Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984 33 „Stefna framtíð námsmanna erlendis í mikla hættu“ Opið bréf til menntamálaráðherra frá fundi íslenskra námsmanna í Norður-Kaliforníu Fyrir nokkrum dögum barst okkur frétt um að samþykkt hefði verið á Alþingi frumvarp sem felur í sér mikinn niðurskurð á lánveiting- um til námsmanna. Vegna þess að Ijóst er að þessi ákvörðun setur námsferil fjölda námsmanna í veru- lega hættu, óskum við eftir að gera grein fyrir skoðunum okkar á náms- lánastefnu og jafnframt greina frá hvernig mál horfa við fólki sem er við nám í Bandaríkjunum. Um námslána- stefnuna almennt 1) Um alllangt skeið hefur það verið ríkjandi skilningur í íslensk- um menntamálum að menntun fólks sé nauðsynleg fyrir fram- þróun í nútíma þjóðfélagi. Mennt- un er orðin nauðsynlegur og óaðskiljanlegur hluti af vexti og viðgangi alls þjóðfélagsins. Þess vegna hefur sú stefna smám sam- an mótast að ríkið hvetji ungt fólk til náms. Sú aðstoð hefur verið í formi lána til að mæta þeim beina fjárhagslega kostnaði sem ung- mennin leggja í til að byggja upp þann menntunarforða sem land- inu er nauðsynlegur á komandi ár- um og áratugum. Okkur er fullvel ljóst að efna- hagsástand á íslandi er mjög slæmt nú og einnig að horfurnar, litið til næstu framtíðar, eru dökkar. Við drögum það hinsvegar í efa að það sé rétt stjórnarstefna að draga verulega úr fjárfestingu í menntun, því að mjög miklar líkur eru á að lífsafkoma þjóða verði í auknum mæli í beinum tengslum við menntunarstig þeirra. Því er það, að þjóð sem vanræk- 'ir að styðja uppvaxandi kynslóð til að afla sér góðrar menntunar er að dæma hana til samkeppni við ódýrt lágmenntunarvinnuafl þróunarlandanna. 2) Annar meginþáttur i þróun íslenskrar menntastefnu siðustu áratugi er að stefnt hefur verið að þvi að gera ungmennum kleift að afla sér menntunar burtséð frá þvi hver fjárhagur foreldranna sé. Þessi stefna hefur byggst á tvennu: I fyrsta lagi þeirri mann- úð sem íslendingar eru kunnir að og i öðru lagi þeim skilningi að andlegir og verklegir hæfileikar æskufólks séu svo mikilvæg og dýrmæt auðlind að tryggja verði að hún nýtist, óháð því hvort for- eldrar hafi þau peningaráð sem þarf til að láta það verða að veru- leika. Sú staða sem upp er komin Hverjar afleiðingar af niður- skurði fjárveitingar til Lánasjóðs- ins eru nákæmlega kemur vænt- anlega ekki fram fyrr en í ágúst eða september. Helstu málsatvik eru eftirfarandi samkvæmt upp- lýsingum fulltrúa okkar á íslandi. 1) Nú er þegar búið að úthluta lánum fyrir meirihluta ársins 1984 út frá þeim lögum sem í gildi hafa verið um lánaaðstoð við námsmenn (þ.e. lán fyrir u.þ.b. 95% námskostnaðar). 2) 15 til 20% skerðing á fjárveit- ingunni á árinu kemur því nær öll fram á haustmánuðunum þremur sem leiðir til mjög hárrar skerð- ingar f prósentum talið, nema mikill fjöldi námsmanna hverfi frá námi. 3) Fulltrúi SÍNE i stjórn Lána- sjóðsins segir okkur að væntan- lega setji sjóðurinn fram tækni- lega kosti um það hvernig kjör námsmanna verði skert og kynni menntamálaráðherra. 4) Ljóst er að þeir kostir sem valdir verða geta ráðið því hverjir og hversu margir hrökklast frá námi. Þess vegna fara hér á eftir ábendingar um ýmis atriði sem við teljum að taka þyrfti til greina. Atriði sem hafa þarf í huga við niðurskurð 1) Við teljum að forðast verði að ákveðnar námsgreinar eða náms- lönd verði fórnarlömb niðurskurð- arins. 