Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. * LIN-stjórn í stjórnarandstöðu Málefni Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna (LÍN) hafa löngum verið þrætuefni. Hefur ekkert lát verið á deilum vegna hans síðustu vikur og mánuði, hvort heldur rætt er um starfshætti sjóðsins, fjárráð eða hve há lán ætlunin er að veita námsmönnum í haust. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, hefur nú sent frá sér greinargerð þar sem skýrt er frá því hvernig hún vill að staðið verði að framkvæmd mála hjá sjóðnum næstu mánuði. Greinargerðinni lýkur með þessum orðum: „Með þessu telur menntamálaráðuneytið að sýnt hafi verið fram á að því fer víðsfjarri að stefnt sé að því að skerða fjárhag Lánasjóðs íslenskra náms- manna með þeim afleiðingum að lánsfjárhlutfall miðað við framfærslukostnað lækki úr 95% í 60% á þessu ári. Á hinn bóginn er ljóst að hag náms- manna er ekki borgið með því að stjórn LÍN standi þannig að málum að hvorki sé tekið mið af stöðu ríkisfjármála né almennum lánsfjármarkaði við ákvarðanir um greiðslur úr Lánasjóði íslenskra námsmanna." Stjórn lánasjóðsins hefur látið í veðri vaka bæði leynt og ljóst undanfarið að næsta haust muni fjárhæðir lána miðast við 60% af fram- færslukostnaði stúdenta og með það veganesti hafa stjórnarandstæðingar með Þjóðviljann í broddi fylkingar skellt allri skuldinni á menntamálaráðherra, fjár- málaráðherra, ríkisstjórnina og meirihluta framsóknar- manna og sjálfstæðismanna á Alþingi. í greinargerð menntamálaráðherra segir meðal annars: „Þess má geta að stjórn LÍN er að mestu pólitískt skipuð og andstæð- ingar ríkisstjórnarinnar sitja þar í meirihluta." Og einnig er sagt frá því að stjórn LÍN hafi í bycjun þessa árs neitað að laga sig að niðurskurði á fjárlögum og í lánsfjárlögum og ákveðið upp á sitt eindæmi að hækka lánshlutfallið á síð- asta vormisseri úr 95% í 100%, þótt vitað væri að þessi ákvörðun hefði það í för með sér að þeim mun minna yrði til skiptanna á haustmisseri og af öllum tilburðum stjórn- arinnar er ljóst að hún ætlaði að kasta þessum vanda á herðar ríkisstjórnarinnar. Það kostar átak að ná því markmiði menntamálaráð- herra að viðhalda 95% hlut- fallinu í haust. Til þess að það takist þarf að sjálfsögðu að vera eðlileg samvinna á milli ráðuneyta og stjórnar lána- sjóðsins. Hag námsmanna er alls ekki borgið með því að LÍN-stjórnin skipi sér í stjórnarandstöðu. Raunar liggur beinast við eftir þá ádrepu sem meirihluti stjórn- arinnar, stjórnarandstæð- ingarnir, fær frá mennta- málaráðuneytinu að þeir sem hann skipa segi af sér. Friður og eldflaugar Formaður friðarhreyf- ingar kirknanna í Hol- landi, Mient Jan Faber, hefur í sjónvarpsviðtali lýst yfir stuðningi við að bandarískum kjarnorkueldflaugum verði komið fyrir í Hollandi enda verði þær til að ryðja braut- ina fyrir afvopnunarviðræð- um við Sovétmenn. Þetta er söguleg yfirlýsing í Ijósi þess að friðarhreyfingin í Hollandi hefur verið talin öflugasti andstæðingur ákvörðunar Atlantshafsbandalagsins frá 1979 um að koma meðaldræg- um bandarískum kjarnorku- eldflaugum fyrir í 5 Vestur- Evrópuríkjum fjarlægi Sov- étmenn ekki SS-20-eldflaugar sínar. í orðum sínum lýsir Mient Jan Faber raunar stefnu Atl- antshafsbandalagsins sem hefur orðið helsta bitbein friðarhreyfinganna, hann tekur sem sé undir það sjón- armið að leiðin til að fá Sov- étmenn að samningaborðinu sé að sýna þeim einurð en ekki víkja undan yfirgangi þeirra með einhliða afvopnun. Löngum hefur því verið hald- ið að mönnum að hollenska friðarhreyfingin væri þeirrar skoðunar að með því að neita kjarnorkuvopnum hjá sér væru Hollendingar að gefa fordæmi sem leiddi til dæmis til þess að ekki yrðu nein kjarnorkuvopn í Tékkósló- vakíu. Nú telur leiðtogi þess- arar hreyfingar að stefna