Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1984 „ 5eg\s\u h&Ca. eytt-Pimm. Árum ck NoröarpóLmum Því Ktti hann ad vera ánægAur í Hafið sJálf re5'nt að lo8a hann? öllu kókinu? HÖGNI HREKKVISI /f HANKI FÁ MyNPAF SéR OTAM Á TVcíóiGÚMMÍa/vteúoiR Um mjólk og fleira HÁ skrifar: Fyrir löngu síðan, áratugum, kannski hálfri öld, las ég grein eftir Helga Tómasson yfirlækni. Allt sem í greininni stóð er löngu gleymt sem að líkum lætur, nema ein setn- ing, niðurlag greinarinnar, hún var þannig, að minnsta kosti mjög ná- Iægt því að vera orðrétt: Mjólkin er heilsugjafi og hin mikla blessun okkar allra, allt frá vöggu til graf- ar. Ekki var Helgi Tómasson að skrifa áróður fyrir mjólkurfram- leiðendur eða mjólkursala. Til þess var hann allra manna ólíklegastur. En af þekkingu sinni, lærdómi og reynslu, vissi hann um ágæti mjólk- urinnar og hvatti því til aukinnar neyslu á mjólk og mjólkurafurðum. Þetta rifjaðist upp þegar ég las ágæta grein Jóns Öttars Ragnars- sonar í Morgunblaðinu 6. júní sl. Þeir sem ekki eru búnir að fleygja blaðinu og ekki lásu greinina ættu að gera það. Og það má skjóta því hér inn, að undanfarið, hefur Jón Óttar skrifað fjöidamargar ágætar greinar í Morgunblaðið um mat og manneldi, og hef ég grun um að þær hafi ekki verið lesnar eins mikið og vel eins og skyldi. En í áðurnefndri Morgunblaðsgrein segir Jón Óttar m.a.: „Það er ekki skemmtileg tilhugs- un í landi þar sem fljúgandi hálka, rok og lélegt skyggni eru landlæg fyrirbrigði, að sitja uppi með bein sem brotna við minnsta hnjask. Sem betur fer eru til tvö góð ráð við þessum hörmulega sjúkdómi: nægilegt kalk á degi hverjum og nægileg hreyfing árið um kring frá vöggu til grafar. Ráðlagður dagskammtur (RDS) af kalki fyrir fullorðna er talinn vera 800 mg. Fyrir konur eftir tíða- hvörf og á meðgöngutíma er þörfin talin allt að 1.200—1.500 mg. Þrátt fyrir allt mjólkurþamb Is- lendinga (70% af kalkinu í fæðinu kemur úr mjólkurmat) er meðal- neysla íslenskra kvenna á þessum aldri ekki nema 800—900 mg á dag. Það er því afar mikilvægt að sérhver einstaklingur drekki 1 það minnsta tvö glös af mjólkurdrykk á degi hverjum ævilangt (um 500—600 mg af kalki). Ættu börn og unglingar að halda sig við mjólk, en fullorðnir einungis við léttmjólk, undanrennu og mysu. Afgang kaiksins fáum við svo úr öðrum mjólkurmat, grænmeti o.fl.“ Ætli þessar ráðleggingar séu ekki heillaráð. Báru lærisveinar Jesú vopn? J. Habets skrifar: Heiðraði Velvakandi. Þar eð ég átti í sömu erfiðleik- um og Þorleifur með þessi tvö sverð postulanna, langar mig að láta hugleiðingar mínar í Ijós. Er þetta vandamál? Já. 1. Er Jesús ekki kallaður Frið- arhöfðingi? Sagði hann ekki sjálfur í Getsemane við Pétur: „Slíðra sverð þitt. Allir sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla"? Hvers vegna eru postul- arnir þá með sverð? Margar ritningargreinar sanna, að Jesús vildi ekki vera jarðneskur kon- ungur. Þegar menn vilja taka hann eftir kraftaverkin til að gera hann að konungi, víkur hann upp til fjallsins einn síns liðs. (Jh. 6, 15). Hann forðaðist jafnvel að kallast Messías, heldur bara „mannsson" af því að tími var til köminn að vænta eftir Frelsara sem átti að endurheimta frelsi fyrir fsrael, gera það voldugt og mikið og reka Rómverja úr landi. Nú er ef til vill rétt að spyrja hvort postularnir höfðu slíkar hugmyndir? Jú, það virðist. Vér lesum (Mk. 9, 34) að þeir höfðu verið að ræða það sín á milli hver þeirra væri mestur. Jesús verður að ávíta þá. Móðir þeirra Zebede- ussona kom til hans og segir: „Lát þú þessa tvo syni mína sitja þér við hlið í ríki þínu, anan til hægri handar þér og hinn til vinstri." Þegar hinir tíðu heyrðu þetta, gramdist þeim við bræðurna tvo (Mt. 20, 20). Pétur sem stóð Jesú svo nær átaldi hann, þegar Jesú sagði að hann ætti að líða í Jerú- salem af hendi fræðimanna, öld unga og æðstu presta og verða líflátinn. Pétur segir: „Guð náði þig herra. Þetta má aldrei fyrir þig koma.