Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984 Hversvegna foröast prestar að tala um líf- ið eftir þetta iarðlíf? — eftir Dagrúnu Kristjánsdóttur Flestir prestar forðast það eins og heitan eldinn að minnast á framhald lífsins, eftir að þessari jarðvist er lokið. Hver er orsökin? Trúa þeir ekki á neitt líf eftir dauðann eða er það yfirleitt trú prestanna að þeir sem deyja — og það eitt er víst að við gerum öll einhverntíma — hafi ekkert með það gera að vita hvað tekur við — hvað um þá verður? En er það ekki einmitt þetta sem flestir hugsa mest um, þó að færra sé um það talað? Eða getur nokkrum verið sama um það hvað við tekur eða hvað um hann verður þegar þar að kemur. Mér þykir það ólík- legt ef marka má mannlegt líf hér á jörðu, þá virðist engum vera sama hvernig honum farnast og allir reyna að koma ár sinni sem bezt fyrir borð. Skýtur þá ekki skökku við ef kæruleysið er svo mikið um framhald lífsins að eng- inn vilji neitt um það hugsa eða vita? Væri það ekki ólíkt nota- legra að vita hvað við tekur og um leið fá að vita hvernig haga beri lífi sínu svo að áframhaldandi líf verði sem notalegast og „þægi- legast". Eða er það ekki það sem allir óska eftir að líf þeirra sé sem notalegast og bezt? Skiptir það nokkru máli hvort heldur er hér á jörðinni eða annars staðar, óskum við ekki öll eftir góðu og ánægju- legu lífi alltaf? Hver er svo hugaður að hann leggi upp í ferðalag sem hann veit ekki hvar endar? Hvert ferðinni er heitið, hvernig aðbúnaður er, hvort hann lendir í ómældum erf- iðleikum og lífsháska o.s.frv.? En þetta er einmitt það sem flestir gera og eru dauðhræddir við það sem kallað er „dauði“, vegna þess að þeir vita ekki neitt eða gera sér enga grein fyrir því hvað þessi umskipti þýða. Stafar það að miklu leyti af því að flestir forðast það að tala um dauðann og það sem við tekur, má rekja það að mestu leyti til þess að prestar þessa lands predika annaðhvort eilífan svefn, eða eilífa kvöl ann- arsvegar, og eilífa sælu í faðmi Guðs, hinsvegar. Varla trúir nokk- ur maður því, að nokkur sé svo alvondur að hann verðskuldi vít- iskvalir til eilífðar, eða er það góð- ur vitnisburður um algóðan og kærleiksríkan Guð, að hann sé svo grimmlyndur? Eða trúir einhver því í alvöru að nokkur maður sé svo góður og fullkominn að hann svífi á englavængjum beint i faðm Guðs, héðan af jörðunni, þegar dauðann ber að? Þó ótrúlegt sé þá munu það vera nokkrir prestar sem trúa þessu í bláustu alvöru. Ég las fyrir svo sem tveim, þrem árum langa grein eftir þjónandi prest við veglegustu kirkju lands- ins, sem mun verða, fullbyggð. Það var merkilegur lestur. Ég hef oft spurt sjálfa mig að því, hvers- vegna prestar biðja yfirleitt ekki fyrir framliðnum. Ég tel að þess sé ekki minni þörf en að biðja fyrir lifandi fólki, en ég fékk svar við þessu í þessari frægu grein. Presturinn sagði að það væri „þarflaust að biðja fyrir þeim sem látnir eru vegna þess, að annað- hvort væru þeir farnir beint í faðm Guðs, og þá væri engin þörf á fyrirbænum, þvíað þeim væri þar vel borgið, (ekki efa ég það) — EÐA að þeir væru komnir til Vítis og þaðan væri ekki hægt að kalla þá með bænum, þar yrðu þeir að eilífu." Þokkaleg trú þetta og afar kærleiksrík! Engin furða þó að fólk skelfist dauðann, ef að það trúir þessu með prestinum. Hve margir eru svo sjálfumglaðir og ánægðir með sig að þeir trúi því að Guð taki þá umsvifalaust í faðm- inn og láti þá njóta eilífrar sælu uppfrá því, það þarf varla að saka þá hina sömu um vanmáttar- kennd. Og hvað um alla hina? Samkvæmt þessu ætti meiri hlut- inn, eða hartnær allt mannkyn að lenda í verri staðnum, og mikil þröng þar á þingi á móti því að himnaríki hlýtur að vera hálf- tómt, og er það illa