Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984 Varðveitum tunguna Kafli úr ræðu Ingólfs Þorkelssonar skóla- meistara Menntaskól- ans í Kópavogi er hann flutti við skóla- slit þann 25. maí sl. í Kópavogskirkju 1 Þetta herrans ár, 1984, varð margfrægt 1 bókmenntum löngu áður en það rann upp. Ein þekkt- asta skáldsaga, er skrifuð hefur verið, ber heitið 1984. Höfundur- inn er hinn látni nafntogaði Breti, George Orwell. í þessari sögu ger- ir hann því skóna að mannkynið verði harðstjórn að bráð, harð- stjórn holdtekinni í Stóra bróður. Margir telja að Orwell hafi átt kollgátuna því 40% mannkynsins búi nú við harðsvírað alræði og ófrelsi. Freistandi væri að fjalla um þetta efni einmitt nú, árið 1984 — þetta mál málanna í viðsjálum heimi. En þess er enginn kostur í stuttri skólaslitaræðu, svo viða- mikið er það og margþætt. 2 Annað efni er nærtækara, efni sem snertir hvern einasta íslend- ing beinlínis og kennarastéttina með sérstökum hætti — efni sem verið hefur ofarlega á baugi í blöð- unum í allan vetur. Hér á ég við íslenska tungu og varðveislu henn- ar. Umræðan hefur staðið yfir í Morgunblaðinu frá veturnóttum til vordaga og er ekki lokið enn og hefur leitt til þess m.a. að borin hefur verið fram á Alþingi tiilaga til þingsályktunar um framburð- arkennslu í íslensku og málvönd- un.x) ófáir íslendingar telja nú, að tungan „ástkæra ylhýra málið", eins og Jónas Hallgrímsson kall- aði hana — eigi í vök að verjast, að vegið sé að henni úr ýmsum áttum og er ég í þeim hópi. Sér- stök ástæða er til að vera vel á verði á tækniöld, þegar erlend áhrif flæða yfir okkur og sljóvg- andi velferð er á góðri leið með að gera okkur að sinnulausum neyt- endum voldugra fjölmiðla. Ágætur kennari minn fyrrum í Háskóla íslands, prófessor Matthías Jónasson, vakti máls á því, þegar árið 1951, í Tímariti Máls og menningar að hinn hljóm- andi þáttur tungunnar, mælt mál, væri hróplega vanræktur. Orðrétt skrifaði hann: „Ef við viljum innræta æskunni málvöndun, bæði að hljómi, orða- vali og byggingu, þá verðum við öllu framar að kenna henni að tala málið skýrt og hreint, opna eyru hennar fyrir hljómi og gerð hins mælta máls, kenna henni að þekkja og virða lögmál málfræð- innar í hinum síhvika straumi þess. Hver unglingur, sem lýkur námi, á að kunna að orða hugsun sína viðstöðulaust, tala með eðli- legum hraða svo hreint mál og fagurt sem hann gæti ritað best, tala með eðlilegum áherslum og hreinum raddblæ." Þetta voru orð í tíma töluð og þau eru enn brýnni í dag því vand- inn hefur vaxið og æpir á okkur daglega í ræðu og riti, í útvarpi, i sjónvarpi, í dagblöðunum. Áhersl- ur eru oftar en ekki brenglaðar. Þegar sagt er t.d. ráðherra í stað ráðherra, ríkisútvarpið en ekki ríkisútvarpið og stjórnmálaflokkur í stað stjórnmálaflokkur. En verst, ömurlegast og hættu- legast af öllu er þó tafsið og óskýr- leikinn í máli sumra manna, ekki síst ungra, svo að úr verður litt skiljanlegt hrognamál. Þekktustu dæmin birtust í eftirfarandi tveim fyrirsögnum í Morgunblaðinu sl. vetur: „Viltu vera mem“, þ.e. Viltu vera með mér, og Kvadamar, sem merkir Hvað er þetta maður. Til viðbótar tilgreini ég eftirtalið