Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1984 27 ardalshöllinni upp a gátt, enda 1 höfðu margir, sem keypt höfðu miða í forsölu, enn ekki komist inn í hús- ið. „Við erum mjög ánægðir með þennan dansleik," sagði Jakob Magnússon, Stuðmaður, er Mbl. 1 ræddi við hann. „Við höfum aldrei leikið fyrir fleira fólk og mér fannst þetta takast frábærlega vel. Stemmningin var þrusugóð. Auðvit- 1 að var einhver drykkjuskapur, en alls ekki sá sem látið var liggja að í tveimur dagblaðanna," bætti hann við. 15.000 í miðbænum „Hátíðahöldin í miðbænum gengu eins og best varð á kosið, en umferð- arhnútar mynduðust víða í mið- borginni þegar líða tók á daginn," sagði Óskar ólason, yfirlögreglu- þjónn, er Mbl. innti hann eftir því hvernig hátíðahöldin á sunnudag hefðu gengið í miðborginni. „Greini- legt var þó, að gatnakerfið annaði ekki bílastraumnum þegar hann varð hvað mestur," bætti öskar við. Mjög fjölmenn skrúðganga lagði upp frá Hlemmi áleiðis niður á Lækjartorg laust eftir kl. 15. Gekk mannfjöldinn sem leið lá niður í miðborgina, þar sem boðið var upp á fjölskylduskemmtun á Arnarhóli. Sjálf hátíðin var hins vegar form- lega sett af Þórunni Gestsdóttur, varaformanni Æskulýðsráðs, um morguninn. Að ávarpi hennar loknu lagði forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sig- urðssonar á Austurvelli og síðan flutti Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, ávarp. Loks fór fjallkonan, Guðrún Þórðarsdóttir leikkona, með þjóðhátíðarljóð Tóm- asar Guðmundssonar. Áður hafði Markús örn Antonsson, forseti borgarstjórnar, lagt blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar við undir- leik Lúðrasveitar Reykjavíkur. Óskar sagði ógjörlegt að spá um hversu margir hefðu verið saman- komnir í miðbænum á sunnudaginn. Þeir, sem gerst fylgdust með, töldu að um 15.000 manns hefðu verið saman komin þegar mannfjöldinn var hvað mestur. Enginn óhöpp urðu þrátt fyrir fjöldann og taldi Óskar mega þakka það m.a. því, að fólk hefði ekið mjög varlega. Auk skemmtidagskrárinnar í miðbænum um miðbik dagsins var boðið upp á skemmtanir f Hljóm- skálagarðinum, á Kjarvalsstöðum og í menningarmiðstöðinni í Gerðu- bergi. Um kvöldið var svo skemmti- dagskrá í miðbænum. Fór hún mjög vel fram, en nokkuð bar á ölvun undir lok hennar. Markús Örn Antonsson, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig að leiði Jóns Sigurössonar að morgni þjóðhátíðardagsins. Frá dansleiknum í Laugardalshöll. Stuðmenn á sviðinu. þremur skotum, tveimur í magasíni og einu í hlaupi. Þeir óku vestur á Grandagarð, þar sem William lauk við að dulbúa sig, og síðan héldu þeir að Háskólabíói, þar sem leiðir þeirra skildi. William settist inn í leigubíl við Hótel Sögu en Ingvar hélt í Brautarholt 2, þar sem hann ætlaði að bíða Williams. Ráninu á bilnum og ráninu við Landsbankann var síðan lýst ræki- lega fyrir réttinum í gær og var sú lýsing samhljóða þeim frásögnum, sem birst hafa í Morgunblaðinu. Það kom fram í málflutningi verjanda Williams, Eddu Sigrúnar Ólafsdótt- ur, að hvað eftir annað var William skapi næst að hætta við allt saman, m.a. í leigubílnum á leið frá Sögu — en þá átti hann ekki fyrir fargjald- inu! Þegar hann kom að bankanum lagði hann stolna leigubílnum á bíla- stæði norðan við útibúið og þangað hljóp hann þegar hann hafði náð peningunum af starfsmönnum ÁTVR og ók rakleiðis f Brautarholt. Þegar hann kom þangað var Ingvar hvergi sjáanlegur en lánsbíll hans beið. William ákvað að bíða og eftir skamma stund sá hann hvar Ingvar kom gangandi f hægðum sínum. Hann hafði þá farið gangandi niður á Laugaveg 77 til að geta horft á ránið framið en sagði síðar, að hann hefði ætlað að reyna að afstýra rán- inu. Þegar hann kom að bankanum var ekkert að sjá. Hann gekk niður með húsinu vestan megin og rak á leiðinni fæturna í