Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.06.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1984 Fundir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í læknishéruðum NÆSTU fundir heilbrigdis- og trygg- ingamáiaráðherra, Matthíasar Bjarnasonar, í læknishéruðum eru fyrirhugaðir sem hér segir: í Reykjaneshéraði. í Keflavík 25. júní í Glóðinni, kl.20.30. í Hafnarfírði 26. júní í samkomu- sal Hrafnistu, kl. 20.30. Ræðumenn á fundinum, auk ráðherra, verða Hilmar Björg- vinsson, deildarstjóri, sem ræðir um almannatryggingar, Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri, sem ræðir um sjúkrahúsrekstur og Kristinn Guðmundsson, yfir- læknir, sem ræðir um heilaskurð- lækningar. Fundirnir eru öllum opnir. (FrétUtilkynning.) Tímarit lögfræðinga — 1. tölublað komið út ÚT ER komið tímarit lögfræðinga, 1. hefti á þessu ári. Meðal efnis má nefna grein eftir Arnljót Björns- son, prófessor, um bótaskyldu án sakar, og grein eftir Björn Þ. Guð- mundsson, þar sem hann reifar hæstaréttardóm frá 1981. Ritstjóri Tímarits lögfræðinga er Jónatan Þórmundsson og er þetta fyrsta hefti tímaritsins sem hann ritstýrir. Jónatan Þórmundsson Leikári Þjóðleikhússins lýkur: Síðustu sýningar á „Gæjum og píum“ LEIKÁRI Þjóðleikhússins lýkur fímmtudaginn 28. júní með 45. sýn- ingu á söngleiknum „Gæjar og pí- ur“. Einnig verða sýningar á söng- leiknum þriðjudags- og miðviku- dagskvöld 26. og 27. júní, en nú hafa yfir 20 þús. manns séð „Gæja og píur“ í uppfærslu Þjóðleikhússins. Leikstjórar sýningarinnar eru Kenn Oldfield og Benedikt Árna- son og hljómsveitarstjóri er Þórir Baldursson. Með helstu hlutverk í söngleiknum fara Ragnheiður Steindórsdóttir, Egill Olafsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Bessi Bjarnason, Flosi ólafsson og Sig- urður Sigurjónsson. Kvennalistinn á Akureyri and- vígur álveri við Eyjafjörð KVENNALISTINN á Akureyri hélt almennan fund á Akureyri 16. júní sl. Þar ályktaði fundurinn að at- vinnuvandi Eyfírðinga verður ekki leystur með byggingu álvers, að því er segir í fréttatilkynningu Kvenna- listans á Akureyri. í ályktun Kvennalistans segir einnig að í kjölfar byggingar ál- vers, fylgi stórauknar skuldir og væri ráðlegra að beina fjármagni til atvinnuuppbyggingar sem veitti fleira fólki vinnu við holl skilyrði. 1NNLENTT Borgarstjórn verði heimilt að veita leyfi til hundahalds Skráningargjald 4.800 kr. á ári samkvæmt tillögum að nýjum reglum um hundahald Á FÚNDI borgarstjórnar Reykja- víkur síðastliðinn fímmtudag var lögð fram til fyrri umræðu tillaga að nýrri samþykkt um hundahald í borginni. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að borgarstjórn sé heimilt að veita lögráða einstakl- ingum, sem búa í Reykjavík, leyfí til hundahalds í lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur með nánari til- greindum skilyrðum. Tillagan gerir meðal annars ráð fyrir að innheimt verði skráningargjald, 400 krónur á mánuði eða 4.800 krónur sam- tals á ári, fyrir hvern hund sem veitt er leyfi fyrir og verði það innheimt fyrirfram í eitt ár þann 1. mars ár hvert. Gert er ráð fyrir að gjald þetta standi undir kostnaði borgarinnar vegna hundanna en hunda- hreinsun og ábyrgðartrygging eru ekki innifalin í þessu gjaldi. Ennfremur er gert ráð fyrir því að leitað skuli eftir afstöðu borgarbúa til hundahalds í borginni með því að bera það undir atkvæði allra atkvæðis- bærra borgarbúa, þegar nokkur reynsla er fengin af fram- kvæmd samþykktarinnar, þó ekki síðar en 4 árum eftir gild- istöku hennar. Tillögunni var vísað til síðari umræðu með samhljóða atkvæðum borgar- fulltrúa. Heilbrigðisráð hefur fjallað um tillöguna. í greinargerð þess, sem lögð var fram á fund- inum gerir það tillögu um tölu- verðar breytingar á efni