Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNl 1984 37 dóttur. Þótt ekki væri ég kunnug- ur heimilishögum Sveins, fann ég, að hann bar mikla virðingu fyrir konu sinni, enda mun hjónaband þeirra hafa verið farsælt. Sveinn og Emma áttu heimili á Djúpuvík, í sambýli við foreldra Emmu, frá 1942—1957, en þaðan 1 frá var heimili þeirra í Hafnarfirði. Djúpavík, við innanverðan Reykj- arfjörð, var staður, sem menn bundu miklar vonir við um skeið. Þar var um margra ára bil mikil síldarsöltun og á árunum 1934—1935 var þar byggð síldar- verksmiðja. En hún var aðeins starfrækt um fárra ára skeið, því að síldin hvarf úr Húnaflóanum og hefur enn ekki ratað á fornar slóðir. Þar með brast grunnurinn undan vonum þeim, sem við verk- smiðjuna voru tengdar. Þegar þar við bættist, að aðrar fisktegundir þurru einnig, hlaut staður og byggð að gjalda þess. Verksmiðjan var lögð niður og fólkið fluttist smám saman burt til byggðanna við Faxaflóa, en fasteignir urðu verðlausar og að engu bættar. Sveinn var allan sinn sjó- mannsferil á fiskibátum við þorsk- og síldveiðar meðfram ströndum þessa kalda lands. Hlutskipti hans, eins og annarra vertíðarsjómanna, var að dvelja langtímum saman fjarri ástvinum sínum. Þeir gátu einungis verið heima vor og haust, áður en farið var á vertíð og á milli vertíða unnu þeir ýmis konar verka- mannastörf eftir því sem þau til féllu. Á síðustu Djúpuvíkurárum hans dvaldi fjölskyldan þó stund- um syðra yfir vetrarvertíðina, en fluttist svo aftur norður með vor- inu. Á seinni sjómannsárum sínum var Sveinn á bátum, sem ýmist voru frá Reykjavík, Keflavík eða Hafnarfirði, og eftir að Sigurður Pétursson, útgerðarmaður á Djúpuvík, flutti útgerð sína til Reykjavíkur, var Sveinn skipverji á bátum hans. Sveinn var tryggða- tröll og batzt vináttuböndum við skipstjóra sína og skipsfélaga og aðra þá, sem með honum störfuðu og voru honum að skapi. Eins og áður segir, fór Sveinn alfarið í land seint á sjöunda ára- tugnum, líklega 1967, og hafði þá verið viðloðandi Ægi í um 40 ár. Hóf hann þá störf í Skipasmíða- stöðinni Dröfn. Verkstjóri þar var Sigurjón Einarsson, skipasmíða- meistari, giftur Andreu Péturs- dóttur, hálfsystur Sveins. Taldi Sveinn til þakkar við þau hjón fyrir greiðvikni og góðan hug í garð sín og sinna. f Dröfn vann Sveinn af og til, frá þvf að hann fluttist til Hafnarfjarðar, og þangað hugðist hann fara til starfa, þegar hann yrði að láta af húsvarðarstarfinu fyrir aldurs sakir. Sveinn og Emma eignuðust fjögur börn. Elzt þeirra er Kam- illa, f. 1942, þroskaþjálfi. Hún er gift dönskum manni, Hans Ove Hansen, málarameistara. Búa þau í Esbjerg og eiga tvö börn. Guð- rún, f. 1944, dó á fyrsta ári. Guð- mundur, f. 1946, kennari og rit- stjóri, er kvæntur Guðlaugu Kristmundsdóttur. Þau búa í Hafnarfirði og eiga tvö börn. Gunnlaugur, f. 1950, bankamaður, skrifstofustjóri útibús Iðnaðar- bankans á Selfossi, er kvæntur El- ínu Ástráðsdóttur. Eru þau búsett á Selfossi og eiga tvö börn. Kynni mín af Sveini Guð- mundssyni hófust, þegar hann var ráðinn til starfa við Flensborg- arskóla. Hann var mikill sóma- maður til orðs og æðis, hógvær og hlédrægur, maður starfsins fyrst og fremst, fjölhæfur til verka og kom það sér einkar vel í starfi hans fyrir skólann. Hann var verklaginn og verkhygginn og ið- inn, svo að af bar, samvizkusamur og samvinnuþýður, hýr í bragði og hafði af glettni gaman, skipti lítt skapi og tók því, sem að höndum bar með jafnaðargeði. Hann var fastur fyrir, ef honum fannst rangt að málum staðið, en flíkaði ekki sínum tilfinningum. Ekki minnist ég þess að úr munni hans félli styggðaryrði í garð manna eða málefna. Var hann þó ekki allra og líkaði misvel framkoma manna og viðhorf, en engan lét hann gjalda þess, hvorki í orðum né athöfnum. Sveinn var karlmenni í þess orðs beztu merkingu, en þola mátti hann líkamlega annmarka hin siðari árin. Hann var heyrn- arskertur nokkuð og jók það hlé- drægni hans, en auk þess var hann bagaður á fæti. Hvorugt lét hann á sig fá og mælti ekki æðruorð. Nú, þegar hann er allur, eru mér efst í huga þakkir til hans fyrir góð störf og elskuleg kynni. Skyndilegt fráfall hans leiðir hug- ann að fallvaltleik þessa lífs. Eiginkonu hans, börnum og barnabörnum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Snorri Jónsson. BROGA skór fyrir siglingamenn í framleiösiu á sigl- ingaskóm. Skórnir þola salt og bleytu, vegna sérstakrar meöhöndlunar leöursins. ttn Ánanaustum Siml 28855 PALOMA Pessi með skottið! OSA SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.