Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1984 Skólaslit MA: Útskrifaðir 126 stúdentar Nýútskrifadir stúdentar fri Menntaskólanum á Akureyri. Myndin er kannski táknraen fyrir þá skiptingu, sem var á milli stúlkna og pilta við útskriftina að þessu sinni. Stúlkurnar voru 90, en piltarnir aðeins 36. — þar af 90 stúlkur, en aðeins 36 piltar Akureyri, 18. júní. „VAXANDI þjóðfélag þarfnast vax- andi fjölda lærðra manna, karla og kvenna. En menntunina verður að sníða við þarfir án þess þó að látið sé af kröfunni um þekkingu og aga f námi. I*að hefur einnig verið gert í Menntaskólanum á Akureyri, og þið, ungu stúdentar, hafið orðið breyt- inganna vör, jafnvel orðið fyrir barð- inu á þeim, þótt ekki megi ofgera í því efni. Þið brautskráist eftir nýrri námsskrá, þar sem námsskipan og námsefni hefur verið breytt en til ykkar hafa verið gerðar kröfur sem þið hafið staðist. Veganestið vona ég að sé gott og endist ykkur vel þótt námi ykkar Ijúki hins vegar aldrei, því svo lengi lærir sem lifir,“ sagði Tryggvi Gíslason, skólameistari MA, m.a. þegar hann sleit Menntaskól- anum á Akureyri í 104. sinn þann 17. júní sl. { upphafi máls síns minntist Tryggvi látins kennara við skól- ann, Hermanns Stefánssonar, íþróttakennara, sem starfaði við skólann frá 1929 til 1974. Nemendur skólans í vetur voru alls 710, þar af voru 100 í öldunga- deild. Kennarar voru 40. Að þessu sinni útskrifuðust 126 stúdentar frá skólanum, þar af 90 stúlkur og aðeins 36 piltar. Hæstu einkunn á stúdentsprófi náði Sólrún Sveinsdóttir, sem stundaði nám á samfélagsbraut ðldungadeildar, 9,03. Meðaleinkunn á stúdents- prófi var 6,83 og þess má geta, að á undanförnum 10 árum hefur með- aleinkunn frá skólanum á stúd- entsprófi alltaf verið á bilinu 6,8—6,9. Frá eðlisfræðibraut út- skrifuðust 12 stúdentar, máia- braut 36, þar af sex úr öldunga- deild, náttúrufræðibraut 29, sam- félagsbraut 29, þar af 3 úr öld- ungadeild, tónlistarbraut 2 og af viðskiptabraut 18, en þeir nem- endur komu allir úr námi frá við- skiptabraut við Gagnfræðaskóla Akureyrar og tóku síðasta áfanga við MA, eða einn vetur. Fulltrúar 10, 25, 40 og 50 ára stúdenta fluttu ávörp og færðu skólanum fjárupphæðir í tölvu- sjóð skólans, sem stofnaður var í fyrra, en nú þegar hefur borist það mikið til hans, að skólinn hef- Áfanganum fagnað — kossi smellt á kinn. Morgunbladid/GBerg. ur fest kaup á 12 nýjum smátölv- um til viðbótar þeim sem fyrir eru. Eru þetta afar vandaðar smá- tölvur með öflugu vinnsluminni, sem gera alla kennslu í tölvufræð- um betri auk þess sem gefast mun tækifæri til að efna til tölvunám- skeiða fyrir almenning. Menntaskólinn á Akureyri hef- ur nú útskrifað 3.809 stúdenta frá því að hann fékk heimild til slíks árið 1928. Skólinn og heimavistin eru þegar fullsetin fyrir næsta ár og áætlað að þá verði um 750 nem- endur við skólann. GBerg. Barðaströnd: Snjóar í fjöll Bar&aströnd, 18. júní. HÉR er vestan éljagangur og snjóar í fjöll. Annars er búin að vera frekar góð tíð hér að undanfórnu. 17. júní var haldinn hátíðlegur hér og komu saman í Birkimel á annað hundrað manns. Grásleppuvertíðin gengur vel, t.d. var hásetahlutur eftir daginn á einum bátnum um 18.000 krónur, síðast er vitjað var. SJÞ HðGKAUP AUGLfelR ima FRÁ OG MEÐ 20. JÚNÍ VERÐUR OPIÐ HJÁ OKKUR: MANUDAGA KL. 9— / 9 ÞRIÐJUDAGA KL. 9— 19 MIÐVIKUDAGA KL. 9— 19 FIMMTUDAGA 0 KL.9—20 FÖSTUDAGA KL. 9—22 LAUGARDAGA LOKAÐ TT A /1 \T ATT'D Skeifunni 15 lllluIiilU 1 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.