Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1984 Framkvæmdastjórn Verkamannasambandsins: Leggur til uppsögn samninga 1. sept. Framkvæmdastjórn Verkamanna- sambands íslands samþykkti f gær að leggja til við formannafund sam- Þyrla veldur skelfingu ÞYRLA olli sumum þáttakendum í 17. júníhátíðarhóldum í Garðabæ skelfingu er hún flaug lágt yfir hátíð- arsvæðið og dreifði sælgæti yfir mannfjöldann, en þetta var eitt dagskráratriða á hátíðinni. Flugmaðurinn hafði fullt leyfi yfirvalda til þessa flugs, en lög- regluskýrsla var gerð um málið og send loftferðaeftirlitinu til rann- sóknar, um hvort flugið hafi verið glæfralegt. Skýrslan hafði ekki borist eftirlitinu í gær. bandsins, sem haldinn verður í dag, að st'gja upp gildandi kjarasamn- ingum þannig að þeir verði lausir 1. september í haust. Sérstök nefnd sem unnið hefur að athugun kjaramála lagði upp- sögn til, að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Verkamannasambandsins. Sagði Guðmundur að í áliti nefndarinn- ar hefði það verið undirstrikað að samningarnir, sem undirritaðir voru í vetur og ríkisstjórnin var beinn eða að minnsta kosti óbeinn aðili að, hefðu gert ráð fyrir að kaupmáttur yrði ekki minni en á 4. ársfjórðungi 1983. Það virtist hinsvegar ekki ætla að verða og eins og mál stæðu í dag þyrfti kaup að hækka 5—6% til að halda þeim kaupmætti í stað 3%, sem samningarnir gerðu ráð fyrir. Guðmundur sagði að einnig væri mikil óánægja með þá skerðingu á næturvinnu, bónus og premíu, sem væri á launum manna, sem væru á töxtum undir dagvinnutekju- tryggingu. Þá taxta þyrfti að af- nema. MorKunbladið/Kári. Skrykk á Sauðárkróki Það er víðar dansað skrykk en í höfuðborginni. Þessi mynd var tekin á Sauðárkróki á 17. júní-hátíðahöldunum og sýnir hvar tveir af yngri kynslóðinni spreyta sig á þessu vinsæla dansafbrigði. Myndin er tekin á Faxatorgi. Norræn leiklístarhátfd í Osló: Skilnaöur og Lokaæf- ing hlutu góöar viðtökur DAGANA 31. maí til 7. júní sl. var haldin í Osló norræn leiklistarhátíð á vegum Norræna leiklistarsambands- ins og Norrænu leiklistarnefndarinn- ar. Hátíðin var haldin í tengslum við þing Norræna leiklistarsambandsins. Það var eeinmitt á slíku þingi, sem haldið var í Reykjavík árið 1982, sem kom fram áhugi á að efna til nor- rænnar leiklistarhátíðar. Þessi ályktun var samþykkt og var ákveðið að markmið hátíðar- innar yrði að kynna norræna nú- tímaleikritun. Tvö verk voru sýnd frá hverju landi. Af íslands hálfu voru sýnd leikritin Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson frá Leikfélagi Reykjavíkur og Lokaæfing eftir Svövu Jakobsdóttur frá Þjóðleik- INNLENT húsinu. Á meðan á hátíðinni stóð voru haldin námskeið fyrir leik- ritahöfunda, leikstjóra og leikara, auk fyrirlestra. Á blaðamannafundi sem haldinn var í þessu tilefni í vikunni kom fram að báðum íslensku verkunum hafi verið vel tekið og voru að- standendur sýninganna að vonum ánægðir með árangurinn. í umsögn í norska blaðinu Aftenposten 9. júní sl. segir m.a. að sviðsetning á Skilnaði sé áhrifamikið leikhús, kraftmikil leikjstórn. Ennfremur segir þar: Leikhópurinn stendur sig mjög vel og hrífur áhorfandann með sér í þessu merkilega sviðs- verki, ekki síst Guðrún Asmunds- dóttir í aðalhlutverkinu Kristínu. Að sögn Sveins Einarssonar, fulltrúa Islands f stjórn Norræna leiklistarsambandsins, var mjög áberandi hvað efnisvai var í mörg- um tilfellum líkt, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að tilviljun réð vali á leikritunum. Þetta efn- isval einkenndist af mannlegum vandamálum, svo sem sambúðar- vandamálum og ofbeldi. Sveinn minnti einnig