2) í þessu sambandi má nefna að Bandaríkin eru í hópi dýrari námslanda hvað framfærslu- kostnað varðar. Hér helst það í hendur að ef námsland er fram- arlega í þróun er námskostnaður oftast hár. Við teljum það skammsýni að gera ráðstafanir sem hrekja sérstaklega námsfólk í Norður-Ameríku frá námi. 3) Það er sérkenni á Bandaríkj- unum, Kanada og Bretlandi að skólagjöld eru há, sem oft kemur til vegna þess að skólarnir eru búnir dýrum tækjum. Sú hug- mynd sem heyrst hefur fleygt, að beina niðurskurði sérstaklega að skólagjöldum, mundi því fyrst og fremst koma niður á náms- mönnum í þessum löndum. 4) Þó að við, eins og aðrir ís- lendingar, séum tilbúnir að herða sultarólina, eru ekki nema fá pró- sentustig möguleg til skerðingar því að námslán eru miðuð við nær því lágmarks framfærslukostnað. Reyndar komast margir í veru- legan fjárhagsvanda á hverjum vetri á núverandi lánakjörum. 5) Námsmenn erlendis eiga að jafnaði erfiðara með að mæta tekjuskerðingu en námsmenn á Is- landi vegna eftirtalinna ástæðna: Sumir geta fengið ódýrt hús- næði, fæði o.s.frv. hjá foreldrum eða kunningjum. Auðveldara er að fá ígripavinnu á íslandi. I Bandaríkjunum t.d. hafa námsmenn og makar þeirra ekki atvinnuleyfi, hvorki á skóla- tíma eða í fríum. Undantekning er aðstoðarkennsla við skólana, sem er ekki nærri öllum opin. Svo dýrt er að fara heim til vinnu á sumrin að harla lítil búbót er að, jafnvel þótt ferðastyrkir komi til. Félagsleg aðstoð, sem getur orð- ið fólki til hjálpar á erfiðum tím- um, er tiltæk á íslandi og Norður- löndunum. Á þessu er vöntun í bandarísku þjóðfélagi þannig að námsmenn sem komast í fjár- þröng eiga erfitt með að fleyta sér yfir slík tímabil. 6) Sú leið að afla aukatekna með aðstoðarkennslu og sækja um styrki hefur verið gerð merk- ingarlaus með reglum Lánasjóðs- ins. Hann dregur upphæðir af þessu tagi að fullu frá lánsupp- hæð. Sú leið að mæta tekjuskerð- ingu að einhverju leyti með eigin framtaki er því mönnum útilokuð. Það er tillaga okkar að þessu verði breytt þannig að slíkar tekjur verði ekki dregnar frá láni meðan tekjur og lán til samans eru undir áætluðum framfærslukostnaði. Niðurlag Með bréfi þessu viljum við benda á að þær niðurskurðarað- gerðir sem samþykktar hafa verið á Alþingi stefna framtíð náms- manna erlendis í mikla hættu. Við skorum því á stjórnvöld að taka þessi mál til alvarlegrar endur- skoðunar um leið og gögn Lána- sjóðs liggja fyrir í haust. Efni bréfsins var samþykkt með 22 samhljóða atkvæðum. Pennavinir Frá Ítalíu skrifar 21 árs stúlka sem hefur margvísleg áhugamál og vill endilega eignast pennavini hér á landi: Mariella Jessica Fracasso, Via Dante 130, 37032 Monteforte D’Alpone, Verona, Italy. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist og dýrum,: Hiroko Ohnishi, 32-3 Nishinoguchi-cho, Takehana Yamashina-ku, Kyoto-City, Kyoto, 607 Japan. Átján ára japönsk stúlka með ahuga á tónlist, tízkufatnaði og innanhússarkitektúr: Kimiko Shiozawa, 38-2 Kosai-cho kawakami, Nakakoma-gun, Yamanashi, 4004)4 Japan. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist og bókalestri: Noriko Hiromoto, 29-23 Yakushigaoka Itsukaichi- cho, Saeki-gun, Hiroshima, 731-51 Japan. Pað er með GOLF eins og annað þeir bestu fara lengst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.