Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 42
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1984 Fiölbreytt vöruúrval H/F OFNASMIÐJAN HÁTEIGSVEGI 7, S: 21220 SMIÐJUBUÐIN HÁTEIGSVEGI 7, S: 19562-21220 Vaskar, margar stæröir. Blöndunartæki fyrir eldhús. Harðplast frá Perstorp. Hillur fyrir geymslur, lagera og verslan- ir, margar stærðir. Auðveld uppsetning. Mývatnssveit: Höfðinn skartaði sínu feg ursta á Þjóðhátíðardaginn Mývatnssveit, 18. júní. MÝVETNINGAR minntust þjóðhá- tíðardagsins 17. júní með hefð- bundnum hætti. Klukkan 10.30 í sunnudag var sundmót með léttu ívafi í sundlauginni við Krossmúla. Þar var einnig keppnissund hjá börnum 7 til 16 ára. Klukkan 14 var hátíðardagskrá í Höfða. Hófst hún með helgistund sem sóknarpresturinn, séra Örn Friðriksson, annaðist. Einnig var sungið. Ávarp fjallkonunnar flutti Æsa Hrólfsdóttir. Jón Illugason flutti hátíðarræðu. Síðan var farið í leiki og fleira sér til gamans gert. Var sérstaklega reynt að skemmta yngsta fólkinu. Klukkan 17 var diskótek fyrir yngra fólkið í Skjólbrekku. Kynnir á samkom- unni var Haraldur Bóasson. Klukkan 20.30 var knattspyrnu- leikur á Krossmúlavelli á milli kvennaliðs HSÞ b og Sniðils hf. Hátíðahöld dagsins fóru mjög vel fram, fjölmenni var. Veðrið var hið besta, sunnanvindur og hlýtt. Hiti fór í 17—18 stig. Höfðinn skartaði sínu fegursta og allur gróður þar slíkur að það gleður augað. Mega Mývetningar sann- arlega, um leið og þeir halda þar þjóðhátíð, minnast þess ágæta fólks sem gert hefur þennan stað að þeim unaðsreit sem hann er í dag. — Kristján Skrúöganga á Laugarvatni Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur á Laugarvatni eins og víða annars staðar á landinu. Ungmennafélagið stóð fyrir skrúð- göngu og síðan var haldin hátíðarsamkoma í íþróttahúsi héraðsskól- ans. Davíð Þorsteinsson ljósmyndari Morgunblaðsins tók myndina af skrúðgöngunni. „Bestu vinir“ í Austurbæjarbfói BESTU vinir (Best Friends) nefnist bandarísk kvikmynd sem Austur- bæjarbíó hefur tekið til sýningar. Leikstjóri er Norman Jewison, en með aöalhlutverk fara Goldie Hawn og Burt Reynolds. Myndin greinir frá Richard og Paulu sem hafa unnið saman i fimm ár og búið saman í þrjú og ákveða að gifta sig. Heimsækja síðan foreldra beggja. Ýmislegt kemur upp á ferðalaginu sem fær þau til að velta því fyrir sér hvort sambandið hafi ekki verið betra utan hjónabands en innan. Gerður Pálmadóttir, kjarnorkukona, sem rekur Flóna og Sólskríkjuna: „BXinn er meiriháttar. Hann er súperlipur í bænum og erótrúlega plássmikill. Sætin eru þau bestu sem hægt eraö fá og frágangurinn er miklu betri en í öðrum frönskum bílum, sem ég þekki. Eini gallinn er að þurfa að slökkva á stefnuljósunum og krafturinn er óþægilega mikill fyrir löghlýðna borgara. Mér fannst ég besta gjaforð í bænum meðan ég hafði BXinn." Citroén BX16 TRS, með 1580 cm392,5 hestafla bensínvél, kostar frá kr. 443.260.- G/obusr SÍMI81555 Cltroén BX 19 TRD, með 1905 cm3 65 hestafla dísilvél kostar frá kr. 385.200.- til leigubllstjóra en frá kr. 505.000.- til almenningsnota. Cltroén BX er með 4ra strokka vatnskældri vél, 5 glra kassa, framdrif, vökvafjöðrun með hæðarstillingum og diskabremsur á öllum hjólum. CITROÉN BX ----*-----

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.