Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNl 1984
Akureyrarbréf
eftir Leif Sveinsson
Það var í júní 1936, að ég kom
fyrst til Akureyrar og þá með
áætlunarbifreið BSA frá Borgar-
nesi. Frá Reykjavík var farið með
Laxfossi til Borgarness. Bifreiða-
stjóri var Páll Sigurðsson heitinn
frá Kröggólfsstöðum, dáður og
virtur af öllum, sem honum
kynntust, jafnt farþegum sem
íbúum þeirra sveita, er hann átti
leið um. Lipurð hans og velvilji
áttu sér engin takmörk.
Á Akureyri gisti ég hjá frænku
minni frú Sigríði Davíðsson, ekkju
Hallgríms Davíðssonar, en hún
bjó í Höphnershúsinu rétt fyrir
ofan samnefnda bryggju. Börn
hennar, sem þá lifðu, voru: Magða-
lena, Ari, Þorvaldur, Margrét og
Pétur. Var þetta samhent og frá-
bærlega gestrisin fjölskylda og
dvaldi ég þarna í nokkra daga í
besta yfirlæti. Mest þótti mér til
koma að veiða af Höphnersbryggj-
unni, því 9 ára snáða var aldrei
leyft að fara til veiða á bryggjum
Reykjavíkurhafnar. Svæðið í
kringum Höphnershúsið var minn
mesti ævintýraheimur, góð fót-
boltaaðstaða við sláturhúsið, þótt
heilu rúðunum fækkaði dálítið við
dvöl okkar bræðra á staðnum, en
Haraldur bróðir minn var sam-
ferða mér og erindi okkar norður
var að fara til sumardvalar að
Vogum í Mývatnssveit. Uppi í
Búðargili var tugthúsið, heldur
hrörleg bygging, sem hélt hvorki
föngum né vatni, þótt hún hefði
einu sinni verið ráðhús. Að
minnsta kosti strauk Ástar-
Brandur úr kofa þessum um þetta
leyti. Mér leizt strax vel á Ákur-
eyri og þau nálgast nú örugglega
hundrað, skiptin, sem ég hefi
heimsótti þennan höfuðstað Norð-
lendinga.
Er ekki að orðlengja það, að Ak-
ureyri og Mývatnssveit tók mig
svo sterkum tökum, að ekki var
barnaskóli fyrr úti á vorin, en far-
ið var að huga að ferðum norður
með skipum, því Öxnadalsheiði
var aldrei fær á þessum árum,
fyrr en í miðjum júní eða síðar, en
við bræður vildum ólmir ná sauð-
burði fyrir norðan.
Vorið 1937 fórum við bræður
með Drottningunni til Akureyrar
með viðkomu á Isafirði og Siglu-
firði.
Vorið 1938 fór ég einn til Akur-
eyrar með Goðafossi, þar sem
Haraldur fór með foreldrum
okkar til Danmerkur. Þar hefi ég
kynnst ríkulegasta kosti í mat á
ævinni, fjórréttað um hádegið, en
fimmréttað á kveldin. Þegar gert
var upp við brytann á Ákureyri
sögðu þeir fullorðnu: „Á strákh-
elvítið að borga 4,00 krónur á dag
fyrir að éta á við tvo fullorðna,
þegar við ælum fyrir 8,00?" Lyst-
arleysi hefur aldrei hrjáð mig á
sjó.
1939 förum við bræður með
Goðafossi til Akureyrar með við-
komu á Þingeyri, Flateyri, ísafirði
og Siglufirði.
Dvölin á Akureyri var ávallt
viðburðarík, enda höfðum við
eignast marga kunningja á þess-
um árum og man ég best eftir
þeim sonum Steins Steinsen bæj-
arfógeta, Eggerti og Gunnari Mor-
itz. Við höfum ávallt fótbolta með-
ferðis í ferðum þessum og eitt sinn
fórum við í fótbolta á Eyrar-
landstúninu, sem auðvitað var
óslegið, en allvel sprottið. Sonur
bóndans á Eyrarlandi bað okkur
að hætta þessum leik, því stutt
væri í slátt. Við og félagar okkar
töldum það hið mesta óráð að
hætta leik þá hæst bæri og héld-
um ótrauðir áfram. Spurði þá
bóndasonur, hvort hann mætti
vera með í leiknum og var það
auðsótt mál. Hann hafði eigi lengi
verið með, þegar hann grípur bolt-
ann og hleypur með hann á brott.
