Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.06.1984, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNl 1984 36 Minning: Sveinn Guðmunds■ son húsvörður Fæddur 17. desember 1913. Dáinn 10. júní 1984. Vinur minn og fósturbróðir, Sveinn Guðmundsson, er látinn. Hann varð bráðkvaddur 10. júni á hvítasunnudag og segja má að hann hafi andast í faðmi ástvina sinna, því hann var staddur ásamt Emmu konu sinni, austur á Sel- fossi hjá Gunnlaugi syni þeirra, sem er búsettur þar og starfar við Iðnaðarbankann. Sveinn var fæddur 17. des. 1913, sonur hjónanna Vigdísar Gunnlaugsdóttur frá Hlíð í Alfta- firði og Guðmundar Sveinssonar, sem var sonur Sveins Guðmunds- sonar í Naustvík í Árneshreppi. Vigdís hafði áður verið gift Pétri Jóhannssyni og átt með honum 3 börn, en eitt barn átti hún áður en hún giftist Pétri. Einnig átti hún eitt barn eftir að Pétur dó, áður en hún giftist Guðmundi. Það barn er Jón B. Jónsson, sem enn er á lífi og býr á ísafirði. Alsystkini Sveins voru: Aðal- heiður, sem var elst, þá Sveinn og yngstur Gunnlaugur, sem drukkn- aði ungur. Vigdís móðir Sveins deyr svo á besta aldri og verður þá Guð- mundur að koma börnum sínum fyrir eins og altítt var. Þá er það að Sveinn, eða Svenni eins og hann var kallaöur, kemur að Kjós, þá 11 ára gamall. Sveinn kemur til að dvelja hjá foreldrum mínum, Pétrínu Guðmundsdóttur og Jóni Daníelssyni, sem vikapiltur, eins og það er kallað. Ég, sem þetta skrifa, er þá 5 ára og Ágústa og Guðrún, alsystur mínar, yngri. Er ekki að orðlengja það, að strax í byrjun tókst mikill vinskapur með okkur litlu stelpunum og Svenna. Hann var okkur svo ljúfur og góð- ur. Þarna eignuðumst við indælan leikbróður, en auðvitað litum við töluvert upp til hans, því bæði var hann nokkuð eldri og hafði verið á ísafirði, þar sem yndisleg vínar- brauð fengust í bakaríinu, og hafði frá ýmsu að segja, svo okkur fannst hann heilmikill heimsmað- ur í okkar sveitamennsku. Svo var Heiða systir hans hjá mömmu í tvö sumur til að passa okkur. Ekki litum við minna upp til hennar, enda var hún okkur mjög góð. Seinna kom svo Gunnlaugur, bróðir Sveins og var vikapiltur á næsta bæ í Reykjarfirði, ég held í tvö sumur. Það var því oft glatt á hjalla hjá æskufólkinu í Kjós á þessum árum og margt var gjört sér til gamans sem aldrei gleym- ist. Að sumu leyti átti þó Sveinn engu að síður samleið með hálf- systkinum mínum, Guðmundi, Sörla og Siggu, þó þau væru eitthvað eldri en hann. Sveinn var snemma duglegur og unnu þeir mikið saman, Sörli og hann. Svo líða nokkur ár við venjuleg sveit- astörf, slegið með orfi og ljá, rak- að með hrífu o.s.frv. En árið 1929 deyr faðir minn, Jón Daníelsson. Hafði hann lengi verið heilsutæp- ur. Ég var 12 ára þegar hann dó. Fljótlega eftir það var okkur litlu systrunum komið fyrir og mamma hætti búskap, en Sörli tók við jörðinni og giftist. Þá fer Sveinn að eiga með sig sjálfur. Stundaði hann vinnu til sjós og lands og kom sér alls staðar jafn vel, bæði vegna dugnaðar síns og svo hinnar einstöku prúðmennsku sem ætfð fylgdi honum. 