Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1984 Grænfriðungar um hvalveiðamar: Leyniáætlun um að brjóta bannið <)sló 18. júní. Frá frétUriUra Mbl., Jan Krik Lauré. Alþjóðahvalveiðiráðið kom saman í Buenos Aires í Argentínu á mánu- dag til að ákveða veiðikvótann fyrir árið 1985. Vísindamenn halda því fram að svo lítið sé vitað um hvalinn að Verkfall málmiönaðar- manna í Vestur-Þýskalandi: Deilt um skipan sátta- semjara Stuttgart, 18. júní. AP. SÁTTANEFND sú, sem samtök vinnuveitenda og málmiðnaðar- manna í Vestur-Þýskalandi hafa orð- ið ásalt um að koma á fót til að reyna að binda enda á vinnudeiluna, sem leitt hefur til þess að 400 þús- und starfsmenn í bifreiðaiðnaði eru í verkfalli, hefur enn ekki komið sam- an þar sem ágreiningur er um skip- an hennar. Gert er ráð fyrir því að hvor aðili um sig skipi þrjá menn í nefndina, þar af einn með atkvæðisrétt, en sáttasemjari komi frá hlutlausum aðila. Vinnuveitendur stungu upp á því að Bernd Ruethers, sem er lög- fræðingur og sérfræðingur í vinnu- rétti, yrði sáttasemjari en samtök málmiðnaðarmanna höfnuðu því og leggja í staðinn til, að Georg Leber, fyrrum varnarmálaráðherra, verði fenginn til starfans. Er talið að vinnuveitendur faliist á það ef á móti verður gengið að því, að atkvæðagreiðsla í nefndinni verði leynileg. Verkfall starfsmanna I bifreiða- iðnaði hefur nú staðiö á sjöttu viku og lamað að heita má alla bifreiða- framleiðslu í landinu. Verkfalls- menn gera kröfu til þess, að vinnu- vikan verði stytt um fimm stundir, úr 40 í 35, án launalækkunar, en vinnuveitendur telja þá kröfu óað- gengilega. nauðsynlegt reynist að minnka verulega veiðikvótann. Á sama tíma héldu Grænfrið- ungar því fram að nokkrar þjóðir hafi hug á að taka ekki þátt í fimm ára hvalveiðibanninu sem taka á gildi 1986. Samtökin segja að Bandaríkin og fleiri Vestur-Evrópulönd þjóðir hafi gert leyniáætlanir um áfram- haldandi veiðar eftir 1986. Eins og kunnugt er, samþykkti hvalveiðiráðið árið 1982, að banna allar hvalveiðar í fimm ár frá 1986 en sú ákvörðun mætti miklum mótmælum hjá þremur stærstu hvalveiðiþjóðunum, Noregi, Japan og Sovétríkjunum. Grænfriðungar halda því fram að leyniáætlun Bandaríkjanna og •Vestur-Evrópulandanna feli í sér málamiðlun við þær þjóðir sem samþykktu bannið. Samkvæmt áætluninni skulu þeir bæir og þorp sem byggja afkomu sína á hvalveiðum, vera undanskilin banninu. Einnig yrði mikilvægt skilyrði að eigandi og útgerðar- maður bátanna sé einn og sami maðurinn. Ólympíuleikar fatlaðra Reag; iil 01 son kyndil Ölympíuleika fatlaðra, en hún flutti hann síðasta spölinn til íþróttavallarins á Long Island í New York þar sem leikarnir hófust síðdegis á sunnudag. Ný landstjóm í Grænlandi: Vill endurheimta veiði- heimildirnar frá E6E (iodthaah, (irrnlandi, 18. júní. Frá frótlaritara Morgunhlaö.sins, NJ. Bruun. VINSTRI flokkarnir tveir í Grænlandi kunngerðu í dag sameiginlega