hennar hafi verið of þröng og hún útiloki sig frá öllum áhrifum með of einstreng- ingslegri afstöðu — hann vel- ur þann kost að lýsa yfir stuðningi við meginsjónar- miðið í stefnu NATO. Hannes Hafstein tekur vid „Das Verdienstkreutz“-orðunni úr hendi vestur-þýska sendiherrans, dr. Jörg R. Krieg. Sjö íslendingar og sjö Bandaríkjamenn heiðraðir vegna Kampen-slyi „Að bjarga mannslífi er sú dýr endurminning sem nokkur get SEX íslendingum og sjö Bandaríkja- mönnum var í gær veitt í vestur-þýska sendiráðinu í Reykjavík orður og við- urkenningarskjöl vegna björgunarxf- reka þeirra er þeir unnu er restur- þýska flutningaskipið, ms. Kampen, sökk undan suðurströnd íslands að kvöldi hins fyrsta nóvember síðastlið- inn. Þá var Hannesi Hafstein, fram- kvæmdastjóra SJysavarnafélags ís- lands, veitt viðurkenningarorðan „Das Verdienstkreutz“ af fyrstu gráðu fyrir giftusamlega stjórnun allra björgunaraðgerða eftir að slysið hafði átt sér stað. Mörgum er sjálfsagt í fersku minni sá atburður er ms. Kampen sökk um 22 sjómílur austsuðaustur af Dyrhólaey og sex af þrettán manna áhöfn var bjargað afr nær- stöddum fiskiskipum með aðstoð björgunarsveita varnarliðsins, sem sendi tvær þyrlur og eina Her- cules-flugvél á slysstaðinn, að beiðni Slysavarnafélags íslands. Það var sendiherra Vestur- Þýskalands á íslandi, dr. Jörg R. Krieg, sem veitti afreksmönnunum orðurnar fyrir hönd forseta Vest- ur-Þýskalands, prófessors Karls Carstens. í ávarpi sínu sagði dr. Jörg R. Krieg meðal annars að framganga björgunarmanna við „Gátum tyllt nefhjólinu á jökulinn“ — segir flugmaöur varnarliösþyrlunnar sem sótti Bretana upp á Eiríksjökul „ÞETTA var mjög erflö ferð. Slysstaöurinn er á toppi Eiríks- jökuls, sem er tiltölulega hár miðaö við aðra jökla hér á landi. Þarna var einnig mjög bratt og fjúkandi lausamjöll, þannig að það var mjög erfitt að athafna sig,“ sagði capt. Rick Newton, flugmaður varnarliðsþyrlunnar sem náði í Bretana upp á Ei- ríksjökul. 8,5. „Það var ólendandi og við gátum aðeins tyllt nefhjól- inu á jökulinn, meðan björg- unarmenn okkar og læknir- inn, sem með okkur var, stukku út. Við hringsóluðum síðan yfir meðan mennirinir voru gerðir klárir til flutn- ings, en menn úr Flugbjörgun- arsveitinni höfðu undirbúið flutning eins, og kostur var. Við lentum síðan aftur á sama hátt þegar allt var tilbúið og tókum mennina um borð. Þeir voru báðir með meðvitund. Annar þeirra virtitst ekki mjög slasaður en hinn leit verr út og virtist talsvert slasaður," sagði capt. Newton ennfremur. Newton sagði að þeir hefðu lagt upp um sexleytið og lent við Borgarspítalann klukkan átta. Hann hrósaði björgun- arsveitarmönnum og mönnum frá Landhelgisgæslunni fyrir sinn hlut, Hvað þá atvinnu- menn á sínu sviði. Þeir hefðu séð um skera mennina úr vél- inni og undirbúið björgunina eins vel og kostur var og auð- veldað og flýtt þannig mjög fyrir flutningi mannanna á spítala. Ásamt Rick Newton voru í varnarliðsþyrlunni, lt. Scott Dinapoli, aðstoðarflugmaður, capt. Bob Dixon, læknir, tsgt. Paul Turnbull, flugvélstjóri, tsgt. Ron Taylor og sra. Doug Poll fallhlífarbjörgunarliðar. Newton hélt að með Bretun- um tveimur væru þeir menn orðnir 206, sem björgunar- sveit varnarliðsins hefur átt þátt í að bjarga hér á landi. „Létti vi að sonui — segir Frank Sikora, fai „ÉG ER mjög ánægður yfir að það skuli hafa tekist að bjarga syni mínum úr flakinu á Eiríks- jökli og létti mikið við fréttirnar um að sonur minn lifði,“ sagði Frank Sikora í samtali við blm. Morgunblaðsins í gærkveldi, faðir annars Bretans sem brotlenti á Eiríksjökli í fyrrakvöld, en tókst að bjarga ásamt félaga hans í gær- morgun, eftir 18 tíma veru á jökl- inum. „Ég hef ekkert getað talað við hann. Vegna andlitsmeiðslanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.