farið með svo gott húsnæði. Nei, vitiborið fólk getur ekki trúað þvílíku óréttlæti af hendi Skaparans, hann hlýtur að gefa öllum tækifæri til betrunar, jafnt í næsta lífi og í þessu jarðlífi. Það er aldrei of seint að iðrast, þeir sem fara héðan fullir af hatri, öf- und og ágirnd, þeir fá tækifæri til að iðrast og bæta sig, á því er eng- inn vafi. Hitt er aftur annað mál að betra er að vera laus við sem flesta iesti áður en dauðann ber að, þá verður áframhaldið léttara og ánægjulegra, þessvegna er það nauðsyn að prestar og annað hugsandi fólk geri sér grein fyrir því að það sem við tekur er aðeins áframhald af jarðlífinu, en ekki eitthvað gjörsamlega nýtt og ólíkt, svo sem, eilífur svefn, eða til DÓMSDAGS, eins og sumir boða með tilheyrandi upprisu rotnaðra líkama, sem löngu hafa breyzt í önnur frumefni og samlagast jörð- inni. Getur verið að sumum finnist það fýsileg framtíðarsýn að sofa í gröf sinni um nokkrar milljónir ára og vera svo vakinn upp með brauki og bramli seint og síðar meir. Ég gæti trúað að sumir yrðu lengi að núa stírurnar úr augun- um eftir þvílíkan svefn og að þeim fyndist þeim lítill greiði gerður með því að vekja þá af svo værum svefni og verða og enn á ný að reyna að rétta úr bognu baki með tilheyrandi gigtarverkjum, því varla hefur milljóna ára hvíld liðkað liðamótin! En holdið virðist hafa sterk ítök í sálum prestanna og ekkert annað komst að en kjöt og bein. Ég hef alltaf haldið að prédikanir prest- anna væru ætlaðar til að auðga andann. Hvort heldur hann býr í jarðneskum líkama eða ekki, en væru ekki eingöngu miðaðar við holdið, hér og í næsta lífi. Mér finnst ekki mikið til koma með hugmyndaflugið á þessari tækni- öld, þar sem ósýnileg orka er not- uð til ljóss og hitunar, þar sem hægt er að stýra geimferðum með ósýnilegum bylgjum eða geislum, og hægt er að eyða öllu lífi með ósýnilegum geislum — ef prestun- um getur ekki hugkvæmst að sálir mannanna geti lifað áfram án sýnilegs líkama, fyrir okkur jarð- neska menn, sem reyndar er ekki rétt, því að milljónir manna eru sjáandi á það sem annars er ósýni- legt venjulegu fólki. En blessaðir prestarnir berja bara höfðinu við steininn og boða áfram eilífan svefn og upprisu holdsins, eða ei- lífa kvöl fyrir suma og eilífa sælu fyrir aðra. Og þetta heitir, að boða Guðs orð hreint og ómengað. Hvílík öfugmæli. Aldrei hef ég skilið klausu sem prestar nota gjarnan og er eitt- hvað á þessa leið: ... Þeir hvíli í friði sem sofnaðir eru og Drottinn láti sitt eilífa ljós lýsa þeim ... Ég átta mig ekki á því að þeir sem sofa til eilífðar, hafi not af ljósi, eða getur einhvern útskýrt þetta? Mér virðist þetta vera mótsögn, eins og svo margar aðrar í prédik- unum margra presta. Ég vil þó taka fram að nokkrir prestar eru Of góð Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Cyndi Lauper She’s so llnusual Eitt af nýju nöfnunum í tón- listarheiminum sem er orðið vel þekkt er nafn söngkonunnar Cyndi Lauper Stúlkan er amer- ísk og sló í gegn i Bretlandi fyrir nokkru með laginu „Girls Just Dagrún Kristjánsdóttir „Ég er viss um að Biblí- an er ekki „hreint og ómengað Guðs orð“ þegar fjöldi manns er búinn að þýða hana upp úr öðrum þýðingum, enda gengi það krafta- verki næst ef svo væri.