einn fjögurra pen- ingapoka, sem William hafði misst á hlaupunum. Pokanum stakk hann inn á sig og flýtti sér síðan aftur upp í Brautarholt. Þaðan óku þeir Ingvar og William vestur á Kársnes í Kópa- vogi, þar sem þeir losuðu sig við byssuna og skotfærin. Um kl. 21 um kvöldið skilaði Ingvar William heim til foreldra hans, þar sem hann á lögheimili. William James fór rakleiðis til föður síns og sagði við hann: — Pabbi, ég er búinn að ræna pening- um. Föður hans varð mjög bylt við. Hvað áttu við? sagði hann og var hvass. William sagði föður sínum allt af létta og stöðugt þyngdist brúnin á Griffith. — Ertu orðinn brjálaður, drengur? Hvað ertu eiginlega að hugsa? sagði hann og hellti sér yfir son sinn. — Farðu með þetta út úr húsinu strax! Skilaðu peningunum aftur! En William sagðist ekki eiga í nein önnur hús að venda með ránsfenginn og bað föður sinn um ráð. Hvað átti hann að gera? Niðurstaðan varð sú, að Griffith sagði syni sínum að stinga peningapokanum inn f fata- skáp í forstofunni áöur en hann færi út aftur. Skömmu síðar fékk hann endanlega staðfestingu á þeim frétt- um, sem hann hafði fengið þegar sjónvarpið sagði fréttir af því, sem gerst hafði. Þetta var á föstudagskvöldi. Pen- ingarnir lágu óhreyfðir í skápnum alla helgina og Griffith Scobie átti erfitt með svefn. Á mánudeginum hafði hann tekið ákvörðun: Þeir myndu láta verða af því að fara í brúðkaup bróðurdóttur hans í Bandaríkjunum og William yrði eftir ytra. Þegar hann kæmi sjálfur heim myndi hann skila peningunum nafn- laust. Þennan sama dag pantaði hann far fyrir þrjá til Bandaríkj- anna undir nafninu „Scobie" án þess að gefa upp skírnarnöfn sona sinna tveggja og sitt eigið. Morguninn eftir staðfesti hann pöntunina hjá Útsýn. Síðar um daginn kom William heim til foreldra sinna og bað föður sinn um peningapokann. Úr honum tók hann 3000 krónur, sem hann gaf kærustunni fyrir peysu, og fékk föð- ur sínum 50 þúsund krónur í vöndli. Griffith gekk síðan frá peningunum, tæpum tveimur milljónum króna, í kassa, setti dagblað yfir, límdi lokið aftur og stakk kassanum undir eld- hússkáp. Um kvöldið ók Griffith syni sínum til Hafnarfjarðar, þar sem William fékk Ingvari sinn hlut, 360 þúsund krónur. Scobie eldri beið í bílnum fyrir utan á meðan og mun ekki hafa vitað með vissu hvað ungu mönnunum fór á milli. Fyrir 50 þúsundin keypti Griffith gjaldeyri — fyrir 30 þúsund krónur í Utvegsbankanum og fyrir 20 þúsund af einkaaðila á Loftleiðahótelinu. Gjaldeyrinn átti að nota til utanfar- arinnar og fékk hann syni sinum 40 dollara af þeim liðlega 1600, sem keyptir höfðu verið. Zorro, Superman og Hrói höttur á einu bretti Edda Sigrún Ólafsdóttir hdl., verj- andi Williams, lagði á það ríka áherslu í ræðu sinni, að aldrei hefði verið ætlun hans að nota byssuna til nokkurs annars en að ógna með henni. William hefði játað afdrátt- arlaust daginn eftir að hann var úr- skurðaður í gæsluvarðhald. Hún hefði sjálf ekki verið búin að ræða við hann nema í nokkrar mínútur þegar hann hefði játað fyrir sér að hafa framið ránið og óskað eftir því að gefa um það fulla skýrslu. — Ég hefði játað á flugvellinum ef ég hefði ekki alltaf verið að hugsa um fjöl- skylduna og pabba, hafði Edda eftir honum. — Nú vil ég taka út þann dóm sem pabbi gæti fengið, því hann hjálpaði mér. Hún hafði eftir William, að ástæð- an fyrir ráninu hefði verið sú, að hann hefði viljað hjálpa foreldrum sínum og fjölskyldu um peninga. Rekstur fyrirtækis föður hans hefði ekki gengið eins og vonast hafði ver- ið til eftir að fjölskyldan fluttist aft- ur til íslands fyrir tveimur árum eft- ir átta ára veru í Bandaríkjunum. „Það var átakanlegt að hlusta á játn- ingu þessa unga manns," sagði Edda. „Hann lifði stundum í dagdrauma- heimi, þar sem draumarnir urðu raunverulegri en raunveruleikinn. Hann var aðeins 