Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 44
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD INNSTRÆTt, SIMI 11340 OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNS TRÆTI, SÍMI 11633 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Laxi slátrað 16 milljónir — Ferskur lax úr Lónum nær daglega til Banda- ríkjanna — 200 þúsund krónur fyrir hvert tonn í FISKELDISSTTÖÐ Isno í Lónum í Kelduhverfi er um þessar mundir að Ijúka slátrun á 90 tonnum af laxi fyrir um 16 millj. kr. sem er skilaverö til stöövarinnar þegar búiö er að draga frá kostnað af tryggingum, flutningi og fleiri lið- um í sambandi við útflutning á vörunni sjóieiðis til Danmerkur og flugleiðis til Bandaríkjanna. Skila- verð á kflói er rétt tæplega 200 kr. Þegar slátrun hófst í Lónum í vor reyndist ótakmarkaður markaður fyrir vöruna erlendis samkvæmt upplýsingum Eyjólfs Konráðs Jónssonar, alþingismanns og stjórnarformanns Isno, og var þá ákveðið að slátra öllum laxi stöðv- arinnar sem hafði náð sláturstærð. Á undanförnum vikum hefur verið slátrað 60 tonnum, liðlega 30 hafa farið til Danmerkur og 20 tonn hafa verið flutt flugieiðis til Bandaríkjanna annan og þriðja hvern dag að undanförnu, 2—5,5 tonn í ferð. Átta tonn af laxi frá Isno hafa farið á markað innanlands. Laxinn er fluttur ferskur á markað í ís, en nokkru hærri flutningskostnaður er flugleiðis, en hins vegar fæst hærra verð á Bandaríkjamark- aði. Eyjólfur Konráð sagði í sam- tali við blm. Mbl. að verðið sem fengist væri frá 50—70 kr. eftir stærð laxins, en meðalskilaverð fyrir króna á tonni væri tæplega 200 þúsund kr. Eyjólfur Konráð sagði að- spurður að ráðgert væri að auka reksturinn markvisst, enda færi varla lengur á milli mála að hér væri um mjög arðbæran at- vinnurekstur að ræða þar sem m.a. kæmi til nýting og mögu- leikar jarðhita. Reiknað er með að slátra 150 tonnum næsta ár. Þá er Isno einnig með hafbeit og sleppt hefur verið í sjó 20 þús- und seiðum á ári sl. þrjú ár. Sl. ár komu 540 fiskar til baka og reiknað er með að sú tala marg- faldist í ár. Isno er í eigu Tungu- lax hf. sem á 55% og Fiskeldis- stöðvarinnar S.S. Mowi í Bergen sem á 45%, en reksturinn hófst fyrir fjórum árum. Morgun Diaoio/ kaa. Nýi loftpúðabfllinn á verkstæði Björgunar hf. í gær, en eftir er að setja yflrbygginguna á farartækið. Við stýrið situr Kristinn Kristinsson. Aftarlega á miðjum „loftbflnum“ sést heyblásarinn frá Landsmiðjunni. Með loftpúðabíl til leitar á sandinum „GULLSKIPSMENN" hefja störf á ný á Skeiðarársandi um næstu helgi, en þeir eru nú að Ijúka við smíði á loftpúöabfl, sem getur sviflð yflr vatn, siglt á vatni og ekið á landi. Hefur loftpúðabfllinn verið prófaður á sjó og reyndist hann vel í alla staði í fyrstu tiíraun, en á næstu dögum verður lokið við yflrbygginguna á loftpúðabflinn. Morgunblaðid/GBerg. Hefðbundin hátíðahöld Þjóðhátíðardagsins var minnst með hefðbundnum hætti um allt land á sunnudag. Víða var þátttaka í hátíðahöldunum meiri en áður þrátt fyrir að veður væri misjafnt. Á Akureyri var dagurinn hátíð nýstúdenta sem endra- nær og settu þeir mikinn svip á bæinn. Sjá miðopnu og bls. 29. Loftpúðabíllinn er sjö metra langur og þrír metrar á breidd, teiknaður og smíðaður af starfs- mönnum Björgunar hf. Dieselvél knýr bílinn áfram, en súrheys- þurrkari af stærstu gerð frá Landsmiðjunni dælir loftinu fyrir loftpúðana. Verkefni „gullskipsmanna" verður tvíþætt á sandinum næstu vikurnar, hópur manna fer um næstu helgi og vinnur við að losa bryggjuþilið á fjörukambinum og um mánaðamótin fer flokkur leit- armanna með nýja loftpúðabílinn og fleiri tæki til þess að halda áfram leitinni að „gullskipinu" Het Wapen van Amsterdam. I vik- unni eru væntanleg til landsins mjög fullkomin tæki sem sett verða í loftpúðabílinn, en menn frá Raunvísindastofnun Háskól- ans munu