22. október 1941 giftist Sveinn Emmu Magnúsdóttur, Hannibals- sonar og Guðfinnu Guðmunds- dóttur frá Felli og hófu þau Emma og Sveinn sambúð sína í Djúpuvík. Hjóanband þeirra varð ákaflega farsælt og eignuðust þau 4 börn; Kamillu, sem nú er löngu gift dönskum manni og búsett í Es- bjerg. Þá stúlku er Guðrún hét, en hana misstu þau 3 mánaða gamla. Síðan Guðmund, núverandi kenn- ara og yngstur er Gunnlaugur, skrifstofustjóri á Selfossi. Til Hafnarfjarðar flytja Emma og Sveinn árið 1957. Þá er eftir að koma sér upp íbúð og unnu þau hjónin bæði mikið á því tímabili. Sveinn stundaði þá aðallega sjó, en seinna komst hann að sem fast- ur maður hjá skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafnarfirði. Þeim hjónunum tókst með elju og dugnaði að eignast yndislega íbúð á Öldugötu 44 í Hafnarfirði. Margar dásamlegar stundir átti ég á heimili þeirra á þessum árum. Emma er kona ákaflega hress og kát og Sveinn var alltaf sama prúðmennið og gat verið mjög skemmtilegur á sinn sérstaka máta. Síðustu ár ævi sinnar var Sveinn skólaeftirlitsmaður og fórst honum það mjög vel úr hendi, eins og öll önnur störf er hann stundaði. Sjötugur varð Sveinn 17. des. 1983 og þá hélt maður að nú færu þau Emma að eiga náðuga daga. Þau voru mjög hrifin af barnabörnum sínum. Efnahagur orðinn góður og glað- værð og gagnkvæmt traust ríkti á heimilinu. En þá birtist maðurinn með ljáinn. Að síðustu þetta. Ég held að ekki sé ofsagt um Svein, að hann var einn af þessum sönnu öðlings- mönnum, sem allir sem hann þekktu munu minnast með hlýjum huga. Émmu eftirlifandi konu hans og öðrum nánum skyldmennum votta ég mína innilegustu samúð. Hvíli hann í friði. Ingibjörg Jónsdóttir frá Kjós. Að kvöldi hvítasunnudags, 10. júní, barst mér sú harmafregn að Sveinn Guðmundsson hefði orðið bráðkvaddur þá um daginn. Mér fór eins og Njáli forðum, að ég lét segja mér þrisvar áður en ég trúði. Svo óvænt kom þetta reið- arslag. En því miður, þetta var óumflýjanleg staðreynd. Svein hef ég þekkt allt mitt líf og minnist hans sem eins besta manns, sem ég hef kynnst. Hann var fæddur 17. desember 1913. Foreldrar hans voru Vigdís Gunnlaugsdóttir og Guðmundur Sveinsson, sjómaður. Sveinn átti fimm hálfsystkini og tvö alsystk- ini og var hann næst yngstur. Af þessum hópi eru nú aðeins tvö á lífi. Þegar Sveinn var á ellefta ár- inu varðhann fyrir þeirri miklu sorg, að móðir hans dó skyndilega. Eftir lát móður sinnar var Sveini komið í fóstur á heimili ömmu minnar, Petrínu Guð- mundsdóttur frá Kjós, og seinni manns hennar, Jóns Daníelssonar, og þar dvaldi hann til fullorðins- ára. Oft fann ég það hjá ömmu, hvað henni þótti vænt um Svein, og honum þótti líka innilega vænt um hana. Dauðinn hafði ekki sagt sitt síðasta orð við fjölskyldu Sveins. Árið 1929 dó Guðmundur faðir hans og skömmu síðar dó fóstri hans, Jón Daníelsson. Á fyrri hluta aldarinnar var vor í lofti í Árneshreppi. Síldin — þetta silfur hafsins — veiddist í miklum mæli á Húnaflóa og síld- arverkun hófst á Djúpuvík. Það var þó ekki fyrr en 1934 að ævin- týrið hófst fyrir alvöru, þegar haf- ist var handa um að reisa síldar- verksmiðju á Djúpuvík. Þar vann Sveinn frá 1935 og allt þar til ævintýrinu lauk, um miðjan sjötta áratuginn. Þar,. sem og annars staðar, þótti Sveinn traustur starfsmaður. Hann fór ekki um með hávaða og látum, en með sinni alkunnu hægð afkastaði hann vel á við