Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 34
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNl 1984 t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ÞORLEIFUR ÞORLEIFSSON, Hraungaröi, Grindavfk, lést í Keflavíkurspítala aöfaranótt 18. júní. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar og tengdafaöir, VIGFÚS SIGURGEIRSSON, Ijósmyndari, Miklubraut 64, lést í Landspitalanum 16. júní. Gunnar G. Vigfúason, Erla M. Helgadóttir, Bertha Vigfúsdóttir, Gunnar A. Hinriksson. + Móöir okkar, tengdamóðir og amma. GUDRÚN P. MAGNÚSDÓTTIR, Skúlagötu 80, lést í Landakotsspítala 17 júni. Unnur Árnadóttir, John McDonald, Gísli Árnason, Helga Einarsdóttir, Magnús Árnason, Ólína Kristinsdóttir, Þórunn Árnadóttir, Sverrir Hallgrímsson, Helga Gísladóttir og barnabörn. t Móöir okkar og tengdamóöir, ÞORGERÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR, Sólvallagötu 24, andaöist föstuaginn 15. júní. Jarösett veröur frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 21. júni kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Sigurgeir Guömannsson, Elín Guömannsdóttir, Gunnar Guömannsson, Bára Guömannsdóttir, Alda Guömannsdóttir, Jón Ingimarsson, Anna Guómundsdóttir, Magnús Karlsson, Bjargmundur Albertsson. Eva Björnsson Borgen — Minning F«dd 12. júlí 1898 Dáin 3. júní 1984 Já, nú er hún blessuð amma min farin frá okkur. Er mér barst þessi fregn brá mér auðvitað mik- ið, þar sem ég var nýkomin í sveit úti á landi. Þegar maður fer að hugsa til baka má maður þakka fyrir hvað hún hefur átt góða og skemmtilega ævi. Ég mun til dæmis aldrei gleyma sólbaðslífinu í garðinum á Laufásvegi 67, þar var oft glatt á hjalla. Ömmu Evu þótti mjög gott að láta sólina skína á sig og hvatti óspart aðra að koma í sólbað til sín. Þegar gott var veður fylltist garðurinn fljótt af fólki á öllum aldri. Jafnvel komu dýr í garðinn og þáðu alls kyns kræsingar eins og við hin. Ég get mér þess til að þeir sem hafa kynnst því sem gerðist í garðinum, munu aldrei gleyma stemmning- unni sem ríkti þar. Amma naut lífsins til hins ýtr- asta og var mjög mikið gefin fyrir tónlist og hún lét sig aldrei vanta á sýningar sem henni þóttu áhugavekjandi. Nú dettur mér ekki fleira í hug til þess að skrifa um þessa stundina, en ég mun ætíð geyma minningarnar í hug- anum. Eg get því miður ekki sagt mikið um líf eldra fólks því aldur- inn hjá mér er ekki farinn að segja til sín, þar sem ég er fædd 72 árum seinna en amma mín. Valgerður Helga Björnsdóttir. Mig langar að kveðja vinkonu mína og fjölskyldu minnar með nokkrum orðum. Eva fæddist í Osló 12. júlí 1898. Dóttir hjónanna Dagnýjar fædd Hoften og Thomasar Borgen læknis. Áttu þau þrjú börn og var Eva í miðið. Elstur var Sjur verk- fræðingur, sem kom hér þegar sjálfvirka símstöðin var reist og lifir Vencke ekkja hans enn í hárri elli. Eva unni bróður sínum Sjur og voru þau einkar samdrýnd. Systur sína Elísabetu, sem dó barn að aldri, syrgði hún mjög. Thomas Borgen féll frá langt um aldur fram, skömmu eftir að Eva varð stúdent, og varð það til þess að þær mæðgur, Eva og móðir hennar, fluttu til Kaupmanna- hafnar, þar sem bróðir hennar var við nám. í Kaupmannahöfn kynntist hún ungum íslendingi, sem var þar við verkfræðinám og gengu þau í hjónaband 9. febrúar Nýkjörin stjórn Frama, stéttarfélags leigubílstjóra, ásamt fráfarandi for- manni. Á myndinni eru talið frá vinstri: Guðmundur Á. Guðmundsson, ritari, Haraldur Sigfússon, gjaldkeri, Guðmundur Valdimarsson, formaður, Úlfur Markússon, fráfarandi formaður, Jakob B. Þorsteinsson, varaformaður, og Jóhannes Guðmundsson, meðstjórnandi t Sonur okkar og bróöir, HERMANN ÞÓRISSON, Lækjarfit 3, sem lést aöfaranótt 10. júní, veröur jarösunginn frá Garöakirkju miövikudaginn 20. júní kl. 14.00. Jónína Víglundsdóttir, Þórir Björnsson og systkini. Formannaskipti í Frama stéttarfélagi leigubflstjóra Formannaskipti urðu í Frama, stéttarfélagi leigubílstjóra, 24. maí al. tJlfur Markússon, sem gegnt hefur formannsstarfinu