Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984 23 Iðnríkin axli hluta byrðanna ( artagena, Kolombíu, 22. júní. AP. í DAG samþykktu stjórnir ellefu Suöur-Ameríkuríkja ályktun á fundi i Cartagena, þar sem Bandaríkin og önnur iðnríki eru hvött til að axla hluta þeirrar 350 þúsund milljóna dollara skuldabyrði, sem Suður- Ameríkuríkin hafa hlaðið á sig á undanfönum árum. Ekki gátu stjórn- irnar komið sér saman um leiðir til að þrýsta á lánardrottna sína. Fyrir fundinn höfðu verið uppi vangaveltur um að ríkin reyndu að koma sér saman um harða afstöðu gagnvart lánardrottnum i Banda- ríkjunum, en við setningar- athöfnina hvatti forseti Kólombíu, Belisario Betancur, fundarmenn til að forðast fjandsamlegar að- gerðir, en leita fremur eftir aðstoð og skilningi meðal ríkja og fjár- málastofnana. Einnig hvatti hann til þess, að Suður-Ameríkuríki efldu verslun sína innbyrðis og leituðu sameiginlega eftir fjár- festingarfé. UNITA sleppir 20 Tékkum úr gíslingu Jóhannesarborg, 22. júní. AP. TUTTUGU Tékkóslóvakíumönnum, sem hafðir voru í haldi í frumskógum Angóla frá því í mars í fyrra, var sleppt í dag og flogið áleiðis til heimalands- ins um Suður-Afríku og Zaire. Tékkarnir voru fangar UNITA, sem berst gegn valdhöfum í Ang- óla. Voru þeir teknir til fanga í iðnaðarverum í Alto Catumbela í vesturhluta Angóla 12. mars í fyrra, ásamt 46 Tékkum öðrum, konum og börnum, sem sleppt var þremur mánuðum seinna, eftir 1.200 kílómetra göngu um frum- skóga landsins til höfuðstöðva UNITA við Jamba. í Jamba voru Tékkarnir 20 hafðir í haldi í sínum kofanum hver og höfðu engan samgang sín á milli. Þeir segjast hafa hlotið góða meðferð og aldrei verið pynt- aðir eða sveltir. Þeir hlutu loks frelsi er yfirvöld í Tékkóslóvakíu létu á endanum undan kröfum UNITA og sendu háttsettan emb- ættismann til höfuðstöðva þeirra í Jamba. Embættismaðurinn kvaðst hafa hitt Jonas Sawimbi leiðtoga UN- ITA í Jamba og rætt ástandið í Angóla við hann. Kvað hann skæruliða engin skilyrði hafa sett fyrir frelsi gíslanna 20. Kohl ánægður í Ungverjalandi Búdapest, 22. júní. AP. HELMUT Kohl kanzlari Vestur- Þýzkalands átti í dag viðræður við Jarðskjálfti Kanía, Krít, 21. júní. AF. KLUKKAN um hálfellefu f morgun reið jarðskjálfti yfir grísku eyjuna Krít og mældist hann 6,4 stig á Richterkvarða. Skjálftinn olli hræðslu meðal fólks og lítils háttar skemmdum á húsum, en engu manntjóni, að því er haft er eftir lögregluyfirvöld- um. Að sögn jarðskjálftastofnun- arinnar í Aþenu átti jarðskjálft- inn upptök sín í botni Eyjahafs, um 275 km fyrir sunnan höfuð- borgina, milli eyjanna Krítar og Kýþíru. Janos Kadar leiðtoga Ungverjalands og sagði að þeim loknum að viðræð- urnar hefðu verið opinskáar og já- kvæðar þrátt fyrir hugmyndafræði- legan ágreining um orsakir spennu í alþjóðamálum. Jafnframt lét Kohl vel af við- ræðum við aðra háttsetta ráða- menn í Ungverjalandsheimsókn- inni. Þetta er fyrsta heimsókn hans til annars Varsjárbanda- lagsríkis en Sovétríkjanna. Kohl tjáði blaðamönnum að Ungverjar og V-Þjóvðerjar hörm- uðu að viðræður um takmörkun vígbúnaðar lægju niðri. Þær þyrftu að hefjast að nýju hið fyrsta. Báðir leiðtogarnir létu í ljós von um að samskipti V-Þýzka- lands og Ungverjalands ættu eftir að aukast og eflast. Walter Mondale og Tom Bradley á blaðamannafundi í gær. Simamynd ap. Mondale leitar aö varaforsetaefni: Verður Bradley fyrir valinu? North Oaks, Minnesota, 