“ undanþegnir þessari gagnrýni og hafa óhræddir boðað framhald lif- andi lífs, í stað þeirrar hrollvekju sem áður er lýst og er óhætt að segja að ekki eru kirkjur ver sótt- ar hjá þeim en hinum. Og hver veit ekki, sem vill vita að aldrei á íslandi hefur verið jafnmikil kirkjusókn og á árum sr. Haraldar Níelssonar prófessors og þá fyrst og fremst hjá honum sjálfum, þar sem kirkjan rúmaði ekki einu sinni alla þá er heyra vildu hinar afburða ræður hans, sem voru um líf og áframhaldandi líf, eftir jarð- lífið, en ekki eins og nú er, ef á annað borð er minnst á framhald- ið eftir dauðann — þá sé aðeins talað um svefn, eða eilífa fordæm- ingu, nema fyrir dýrlinga, sem fá- ir munu slíta skónum á jörðinni um þessar mundir. En eru orð Bibiíunnar „hrein og ómenguð" eftir að hafa farið í gegnum hendur svo margra þýð- enda, sem efalaust hafa „lagfært" hana eftir sínum skoðunum? Eða getur það ekki skeð að þeir sem aðhyllast eilífa útskúfun fyrir all- flesta eða „svefninn langa" að þeir hafi í ógáti sleppt úr þýðingum sínum megninu af sönnunum fyrir áframhaldandi lífi, eðlilegu og sjálfsögðu. Getur ekki líka skeð að þeir hafi hnikað til orðum svo að meiningin félli að þeirra skoðun- um? Ég er viss um að Biblían er ekki „hreint og ómengað guðs orð“ þegar fjöldi manns er búinn að þýða hana upp úr öðrum þýðing- um, enda gengi það kraftaverki næst ef svo væri. Ég hygg að inni- hald hennar yrði stórum skiljan- legra og skýrara hvað varðar framhald lífs eftir dauðann, ef að Drottinn hefði sjálfur skrifað hana og hún látin óbreytt. Drott- inn er miskunnsamari og kær- leiksríkari en svo að hann sé að hræða líftóruna úr fólki með hót- unum um eilífa útskúfun, hvað lít- ið sem út af ber, eins og margur presturinn gerir með því að prédika jafnvel það að ósklrð börn hljóti ekki himnavist, og ég tala nú ekki um þá sem eitthvað brjóta af sér. Það er kvartað um litla kirkju- sókn, er það furða þegar sumir prestar bjóða kirkjugestum upp á steina í staðinn fyrir brauð. Kirkjusókn vex ekki með breyttu messuformi og allskonar hjákát- leika, heldur með breyttum og betri ræðum, þær eiga að víkka sjóndeildarhringinn, en ekki þrengja, þær eiga að gefa mönn- unum von og vissu, en ekki vax- andi ótta við dauðann, þær eiga að boða að líf í kærleika, boðar betra líf að þessu loknu. Það er lítil huggun fyrir þá sem syrgja, ef boðaður er svefn til dómsdags og enn minni huggun er það, ef vafi getur leikið á um fullkomleik þess sem farinn er og þar með getur vaknað hræðsla um afdrif hans, ef trúað er á annaðhvort alsælu eða Vítiskvalir. Aftur á móti er það flestum mikil huggun og oft næg huggun, að vita að dauðinn hefur aðeins stundar aðskilnað í för með sér og að vissa sé fyrir um endur- fundi innan skamms. Ékki neita ég því að fróðlegt væri að vera viðstaddur þegar þessir virðulegu prestar flytja búferlum yfir á ann- að tilverusvið og sjá upplit þeirra og líklega vonbrigði þegar þeir sjá að þeir hvorki sofa eða hafa lent í örmum Guðs, og ekki einu sinni hafnað á verri staðnum heldur. Það hljóta að verða meiri von- brigðin að verða að viðurkenna að þeir hafi boðað villutrú allt sitt líf og innrætt fólki ástæðulausan ótta við dauð- ann. Já, það er hræðileg uppgötv- un, því að hvað er verra en það að hafa skelft sóknarbörn sín, í stað þess að gefa þeim trú, vissu og frið. En: Eins og þér sáið, svo munuð þér og uppskera. til að gleymast Want to Have Fun“. Stóra platan sem fylgdi í kjöl- farið heitir „She’s so Unusual" og á henni eru tíu lög. Fyrir mína parta gerði ég ráð fyrir að Cyndi Lauper væri ein af þessum bólum sem rjúka upp vinsælda- listann, stoppa þar mislengi, fara hratt niður og gleymast. En eftir að hafa hlustað á breiðskífu stúlkunnar er ég viss um að Cyndi fer ekki þann veg. Tónlist- in er kraftmikil og Cyndi þræl- góð söngkona. Ekki spillir fyrir að útsetningarnar eru góðar og hugmyndaríkar. „Girls Just Want to Have Fun" er gott lag en „Money Changes Everyth- ing“. „Time After Time“. „She Bob“ og fleiri lög gefa því ekkert eftir. Annars minnir Cyndi Lauper mig nokkuð á Pat Benat- ar. Fyrsta plata Benatar og þessi eiga margt sameiginlegt en við skulum vona að ekki fari eins fyrir Cyndi og Pat. Til