stjórna þeim tækjum í leitinni. Kristinn Guðbrandsson sagði í samtali við blm. Mbl. að tækja- búnaðurinn til þess að ná upp þil- inu á sandinum byggðist á Larkn- um, sem er vatnabíll, sérstökum spilbíl með krana sem verið er að smíða í Björgun, jarðýtu og vél- skóflu, en við leitina að „gullskip- inu“ í sumar verður aðallega not- ast við nýja loftpúðabílinn og Larkinn. Kristinn sagði að lítið Helmingi minni hækkun á olíu en beðið var um? - Útgjöld útgerðar við 5% hækkun á VERÐLAGSRÁÐ hefur enn ekki tekið afstöðu til olíuverðshækkun- arbeiðni olíufélaganna, en búizt var við því, að það yrði gert á fundi ráðs- ins í gær. Annar fundur hefur verið boðaður í dag. Fiskverð liggur af þessum sökum meðal annars ekki fyrir enn, en næsti fundur yfirnefnd- ar Verðlagsráðs sjávarútgvegsins verður á morgun, miðvikudag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ber mikið á milli, bæði við ákvörðun á olíuverði og fisk- verði. Olíufélögin hafa óskað 10% hækkunar á verði gasolíu og 20% hækka um 100 milljónir á ári miðað gasolíu og 10% hækkun á svartolíu á verði svartolíu. Mun hækkunar- þörfin byggð á hækkun á inn- kaupsverði og 50 milljóna króna halla á innkaupajöfnunarreikn- ingi og því auknu tillagi til hans en á hinn bóginn lækkun álagn- ingar. Má þar nefna að í hækkun- arbeiðninni er reiknað með 11% lækkun álagningar á svartolíu. Heimildarmenn Morgunblaðsins telja ljóst, að þessi hækkun muni ekki fást vegna þess hve hún eyk- ur á vanda útgerðarinnar og telja sumir líklegt að hækkunin nemi aðeins 5% og 10%. Það mun hins vegar ekki duga til að rétta af 50 milljóna króna hallann á inn- kaupajöfnunarreikningnum. 10% og 20% hækkun á gas- og svartolíu þýðir 200 milljóna króna viðbót við núverandi rekstrar- kostnað útgerðarinnar á ári, en 5% og 10% hækkun helmingi minna. Útgerðarmenn treysta sér ekki til að meta hve mikið fiskverð þurfi að hækka fyrr en ljóst verð- ur hve olían hækkar mikið og hvernig verði tekið á rekstrar- vanda útgerðarinnar. Þeir telja tap hennar nú um 15% af tekjum eða 1 milljarð króna, en Þjóðhags- stofnunin metur tapið á 4% til 6%. Mikið ber á milli fiskverkenda og Þjóðhagsstofnunar, sem telur frystinguna rekna með 6% til 7% hagnaði og söltun við núllið. Verk- endur telja hins vegar frystinguna á núlli og söltun rekna með tapi. Þá mun fyrirkomulag afurðalána skipta miklu um mat á stöðu verk- unarinnar. Ljóst er að staða útgerðarinnar er mjög erfið nú, en auk þess skortir hana upplýsingar til að taka þátt í fiskverðsákvörðun, verkunin telur sig ekki geta tekið á sig hækkun og sjómenn vilja launahækkun til mótvægis við aflasamdrátt. þyrfti að lagfæra veginn niður að ströndinni, en hann kvað ákveðið að skilja eftir nokkur skúffujárn af þilinu, því sjóminjasafn í Brem- erhaven hefði mikinn hug á að láta síðar grafa upp skipið sem liggur innan þilsins, þýzka togar- ann Fredirich Albert, að því er talið er, en þýska skipasafnið hef- ur ekki nægilegt fjármagn ennþá til verksins. Stöðvun flotans frestað eystra STJÓRNENDUR þeirra útgerð- arfyrirtækja á Austfjörðum, sem ákveðið höfðu að sigla skipum sínum í land 24. júní og hætta útgerð þar til viðunandi rekstr- argrundvöllur fengist ákváðu á fundi sínum í gærkvöldi að fresta aðgeröum um mánuð. Eft- ir fund með sjávarútvegsráð- herra á Egilsstöðum í gærkvöldi var þessi ákvörðun tekin. Ráðherra lofaði á fundinum að tíminn til 24. júlí yrði notaður vel til að vinna að þessum málum og gaf vilyrði fyrir ákveðnum úrbótum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins á miðnætti í nótt, töldu ýmsir í hópi aust- firzkra útgerðarmanna að að- gerðir þeirra næðu ekki til- gangi sínum nema aðrir út- gerðarmenn fylgdu dæmi þeirra. Akurnesingar höfðu boðað heimsiglingu flotans á næstunni eins og Austfirð- ingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.