Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984
MMMtt
c 1983 UnlvtfMl Pm, Swndluto
^ Fyr51 hanr\ átti 5cx ácjinkonur, hwernig
ítendur þá á- þvi c& oor enýnn Hinrik niundi ?"
641 nftwwfc,
Vera má aó fjárhagsáhyggjur mín-
ar snerti þig ekki, fyrr en að því
kemur aó ég þurfi aó borga hér.
HÖGNI HREKKVÍSI
Sverð lærisveinanna
Benjamín H. Eiríksson skrifar:
Annað veifið sjást í blöðum og
bókum skrif um sverðin tvö, sem
guðspjöllin greina frá. Er þá
gjarnan lagt út af byltingarhugs-
un og hernaðarhyggju. Eftir því
sem rosalegri skriður falla úr hug-
sjónaiegum grundvelli kommún-
ismans, eftir því sem hrunið hefir
orðið víðara, eftir því hefir verið
leitað víðar' eftir festingum fyrir
hinn pólitíska boðskap, einhverju
sem gæti endurvakið traustið, nú
orðið í guðspjöllunum.
Hér eins og oftar þarf að athuga
aðstæður. í Gyðingalandi var ým-
islegt sem þurfti að varast, og sú
varúð, þáttur daglegs lífs. Þessar
hættur voru ræningjar og villidýr.
Smalinn Davíð sagðist hafa þurft
að berjast við birni, úlfa og ljón. í
Gamla testamentinu er hvað eftir
annað sagt frá því, að ljón ráðist á
menn. Til er fræg mynd eftir
Rousseau af ljóni, sem stendur yf-
ir líki spámanns, sem það hafði
rifið á hol. Á öðrum stað segir frá
því að maður fór ofan í brunn og
drap þar ljón „einn dag er snjó-
aði“. Og Jesús talaði um leigulið-
ann, sem ver ekki hjörðina fyrir
úlfinum.
Tvö sverð fyrir 13 manna hóp
hefir ekki verið mikið, ekki neinn
vígbúnaður, heldur lágmarks var-
úðarráðstöfun manna sem ferðuð-
ust um. Vopnabúnaður af þessu
tagi hefir verið hversdagslegt
fyrirbrigði á dögum Jesú. Það hef-
ir þótt sjálfsagt að menn bæru
einhver vopn. Þetta hefir á sinn
hátt verið eins og með sjálfskeið-
ungana, sem allir menn urðu að
hafa í vasa þegar ég var að alast
upp, auk snærisspotta. Alþýða
manna mataðist með sjálfskeið-
ung, nema hvað notkun hnífs og
gaffals var farin að breiðast út í
Reykjavík og kauptúnum. Ljósa-
maturinn var borðaður úr spil-
Sjöfn og Dagbjört skrifa:
Kæri Velvakandi.
Við viljum þakka sjónvarpinu
fyrir að sýna hinn frábæra þátt
með Duran Duran laugardaginn
16. júní og við vonum að sjónvarp-
ið sýni fleiri tónleika af þessu tagi
t.d. með Wham, Howard Jones,
komum. Hver borðaði á sínu rúmi.
En spænir voru svo til alveg
horfnir.
Kommúnisminn þarf eitthvað
meira en tvö sverð, eigi hann að
vinna sitt dauðastríð myndi steinn
hafa sagt, jafnvel þótt þau væru
fengin ránshendi úr Biblíunni.
Thompson Twins og fleiri vinsæl-
um hljómsveitum. Svo finnst
okkur alveg frábært hjá sjónvarp-
inu að byrja að sýna Skonrokk á
sumrin og við vonum að lagið
Reflex með Duran Duran komi í
fyrrnefndum þætti.
Takk fyrir Duran Duran
Þessir ungu sveinar taka lífinu meó ró enda skín sólin.
Björt framtíð þrátt fyrir allt
Siguróur skrifar:
Hver er mestur auður einnar
þjóðar? Eru það auðlindir jarðar,
svo sem fallvötn, námur eða fiski-
miðin? Allt þetta er mikilvægt og
nauðsynlegt til að viðhalda lífinu
en er ekki nóg eitt sér.
Mesti auður þjóðarinnar er heil-
brigt, frjálst og kraftmikið æsku-
fólk með jákvætt hugarfar. Æsk-
an sem erfir landið frá forfeðrun-
um og heldur áfram þróun og upp-
byggingu til réttlátara og ham-
ingjusamara lífs. í dag er þetta
unga fólk meðvitað um þá ógn sem
vofir yfir mannkyninu, vegna hins
geigvænlega vígbúnaðarkapp-
hlaups og einnig um gereyðingar-
bomburnar sem hrannast upp í
heiminum. Það sér að það þarf að
breyta, ef ekki á illa að fara. Mjög
margt ungt fólk kærir sig ekki
lengur um þá þróun sem fylgir
neyslustefnunni og ekki heldur um
ýmsar kenningar nútímaþjóðfé-
laga t.d. um að hæfilegt atvinnu-
leysi sé æskilegt sem stjórntæki
til að auka hagvöxt. Því að enginn
vill vera atvinnulaus sjálfur.
Oft er sagt að æskufólk heimti
allt af öðrum, en geri litlar kröfur
til sjálfs síns. Því miður er svo um
marga. Þeim mun frekar á að
styðja við þann hluta þess, sem
vill sjálft leggja sitt af mörkum til
fegurra mannlífs.
Það er erfitt fyrir ungt fólk sem
elskar lífið og vill láta sér líða vel
og láta gott af sér leiða að vera
dæmt inn í kerfi sem býður upp á
streitu, klíkuskap, laun sem ekki
er hægt að framfleyta sér af eða
lífsgæðakapphlaup, sem orsakar
vinnuþrælkun. Einnig virðist það
nauðsynlegt sé að kunna á kerfið
og plata sem mest út úr því og
jafnvel náunganum í skjóli laga,
sem eru siðlaus og standast ekki
samkvæmt stjórnarskránni. Það
sem þarf í dag er hugarfarsbreyt-
ing meðal fólks, sem síðan mundi
leiða til uppskurðar á hinu sjúka
kerfi.
Þessar hugleiðingar vöknuðu í
framhaldi af því, þegar ég ásamt
félögum mínum í félagsmáladeild
Samhygðar, söfnuðum undir-
skriftum með því að hafa persónu-
legt samband við fólk í herferð
með atvinnu — gegn atvinnuleysi.
Undirtektir ungs fólks í þessari
undirskriftasöfnun voru stórkost-
legar. Móttökurnar sem við feng-
um hjá því gerðu okkur bjartsýn
og gáfu okkur von um bjartari
.. allXoí ríkjandi Jmgaunarhát.t.nr flA framtíft — hrátt. fvrir allt r