sam- þykktarinnar. Leggur ráðið til að hundahald verði bannað í Reykjavík, en að borgarstjórn hafi heimild til að veita nokkr- um aðilum undanþágu frá því banni vegna þeirrar starfsemi sem þeir annast svo sem við ör- yggisgæslu og fyrir blinda og sjónskerta. Ráðið telur nauð- synlegt að banna dvöl aðkomu- hunda frá öðrum lögsagnar- umdæmum í borginni til að auðvelda eftirlitið og varar við hættu sem stafað getur af skipshundum. Ennfremur gerir heilbrigðisráð meðal annars til- lögu um að borgarstjórn verði heimilt til reynslu að veita þeim lögráða Reykvíkingum, sem halda hunda við gildistöku samþykktar, sem gerir ráð fyrir að hundahald verði bann- að, undanþágu frá banni á með- an dýrin lifa. Matthías Bjarnason „Lykilorðið er endurmenntun“ Stjórnunarfélag fslands tekur við rekstri Málaskólans Mímis „MÉR þykir rétt að kveðja núna. Það eru komnir nýir tímar og nýir menn og Stjórnunarfélag íslands hefur sýnt að það stefnir fram á við,“ sagði Einar Pálsson á blaða- mannafundi, sem Stjórnunarfélag íslands boðaði til í tilefni þess, að félagið hefur tekið við rekstri Málaskólans Mímis, sem Einar Pálsson hefur rekið einn frá árinu 1954. Sigurður Helgason, stjórnar- formaður Stjórnunarfélagsins, sagði að félaginu hefði þótt vel til fallið að taka yfir rekstur skólans, þar sem lykilorðið væri það sama hjá báðum stofnunum, þ.e. endurmenntun. „Einar Pálsson og skóli hans hafa verið á svipaðri línu og við og með því að taka við rekstri skólans erum við að víkka okkar starf á sviði endurmenntunar. Það starf felst í því að styðja við bakið á menntakerfinu eins og það er í dag og gefa fólki kost á að bæta við sig kunnáttu eftir að eigin- legri skólagöngu þess er lokið. Til þess að sinna slíkum þörfum getur svona stofnun verið til mikillar hjálpar," sagði Sigurð- ur. Málaskólinn Mímir var stofn- aður árið 1947 af Halldóri P. Dungal. Eignaðist Einar Pálsson skólann að hálfu árið 1952 en að fullu 1954 og hefur hann rekið skólann einn síðan. Á þessum ár- um sem liðin eru hefur skólinn skapað sér nafn sem leiðandi að- ili í tungumálafræðslu fyrir al- menning á íslandi og hafa þús- undir íslendinga sótt námskeið skólans. Einnig er útlendingum kennd íslenska við skólann og hefur Einar Pálsson samið námsefnið, sem notað er við þá kennslu. Þá hefur skólinn geng- ist fyrir einkaritaranámskeið- um, þeirra á meðal Pitman- námskeiðunum, sem haldin eru hér á landi með sérstöku leyfi frá samnefndri stofnun í Eng- landi. „Það er erfitt að gera sér grein fyrir þeim gífurlegu breytingum, sem átt hafa sér stað síðan Málaskólinn Mímir hóf göngu sína,“ sagði Einar Pálsson. „Þá var ekki búið að finna upp segul- bandið eða nein kennslugögn önnur en bókina og tíðarandinn var sá, að kennarinn hefði allan réttinn og nemandinn engan. Við snerum þessu við, styttum nám- ið og gerðum það aðgengilegra, þannig að nemendur gætu lært tungumál án málfræðistagls." Ekki munu fyrirhugaðar mikl- ar breytingar á starfi Málaskól- ans Mímis, að sögn forráða- manna Stjórnunarfélagsins, heldur verður byggt á þeim grunni, sem mótaður hefur verið og hann efldur. Einar Pálsson lætur nú af störfum til þess að geta helgað sig fræðistörfum eingöngu. En hann mun eiga sæti í skólastjórn Mímis og „fá að hafa fingurinn á slagæð framfaranna," eins og hann orðaði það. (Ljósm. Mbl. Emilía.) Einar Pálsson, eigandi og skólastjóri Málaskólans Mímis, og Sigurður Heigason, stjórnarformaður Stjórnunar- félagsins, takast í hendur. í miðjunni stendur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands. Þeir Einar og Sigurður halda á skjali, sem á eru rituð helstu markmið Málaskólans Mímis, m.a. „að kenna tungumál þannig að þau verði að sem mestu gagni á sem skemmstum tíma“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.