undanfarin 11 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en varaformað- ur félagsins Guðmundur Valdi- marsson var kjörinn formaður. Aðrir í stjórn Frama eru Jakob B. Þorsteinsson varaformaður, Guðmundur Á. Guðmundsson rit- ari, Haraldur Sigfússon gjaldkeri og Jóhannes Guðmundsson með- stjórnandi. Varastjórnendur eru Valdimar Elíasson og Baldur Þ. Bjarnason. + SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Hrafnistu, áöur Laugavegi 147, andaöist 15. júní. Utför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 21. þ.m. kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Fríkirkjuna. Erla Wigelund, Kriatján Kristjánsson. Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, HALLDÓR RUNÓLFSSON, Kleppsvegi 46, Reykjavík, veröur jarösettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. júní kl. 13 30. Katrín Valdimarsdóttir, Kristbjörg Halldórsdóttir, Runólfur Halldórsson, Hulda Matthíasdóttir. + Systir okkar og mágkona. + Elskulegur sonur okkar, bróöir og faöir, UNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR ARON HALLDÓRSSON, fré Melabúö, Kleppsvegi 66, andaöist í Borgarspítalanum 14. júni. veröur jarösettur frá Fossvogskirkju miövikudaginn 20. júní kl. Minningarathöfn veröur í Fossvogskirkju miövikudaginn 20. júní kl. 15.00. 13.30. Útförin fer fram frá Hellnakirkju fimmtudaginn 21. júní kl. 14.00. Halldór Sölvi Björnsson, Þórey Kristjénsdóttir, Magnfríöur Sigurbjörnsdóttir, Guömundur Sæmundsson, Kristín Kowaleski, Halldóra Capio, Guörún Jónsson, Rut Keeler, Péftur Sigurbjörnsson, Ásfta Jónadótftir, Vigdís María Jeglinski Kristjén Egill Halldórsson Páll Sigurbjörnsson, Pélina Andrésdóttir. og Anna Bára Aronsdóttir. 1923. Var þetta Valgeir Björnsson, sem varð bæjarverkfræðingur í Reykjavík og síðar hafnarstjóri um áratuga skeið. Fluttu ungu hjónin í hús núverandi Húsmæðraskóla Reykjavíkur á Sólvöllum og þótti þetta heldur af- skekkt miðað við stærð Reykjavík- ur í þá daga. En Eva samlagaðist fljótt fjölskyldu manns síns og eignaðist fjölda vina sem mátu tryggð hennar, hugulsemi og vin- áttu mikils. Aðalsmerki Evu fannst mér, hvernig hún á einlæg- an hátt gat sameinað að vera sannur Norðmaður og um leið sannur íslendingur. Eva og Val- geir voru svo lánsöm að fá að fylgjast að og lifa það, að fá að halda demantsbrúðkaup 1983, en í júní sama ár dó Valgeir og nú tæpu ári síðar kveðjum við Evu. Éva átti sér mörg áhugamál, sem hún rækti af lífi og sál. Var hún mjög músikölsk og lék mikið á píanó fram til hins síðasta. Áttu þær frú Ingrid Markan margar ánægjustundir við hljóðfærið. Á tónleikum og listsýningum var hún tíður gestur. Útivist og sund stundaði hún alla tíð. Heimilið að Laufásvegi 67 rúm- ar margar endurminningar. Þar var opið hús fyrir marga ættliði og ekki vantaði að tekið væri vel á móti hinum fjölmenna hópi vina barna þeirra. Síðustu 15 árin þegar kraftarnir þrutu gerði Dagný foreldrum sín- um kleift að halda uppi sama heimilisbragnum, með sinni að- dáunarverðu fórnfýsi og hjálp- semi, sem seint verður fullþakkað. Eva og Valgeir eignuðust fjögur börn. Dagný, kennari, er þeirra elst og hefur verið þeirra stoð og stytta. Björg, bankaritari, er ekkja Eggerts Kristjánssonar, hæstaréttarmálaflutningsmanns, Hallvarður, viðskiptafræðingur, var kvæntur Rannveigu Tryggva- dóttur og áttu þau 5 börn. Þáu slitu samvistum. Kona hans er Gunnhildur Ásta Baldvinsdóttir, Björn Thomas, arkitekt, kona hans er Stefanía Stefánsdóttir og eiga þau 3 dætur. Barnabarnabörn Evu og Valgeirs, sem voru orðin tíu, áttu hauk í horni hjá þeim og fengu önnur börn líka að njóta þess. Eva og Valgeir frændi hafa fylgt fjölskyldu minni á gleði og sorgarstundum eins lengi og ég man eftir mér. Ég og við öll þökk- um innilega ómetanlega vináttu þeirra og tryggð í gegnum fleiri ættliði um leið og við sendum börnum þeirra og fjölskyldunni allri innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Ingileif Bryndís Ilallgrímsdóttir. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.