Létti hann eigi fyrr en á skrifstofu
Sigurðar Eggerz bæjarfógeta, sem
fékk boltann góða til vörslu ásamt
viðeigandi kæru. Hóf nú frú Sig-
ríður frænka -sáttamnleitanir-við- -
muour mmaoartjelagH Kirkjnbœj-
arhrepps er I»órarinn ITelfrason,
Þykkvabæ.
Farþegar með Goðafosj>i til
Vestur- <>•; Norðurlandsins í pær:
Har.ildnr Sveinsson. Leifur Sveins
xon. Amdw Árniulóttir. Kristín
Uelpadóttir, Unnur Buldvinsdótt-
ir. Inpveldur Guðmundsdóttir, Sip
ríður Þórðnrdóttir, Sipríður Guð-
mundsdóttir, Kri»tín Kristjúns-
dóttir, Ilalldóru Gísladóttir, Hapn-
ar .lakobsson, Ax<-1 Dalmann,
Kristján Kpilsson, Kiríkur Stef-
ánKsoii, .lens llólnipeirsHon op frú,
Gunnlaupur Blöndal, Marprjet
Finnbjaruardóttir, llulda Bene-
diktsdóttir o. m. fl.
,v. Tryggvi gamli kom af veið
130 föt lifrar.
Úr Dagbók Morgunblaðsins 3. júní
1939.
Sigurð bæjarfógeta að ná aftur
boltanum og tókst það eftir nokk-
urt þóf og umvandanir, enda lof-
uðum við bót og betrun. í stríðs-
byrjun flutti frú Sigriður með
fjölskyldu sína í Aðalstræti 19
nokkru innar í bænum og er það
hið vinalegasta hús, sem enn í eigu
barna hennar, en frú Sigríður lést
1966.
Eitt atvik er mér minnisstætt
frá þessum árum. Það mun hafa
verið árið 1940 um haustið, að
gamall maður gengur með kola-
kippu frá Höphnersbryggju upp í
kofa sinn í Búðargili. Stríðið var
þá hafið og landið hernumið og
hernáminu, en það má segja Ak-
ureyringum til hróss, að „Breta-
vinnuandrúmsloftið" náði aldrei
þangað norður. Er þá átt við
vinnusvikin, sem því miður alltof
margir íslendingar tileinkuðu sér
í Bretavinnunni, sem svo var
nefnd. Næstu ár fór ég í sumar-
fríum norður en svo verður langt
hlé hjá mér á Akureyrarferðum,
þar til 1959, að ég kemst upp á lag
með að ferðast með þríburunum
Goðafossi, Lagarfossi og Detti-
fossi, er smíðaðir voru í Kaup-
mannahöfn skömmu eftir stríðið,
en á þeim var hið besta farþega-
rými.
Völdum við hjónin að fara í
brúðkaupsferð til Akureyrar á
Dettifossi í júlí 1964 og var það
hin ánægjulegasta ferð.
Ég var búinn að reyna margt
fyrir mér með orlofsaðstöðu, m.a.
átt tvær jarðir í Mýrasýslu í félagi
við bróður minn, átt hlut í sumar-
bústað við Elliðavatn og haft
vandað hjólhýsi á Laugarvatni
eitt sumar. Ég var ekki verulega
sáttur við neinn af þessum kostum
og því var það árið 1977, að við
hjónin festum kaup á íbúð, er var
í smíðum í Lundahverfinu á Akur-
eyri, þriggja herbergja íbúð í fjöl-
býlishúsi. Síðan höfum við fjöl-
skyldan dvalið í íbúð þessari alla
páska, hvítasunnur og í sumar-
fríum, en þar hefur tíminn frá 20.
júlí til 8. ágúst reynst okkur sól-
ríkastur. Þegar menn hafa spurt
mig, hví ég velji mér orlofsaðstöðu
í stigahúsi á Akureyri, þá svara
ég: „Ég hefi ekki efni á því að
byggja sumarbústað yfir innbrots-
þjófa á Þingvöllum."