13 ára þegar fjöl- skyldan fluttist utan. Þar var honum hvað eftir annað kippt upp úr um- hverfi sínu, það var stöðugt verið að flytja, skipta um skóla, læra að þekkja nýja félaga. Þegar hann svo kom heim nokkrum mánuðum á und- an fjölskyldu sinni var hann aleinn, allt var breytt frá því sem var og ekkert stóðst af því, sem fyrirhugað hafði verið. Smám saman fór að síga á ógæfuhliðina, ef til vill einkum vegna þess, að hann var ekki lengur undir aga fjölskyldunnar — og ég vil leggja áherslu á,“ sagði Edda, „að hann hefur ævinlega verið óeðlilega háður fjölskyldu sinni og föður, eink- um föður sínum." William sótti tvivegis um stöðu lögreglumanns í Reykjavík en fékk synjun vegna þess að hann er banda- rískur ríkisborgari. Fjárhagur fjöl- skyldunnar var heldur bágur og sömuleiðis fjárhagur fjölskyldu unn- ustunnar, að því er Edda sagði. „Ránið var því alls ekki framið í eig- inhagsmunaskyni — hann þurfti að sanna fyrir foreldrum sínum, að hann væri bestur og verður elsku þeirra. Allt snerist um peningaleysi þar sem hann var og hann ætlaði að sanna, að enginn legði meira á sig en einmitt hann til að leysa úr þessum vandræðum. Á einu bretti gat hann orðið Hrói höttur, Superman og Zorro," sagði hún. „Hann var at- vinnulaus og lá undir ámæli fyrir iðjuleysi - og vegna þess sagði hann unnustu sinni að hann væri orðinn starfsmaður fíkniefnadeildar lög- reglunnar. Hann fór að heiman á morgnana til að fara í þá ímynduðu vinnu, sem hann langaði svo að stunda, og kom heim að lokinni þeirri „vinnu“ á kvöldin. Eða eins og hann sagði við mig: — Ég hefði orðið svo góður lögreglumaður. Bara ef ég hefði fengið vinnuna hefði ekkert af þessu komið fyrir." Verjandinn fór mörgum orðum um „óeðlilega miklar“ frásagnir fjöl- miðla af málinu og sagði ljóst, að gerður hefði verið „úlfaldi úr mý- flugu" í fjölmiðlum. „Hann, sem þjóðin taldi hættulegan afbrota- mann, var þá ekki annað en stórt barn,“ sagði Edda. Verjandinn gerði þá kröfu að William yrði dæmdur til vægustu refsingar og að hún yrði skilorðs- bundin. Af hálfu ákæruvalds- ins er gerð krafa um refsingu yfir feðgunum og Ingvari, að þeir verði dæmdir til greiðslu skaðabóta og sakarkostnaðar. Örn Clausen hrl., verjandi Ingvars H. Þórðarsonar, gerði þá kröfu að skjólstæðingur hans yrði sýknaður af ákærunni um ránið á leigubílnum, enda væri það of langsótt að gera Ingvar að aðalmanni í því atriði fyrir það eitt að aka William Scobie úr Fellahverfi vestur í bæ. Hann mót- mælti því einnig, að Ingvar væri tal- inn aðalmaður í ráninu við Lands- bankann því hlutdeild hans væri mjög lítil og hann hefði ekki haft nema óljósa hugmynd um það, sem til hefði staðið. „Þetta eru engir venjulegir afbrotamenn heldur ungl- ingsgrey, sem leiðast út í þetta af hreinum barnaskap," sagði örn. Hann tók fram að lokum í stuttri ræðu sinni, að hann teldi afdráttar- laust að sýkna bæri Griffith Scobie í málinu — öll viðbrögð hans og fjöl- skyldunnar hefðu verið eðlileg og mannleg. Kristján Stefánsson hdl., verjandi Griffiths D. Scobie, krafðist þess í málflutningnum að Griffith yrði sýknaður af öllum kröfum og að málskostnaður yrði greiddur úr rík- issjóði. Til vara gerði hann kröfu um að hann yrði ekki dæmdur til refs- ingar, í öðru lagi að refsingu yrði frestað og í þriðja lagi að refsingin yrði skilyrt. Oll hans viðbrögð hefðu verið eðlileg og mannleg, allar hans athafnir í málinu hefðu verið í þágu sonar hans og miðast við að koma honum úr landi. Kristján gerði eins og Örn kröfu um að skaðabótakröfu ÁTVR yrði vísað frá dómi enda hefði forstjóri stofnunarinnar neitað að sundurliða kröfuna, eins og óskað hefði verið eftir fyrir dóminum. Sakadómur er fjölskipaður í þessu máli-Gert er ráð fyrir, að dómur falli fyrir réttarhlé í sumar. — ÓV.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.