Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNt 1984 Breytum skipu- lagi Listahátíðar Leið út úr blindgötu? Leíklist Ólafur M. Jóhannesson Sá er þetta ritar hefir í og með af því starfa að rita um fáein atriði á Listahátíð þeirri er hér er haldin með pomp og prakt annað hvert ár. Þar með er ekki sagt að undirritaður geti sest á dómarastól yfir hátíðinni sem slíkri, enda lærir sá er fæst við listrýni fljótt þá lexíu, að meta ekki verk er sloppið hafa fram- hjá skilningarvitunum, jafnvel að treysta ekki ætíð því sem rit- að er um list — en það er nú önnur saga. En Listahátíð er ekki bara haldin hér í Reykjavík bara annað hvert ár, heldur er kvikmyndalistin sett í heiðurs- sæti af Listahátíðarnefnd — ár hvert. Ég tel mig hafa nokkuð góða yfirsýn yfir þá listahátíð og verð að segja eins og er að einhver kvika er gjarnan í lofti í sölum Regnbogans á kvikmyndahátíð, nánast tilhlökkun er ekki gætir þá leikhús er flutt á Listahátíð hinni meiri. Ég held að þetta stafi máski af því að þegar kvikmyndahátíð ríður yfir, mett- ast borgarlífið um stund af kvikmyndalist. f blöðum birtast myndir af frægum mönnum úr þessum geira listarinnar og gjarnan viðtöl líka við sömu menn. Slík er ánægjan með þessa hátíð að hún er haldin ár hvert og laðar ætíð til sín fjölda áhorfenda, þannig að manni finnst oft nóg um þrengslin í miðasölunni. Því spyr ég Hví í ósköpunum förum við ekki sömu leið á braut Listahátíðar hinnar meiri og við höfum farið í Regnboganum undanfarin ár með kvikmynda- listina? Af hverju ekki að sund- urlima Listahátíð hina meiri og bjóða eitt árið músíkáhugafólki til veislu, næsta ár þeim er bergja af gnægtabrunni mynd- listar og hið þriðja ár lokar leik- listin hringnum. Með þessu fyrirkomulagi má kveðja sér- hæft starfsfólk til starfa, menn er kunna full skil á sínu sérsviði. Það er ekki allra að hnýta saman hin ólíku svið listarinnar svo vel fari. Eða eins og Bjarni Ólafsson framkvæmdastjóri Listahátíðar ’84 orðaði það hér í blaðinu (20. júní): „Flestir eru þó sammála um að hátíðin hafi verið of um- fangsmikil, þ.e. hafi staðið of lengi yfir og atriðin, sem boðið var upp á, hafi verið allt of mörg. ógerningur hafi verið að ætlast til þess að allir atburðirn- ir yrðu fjölsóttir." Er þetta ekki kjarni máls: Listahátíðin okkar er orðin of umfangsmikil — eða eins og Bjarni sagði síðar í viðtalinu: „Við getum ekki dengt list yfir þjóðina endalaust. Þetta hefði eflaust mátt vera minna í snið- um.“ Og svo veltir listahátíðar- forstjórinn fyrir sér valkostun- um: „Jú, það er spurning um hvort ekki ætti að hafa þessa há- tíð á þriggja eða fjögurra ára fresti eða þá að hafa hana oftar en þá minni í sniðum. Það eru þessir tveir valkostir. „Eins og menn sjá er hvorugur kosturinn góður. Það er engin trygging fyrir því, að þótt líði lengra á milli hátíða örvist áhugi manna eða framkvæmd verði markviss- ari en nú er. Né er fýsilegt að halda hátíðina oftar og minnka umfang hennar, ég tel að slíkt rnyndi ljá henni hversdagslegan blæ og jafnvel stinga listahátíð- arforkólfa svefnþorni. Ef Listahátíð yrði hins vegar færð í það form er ég legg hér til fyrr í texta, mætti lífga hana við í tvennum skilningi. Þeir sem hefðu sérstakan áhuga á tónlist — svo dæmi sé tekið — myndu „örvast" af biðinni eftir „sinni listahátíð", og það sem meira er, að meðan þeir biðu spenntir eftir hljómi heimslistarinnar, væru „þeirra menn“ að semja við tónsnillinga. Nú, og fyrir hina sem eru alætur á list væri stöðug veisla — eitt árið myndlist, hið næsta tónmennt, hið þriðja leiklist. Slíkt getur eigi orðið hversdagslegt því hungur alæt- unnar yrði aldrei að fullu satt. Hugsið ykkur ef eitt árið yrði tónlistarhátíð undir forystu tónlistarfrömuðar á borð við Ingólf Guðbrandsson, annað árið leiklistarhátíð undir forystu