, leikstjóri, og Jón úr Vör, skáld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.