dæmi úr þættinum Lög unga fólksins: Frandi minn sem er lakn- ir á jappa. Hér er að vísu ekki sleppt úr atkvæðum eða heilum orðum. En þegar svo er mælt er hætta á að svo sé ritað. Segi börn t.d. láda og taga (dæmigert lin- mæli) eru líkur til að þau skrifi svo, og sé ekki spyrnt við fótum ræður rás 2 ferðinni eða rás tvö eins og spéfuglar kalla fyrirbærið, og þessi sagnorð fara sömu leið og hjá frændum okkar Dönum, enda í la og ta bæði í ræðu og riti. Af sama toga er það spunnið þegar nemendur eru ýmist hakkaðir eða lakkaðir í skólum (ekki hækkaðir og lækkaðir). Þessi spuni getur því orðið spaugilegur þegar menn mæla þannig og skrifa t.d. nágreni í stað nágrenni og baráta í stað barátta. Þetta er raunar grátt gaman. Að mínum dómi er afar brýnt að talað mál og ritað haldist í hendur eins og unnt er, sé í sem mestu samræmi hvort við annað, styrki hvort annað. 3 Áðurnefnd umræða í Morgun- blaðinu hefur einkum snúist um það hvort réttmætt sé og nauð- Ingólfur Þorkelsson skólameistari. synlegt að kenna framburð í skól- um og þá hvernig. Tvö sjónarmið komu fram: Annars vegar sú skoð- un að framburðarkennsla sé nauð- synleg til að stuðla að skýrum tal- anda. En til þess að sú kennsla verði markviss þurfi sarnræmdan framburð þar sem menn velja og hafna. Hins vegar var því haldið fram að samræming framburðar til kennslu væri þarflaus og stofn- aði í hættu þeim mállýskumun sem auki á fjölbreytni málsins — og ennfremur væru málnotendur með því dregnir i „fína“ dilka og „ófína“ eftir framburði. Ég tel að framburðarkennsla í skólum sé ekki aðeins nauðsynleg heldur óhjákvæmileg, vilji menn varðveita tunguna óbrjálaða. Hver einasti lærifaðir á að hafa það góð tök á tungunni að hann sé íslenskukennari, hver svo sem kennslugrein hans er. í Mennta- skólanum í Kópavogi er nú lögð aukin áhersla á munnlegan mál- flutning og framsögn. Ég tek undir með háskólakenn- ara mínum fyrrnefndum er segir að við verðum framar öllu að kenna æskunni að tala málið skýrt og hreint. Ég mikla ekki fyrir mér vandkvæðin á því að kenna ein- hvern tiltekinn samræmdan fram- burð. Með þessu er ég ekki endi- lega að mæla með tillögum Björns Guðfinnssonar um samræmingu framburðar, óbreyttum. Þær eru 40 ára gamlar og margt hefur breyst á þeim tíma. Það gæti t.d. reynst torvelt að kenna öllum tslendingum hv-framburð ef í ljós kemur að hann er ekki eigin- legur nema 10% þjóðarinnar. Varðandi fjölbreytni málsins vil ég segja að hún birtist fyrst og fremst i ríkulegum orðaforða, og dilkadrátturinn áðurnefndi verður því aðeins að veruleika að látið sé arka að auðnu og ekkert aðhafst til úrbóta. Hvað á að samræma, hvað get- um við orðið sammála um? Að hafa áherslur á réttum stað (yfir- leitt á 1. atkvæði), að bera hvert orð fram heilt og skýrt og tengja saman talað mál og ritað eftir því sem unnt er eða forða talmáli frá að fjarlægjast ritmálið um of. Þetta tel ég augljóst. En auðvitað verður að leita sér- fræðinga og valinkunnra málsnill- inga til lausnar þessum vanda. Hér á ég við þá málfræðinga, sem telja vandann sér viðkomandi. Ég segi þetta að gefnu tilefni því að í títtnefndum umræðum héldu tveir háskólakennarar í íslenskri