Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1984næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984 Nýja James Bond-myndin: Kvikmyndatökur við Jökulsárlón AÐSTANDENDUR næstu James Bond-kvikmyndarinnar, „A View Lést í bflslysi í Fljótshlíö Pilturinn sem lést í bílslysi í Fljótshlíð á fimmtudag hét Þor- valdur Steingrímsson til heimilis að Laugalæk 16 í Reykjavík. Var hann 17 ára gamall togarasjómað- ur, fæddur 29. desember 1966, ókvæntur og barnlaus. to Kill“, eru nú komnir á Höfn í Hornafirði, en kvikmyndatökur hefjast á morgun, sunnudag, við Jökulsárlón. Er áætlað að þær taki um tíu daga. í hópnum sem hingað kominn eru 28 manns. Auk þeirra starfa um 20 íslendingar á einn eða annan máta við gerð myndarinn- ar, sem Saga-film er íslenskur umboðsaðili fyrir. Þá verða 16 öryggismenn á staðnum þegar kvikmyndatökur fara fram, vegna slysahættu við lónið. Leik- stjóri myndarinnar, John Glenn, er væntanlegur hingað til lands einhvern næstu daga, en hann var hér áður á ferð til að kynna sér aðstæður. Aðalleikarinn, Roger Moore, er ekki á meðal þeirra sem hingað komu, en staðgengill hans, Mart- in Grace, leikur í atriðinu sem hér verður tekið. Það er upphafs- atriði myndarinnar, þar sem Bond er á flótta undan Rússum og kemst undan á „ísjaka". Má geta þess að þetta er önnur ferð Grace til íslands á skömmum tíma, hann var hér við gerð kvikmyndarinnar Enemy Mine á dögunum. Hér er þýska flutningaskipið Eliza Heeren í Reykjavíkurhöfn, en fálka- eggjaþjófurinn fannst þar um borð í gærmorgun. Leiguskip Hafskips: Strokumaður- inn um borð — skipinu snúið til Esbjerg Þjóðverjinn Miroslav Peter Baly, sem grunaður var um fálka- eggjaþjófnað og hvarf sl. þriðju- dag, fannst í gærmorgun um borð í þýska flutningaskipinu Eliza Heer- en, sem Hafskip hefur á leigu. Er skipið nú á leið til Esbjerg í Dan- mörku þar sem dönsk yfirvöld munu að öilum líkindum framselja strokumanninn íslenskum yfir- völdum. Er áætlað að skipið komið þangað um kl. 3 í nótt, en það var á leið til Hamborgar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun grunur hafa beinst mjög fljótlega að þýska flutningaskipinu eftir að Miroslav Teter Baly var saknað, því að sést hafði til hans í hópi skipverja á Eliza Heeren áður en það lagði af stað til Þýskalands. Að sögn Jóns Hákonar Magn- ússonar framkvæmdastjóra Hafskips kom útlendingaeftirlit- ið þeirri beiðni á framfæri við Hafskip um kl. 15 í gær að áætl- un Eliza Heeren yrði breytt, og siglt yrði til Esbjerg í stað Ham- borgar vegna þess að nær von- laust er að fá þýskan ríkisborg- ara framseldan frá Þýskalandi þar sem engin lög eru um slíkt milli landanna. Jón Hákon sagði að forsvarsmenn Hafskips hefðu þegari^ta^fan^þess^leit^æði^ Þessi mynd var tekin þegar farið var með Miroslav Peter Baly úr sakadómi eftir að hann hafði verið dæmdur í gæsluvarðhald 3. maí sl. við útgerðarfélag skipsins, Baum & Co., og skipstjóra Eliza Heer- en að skipið sigldi til Danmerk- ur, til að fá manninn framseld- an, en því hafi fyrst verið hafnað því að um þýskan ríkisborgara var að ræða. Þegar þeim hafi síðan verið bent á að ekki væri unnt að sanna að maðurinn væri þýskur vegna þess að hann var skilríkjalaus hefði skipstjórinn samþykkt að sigla til Danmerk- ur, enda hefði annað verið brot á leigusamningi. Er þvi eins og áð- ur sagði von á skipinu til Es- bjerg í nótt. Dauphin-þyrla, sömu gerðar og þyrla sú sem keypt hefur verið fyrir Landhelgisgæsluna. Dauphin-þyrla keypt fyr ir Landhelgisgæsluna — er m.a. með infra-rauðum búnaði SÍÐDEGIS í gær undirrituðu fjár- málaráðherra og dóms- og kirkju- málaráðherra samning við frönsku Aerospatiale-verksmiðjurnar um kaup á Dauphin-björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Kaup- verð er 29 milljónir franskra franka eða rúmlega 100 milljónir ísl. króna. Afgreiðslufrestur er 12 mánuðir en um það var samið jafn- framt kaupunum að Landhelgis- gæslan fengi þyrlu sömu tegundar á leigu frá septeraberlokum næst- komandi og þar til nýja þyrlan kemur til landsins, að sögn Ölafs Walters Stefánssonar, skrifstofu- stjóra í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu. Þyrlan er af gerðinni Dauphin 2 SA 365 N. Hún er af svipaðri stærð og Sikorsky-þyrla Land- helgisgæslunnar, TF-RÁN, sem fórst í Jökulfjörðum í vetur en franska þyrlan á að koma í hennar stað. ölafur Walter sagði að þyrlan yrði með fullkomnum búnaði vegna þarfa Landhelgis- gæslunnar