á hvað svona hátíð Ljósm. Mbl./RAX. Gestur Ólafsson, formaður dómnefndar, til vinstri á myndinni, ásamt verðlaunahöfunum Knúti Jeppesen og Guðrúnu Jónsdóttur. Mosfellssveit: Verðlaun fyrir bestu skipulagshugmyndir ARKITEKTARNIR Guðrún Jóns- dóttir og Knútur Jeppesen hlutu 1. verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag miðbæjar í Mosfellssveit. Samkeppni þessari var hleypt af stokkunum af hreppsnefnd Mos- fellshrepps í febrúar sl. og bárust alls 9 tillögur. Guðrún Jónsdóttir og Knútur Jeppesen fengu sem 1. verð- laun 450 þúsund krónur, en önnur verðlaun hlaut Haraldur V. Har- aidsson arkitekt og námu þau 335 þús. krónum. Auk þess fékk Guð- mundur Jónsson arkitekt sérstaka viðurkenningu fyrir tillögu sína. Að sögn Páls Guðjónssonar sveitarstjóra er gert ráð fyrir að í miðbæ Mosfellssveitar verði ráð- hús, bókasafn, verslunarmiðstöð, heilsuræktarstöð og íbúðir auk smærri verslana og létts iðnaðar. Hreppsnefnd Mosfellshrepps mun á næstunni taka ákvörðun um framkvæmdir og er áætlað að þær hefjist eigi síðar en næsta vor. Dómnefnd hugmyndasam- i. hefði mikið að segja fyrir norræna samvinnu á sviði leiklistar. Hann sagði ennfremur að undirstaða undir sjálfstætt leikhús væri að eiga hæfa leikritahöfunda. Gísli Alfreðsson, þjóðleikhússtjóri, bætti því við að sýningarnar hefðu sannað að okkar leikritun stæði einna best á Norðurlöndunum. Stefán Baldursson, leikhússtjóri hjá LR, var mjög ánægður með keppni um miðbæ í Mosfellssveit skipuðu arkitektarnir Stefán Thors, Valdís Bjarnadóttir og Gestur ólafsson, sem var for- hvað Skilnaði var vel tekið og sagði að móttökur hefðu verið jafnvel enn betri en búist hafði verið við. Þess má geta að Det Norske Te- atret mun taka Lokaæfingu til sýn- ingar næsta haust. Vonast er til að önnur leiklist- arhátíð verði haldin í Danmörku að tveimur árum liðnum, þótt hún verði ekki endilega með sama sniði og nú. maður nefndarinnar, og þeir Páll Guðjónsson sveitarstjóri og Jón M. Guðmundsson, formaður skipulagsnefndar Mosfellshrepps. Ekki var talið mögulegt að flytja hann í sjúkrabíl og var því fengin björgunarþyrla frá varnarliðinu með lækni um borð til að sækja manninn. Mennirnir kyntu bál við góðan lendingarstað á heiðinni og gekk flugið í alla staði vel að sögn Hannesar Hafstein, framkvæmda- stjóra Slysavarnafélags íslands. Maðurinn var lagður inn í Borgar- spitalann tæpum þremur stundum eftir að hjálparbeiðnin barst. \/ Morgunblaðid/Emilia. Fariö með manninn, sem veiktist hastarlega á Arnarvatnsheiði, úr þyrlu varnarliðsins inn í Borgarspít- alann. Fjármálaráðherrar Noróurlandanna: Þinga í Reykjavík í DAG er haldinn fundur fjármála- ráðherra Norðurlandanna í Reykja- vík. Fundinn sækja fjármála- ráðherrar allra landanna auk margra embættismanna, alls um 25 til 30 manns. Að sögn Magnúsar Péturssonar hagsýslustjóra verða helstu mál fundarins staða fjármála á Norð- urlöndunum og áætlun um aukna samvinnu á sviði efnahags- og at- vinnumála en rætt verður um ým- is önnur sameiginleg hagsmuna- mál landanna. Fjármálaráðherrar landanna halda slíka fundi reglu- lega tvisvar á ári. Þyrla sótti bakveikan mann á Arnar- vatnsheiöi UM KLUKKAN 15 á laugardag barst Kristleifi Þorsteinssyni, bónda á Húsafelli, hjálparbeiðni frá mönnum sem voru við veiðar í Úlfsvatni á Arnarvatnsheiði. Einn mannanna hafði fengið slæman bakverk, þannig að hann gat sig hvergi hreyft og óskuðu þeir eftir aðstoð. Frá blaðamannafundinum. Talið frá hægri Gísli Alfreðsson, Sigmundur Örn Arngrímsson, Stefán Baldursson, Sveinn Einarsson og Helga Hjörvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.