mál- fræði því blákalt fram að þeirra hlutverk væri einungis að rann- saka íslenska tungu og þróun hennar, en ekki að leiðbeina um það, hvað teldist rétt og rangt eða öllu heldur æskilegt og óæskilegt. Það var og! Ég skal verða síðastur manna til að gera lítið úr vísindalegum rannsóknum og víst mætti og ætti að verja til þeirra meira fé. Því málvarnarbarátta byggist vissu- lega að nokkru leyti á rannsókn- um. En til hvers eru íslenskufræð- ingar? Hvert á almenningur að leita í þessu efni ef ekki til þeirra? Atvinnuréttindi skipstjórnarmanna: Ráðherra hefur ver- ið gefið alræðisvald — segir Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri „Samkvæmt 18. gr. þessara laga hefur ráðherra verið gefið alræðis- vald. Þetta stríðir algjörlega gegn hugmyndum mínum um þingræði og lýðræði. Friðjón Þórðarson, fyrrver- andi dómsmálaráðherra, var mér sammála að Alþingi væri ófært að setja slík lög,“ sagði Guðjón Ár- mann Eyjólfsson, skólastjóri Stýri- mannaskólans í Reykjavík, þegar blaðamaður Morgunblaösins innti hann eftir áliti á lögum um atvinnu- réttindi skipsstjórnarmanna sem sett voru á Alþingi 22. maí sl. Grein laganna sem Guðjón Ármann vitnar til segir meðal annars: „Ef skortur er á mönnum með nægileg réttindi má eftir ósk útgerðarmanns eða skipstjóra við- komandi skips veita manni, sem ekki fullnægir skilyrðum laga þessara, með undanþágu rétt til starfa á tilteknu skipi eða gerð skipa um takmarkaðan tíma, þó eigi lengur en 6 mánuði ( senn. Undanþágur samkvæmt 1. mgr. veitir fimm manna nefnd sem samgönguráðherra skipar til að fjalla um þess háttar mál „ ... Nú synjar nefndin umsókn um undan- þágu og getur umsækjandi þá bor- ið ákvörðun nefndarinnar undir samgönguráðherra sem leggur endanlegan úrskurð í málið ..." „Ég lagði til að afgreiðslu lag- anna yrði frestað, en það var ekki gert. Hins vegar gaf samgöngu- ráðherra loforð, þegar hann lagði fram frumvarpið, um að skipuð yrði nefnd er skilaöi sameiginlegu áliti um þau ákvæði laganna sem betur mættu fara. Ráðherra hefur nú þegar óskað eftir tilnefningu í nefndina og á hún að skila tillög- um eigi síðar en 15. október til Alþingis. En ætli stjórnvöld að ráða bót á þeim vanda sem rétt- indamálin eru, liggur beinast við að þau styrki þá skipstjórnar- menn sem eru réttindalausir beint með fjárframlögum framhjá öll- um sjóðum, til náms ef þeir óska,“ sagði Guðjón Ármann að lokum. Tannsmiðir leggja fram drög að heildarsamningi FUNDUR var hjá ríkissáttasemjara í gær með tannsmiðum og viðsemj- endum þeirra. Tannsmiðir lögðu fram drög að heildarkjarasamningi, en engin samningur hefur verið ( gildi milli aðila hingað til. Samkomulag varð um að við- semjendur þeirra, sem eru Félag tannsmíðaverkstæðiseigenda og Tannlæknafélag íslands, myndu leggja fram drög að samningi á móti og myndi hann vera tilbúinn 3. júli næstkomandi. Til nýs fundar hefur verið boðað hjá ríkissáttasemjara 5. júlí. Utan deilunnar um heildar- samning við virkjanir, er hjá Rík- issáttasemjara deila linumanna hjá Reykjavíkurborg og deila hár- greiðslu- og hárskeranema. Sam- komulag er um að þær deilur bíði um sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.