stefnu- skrá sína fyrir næsta kjörtímabil. Flokkarnir tveir, Siumut og Inuit Ataqat- igiit, hafa náð samkomulagi um stjórnarsamstarf og verður Jonathan Motz- feldt úr Siumut-flokknum forsætisráðherra. Flokkur hans fær þar að auki fjögur önnur ráðherraembætti í landsstjórninni en Inuit-flokkurinn tvö. Atassut-flokkurinn, sem hlaut Siumut í þingkosningunum 6. júní, aðeins 98 atkvæðum minna en verður í stjórnarandstöðu. I stefnuskrá stjórnarflokkanna tveggja segir, að þeir séu m.a. sammála um, að allt kapp skuli lagt á, aö Grænlendingar geti sem fyrst neytt þeirra veiðiheimilda sjálfir, sem nú hafa verið seldar aðildarlöndum Efnahagsbanda- Kosningarnar til Evrópuþingsins: Stjórnarandstaðan vann alls staðar á BrusNfl, IH. juní. AP. Stjórnarflokkarnir í Frakklandi, Vestur-Þýzkalandi og Bretlandi biðu allir verulegan hnekki í kosn- ingunum til nýs þings Kfnahags- bandalags Evrópu. Jafnaðar- mannaflokkur Francois Mitter- rands Frakklandsforseta missti fylgi og franskir kommúnistar enn meira. Fengu þeir síðarnefndu að- eins 11 % atkvæða nú á móti 20,5% í kosningunum 1979 en jafnaðar- menn 21% á móti 23,5% áður. Helztu stjórnarandstöðuflokkarnir hlutu til samans 43% atkvæða og flokkur öfgamanna til hægri fékk 11%. Hefur gengi þeirra síðast- nefndu í kosningunum nú komið mjög á óvart. I Bretlandi vann Verka- mannaflokkurinn mikið á og fékk 32 þingsæti í stað 16 áður. íhaldsflokkurinn tapaði 16 þing- sætum og fær nú 44 á móti 60 áður. Bretland hefur eins og Frakkland og Vestur-Þýzkaland 81 þingsæti á Evrópuþinginu. I Vestur-Þýzkalandi fékk flokkur græningjanna svonefndu fulltrúa kjörinn á Evrópuþingið í fyrsta sinn, en þeir fengu 8,2% atkvæða og 11 þingsæti nú. Frjálsir demókratar, sem aðild eiga að stjórn Helmut Kohls kanslara, fengu aftur á móti ekki nægilegan fjölda atkvæða til þess að fá mann kjörinn og falla því út af Evrópuþinginu. Er þetta talinn talsverður hnekkir fyrir stjórnina í Bonn. Kristi- legir demókratar töpuðu hins vegar ekki nema einum manni og fá 41 þingsæti eða einu færra en þeir höfðu áður. Fengu þeir 46,5% nú, sem er 3,2% minna fylgi en í kosningunum 1979. Jafnaðarmenn fengu 37,4% og töpuðu þannig 2,4% og tveimur þingsætum. A Ítalíu fengu kommúnistar 34% atkvæða en kristilegir demókratar ekki nema 33%. Fá báðir flokkarnir nú 27 þingsæti. Talið er, að kommúnistar hafi fengið mörg atkvæði vegna þeirrar samúðaröldu, sem reis vegna fráfalls Enrico Berlingu- ers, leiðtoga þeirra, í síðustu viku. Jafnaðarmannaflokkurinn, flokkur Bettino Craxis forsæt- isráðherra, fékk 11,2% atkvæða, en alls töpuðu flokkarnir fimm, sem aðild eiga að ítölsku stjórn- inni 2,6% atkvæða miðað við úr- slit þingkosninganna þar í landi í fyrra. Voru það fyrst og fremst þrír minnstu stjórnarflokkarnir, sem töpuðu fylgi nú. Kosningarnar voru að því leyti öðru vísi í Danmörku en annars staðar, að þar var þátttaka meir m •i \ * -j •J : *• ♦ I^X ». > fr 4 ' M ■ , '<*' * * " V _ '■ * ',4 / •• “7' ■ ’ . c:.