Sveins Einarssonar fyrrum Þjóðleikhússtjóra og hið þriðja ár myndlistarhátíð undir forystu Errós. Hér eru bara nefnd nöfn er detta í hugann um leið og lamið er á ritvélina. Þeir sem mest og best hafa stutt þessa há- tíð á síðustu árum verða að sjálfsögðu áfram með í ráðum. Eg hef svo ekki fleiri orð um þetta mál, en vil bara minna á að við íslendingar fyllum vart út- hverfi í stórborg hvað þá meir, og því ber okkur að sníða stakk eftir vexti, hér sem annars stað- ar. 21 kr. fyrir grálúðu- kílóið í Englandi LÍTIÐ er nú um þessar mundir af siglingum íslenzkra fiski- skipa. Einhver fiskiskip hafa landað afla sínum í Færeyjum, en til þess þarf ekki sérstakt leyfi. I»á seldi einn bátur grá- lúðu í Englandi í vikunni og fékk 21.00 krónu fyrir kílóið. Árni Geir KE seidi 48 lestir af grálúðu í Hull á fimmtudag. Heildarverð var 988.000.00 krónur og meðalverð 21.00 króna. Fyrirhugað er að annað skip selji erlendis í næstu viku og skráð er söluferð hins þriðja 5. júlí næstkomandi. AF ERLENDUM VETTVANGI komst til valda í kosningum 1980 er flokkurinn bar sigurorð af Þjóðarflokki (PNP) Michael Manl- ey. Tveggja flokka þingræði hefur verið í landinu, en í kosningum i desember sl. hlaut JLP öll þing- sætin, 60 að tölu, þar sem PNP tók ekki þátt í kosningunum til að mótmæla því að Seaga stóð ekki við fyrirheit frá 1980 um breyt- ingar á kosningalöggjöfinni. Seaga efndi til kosninga í fyrra, tveimur árum fyrr en til stóð, til að láta þjóðina skera úr um hvort hann s kyldi segja af sér starfi fjármálaráðherra, eins og PNP hafði krafizt. Vinsældir hans með- al landsmanna höfðu aukist stór- um eftir innrásina á Grenada og í bili gleymdist mönnum að stjórn Seaga leitar til út- lendinga til að glæða atvinnulíf á Jamaica eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Dráttaruxar draga kerrufylli af sykurreyr til sykurverksmiðju, en um tíma var þetta algeng sjón á Jamaica. Edward Seaga forsætis- og fjármálaráðherra Jamaica reynir nu akaft að styrkja efnahagslíf lands síns, sem hefur átt við mikla örðugleika að glíma. í þessu skyni heimsótti hann London í síðustu viku þar sem hann bar í víurnar við brezk fyrirtæki í þeirri von að fá þau til að fjárfesta á Jamaica, en við það fengju þau tollfrjálsan aðgang að bandarískum markaði. í Lundúnaferðinni hittu Seaga og aðrir ráðherrar landsins íslenzku stóriðjunefndina og föluðust eftir samstarfi f áliðnaði við fslend- inga, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu á fimmtudag. Iþessu skyni átti Seaga viðræð- ur bæði við Margaret Thatcher forsætisráðherra, sem metur hann mikils þrátt fyrir ágreining þeirra varðandi innrásina á Grenada, sem Seaga studdi, og Norman Tebbit viðskiptaráðherra. Að frumkvæði Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta var liðkað fyrir aðgangi ríkja í Karíbahafi að bandartskum markaði 1982 í því skyni að örva efnahagslíf þeirra. Áætlunin gildir til 1995 og er talin verða framlengd. Þessu hefur Seaga veifað framan í brezk stór- fyrirtæki, en tilraunir til að laða bandarisk fyrirtæki til fjárfest- inga á Jamaica hafa borið lítinn árangur. Seaga er það mikið kappsmál að efla atvinnulíf heima fyrir eftir verulegt hrun í boxítsölu, en út- flutningur á boxít hefur verið helzta tekjulind Jamaica. Hefur útflutningur minnkað úr 12 millj- ónum smálesta í 7,7 milljónir lesta, sem þýtt hefur 324 milljóna dollara tekjutap á þremur árum. Eigi er búist við aukningu á box- ítsölu á næstu árum. Einnig reynir Seaga að efla ferðamannaiðnaðinn til þess að brúa bilið, sem myndast hefur við hrun boxítsölunnar, svo og land- búnað. Frá því 1980 hefur fjölgað um 44% ferðamönnum, sem lagt hafa leið sína til Jamaica. Og í þeirri von að það laði stóru hótel- samsteypurnar til að reisa hótel á eynni hyggst hann gera spilavíti lögleg. A