Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1984 21 John Turner, hinn nýi leiðtogi Frjáls- lynda flokksins f Kanada: Miðjumaður í stjórnmálum Ottawa, 18. júní. AP. JOHN Turner, hinn nýi leiðtogi Frjálsljnda flokksins í Kanada, tek- ur væntanlega við embætti forsæt- isráðherra af Pierre Elliott Trudeau, innan tveggja vikna og er búist við því, að hann geri þá þegar verulegar breytingar á ríkisstjórninni. Turner, sem er 55 ára að aldri, kvæntur og fjögurra barna faðir, er í hópi reyndustu stjórnmála- manna frjálslyndra í Kanada. Hann er fæddur í Richmond á Englandi, sonur bresks blaða- manns og kanadísks hagfræðings. Faðir hans féll frá er Turner var barn að aldri og flúttist hann þá með móður sinni til Ottawa í Kanada. Hann stundaði lögfræði- nám við háskólann í British Col- umbia og framhaldsnám í Oxford á Englandi og Sorbonne í París. Að námi loknu hóf Turner störf á lögfræðistofu í Montreal og hóf þá afskipti af stjórnmálum. Hann var kjörinn á þing 1962 og varð innan skamms ráðherra í ríkis- stjórn Lesters Pearson. Þegar Pearson lét af formennsku í Frjálslynda flokknum árið 1968 kepptu þeir Turner og Trudeau um embætti hans og bar hinn síðar- nefndi sigur úr býtum. Trudeau varð þá jafnframt forsætisráðh- erra og fól Turner að gegna emb- ætti dómsmálaráðherra og síðar fjármálaráðherra. Turner sagði af sér embætti ár- ið 1975 og er talið að ástæðan hafi verið hvort tveggja, persónulegur ágreiningur við Trudeau og skoð- anamunur þeirra um stefnu í efnahagsmálum. Hann sneri sér þá að lögfræðistörfum á ný um hríð og vann m.a. að samning- agerð fyrir stórfyrirtæki og ýmiss konar kaupsýslu. John Turner segist miðjumaður 1 stjórnmálum. „Ég er mikill stuðningsmaður einkaframtaks," er eftir honum haft, „en um leið er ég hlynntur blönduðu hagkerfi og félagslegri aðstoð." Turner hefur heitið því að reyna að draga úr fjárlagahalla ríkisins, en segist ekki vilja að niðurskurður ríkis- útgjalda bitni á þjóðfélagshópum sem búa við lökust efnaleg kjör. Hann er náinn vinur George P. Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og er talið að kjör hans í formannsembætti, sem leiða mun hann í stól forsætisráðherra, muni auka og bæta samskipti stjórn- valda í Bandaríkjunum og Kanada. Arsskýrsla Alþjóðlegs þjónustubanka seðlabanka: Efnahagsstefna Reagans sætir mikilli gagnrf ni Basel, Sviss, 18. júní. AP. HINN alþjóðlegi þjónustubanki seðla- banka heims, BIS, sem aðsetur hefur í Basel í Sviss, hefur hvatt Bandaríkja- stjórn til að lækka hallann á fjárlögum ríkisins, þar eð hann leiði til vaxta- hækkunar og stefni efnahagsbata al- þjóðlegs markaðskerfis í voða. Þetta kemur fram í ársskýrslu bankans, sem gefin var út í dag. 1 skýrslunni er viðurkennt, að Bandaríkin séu í forystu fyrir við- reisn efnahagslifs í iðnríkjunum, en tekið fram að vandamál skuldugra þjóða séu alvarlegs eðlis og aukinn halli á bandarískum fjárlögum geti leitt til hækkunar vaxta á lánum tii þjóða, sem þegar eigi í miklum erfið- leikum vegna skulda sinna. Höfundar skýrslunnar neita að fallast á þá staðhæfingu taismanna Bandaríkjastjórnar, að fjárlagahall- inn sé ekki höfuðorsök hárra vaxta í Bandaríkjunum. Þeir segja að ef ekki verði tekið í taumana innan tíð- ar geti hin ranga stefna Bandaríkja- manna skekið efnahagskerfi heims- ins. Afganistan: Fjöldamorð Rússa Peshawar, 18. júní. AP. HÁTTSETTUR foringi afganskra and- spvrnumanna hefur ásakað Rússa fyrir fjöldamorð í Afganistan. Heldur hann því fram, að í árásum fyrir skömmu á borg í vesturhluta landsins hafi Rússar drcpið 1000 manns á tveimur vikum. Það var Burhanuddin Rabbani, einn helzti forystumaður Jamiat-I- Islami, öflugustu andspyrnuhreyf- ingarinnar í Afganistan, sem skýrði frá þessu á fundi með fréttamönnum í Peshawar í Pakistan á laugardag. Þar viðurkenndi hann jafnframt, að frelsisveitirnar hefðu farið halloka fyrir Rússum að undanförnu og lýsti síðustu árás þeirra á borgina Herat í grennd við írönsku landamærin sem „hrottalegri". „Eftir að Chernenko komst til valda, hafa Rússar hert á ofbeldis- verkum sínum í Afganistan," sagði Rabbani. Fcr&atæki « !* . I 1 JS A GF5454. 2x4, 8W, AC/DC, FM stereo, SW/MW/LW. Sjálfvirkur lagaleitari. Verð kr. 8.135,00 stg. QT37 með lausum hátölurum. 2x6W, AC/DC FM stereo, SW/MW/LW. Sjálfvirkur lagaleit- ari. „Metair „Dolby". Faest í 4 litum. Verð kr. 11.295,00 stg. GF4747. 2x3, 4W, AC/DC, FM stereo, SW/MW/LW. Sjálfvirkur lagaleitari „Metall“ Verö kr. 6.130,00 stg. Beint í mark!! % m m m •**»% 4m ___ QT12 straumlínulagað, létt og meðfæranlegt stereo ferðatæki. Fæst í 4 litum. 2x4, 4W, AC/DC, FM stereo, LW/MW/SW. Þyngd aö- eins 2 kg. Verð kr. 7.495,00 stg. GF4949. 2x4, 8W, AC/DC, FM stereo, SW/MW/LW. Sjálfvirkur lagaleitari. Verð kr. 6.600,00 stg. HUÐMBÆR HLJOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SlMAR 25999 & 17244 * Gódan daginn! Iceland Review Við eigum okkur trygga lesendur í Japan, Venezúela, Kenýa og 50 öðrum þjóðlöndum víða um heim. Eru vinir þínir meðal þeirra? Sendu þeim gjafaáskrift aö lceland Review. Hún kostar aðeins 695 krónur og gildir einu hver áfangastaöurinn er. Sendingarkostnaöur er innifalinn. Ef þú kaupir nýja gjafaáskrift á árinu 1984 færðu allan árganginn 1983 á vildarkjörum, aðeins 200 krónum ásamt buröargjaldi til útlanda. Hvert nýtt hefti af lceland Review er vinargreiði sem treystir tengslin. Næsta blaö er á leiðinni, hringdu eöa skrifaöu okkur strax í dag. ICELAND REVIEW, SÍMI 84966, HÖFÐABAKKA 9,110 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.