Frá Akureyri
Ljósmynd/Snorri Snorrason.
Laxdalshús
verðbólgan komin eilítið á skrið.
Vegfarandi spyr gamla manninn:
„Ætlar þú að leggja þér þessa kola
til rnunns?" Já, svarar gamli mað-
urinn: „Það hafa ekki allir efni á
tveggja krónu lambakjöti." Árið
1941 er enn haldið norður, en
vegna stríðsins var ekki mikið um
skipaferðir með farþega til Akur-
eyrar, enda vegirnir nú miklu
betri. Þetta varð mitt síðasta heila
sumar í sælureitnum Mývatns-
sveit, þótt ég dveldi hluta úr
sumrinu 1942 í Vogum, þá var það
mest til lækninga á húðkvilla með
böðum í Grjótagjá, þeirri frábæru
heilsulind. Náði ég allgóðum bata
þar á nokkrum vikum.
Ávallt var jafn kærkomið að
dvelja nokkra daga á Akureyri,
þótt-þar hefðr margt breytzt nreð -
Hvað hefur þá Akureyri upp á
að bjóða, sem er svona eftirsókn-
arvert? Þetta myndi ég nefna
helst: Kaupstaðurinn stendur á
undurfögrum stað, að mestu í
miklum halla, trjágróður í húsa-
görðum er mikill og frá gamalli
tíð, þannig að á fögrum sumardegi
er stórkostlegt að horfa frá
Oddeyrinni og sjá húsin í skógi
vaxinni brekkunni spreglast í
Pollinum. Sléttlendi er aftur á
móti á Oddeyrinni.
Fjallasýn er hér með stórbrotn-
um hætti, Kaldbakur í norðri,
Vaðiaheiði í austri, Hólafjall í
suðri, Súlur í suðvestri en Hlíð-
arfjall í vestri.
Veðrátta er með allt öðrum
hætti en sunnanlands. Vetur eru
harðarh sumrtn heitari, þó-meðal-
hiti á Akureyri sé lægri en í
Reykjavík. Mörgum Sunnlendingi,
sem flyst til Akureyrar, finnst
heimamenn gera of mikið úr góð-
viðrinu norðanlands, en taka verð-
ur tillit til þess, að veðurfar hefur
farið mjög kólnandi á íslandi síð-
ustu áratugina, en tímabilið
1920—1960 var hlýviðraskeið.
Enginn hefur lýst veðrinu á Akur-
eyri betur en kunningi minn hér
úr sundlauginni á Akureyri, Ingi-
mar Eydal, hljómlistarmaður:
„Þegar það er gott, þá er það best,
en þegar það er vont, þá er það
verst."
Starfsemi Leikfélags Akureyrar
þarf vart að kynna landsmönnum,
svo frábærlega vel sem þar hefur
verið staðið að verki, sem sannað-
ist best í vetur-með My-Fair-fcady.-
Ljósmynd/Hallgrímur Einarsson.
Margs konar íþróttaaðstaða er
hér til fyrirmyndar. Á veturna má
ýmist fara á skíði upp í Hlíðar-
fjall, eða bara spenna á sig skíðin
hér í Lundahverfinu og ganga suð-
ur á golfvöllinn á Jaðri. Hér er
góður golfvöllur, margir knatt-
spyrnuvellir, frjálsíþróttaaðstaða,
sjóskíði, seglbretti og allt sem
nöfnum tjáir að nefna. Sundlaug
frábær með betra vatni en í t.d.
Reykjavík (minni brennisteinn í
vatninu). Tennisvöllur er við
sundlaugina og tjaldstæðin fast
við.
Ekki má gleyma veitingahúsun-
um á Akureyri, þau eru sum í há-
um gæðaflokki. Ber þar fyrst að
nefna Smiðjuna og veitingasalinn
á 2. hæð Hótels KEA. þar er mat-
- ur em»eg hann-gerist-bestör hér á