Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984 17 Og einnig mætti spyrja: Er þeirra hlutverk einungis að stunda vísindalega naflaskoðun i fílabeinsturni uppi í Háskóla ís- lands? Ber þeim ekki að vera framverðir tungunnar? Það voru háskólakennararnir, forverar þeirra, Björn Guðfinnsson og Halldór Halldórsson svo ekki sé minnst á Sigurð Nordal og Einar Ólaf Sveinsson. 4 Það er skylda allra Islendinga að vanda málfar sitt, einkum er ábyrgð foreldra og kennara mikil í þessu efni. Það er hirðuleysi og skortur á sjálfsvirðingu að fara illa með tunguna, sbr. orð meist- arans frá Nasaret (í 7. kafla Mark- úsarguðspjalls) að menn saurguð- ust meir af því sem út af munnin- um gengi en hinu sem inn um hann færi. Okkur íslendingum hefur tekist í aldanna rás á erfiðustu tímum að varðveita órofa samhengi tungu og bókmennta — það er mest af- rek þjóðarinnar. Það er því skylda okkar við alda og óborna að geyma þessa samhengis, að gæta menn- ingararfsins. Og það verður ekki gert nema með því að halda mál- inu ómenguðu. 5 Góðir tilheyrendur. Fjögur hundruð ár eru nú liðin frá útkomu Guðbrandsbiblíu og annarra guðsorðabóka sem björg- uðu, að því er talið er, íslenskri tungu frá glötun, því þær voru ekki prentaðar á dönsku, eins og guðsorðabækur í Noregi, heldur íslensku. Þess vegna stöndum við í ævarandi þakkarskuld við Guð- brand Þorláksson, þennan fram- sýna og afkastamikla mót- mælendabiskup, sem kepptist við að þýða guðs heilaga orð á ís- lenska tungu, ásamt öðrum mál- snillingum þeirra tíma — þegar honum gafst til þess tóm frá um- fangsmiklum embættisstörfum. Við getum ekki minnst útkomu áð- urnefndra guðsorðabóka á verð- ugri hátt á 400 ára afmæli Guð- brandsbiblíu og 40 ára afmæli ís- lenska lýðveldisins en herða bar- áttuna fyrir vernd og varðveislu íslenskrar tungu, sem er dýrmæt- asta hnoss íslensku þjóðarinnar. X) Eftir að þetta var skrifað var umrædd tillaga samþykkt samhljóða á Aiþingi sl. þriðjudag, daginn fyrir þinglausnir með 50 samhljóöa atkvæðum, að fela ríkisstjórn- inni að hlutast til um „að i rikisfjölmiðlum og í grunnskólanámi verði aukin rækt lögð við málvöndun og kennslu í framburði is- lenskrar tungu”. * * * í ávarpi sínu til stúdenta undir- strikaði skólameistari meginmál ræðu sinnar með þessum lokaorð- um: „Og samkvæmt meginmáli ræðu minnar: Vandið málfar ykk- ar, varðveitið tunguna, hafið mál- ið hreint og skýrt fyrir börnum ykkar og standið þannig vörð um menningararfinn." Menntaskólinn í Kópavogi. Konur eru iönar við tölvunámskeiðin, en sækja önnur nómskeið en karlar. Konur f jölmenna á tölvunámskeið Stjórnunarfélag íslands gerði ný- lega könnun á því, hverjir sæki tölvunámskeið félagsins og hvaða námskeið eru sótt. Kom í Ijós, að konur eru hlutfallslega mun dug- legri að sækja sér menntun á sviði tölvufræðslu en karlar. Þær eru tæp- ur helmingur þátttakenda á nám- skeiðum, eða 48%, en hins ber að gæta að aðeins 60% vinnufærra kvenna taka þátt í atvinnulífinu, en 90% vinnufærra karla. Þátttaka kvenna í ritvinnslu- námskeiðum, þar sem kennd er al- menn meðferð texta á tölvu, er áberandi, eða yfir 90% þátttak- enda, en hins vegar eru karlar í miklum meirihluta á námskeiðum er fjalla um stjórnun og undirbún- ing tölvuvæðingar, eða 90%. Konur virðast heldur forðast námskeið um áætlanagerð og gagnagrunnsforrit (til að með- höndla lista og skrár), því aðeins 16% þeirra sóttu slík námskeið á móti 43% karla. Úr fréltatilkynningu. Áfengi stolið úr sænska sendiráðinu BROTIST var inn í bústað sænska sendiráðsins við Fjólugötu í Reykjavík í fyrrinótt og stolið þaðan áfengi úr víngeymslu sendiráðsins. Talsvert var og rótað til í húsinu og farið víða um það. Síðdegis í gær var ekki sjáanlegt að öðru hefði verið stolið. Innbrotsþjófarnir eru taidir hafa farið inn um glugga. Þeir eru ófundnir. ISUZU Trooper ÞEGAR ÞÚ LEGGUR LAND UNDIR HJÓL ER ISUZU TROOPER HÖRKUTÓL, SEM EKK- ERT FÆR AFTRAÐ. HANN SKILAR ÞÉR ALLA LEIÐ. í BÆJARAKSTRI ER HANN LIPUR OG LJÚFUR. ISUZU TROOPER ER RÚMGÓÐUR, SPARNEYTINN OG ÞÆGILEGUR. HANN SAMEINAR ALLA BESTU KOSTI FÓLKSBÍLS OG JEPPA. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR: LENGD: 4,38m, BREIDD: 1,65m HÆÐ: 1,8m, LENGD MILLI HJÓLA: HÆÐ UNDIR LÆGSTA PUNKT: 22,5sm, LÆST MISMUNADRIF, HITUÐAFTURRÚÐA, ÞURRKAÁ AFTURRÚÐU. SJÁLFSTÆÐ FJÖÐRUN AÐ FRAMAN, SNÚNINGSHRAÐAMÆLIR, AFLSTÝRi. KLÆDDUR AÐ INNAN í HÓLF OG GÓLF AFLSTÝRIÐ GERIR AKSTURINN ÁREYNSLULAUSANN KLIFURHALLI OG HLIÐARHALLI ER45 GRÁÐUR VARADEKK A AÐGENGILEGUM STAÐ MEÐ HLlF ÞÚ GETUR VALIÐ UM BENSÍN OG DÍSELVÉL. VERÐ Á TROOPER MEÐ BENSÍNVÉL ER 635.000,-, EN 721.000,- MEÐ DÍSELVÉL, OG AUÐVITAÐ ERUM VIÐ LIPRIR í SAMN- INGUM UM ÚTBORGUN OG GREIÐSLUTÍMA OG KJÖR VERO ER MIOAÐ VIO GENGI 20 6 1984 AN RYDVARNAR OG SKRANINGAR BILVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.