hvern annan, þótt hærra léti. Á þessum árum voru margir aðkomumenn á Djúpuvík, auk heimamanna. Einn þessara manna sagði mér eftirfarandi sögu um Svein og minntist hans með mikilli hlýju. Eitt sumar var á Djúpuvík maður nokkur er taldi sig all sterkan. Hafði hann þann sið, að bjóða hverjum sem reyna vildi í krók, og hafði maðurinn jafnan sigur. Loks var svo komið að hann hafði reynt sig við flesta á Djúpuvík, og marga sjómenn að auki. Einn var þó sá maður sem ekki hafði fengist til þátttöku í þessum leik, en það var Sveinn. Linnti nú maðurinn ekki látum fyrr en Sveinn gaf sig og lét til- leiðast að reyna sig í krók. Lyktir urðu þær, að Sveinn fór með sigur af hólmi, og fékk hann eftir það frið fyrir „þeim sterka". 22. október 1941 kvæntist Sveinn móðursystur sinni, Emmu Magnúsdóttur frá Gjögri. Bjuggu þau fyrstu árin á Djúpuvík og þar eru börn þeirra fædd en þau eru: Kamilla f. 7. maí 1942, gift Hans Ove Hansen, búsett í Esbjerg. Guðrún f. 2. janúar 1944, dó rúm- lega þriggja mánaða. Guðmundur f. 11. desember 1946, kvæntur Guðlaugu Kristmundsdóttur. Bú- settur í Hafnarfirði. Gunnlaugur f. 30. júní 1950, kvæntur Elínu Ástráðsdóttur, búsettur á Selfossi. Á litlum stað eins og Djúpuvík, fer ékki hjá því að samgangur fólks og samneyti verður meira en á stærri stöðum. Enda fór svo að við börnin vorum inni á gafli á heimilum hvers annars og varð heimili þeirra Emmu og Sveins síður en svo útundan í þeim efn- um. Það var fastur liður á gaml- árskvöld að safnast saman uppi á kvisti hjá þeim og horfa á þegar Siggi vélstjóri var að skjóta rak- ettum. En svo flutti Siggi burt og eftir það var enginn á Djúpuvík, sem skaut upp rakettum á gaml- árskvöld. Haustið 1957 fluttu þau Emma og Sveinn frá Djúpuvík. Áður höfðu þau dvalið hluta úr tveim árum „fyrir sunnan", annað árið í Keflavík en hitt í Reykjavík. Þar með varð Árneshreppur fimm íbúum fátækari. Þau settust að í Hafnarfirði og mun það ekki síst hafa verið fyrir áhrif frá Sigur- jóni Einarssyni og Andreu, konu hans, en hún var hálfsystir Sveins. Fljótlega keyptu þau íbúð í verkamannabústað að Öldugötu 44 og bjuggu þar æ síðan. f Hafnar- firði stundaði Sveinn ýmsa vinnu, s.s. sjómennsku, verkamanna- vinnu og var aðstoðarmaður á olíubíl. Svo gerðist hann ganga- vörður í Flensborgarskóla og var ráðinn húsvörður þar, er sú staða losnaði. Alls staðar vann hann sín störf af trúmennsku og dugnaði og naut hylli húsbænda sinna. Sveinn var laghentur maður. Nutu margir góðs af því, þar á meðal mitt heimili. Hann var einn þeirra manna, sem hvers manns vanda vildi leysa. Þá var ekki spurt um laun. Þótt hann fengi sjaldan laun í peningum fyrir ýmsa greiða, sem hann gerði mönnum, uppskar hann önnur laun, ekki síðri, þ.e. vinátta og virðing annarra. Eins og reglur segja fyrir, eiga opinberir starfsmenn að láta af störfum þegar þeir eru sjötugir. Sveinn náði þeim aldri í desember sl. og var honum sagt upp störfum frá og með 1. september 1984. Það er ég viss um, að fræðslustjóran- um í Hafnarfirði hefur ekki verið ljúft að skrifa það bréf, en hann varð að framfylgja þeim reglum, sem honum voru settar. Þegar ég hitti Svein í vetur, eftir að hann hafði fengið uppsagnarbréfið, lét hann í ljósi kvíða fyrir