Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 41
45 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1984 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI . TIL FÖSTUDAGS Tónlist og stiórnmál Gestur Sturluson skrifar: Undanfarið hafa orðið töluverð- ar umræður um músík þá sem spiluð er á milli „frétta á tákn- rnáli" og „frétta", og hefir Pétur Pétursson, útvarpsþulur, verið þar aðallega að verki. Ég hef lítillega minnst áður á þetta í skrifum mínum í Velvak- anda og ætla ég ekki að endurtaka það. Ég er að mörgu leyti sam- mála Pétri þó ekki vilji ég gera kröfu til þess að tónlistin sé ein- göngu íslensk, því tónlist er al- þjóðlegt fyrirbæri. Ég geri ein- ungis þá kröfu að spiluð sé af- slappandi tónlist og að hún skeri ekki í eyrun. Og það vil ég segja sjónvarpinu til hróss að tónlistin á þessum tíma hefur skánað mikið að undanförnu, hvort sem það er nöldri okkar Péturs að þakka eður ei. En það var eitt sem mig langaði að drepa á í þessu sambandi og það er það að ráðist var harkalega Jón Múli Árnason á Pétur Pétursson vegna að- finnslna hans við tónlistarflutn- inginn í sjónvarpinu. Var Pétur sakaður um kommúnisma í þessu sambandi vegna þess að hann væri á móti bandarískri tónlist. Nú ætla ég mér það ekki að verja Pét- ur, það er hann fullfær um sjálfur. En ég vil benda á það að þessi ásökun á Pétur er fáránleg og að ætla að blanda saman pólitfskri skoðun og tónlistarsmekk manns- ins er jafn fáránlegt og því gat ég ekki orða bundist. Maður er nefndur Jón Múli Árnason og hefur hann verið einn helsti útvarpsþulur okkar íslend- inga árum saman. Einnig er hann lagasmiður ágætur. Jón Múli er mikill kommúnisti og meira að segja einn af fáum stalínistum sem enn eru ofar moldu. Fáir hafa hins vegar unnið jafn mikið og vel að útbreiðslu bandarískrar menningar og hann. Aðallega hefur hann unnið ötul- lega við að kynna bandaríska tón- listarmenningu og væri ég sendi- herra Bandaríkjanna hér á íslandi væri ég fyrir löngu búinn að heiðra Jón fyrir vikið. Nú má enginn skilja orð mín svo að ég hafi ekki sama tónlistar- smekk og Jón Múli. Ég hefi ákaf- tega gaman af að hlýða á gamlan og góðan Dixieland. En ég vildi bara benda á hversu hæpið er að blanda saman tónlist- arsmekk og stjórnmálum. Að segja hug sinn Þorsteinn Guðjónsson skrifar: Ástæða er til að taka undir með Helga Sigurðssyni, sem nýlega varaði við „kurteisisheimsóknum" erlendra herskipa hingað til lands, og jafnframt ber að virða hann fyrir þann kjark að láta fullt nafn fylgja skrifi sínu um þetta mál — því þetta er einmitt það sem ís- lendingar hafa verið einna deig- astir við að láta frá sér heyra um. Það þurfti milljón króna tjón til þess að menn áttuðu sig á því, að slíkar kurteisisheimsóknir eru raunar allt annað en kurteisi. Liðsmennirnir eru „úrlendir", eins og menn segja, auk þess að vera erlendir, en það þýðir að engin lög ná yfir þá og geta þeir gert það sem þeim sýnist. Engin furða er þótt hið „veika kyn“ sé veikt fyrir slíkum rétthöfum. Til þess að láta krók koma á móti bragði er aðeins eitt ráð til, og það er að gera það sem hinir geta ekki. Allir íslendingar vita að til er það sem heitir fjarhrif eða hugsamband milli manna. Enginn ber á móti þessari staðreynd, og ennfremur er sumum það ljóst, að beiting þessa hæfileika verður að gerast í sambandi við það sem stundum er nefnt forsjón eða handleiðsla (sbr. grein Gests í Velvakanda 11. júní). Hinir lengra komnu styðja þá skemmra komnu, þegar hinunt skemmra komnu tekst að vera samhuga. íslendingar gætu, ef þeir vildu, beitt þessu afli til þess að hrinda frá sér hinum lagalausu heim- sóknum. — Því að forsjónin er til. Ef menn hugsa þetta og segja það hverjir við aðra, verður ekkert úr svona heimsóknum, því að her- veldin eru varnarlaus fyrir því af- li, sem hér kemur til greina. Sigur fjarhrifa-aflsins yfir hernaðar- stefnunni væri sigur hins rétta á hinu ranga. Þessir hringdu Mann- skemmandi Fassbinder „Arnar- hreiðrið" SJ. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Það hefur verið rætt talsvert um bílageymsluna sem stendur undir Seðlabanka- byggingunni sem nú er að rísa og hafa menn verið að gamna sér við það að gefa bílageymslunni nafn. Mér kom í hug heitið „Arn- arhreiðrið" á henni. Þetta er hálfgert hreiður þarna utan í Arnarhólnum og því hægt að nefna það þessu nafni. Hins vegar er þetta ekki gert í því skyni að kasta steini að Seðlabankanum, síður en svo. Ég hefi einungis átt góð viðskipti við Seðlabankann. Sólveig hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Ég vil endi- lega beina þeim tilmælum mín- um til sjónvarpsins að þeir taki af dagskránni þennan Fas- sbinder-þátt sem er á dagskr- ánni á miðvikudögum. Þessi þáttur er bæði mannskemmandi og andstyggilegur. Ég skil ekk- ert í því hvers vegna er verið að fá svona myndir til sýninga í sjónvarpið það verður endilega að koma í veg fyrir það að þessi ófögnuður birtist mönnum aftur á skjánum. Listahátíð, Rás 2 og sjónvarpið Guðrún Pálsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að beina þeirri fyrirspurn til Listahátfðar hvort ekki sé hægt að endurtaka dagskrá Íslenska dansflokksins sem var í Norræna húsinu fyrir skömmu. Þá langar mig einnig að kvarta svolítið yfir morgunþætt- inum sem er á rás 2. Það er eins og þeir sem þar stjórna séu bara með þetta fyrir sjálfa sig. Og að lokum langar mig að þakka sjónvarpinu fyrir bíó- mynirnar sem það sýndi laug- ardaginn 9. júní. Brottför: 11. júlí — 13. júlí — 22. ágúst — 24. ágúst — 12. sept. — 3. okt. Gisting með og án fæðis. Hótel eða íbúðir. SIIMARHIIS SÚMARHÚSIN OBERALLGAU í hjarta Bæjara- lands í Þýskalandi, stutt frá Bodensee. Mjög góö aöstaöa til útivistar og skemmtunar. Mjög góð gisting í Studíó-íbúöum eöa stærri íbúöumfyrirfjöl- skyldur. Brottför alla laugardaga. Dvalartími 1-3 vikur. Flug gisting,bílaleigubíll,verö frá:12.589,tveir í íbúð. iMMBA MWMM Flug og bíll — eða flug og gisting alla föstudaga Flug og bíll — flug og gisting.vikuferöir.g Flug og gisting — flug og bill. Vikuferöir alla föstudaga. Fáiö sumarbæklinginn i skrifstofunni í Aöaistræti 9 — eöa hringiö í síma 28133 og fáið hann sendann í pósti. Hótel- og farmiöapantanir út um allan heim. FERÐA MIÐSTODIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.