brattann að sækja I Lundúnaferðinni hvatti Seaga m.a. við fyrirtæki á borð við Hawker-Siddeley, Fisons, GKN, Rowntree Mackintsoh og Rank- samsteypuna til að fjárfesta á Jamaica. En þótt hann kunni að reynast sannfærandi, þá mun hann eiga á brattann að sækja, því öllum er kunnugt um sögu verka- lýðsbaráttu eyjaskeggja, sem ver- ið hafa afar herskáir í þeim efn- um, og lengi hefur verið grunnt á pólitísku ofbeldi. Seaga hefur þó kosið að taka þá áhættu að reyna að blása lífi í at- vinnulífið af krafti, í þeirri von að tilraunin mælist vel heima fyrir Erna, móðir Edwards Seaga, óskar syni sínum innilega til hamingju með kosningasigurinn 1980 er flokkur hans batt enda á stjórnar- feril Mike Manleys. og að pólitískt andóf verði hverf- andi. Leiðtogar annarra ríkja, sem stríða við gífurlega efnahagsörð- ugleika, svo sem Alfonsin Argent- ínuforseti, hafa fallið frá lækn- ingu af þessu tagi af ótta við pólit- ískar afleiðingar. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir tveimur vikum kynnti Seaga nýjar skattahækkanir er eiga að minnka fjárlagahallan um helming. Jafn- framt hefur verið dregið úr niður- greiðslum á matvælum, sem leitt hefur til verðhækkunar undir- stöðu fæðutegunda. En til að draga úr áhrifum þessa fyrir hina fátækustu, sem eru helmingur þjóðarinnar, eða um ein milljón manna, hafa verið gefnir út sér- stakir matarmiðar þeim til handa. Með þessu móti losnar ríkissjóður við erfiðar niðurgreiðslur, en hinir takmörkuðu sjóðir hins vegar not- aðir til aðstoðar þeim sem virki- lega eru hjálparþurfi. Fullt hús þingmanna Flokkur Edward Seaga, Verka- mannaflokkur Jamaica (JLP), hans hafði mistekist að reisa efna- hag landsins við, sem lofað hafði verið 1980. Áhættan tókst og Se- aga tryggði sér stjórnarsetu til 1988. Seaga tókst að ná samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), sem lánaði Jamaica millj- arð dollara til að reisa efnahag landsins við. En þótt tækist að sýna hagvöxt í fyrsta sinn í áratug og þótt fjör færðist í ferðamanna- iðnaðinn hefur gjaldeyrisöflunin hvergi dugað til, enda markaður fyrir boxít í lægð, eins og áður er vikið að, ásamt því sem sykurverð er í algjöru lágmarki. Við það bæt- ist að Jamaica þurfti að greiða 530 milljónir dollara í afborganir af erlendum lánum í fyrra, en í árs- lok skulduðu landsmenn 2,5 millj- arða dollara. Þá er atvinnuleysi mikið á Jamaica, en það hefur lengi verið 26%. Verðbólga eykst hröðum, en Seaga hafði tekist að koma henni úr 30—40% niður fyrir 5%. í fyrra störfuð verksmiðjur að meðaltali á aðeins 49% afkastagetu. Ýmsar tilraunir við gengisskráningu tryggðu ekki erlendan gjaldeyri og tvisvar í fyrra tókst Jamaica ekki að standast kröfur IMF um efna- hagslegar framfarir, Seaga til mikilla vandræða. Brást hann við því með 43% gengisfellingu og skömmu síðar var boðað til kosn- inganna í desember. Nýjar kosningar? Flokkur Manleys hefur krafist nýrra kosninga strax og nýjar kjörskrár liggja fyrir, en það verð- ur nú í sumar. Sérfræðingar segja að Seaga hefði unnið mjög naum- an sigur á PNP í fyrra, en ef kosið hefði verið samkvæmt nýrri kjör- skrá, hefði PNP unnið öruggan sigur, þar sem nýir kjósendur hefðu veitt PNP atkvæði sitt. I ljósi þessa halda forvígismenn PNP því fram að neiti Seaga að efna brátt til kosninga muni gremja grípa um sig meðal kjós- enda og kynni það að leiða til póli- tískrar spennu og jafnvel uppþota og ofbeldis. Seaga kveðst ekki ætla láta PNP ákveða hvenær kosið er og segist ætla að nýta kjörtímabilið til að styrkja efnahag landsins, en kunnugir telja að ef efnahagsbati verði áður kunni hann að grípa tækifærið og efna til nýrra kosn- inga. Byggt * Observer, Ouardian og AP. Agúst Asgeirsson er blaðamaður í erlendri fréttadeild Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.