því að þurfa að hætta að vinna. Hann var af þeirri kynslóð sem var vön því að þurfa að vinna og kunni ekki að vera iðjulaus. En örlögin sáu svo um að þessi kvíði var óþarfur. Kallið kom áður. Sveinn var góður maður og hjartahlýr. Það fundu börnin vel. Barnabörn þeirra Emmu og Sveins eru nú orðin fimm. Auk þess á Elín, kona Gulla, son sem þau reyndust sem bestu amma og afi. Það er skarð fyrir skildi. Litlu barnabörnin skilja ekki hvers vegna afi er ekki í stólnum sínu að sitja með þau og lána þeim húfuna sína á litla kollinn. Það er leitað að afa, en hann finnst ekki. Frá því ég man eftir mér, hefur mér verið tamt að tala um Svenna frænda, þótt hann væri það í rauninni ekki. Við sem þekkjum Svein, söknum hans sárt, en mest- ur er missir fjölskyldu hans. Að leiðarlokum vil ég þakka elskulegum frænda samfylgdina og allt það góða sem hann gaf mér. Elsku Emma frænka, elskulegu frændsystkin, Milla, Guðmundur og Gulli. Við Hanna sendum ykk- ur og fjölskyldum ykkar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi algóður Guð vera ykkur styrkur í ykkar miklu sorg. Gleymum því ekki að „orðstírr deyr aldrigi, hveim es góðan getr“. Blessuð sé minning Sveins Guðmundssonar. Magnús Guðmundsson Sveinn Guðmundsson, húsvörð- ur Flensborgarskóla, varð bráð- kvaddur á hvítasunnudag. Skyndi- legt fráfall hans kom mjög á óvart, því að ekki var til þess vit- að, að hann hefði áður kennt sér þess meins, er honum varð að ald- urtila. Sveinn hóf störf á vegum Hafn- arfjarðarbæjar árið 1974, sem um- sjónarmaður skólaútibúsins í húsi Dvergs hf. við Lækjargötu. Því starfi gegndi hann í fimm ár, þ.e. meðan útibúið var rekið sem hluti Víðistaðaskóla, en þá varð að sam- komulagi, að hann hæfi störf við umsjón og gangavörslu i Flens- borgarskólanum, og húsvörður skólans var hann síðustu þrjú ár- in. Sveinn Guðmundsson var ætt- aður af Ströndum norður. Hann var fæddur 17. desember 1913 á Gjögri í Árneshreppi, hinni forn- frægu veiðistöð milli Trékyllisvik- ur og Reykjarfjarðar. Faðir hans, Guðmundur Sveinsson, var sjó- maður, eins og flestir aðrir þar um slóðir, og það varð hlutskipti Sveins að stunda sjó frá unglings- árum og allt þar til seint á sjöunda áratugnum, að hann fór alfarið í land. Móðir Sveins, Vigdís Gunnlaugsdóttir, var ættuð frá Hlíð í Alftafirði við ísafjarðar- djúp. Var hún ekkja, er hún giftist Guðmundi, og hafði eignast fimm börn áður. Saman áttu þau Vigdís og Guðmundur þrjú börn: Aðal- heiði, Svein og Gunnlaug, en sá síðastnefndi drukknaði í ársbyrj- un 1944, þegar togarinn Max Pemberton fórst. í maímánuði 1924, þegar Sveinn er á 11. ári, lézt Vigdís, móðir hans, aðeins 48 ára að aldri. Var þá það eitt til ráða að koma börnunum fyrir hjá vinum og ættmennum, og fór Sveinn í fóstur til hjónanna Petrínu Guð- mundsdóttur og síðari manns hennar, Jóns Daníelssonar, sem bjuggu í Kjós við Reykjarfjörð. Dvalar sinnar þar hjá þeim hjón- um minntist Sveinn jafnan með hlýju og virðingu. Þau Petrína og Jón áttu saman þrjár dætur, en með fyrri manni sínum, Ágústi Guðmundssyni, sem andaðist 1915, eignaðist hún fimm börn, og urðu yngstu synir hennar, þeir Guðmundur og Sörli, einnig samtíða Sveini, er stundir liðu fram, m.a. við verksmiðju- vinnu og