þess er Cyndi of góð og skemmtileg söngkona. Y firlýsing frá Þorgeiri Þorgeirssyni MÉK BERAST nú til eyrna þrálátar og rangar sögusagnir um afskipti Kannsóknarlögreglu ríkisins af starfí mínu. Fullyrt er í þessum sög- um að ég muni hafa sætt harðræði við yfirheyrslur hjá RLR og krafist sé margra ára fangelsisdóma yfir mér vegna ritstarfa minna. Sumir virðast jafnvel halda að ég sitji þeg- ar bakvið lás og slá. Leitt er að vita til þessara misvís- andi frásagna. Mér bæði ljúft og skylt að votta það hérmeð að strákarnir í Kópa- voginum (RLR) sem yfirheyrðu mig þann 18. júní frá klukkan 13.30 til 15.30 vegna ritstarfa minna komu í alla staði fram sem hinir mestu heiðursmenn og sýndu í hvívetna tillitssemi við mig. Satt er það að vísu að ég var þarna kvaddur sem sakborningur að kröfu frú Thorlasíus sem virð- ist hafa beðið um það að mér yrði lúskrað í samræmi við 108. grein hegningarlaga sem vissulega leyf- ir refsingu uppá 3ja ára fangavist. Frú Thorlasíus mun vera forn í lund þó hún sé borin og barnfædd á vorum dögum og skildist mér á strákunum að þessi krafa mundi jafnvel þykja öfgasinnuð. Enda hefur RLR haldið þessu leyndu þegar hringt er í blöðin til að veita upplýsingar um fund okkar þarna í Kópavoginum. Ég vil ítreka það að strákarnir komu í alla staði mjög vel fram, lásu fyrir mig alveg hreint bráð- skondin skrif frú Thorlasíusar til Þórðar frænda míns Björnssonar (við erum báðir komnir útaf Jóni biskupi Arasyni sem varð á sínum tíma höfðinu styttri uppi Skál- holti fyrir að rífa kjaft við kóngs- ins menn) sem nú er saksóknari ríkisins eins og kunngt er. Þetta var hin besta skemmtun og léttur andi sveif yfir vötnunum. Síðan spurðu strákarnir mig hvort Mogginn segði ekki rétt frá þegar nafnið mitt stæði undir greinum í því blaði og kvað ég það beinlínis óyggjandi. Þá spurðu þeir um heilsufar mitt og spítalavist á undanförnum árum. Því svaraði ég skriflega daginn eftir, uppúr dagbókum minum, því ég vildi ekki skemma þessa góðu stemmn- ingu með veikindatali. Það kom líka skýrt fram að Þórður frændi hefur enn ekki gert neinar dómskröfur vegna starfa minna. Með þessum orðum vil ég fast- lega mótmæla öllum sögusögnum um það að ég hafi sætt hinu minnsta harðræði af hendi RLR né fangelsisvist enn sem komið er. Hinu er ekki að leyna að fram komu á þessum fundi eindregin mótmæli mín við því að viðfangs- efni höfundar (í þessu tilviki lög- reglulið Reykjavíkur, Þórður frændi og RLR) hefðu nokkurn rétt til að setjast í dómarasætið andspænis höfundi sínum. Það væri beinlínis drottinssvik og brot á mörg þúsund ára gamalli hefð um undirgefni viðfangsefnisins við höfund sinn. Þessu tóku strákarnir af sömu kurteisinni og öllu hinu. Þá bar lögmaður minn einnig fram athugasemdir við framgang málsins allan. Þær athugasemdir skildi ég minna, enda langt síðan ég hætti allri leikhúsgagnrýni. Svo Ijóst sem það má vera af þessum línum að bæði RLR og Þórður eru saklaus af nokkrum ruddaskap við mig líkamlega séð þá er hinu ekki að leyna að ég ber nokkrar áhyggjur af þessu lög- lausa frumhlaupi þeirra, ef þetta yrði nú fordæmi gagnvart öðrum höfundum sem tækju uppá því að segja meiningu sína opinberlega. Hitt verð ég líka að segja hér í lokin að söguburður af því tagi sem hér er nú verið að kveða niður á sér nokkra afsökun í allri þeirri leynd sem hvílir yfir svona bak- tjaldaföndri með réttvísina. Það er t.d. sannfæring mín að þessar sögur hefðu aldrei hleypt heim- draganum ef Þórir Oddsson hefði sagt rétt frá öllu því sem fram fór okkar á milli og ekkert dregið undan þegar hann símaði í DV til að greina frá tíðindum. Þetta mættu strákarnir athuga betur. Þorgeir Þorgeirsson er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.