“ (Mt. 16, 21). Jafnvel eftir að Jesús var upprisinn frá dauðum spurðu postularnir enn (Ps. 1, 6). „Herra, ætlar þú á þess- um tíma að endurreisa ríkið handa ísrael?" Jesús varaðist að svara beint. Hann segir aðeins: „Ekki er það yðar að vita tíma eða tíðir, sem Faðirinn setti af sjálfs sín valdi." Hver var ástæð- an eða fyrirstaðan að Jesús gat ekki svarað beint? Postularnir voru ekki enn orðnir nógu undir- búnir. Þess vegna segir hann (Jh. 6,12). „Enn hef ég margt að segja yður, en þér getið ekki borið það nú. Þegar hann kemur, andi sannleikans, mun hann leiða yður í allan sannleikann." Þeir urðu að bíða hvítasunnudags til að skilja betur allt sem Jesús hafði sagt. Áður var sjónarsviðið þeirra enn jarðneskt hvað viðkom ríkinu. 2. í sambandi við vopn megum vér minnast að einn postulanna, sem hét Símon, ekki Símon Pétur, var „zelotes", vandlætari. Sá flokkur, vandlætararnir, vildu frelsa {srael frá Rómverjunum. Þeir vildu ekki borga skatt. Margir höfðu jafnvel vopn. Vér vitum að fræðimennirnir og æðstu prestarnir sendu menn sem spurðu: „Leyfist oss að gjalda keisaranum skatt eða ekki?“ Jesús svaraði: „Gjaldið keisar- anum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er.“ (Lk. 20, 25). Nei, Jesús sjálfur var ekki vandlætari. Vér getum þó spurt: „Hvers vegna valdi Jesús vand- lætara?" Vér getum einnig spurt: „Hvers vegna valdi Jesús Júdas Ískaríot sem mundi svíkja hann?“ Svarið gæti verið: Maður- inn er frjáls til að verða svikari eins og Júdas eða píslarvottur Jesú eins og þessi Símon. Kannski var það ekki óvenjulegt fyrir þennan vandlætara að bera vopn. 3. En vér eigum enn frekari rök til að útskýra, hvers vegna post- ularnir voru nú með nokkur sverð, auðvitað af eigin frum- kvæði. Þegar Jesús ákvað að fara til Jerúsalem, þá sögðu lærisvein- arnir við hann (Jh. 11, 8): „Rabbí, nýlega voru Gyðingar að því komnir að grýta þig, og þú ætlar þangað aftur?" Þá sagði Tómas: „Vér skulum líka fara til að deyja með honum.“ Vér skiljum að postularnir hugsuðu að þeir kynnu að lenda í sömu hættu og Jesús sjálfur. En það er ekki und- arlegt, að menn með skaplyndi eins og Pétur og þessi Símon vandlætari voru ekki reiðubúnir til að deyja eins og kanínur, held- ur vildu verja líf sitt og meistar- ans til síðasta blóðdropa. Þegar postularnir segja að sverðin tvö séu með í för eru orð Jesú: „Það er nóg,“ mjög merkingarrík. Postularnir skildu auðvitað ekki meiningu þessara orða, þ.e. að Jesús ætlaði ekki að verjast sjálf- ur. En vér skiljum að postularnir, a.m.k. nokkrir þeirra, ætluðu að verjast í þessum bráða háska jafnvel með vopnum. önnur spurning var: „Voru það ekki her- menn sem handtóku Jesú?“ Vér getum sagt nei. Musterið réð sjálft yfir lögreglumönnum og af því að æðstu prestarnir vildu drepa Jesú voru það sennilega þeir sem sendu þjóna musterisins til að taka Jesú höndum. En af því að Gyðingar höfðu ekki leyfi til að drepa eins og Biblían segir urðu þeir að fara þar á eftir að ákæra Jesú fyrir Pílatusi. Jesú lendir í höndum Rómverja í sam- bandi við það. Þriðja spurningin var: Hvers vegna var Pétur ekki handtekinn fyrir það, að voga sér að ráðast að þjóni æðsta prests- ins? Svarið er ekki erfitt. Prest- unum var aðeins áhugaefni að drepa Jesú. Eftir dauða hans koðnaði hitt allt niður. Vér getum einnig sagt að viðbrögð róm- versku hermannanna hefðu átt að vera önnur. Gyðingaþjóðin var yfirleitt hliðholl Jesú vegna kraftaverka hans eins og einnig nú er hann læknar eyra Malkus- ar. Ég vona að fleiri skrifi meira um spurningar Þorleifs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.