sjósókn frá Djúpuvík á árunum fyrir og um 1940. Einn sona Petrínu var settur til mennta. Var það Símon Jóhannes Ágústsson, sem varð doktor í heimspeki og prófessor við Há- skóla íslands. Með þeim fóstur- hræðrum var einkar kært og ekki hvað sízt með þeim Sveini og Guð- mundi, enda höguðu atvikin því svo, að þeir urðu svilar, og báðir settust þeir að í Hafnarfirði. Petr- ína fluttist einnig til Hafnarfjarð- ar og hér andaðist hún I hárri elli. Ókunnugur, sem kynntist Sveini Guðmundssyni á síðustu árum hans, gat glöggt greint, að þar fór sjómaður sem hann var. Fas hans og málfar hafði sjósóknin og bar- áttan við Ægi mótað öðrum að- stæðum fremur. Það var líka auð- séð, að margt handtakið hafði hann unnið og þau ekki öll af létt- ara taginu. Sjómaður I Djúpi og Ströndum á ára- og mótorbátum, fiski- og síldarskipum á þriðja, fiórða og fimmta áratug aldarinn- ar varð að láta hendur standa fram úr ermum — og það urðu sjómenn raunar alls staðar að gera — enda var aðbúnaður við veiðarnar frumstæður þá miðað við það, sem nú er orðið. „Kjörin settu á manninn mark, meitluðu svip og stældu kjark." Sveinn kvæntist 22. október 1941 Emmu Magnúsdóttur, Hannibalssonar, sjómanns og formanns á hákarlaskipum á Gjögri og síðar á Djúpuvík, og konu hans, Guðfinnu Guðmunds- Jöfnuður að nálgast í viðskiptum við Portúgal MISMUNUR á verðmæti inn- og út- flutnings okkar til Portúgals hefur minnkað, og munar þar mest um minni saltfisksölu íslendinga þang- að og mun meiri olíukaup þaðan. I fyrra nam innflutningur okkar frá Portúgal 490,6 milljónum en út- flutningur þangað 1142,6 milljónum. íslendingar seldu Portúgölum því fyrir rúmlega helmingi hærri upp- hæð en keypt var af þeim. Árið á undan, 1982, seldum við þeim vörur fyrir 999,5 milljónir en keyptum fyrir 268,4. Viðskiptahallinn minnkaði því verulega þeim í hag. í ræðu Friðriks Pálssonar fram- kvæmdastjóra á aöalfundi SÍF fyrir nokkru kom fram að ekki væri ýkja langt síðan við keyptum innan við 10% af því verðmæti sem við seldum til Portúgals, en nú stefndi allt í að við jafnvel jöfnum viðskiptin á þessu ári. Sveinn Björnsson skrifstofu- stjóri í viðskiptaráðuneytinu sagði í samtali við Mbl. að stærsti liður- inn í auknum kaupum íslendinga frá Portúgal væri aukin olíukaup, en einnig væri um ýmsa'aðra vör- uflokka að ræða. Staðfesti Sveinn það að útlit væri fyrir enn minni mun á verðmæti útflutnings og innflutnings á þessu ári. Sagði Sveinn þessa þróun hafa orðið til vegna hvatningar stjórnvalda til innflutningsaðila um að beina innkaupum sínum til Portúgal en engum þvingunum eða styrkjum hefði verið beitt í þessu skyni. Inn- flytjendur hefðu tekið þessu vel, enda hefðu þeir náð jafngóðum eða betri samningum í Portúgal og svo hefðu Portúgalar einnig aukið sölustarfsemi sína hér á landi, sérstaklega í sölu tækja til virkj- unarframkvæmda. Friðrik Pálsson lýsti í ræðu sinni á SÍF-fundinum yfir furðu sinni á þvi fálæti sem hann sagði að íslenskir útvegsmenn sýndu varðandi kaup á netum frá Portú- gal. Skoraði hann á þá að láta einskis ófreistað til að kaupa portúgölsk net sem ættu að vera jafngóð og net annarra þjóða og fyllilega samkeppnisfær í verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.