í\j " % **. •• ** •» % *\ *•. Þing Efnahagsbandalagsins í Strasbourg. nú en i kosningunum 1979 eða 51,8% í stað 48,7%. íhalds- flokkurinn, flokkur Poul Schlút- ers forsætisráðherra, vann veru- lega á en á kostnað hinna borg- araflokkanna. Sósíalski þjóðar- flokkurinn (SF), sem er andvígur aðild Danmerkur að Efnahags- bandalaginu, vann einnig mikið á og fékk nær helmingi fleiri at- kvæði en í síðustu kosningum. Kosið var um 434 fulltrúa í að- ildarríkjunum tíu og var kosið í fjórum þeirra á fimmtudag en í sex á sunnudag. Þar sem kjós- endum gafst ekki tækifæri til þess að kjósa frambjóðendur í öðrum löndum en sínu eigin og sökum hins takmarkaða valds, sem Evrópuþingið hefur, hefur fyrst og fremst verið litið á þess- ar kosningar sem atkvæða- greiðslu um stefnu stjórnarinn- ar í hverju aðildarlandi EBE út af fyrir sig. Kosningaþátttakan var víða dræm og sagði Gaston Thorn, forseti framkvæmdaráðs EBE, það valda sárum vonbrigð- um. Eftir kosningarnar nú er skipting þingsæta á Evrópuþing- inu þessi: Jafnaðarmenn hafa 131 þingsæti og hafa unnið 7, kommúnistar hafa 42 þingsæti og töpuðu 6, græningjar hafa 11 þingsæti, en höfðu ekkert áður, kristilegir demókratar hafa 109 og töpuðu 8, óháðir hafa 11 og töpuðu 7, aðrir hægri flokkar og frjálslyndir hafa 109 og töpuðu 14. Loks hafa flokkar yzt til hægri nú 16 þingsæti en höfðu 12 áður. lagsins fyrir 216 millj. d.kr. Skip- um EBE verði ekki leyft að veiða lengur við Grænland en þau fimm ár, sem samið hefur verið um. f stefnuskránni segir ennfrem- ur, að með tilliti til hugsanlegrar olíuvinnslu á Austur-Grænlandi séu flokkarnir tveir sammála um, að hagsmunir Grænlendinga skuli hafðir í fyrirrúmi við vinnslu og hagnýtingu oltunnar. Deilur í Svíþjóð um útflutning vopna: Ný þingnefnd til að fylgjast með vopnasölu Stokkhólmi, 18. júní. Frá Erik Liden, fréttaritara Mbl. SVÍAR hyggjast herða eftirlit með útflutningi vopna, sem framleidd eru í landinu, í kjölfar uppljóstrunar um leynilega vopnasölu stærsta vopna- framleiðanda landsins, fyrirtækisins Bofors, til Singapore og þriggja ríkja í Austurlöndum nær. Mats Helleström, ráðherra sá sem fer með utanríkisviðskipti í sænsku stjórninni, greindi frá þvf á blaðamannafundi í dag, að fyrir- hugað væri að koma á fót sér- stakri eftirlitsnefnd með útflutn- ingi vopna, sem sex þingmenn ættu sæti i og kæmi saman einu sinni í mánuði. Rannsókn fer nú fram á hinni leynilegu vopnasölu Bofors og hef- ur málið vakið miklar og heitar deilur í Svíþjóð. Uppljóstrunin þykir vatn á myllu friðarhreyf- inga í landinu, en um starfsað- ferðir þeirra í þessu máli hefur einnig verið deilt. T.d. hefur það uppátæki, að senda dreifirit til starfsmanna Bofors með teikn- ingu þar sem þeir eru sýndir með blóðugar hendur að framleiða vopn, sætt mikilli gagnrýni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.