meðal annars til björgunar og leitar. Meðal tækja um borð er infra-rauður búnað- ur, það er búnaður til að nota við leit og björgun í myrkri og við slæm skilyrði. Er hann að sögn Ólafs talinn einkar hentugur til að finna mann í sjó i myrkri. Fjórir fulltrúar frá Aerospati- ale-verksmiðjunum hafa verið hér á landi að undanförnu til viðræðna og samninga um þyrlu- kaupin. í fyrradag og í gær gengu tilboðin á milli aðila, með- al annars um kaupverð og greiðsluskilmála. Viðstaddir samningafundina voru auk ráð- herranna og fuiltrúa verksmiðj- anna menn frá Gunnari Ásgeirs- syni hf., sem er umboðsaðili verksmiðjanna hér á landi, menn frá Landhelgisgæslunni og viðkomandi ráðuneytum. Samn- ingar um kaupin voru síðan und- irritaðir af Alberti Guðmunds- syni fjármálaráðherra og Jóni Helgasyni dóms- og kirkjumála- ráðherra fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar og fulltrúum Aerospati- ale-verksmiðjanna. Ekki hefur verið gengið endanlega frá greiðslukjörum en ríkisstjórnin getur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins valið um hvort hún tekur tilboði verksmiðjanna um lánsútvegun í frönskum bönkum sem nemur 85 til 100% kaupverðsins og greiðist á 12 ár- um eða tekur sjálf 12 ára lán og borgar þyrluna út í hönd, en með því móti fær hún 12,5% afslátt af kaupverðinu. Stigahlíð: Ein 165 í endursölu EIN AF einbýlishúsalóðunum í Stigahlíð, sem Reykjavíkurborg seldi hæstbjóðendum, hefur nú verið auglýst til sölu hjá fasteignasölunni Húsafelli. Aðspurðir kváðust for- svarsmenn fasteignasölunnar ekki geta gefið upp endanlegt verð lóðar- innar, þar sem óskað væri eftir til- boðum í hana. Lóðin er á góðum stað og því í hærri verðkantinum, en meðal- verð lóðanna er um 1,6—1,7 millj- ónir króna. Sölu lóðarinnar sögðu þeir þannig til komna að eigand- inn hefði boðið í tvær lóðir og ver- ið úthlutað báðum, en hygðist að- eins eiga aðra. Margar fyrirspurn- ir hafa borist um lóðina, flestar frá aðilum sem buðu í lóðir við Stigahlíð en hlutu ekki. „Ég þóttist vita af þessu dæmi og á von á að þetta verði eina lóðin sem fer í sölu,“ sagði Hjörleifur Kvaran, skrifstofustjóri borgar- verkfræðings, aðspurður. „Það er kominn á samingur við aðilana 21, sem eru búnir að kaupa lóðirnar og búið er að ganga frá greiðslum, þannig að mönnum er frjálst að fara með þær á þann hátt sem þeir kjósa." Hjörleifur sagði að kaup- endur fengju útgefið afsal fyrir lóðunum eftir 15. júlí nk. Fyrir þann tíma þyrftu þeir að greiða fjórðung af kaupverði. Væri slíkt ekki gert áskildi borgin sér rétt til að rifta kaupunum. Fram til sama tíma hefðu menn rétt til að skila lóðum, en eftir að fjórðungur kaupverðs hefði verið greiddur væri slíkt ekki hægt undir neinum kringumstæðum. Indriði Pálsson, forstjóri Skelj- ungs hf., hafði samband við Morg- unblaðið og kvaðst, að gefnu til- efni, vilja taka það fram að lóðin sem væri auglýst til sölu í Stiga- hlíð væri hvorki lóð nr. 80, sem Selveiðar að hefjast SELVEIÐAR eru nú að hefjast að nýju með vorkópaveiðinni, en aðal- veiðitíminn er í júlí og síðan I haust. Það er landselskópurinn, sem veiddur er á vorin, en útsels- kópurinn á haustin. Erlingur Hauksson, sjávar- líffræðingur, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins, að sér virt- ist veiðin fara af stað nú með svipuðum hætti og undanfarin ár. Hins vegar lægu enn engar tölur fyrir um veiðina. Nú væru veiðilaunin þau sömu fyrir alla kjálka, 200 krónur auk 10 króna fyrir hvert kíló. Engin vand- kvæði væru því vegna hræja. Tekið væri á móti þeim í frysti- húsum og þeim síðan safnað saman á fóðurstöðvum loð- dýrabúa víða um landið. Er- lingur sagði ennfremur, að helztu selveiðisvæðin væru við Suðaust- urland, Breiðafjörð, Vestfirði og Húnaflóa. honum var úthlutað, né heldur lóð nr. 78, sem úthlutað var til eigin- konu hans, Elísabetar Hermanns- dóttur, þau hjónin væru ekki að selja lóðir sínar og hefðu ekki í hyggju að gera slíkt. Lést í vinnuslysi f Þúfuveri Maðurinn sem lést í Þúfuveri í fyrrakvöld þar sem hann var við vinnu við Kvíslárveitur hét Jón Sigurðsson til heimilis að Foss- öldu 10 á Hellu. Hann var 24 ára gamall, fæddur 10. maí 1960 og lætur eftir sig eiginkonu og unga dóttur. ____.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 141. tölublað (23.06.1984)
https://timarit.is/issue/119707

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

141. tölublað (23.06.1984)

Aðgerðir: