Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNl 1984 Samkeppni og samkeppnishömlur — eftir Svein Valfells Á undanförnum mánuðum hef- ur mikil umræða verið í fjölmiðl- um og meðal almennings um sam- keppni og samkeppnishömlur. Aukið frjálsræði í verðlagningu og vöxtum í verslun og hjá viðskipta- bönkum og vaxandi samkeppni þessara aðila, samfara deilna um ágæti einkasölu, einokunar og miðstýrðs verðlags, gefur tilefni til að athuga ýmis hugtök er þessi mál varða. Fyrst skal litið stutt- lega á hið hagfræðilega líkan ein- okur.ar. Gert verður grein fyrir helstu niðurstöðum þeirrar skoð- unar en ekki útlistun þeirra. Tvö skilyrði þurfa að vera svo markað- ur teljist einokun. í fyrsta lagi þarf seljandi að vera einn og í öðru lagi þarf eðli vörunnar að vera slíkt að aðrar vörutegundir geti ekki auðveld- lega komið í stað hinnar einokuðu vöru. Dæmi: Einokun á grænum eplum dugar skammt ef sala á rauðum eplum er frjáls. Hverjar eru helstu niðurstöðurnar? Kinokun reynir að hámarka gróða sinn baeði til langs og skamms tíma. Stærð framleiðslumagns er yfirleitt ekki hagkvæmasta stærð. Einokun getur aukið gróða sinn með þvi að mismuna viðskiptavin- um. Hvað þýða svo þessar niðurstöð- ur? Verð einokunar er yfirleitt hærra en þar sem frjáls sam- keppni ríkir. Framleiðslumagn er yfirleitt ekki það hagkvæmasta þ.e.a.s. neytandinn greiðir meira fyrir vöruna og hún kostar meira í framleiðslu, en einn þáttur þess kostnaðar getur verið óeðlilegur fjármagnskostnaður vegna offjár- festingar. Hvort tveggja leiðir til lægri lífskjara almennings (ekki endilega þó einokunarsalans). Einokunarsalinn mismunar við- skiptavinum sínum eftir eigin hentisemi t.d. með því að mis- muna viðskiptavinum einokunar- innar í verði. Dæmi um samkeppni einokunar við vörur annarrar tegundar er samkeppni sauðfjárafurða við annað kjötmeti aðallega svína- og hænsnaafurðir. Þegar sauðfjáraf- urðir fóru halloka i samkeppni við þessar afurðir var fyrst reynt að bæta samkeppnisstöðu sauðfjáraf- urðanna með því að leggja á fóð- urbætisskatt sem lagðist þyngst á svína- og hænsnaræktendur. Þeg- ar það dugði ekki var reynt að koma þessum framleiðslugreinum undir einokun, en vegna mótmæla almennings var þeirri tilraun slegið á frest. Margt bendir til þess að sauðfjárbúskapurinn hafi farið halloka fyrir öðrum búgrein- um vegna einokunarinnar en ekki þrátt fyrir einokunina og fram- leiðslukostnaður þar sé hærri en hann þarf að vera vegna óhag- kvæmrar stærðar framleiðslu- magns. Dæmi um einokunarverð til há- mörkunar gróða var hið háa verð kókómjólkurinnar og mangósop- ans á sama tíma og Floridana, sem er framleitt með sama véla- kosti, var selt ódýrara en aðrar samkeppnisvörur. Eins má nefna hinn mikla sláturgróða og/eða kostnað en þar má eflaut finna bæði hátt verðlag og mikinn fram- leiðslukostnað vegna einokunar. Óhófleg fjárfesting einokun- arhringanna blasir allstaðar við í mjólkur-, osta-, slátur- og sam- vinnuhöllum. Dæmi um mismunun verðlags kom í ljós þegar uppvíst var að samvinnuhreyfingin selur vörur í Miklagarðshöllinni á lægra verði í smásölu en hún selur sömu vörur í heildsölu til kaupfélaga úti á landi sem hafa víða staðbundna einokun í verslun. Mismunurinn getur einnig komið fram f vöruframboði þar sem verslunarkeðja, sem er bæði með heildsölu og smásölu, selur aðeins sínar eigin vörur í verslunum sínum. Hið fátæklega vöruúrval kaupfélaganna er dæmi um þetta. Allt bendir til þess að sölukerfi landbúnaðarins eins og það er i dag með verð- og framleiðslustýr- ingu, einokun á slátrun og stað- bundinni verslunareinokun kaup- félaganna, leiði til aukins fram- leiðslukostnaðar og hás verðlags bæði bændum og neytendunum í þéttbýli og dreifbýli til bölvunar og þeir einir sem njóti góðs af séu stjórnendur kerfisins og launaðir skrifarar þeirra. Það er vegna þessara ókosta einokunar sem víðast hvar í hin- um vestræna heimi hafa verið sett lög gegn samkeppnishömlum og hringamyndun en slík lög hafa ekki fengist samþykkt á Alþingi íslendinga. Elstu og fullkomnastu löggjöf að þessu tagi er að finna í Banda- ríkjunum, Norður-Ameríku og verður gerð nokkur grein fyrir henni hér á eftir. Fyrstu lögin gegn samkeppnis- hömlum eru hin svokölluðu Sherman-lög frá 2. júlí 1890 sem eru enn í fullu gildi og mikilvæg- ust laga í þessu efni. Fyrsta og mikilvægasta grein Sherman-laganna hljóðar svo: „Sérhver samningur, samkomu- lag um hringamyndun, eða sam- særi er hamlar viðskiptum eða verslun innan ríkja Bandaríkj- anna eða við erlendar þjóðir er ólöglegur." Ymis önnur lög hafa síðar verið samþykkt til viðbótar en þeirra mikilvægust eru Clayton-lögin frá 1914 er banna mismunun i við- skiptum. sölukerfi landbúnaðar- ins eins og það er í dag með verð- og fram- leiðslustýringu, einokun á slátrun og staðbund- inni verslunareinokun kaupfélaganna, leiði til aukins framleiðslu- kostnaðar og hás verð- lags bæði bændum og neytendum í þéttbýli og dreifbýli til bölvunar og þeir einir sem njóti góðs af séu stjórnendur kerf- isins og launaðir skrif- arar þeirra.“ í gegnum árin hafa dómstólarn- ir túlkað þessi lög og myndast hef- ur réttarhefð. Helstu atriði henn- ar eru þessi. Samkomulag um verð er algjör- lega bannað hvort sem það er gjört með samkomulagi eða þegj- andi samkomulagi („Conscious Parallel Action"). Fyrirtækjum og fyrirtækja- samsteypum er bannað að mis- muna aðilum á einn eða annan hátt. Fyrirtækjum er bannað að mismuna í sölu, t.d. er fyrirtæki er framleiðir bæði hráefni og full- unna vöru skylt að selja öðrum hráefni jafnvel keppinautum á jafnréttisgrundvelli. Fyrirtækjum eða fyrirtækjasamsteypum er bannað að mismuna í innkaupum. Þannig er fyrirtæki er ræður yfir mörgum liðum í verslunarkeðj- unni skylt að versla við aðra á jafnréttisgrundvelli á hvaða stigi verslunarinnar sem er ef slík sala býðst. Einnig eru ýmsar hömlur á kaupum fyrirtækja á öðrum fyrir- tækjum og hömlur á samruna fyrirtækja ef það skaðar sam- keppni. Fyrirtækjum hefur verið gert skylt að selja eða aðskilja hluta starfsemi sinnar og meinað að fara út í aðra starfsemi eða verið leyst upp eins og nýlegt dæmi um símahringinn ATT. Fjöldi ann- arra atriða varða þessi lög sem er of langt mál að fara út i hér. Þessi löggjöf fellur undir saka- lög og refsing við brotum er sekt og allt að eins árs fangelsi. Einnig geta þeir sem skaðast af brotum af lögum þessum krafist bóta sem nema allt að þreföldum skaðanum. Er það einn aðal hvatinn til mál- sóknar auk þess sem sérstök stofnun Federal Trade Commision (FTC) fer með mál sem þessi. Fullyrt hefur verið að þar sem engar hömlur eru lagðar á frjálsa markaðsstarfsemi sé slík löggjöf óþörf og er það rétt til lengri tíma litið en frá skammtímasjónarmiði getur aðgangur að markaði verið takmarkaður í mislangan tíma af tækni og öðrum ástæðum. Löggjöf í þessa átt hefur ekki fengist samþykkt á Alþingi ís- lendinga vegna ímyndaðra hags- muna dreifbýlisins og atkvæða- misréttis milli dreifbýlis og þétt- býlis, sem er brot á mannréttind- um, því enginn grundvallarmunur er á skerðingu atkvæðisréttar hvort sem það er vegna kynþáttar, kynferðis, trúarbragða eða búsetu en út í þá sálma verður ekki farið nánar í þessari grein. Sreinn Valfells er rerk- og rið- skiptafræðÍBgur. Heiruildir: Cohea and Cyert, Theory of the Firm. Oppeuheim aad Westou, Federal Aatitrust Law. Ilaaseii, Marketiug. Fréttabréf úr Jónshúsi: Fræðimannsíbúðinni gefið listaverk Jónshúsi, 12. júní. NÚ PRÝÐIR borð og glugga fé- lagsheimilisins fjöldi fagurra stofublóma, sem Félag íslenzkra iðnrekenda hefur nú öðru sinni gefið hingað eftir þátttöku félags- ins í húsgagnasýningu á Bella Center. Er sú hugsunarsemi vel metin. Sigrún Eldjárn, myndlistar- maður, hefur gefið fræðimanns- íbúðinni listaverk í þakklætisskyni fyrir dvölina hér í húsi og er það vel. Fræðimenn hafa og flestir gef- ið íbúðinni bækur sínar. Hjörleifur -Stefánsson, arki- tekt, sem dvalið hefur í fræði- mannsíbúðinni, flutti nýlega er- indi í félagsheimilinu um torf- bæi og timburhús á íslandi, en hann vann hér að söfnun gagna um danska uppdrætti húsa á Is- landi. Á skemmtun eftir mess- una síðasta sunnudaginn í maí hélt Hjörleifur fróðlegt erindi sitt um húsagerð fyrri tíma á heimalandinu og var gerður mjög góður rómur að máli hans, sem hann sjálfur kallaði raunar aðeins „hjal“. — Þar las einnig Ragnhiídur Ólafsdóttir, rithöf- undur, sem búsett er í Kaup- mannahöfn, úr bók sinni For- fald, sem nefnd hefur verið Fólk á förum í íslenzkri þýðingu. Presturinn stjórnaði samkom- unni og fjöldasöng, en Guðrún Kristjánsdóttir organisti lék á hljóðfærið. Málverkasýning Sonju „Evi“ Brun Sverrisson hér í Jónshúsi hefur staðið frá 1. júní og var margt gesta við opnunina. Eru málverk hennar 11, grafíkmynd- ir 17 og einnig sýnir hún teikn- ingar og tauþrykk. Er listakonan mjög fjölhæf og andlitsteikn- ingar hennar hrífandi. Næsta sýning verður svo opnuð 28. iúní en þar sýnir Lauri Dammert ljósmyndir. Og þar á eftir verður sýning Ingibjargar Rán frá 25. júlí. Nýlega boðaði SÍNE-deildin hér í Höfn til fundar vegna námslánamála og var Gunnlaug- ur Júlíusson, trúnaðamaður deildarinnar, fundarboðandi. Var fundurinn fjölmennur og voru hefðbundin mótmæli sam- þykkt samhljóða. Lögð var áherzla á þýðingu menntunar fyrir þjóðfélagið, og á óvissuna, sem námsfólki er steypt út í, er það veit ekki hvort framhald getur orðið á námi. Ríkti sam- hugur á fundinum og var ákveð- ið að viðhafa harðari mótmæla- aðgerðir í haust, ef ekki yrði bætt úr námslánafrumvarpinu. I maí var íslenzk guðsþjónusta í Klausturkirkjunni í Álaborg. Formaður íslendingafélagsins í Álaborg og nágrenni, Hallur Hallsson í Hjörring, auglýsti messuna meðal félagsmanna og var hún vel sótt og ánægjulegt að dvelja með löndum þar norð- ur frá sem og annars staðar á Norðurlöndum. I maí voru einn- ig tvær íslenzkar fermingar- guðsþjónustur, í Malmö og hér i Höfn. Vegna íslenzkra ferða- manna skal tekið fram, að mess- ur íslendinga í Skt. Paulskirkj- unni eru síðasta sunnudag mán- aðarins í júlí, ágúst og septem- ber og hefjast kl. 14. Q.L.Ásg. nilngciis iMiicdcl SWEDEN s*ggmj* GLfBKoSTA Opið: Múnud. - fimmtud. kl. 9 - 1H Föstudaga kl. 9-19 Laugardaga kl. 10 - 17 Sunnudaga kl. 13-17 hlílESS DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI SÍMI 54171

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.