22. júnf. AP. WALTER Mondale, sem keppir að kjöri forsetaefnis demókrata, leitar nú að hugsanlegu varaforsetaefni um leið og hann bíður eftir vísbendingu frá Gary Hart um að hann sé reiðubúinn að hætta baráttunni um útnefn- inguna og viðurkenna Mondale sem sigurvegara. Mondale hefur nú tryggt sér fylgi nægilega margra fulltrúa til að verða útnefndur forseta- efni demókrata á þingi þeirra í San Francisco í næsta mánuði. Leit hans hófst í dag er hann ræddi við Tom Bradley, borgar- stjóra Los Angeles, í þrjár og hálfa klukkustund. Mondale sagði eftir fundinn að hann væri sannfærður um að bandarískir kjósendur myndu sætta sig við svertingja í embættinu. Borgarstjórinn sagðist vera þess fullviss að Mondale myndi íhuga málið vandlega. Mondale sagði að Bradley hefði verið kjörinn borgarstjóri í borg þar sem aðeins 17% íbúa væru svert- ingjar og hefði hann verið ná- lægt því að verða kjörinn ríkis- stjóri Kaliforníu árið 1982. Einnig hafa verið orðuð við hugsanlegt varaforsetaembætti Lloyd Bentsen, öldungadeildar- þingmaður frá Texas og Dianne Feinstein, borgarstjóri San Francisco, og ráðgerður er fund- ur með þeim og Mondale á morg- un. í aðalstöðvum demókrata var tilkynnt í dag að Mario Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, mik- ill og dyggur stuðningsmaður Mondales, myndi flytja stuðn- ingsræðuna á þingi demókrata, og er það talið enn eitt merki þess að Mondale verði útnefnd- ur. Meistara- víkurflug- völlur ómissandi Meistaravíkurflugvöllur við Scor- esbysund á Austur-Grænlandi fær að sinna hlutverki sínu enn um hríð, a.m.k. í eitt ár, hefur grænlenska útvarpið eftir Tom Hoyem Græn- landsmálaráðherra. Til stóð að leggja flughöfnina niður í sparnaðarskyni, en nú hef- ur danska stjórnin ákveðið að doka við með það vegna þess að völlurinn geti komið að notum við olíuleit á þessum slóðum, auk þess sem hann sé ómissandi fyrir þær umfangsmiklu og alþjóðlegu rann- sóknir sem nú fara fram í austur- grænlenska þjóðgarðinum. Leitað að banamanni Líbýumanns Aþenu. 22. júní. AP. GRÍSKA lögreglan leitar nú að banamanni líbýska kaupsýslu- mannsins, sem veginn var í Aþenu í gærkvöldi. Hefur mikill fjöldi araba í borginni verið færður til yfirheyrslu en engar handtökur átt sér stað. Morðið var framið á lokadegi opinberrar heimsóknar Ali Abd- ulssalam Treiki, utanríkisráð- herra Líbýu, til Grikklands. Talið er að morðið hafi verið framið af pólitískum ástæðum. Hinn myrti féll samstundis er hann var hæfður fimm skotum í brjóst og fætur. Morðinginn skaut á hann með skambyssu er hann sté inn í bifreið sína. Komst morð- inginn undan á mótorhjóli, sem aðstoðarmaður ók, sem ekið var í átt til austurhluta Aþenu, að sögn sjónarvotta. Embættismenn þvertaka fyrir að hinn myrti, sem starfað hefur í Aþenu í þrjú ár, hafi verið and- stæðingur Khadafys Líbýuleið- toga. ■ ■■ ' \T/ ERLENT Allt urn (jrófrur oý ijaröa í GRÓANDANUM: Tírnaritió GRÓANDIW er óvenju falleyt og vandaó blaÖ urn allt sem lýtur aó gróóri, yöró- um Ofj yaröyrkju, auk fress sern GRÓANDINN flyturfjölbreytt efni urn útilif o<j frístundir. GRÓANDINNJ'æst í bókaverslunutn. söluturn- um oi/ blómaverslunum utn allt land. o</ ereinn- i</ seldur í áskrift. Tekiö veröurá rnóti áskrifturn alla In h/ina. í da</ rnilli klukkan 10 o</ lti o</ á rnon/un. sunnu- da</ á satna tírna í sirnurn 91 687j74- „„687479 Tímiinfid GRÓAXDIXX IIöJ'Dabakka 9 110 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.