Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 pÍnrgMt Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasðlu 25 kr. eintakiö. Björgunarafrek ótt ísland skarti nú feg- ursta sumarskrúða og dagur sé lengstur höfum við enn einu sinni verið rækilega minnt á að vert er að gæta fyllstu varúðar á ferðum um eða yfir landið. Tveir Bretar sem skruppu hingað í fjög- urra daga skemmtiferð end- uðu flugferð sína í brotlend- ingu á hvítri auðn Eiríksjök- uls. Giftusamleg björgun þeirra er hins vegar enn ein staðfesting á því hve góðu skipulagi hefur verið komið á fót þegar kalla þarf út menn og tæki með örskömmum fyr- irvara á neyðarstundu eins og þessari. Að mati Sighvats Blöndahl í Flugbjörgunar- sveitinni munaði ekki nema einni eða tveimur klukku- stundum að mennirnir týndu lífi. Sama dag og Bretarnir voru fluttir ofan af jöklinum undir læknishendur var efnt til samkomu í þýska sendiráð- inu í Reykjavík þar sem Hannesi Hafstein, framkvæmdastjóra Slysa- varnafélags íslands, var af- hent heiðursmerki frá forseta Vestur-Þýskalands í þakklæt- is- og virðingarskyni fyrir það hvernig staðið var að björgun áhafnar af þýska skipinu Kampen sem sökk skammt fyrir austan Dyrhólaey í nóv- ember. Þjóðverjar heiðruðu einnig fleiri sem að þeirri björgun unnu bæði íslendinga og Bandaríkjamenn. Á þriðjudag veitir Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, björgunarsveit varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli viðurkenningu í tilefni af því að fyrir nokkru hafði hún bjargað tvö hundruð manns- lífum, eftir björgunina á Bretunum tveimur er talan komin í 206. Fer vel á því að þessum vösku mönnum sem eru til taks hvenær sem á þá er kallað sé veitt viðurkenn- ing af íslenskum stjórnvöld- um. Meira hefur hvílt á þyrlu- mönnum sveitarinnar undan- farna mánuði en oft áður eftir hin hörmulega missi þegar Rán, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, fórst. En svo ber við einmitt þessa sömu daga að samið er um kaup á nýrri þyrlu til gæslunnar sem von- andi á eftir að reynast vel við hinar erfiðu íslensku aðstæð- ur. Þakklætið streymir til björgunarsveitarmanna sem héldu á ótrúlega skömmum tíma til að leita að bresku flugvélinni á fimmtudag. „Ég get ekki þakkað ykkur Islend- ingum nógsamlega. Þið hafið gert allt sem í ykkar valdi hefur staðið,“ sagði Laraine Dukes, eiginkona annars Bretans, þegar hún ræddi björgunina á Eiríksjökli við Morgunblaðið. Og breska sendiráðið í Reykjavík gaf út tilkynningu þar sem sagði meðal annars: „Við í breska sendiráðinu viljum votta að- dáun okkar á frábæru afreki björgunarmanna við að bjarga lífi landa okkar í nótt.“ Þeim mönnum sem tilbúnir eru að hætta eigin lífi til bjargar öðrum er aldrei unnt að sýna nægilegt þakklæti. Viðurkenningarnar sem hér hefur verið getið eru til marks um þann hug sem menn innan lands og utan bera til björgunarsveitar- manna. Besta hjálpin sem unnt er að veita þeim felst í því að þeir fái stuðning til að eignast eða hafa til umráða fullkomin tæki og búnað og gefist auk þess tækifæri til að æfa sig og þjálfa í samræmi við þá áhættu sem þeir taka þegar mest á reynir. Samanburður á verði Nýleg úttekt Verðlags- stofnunar á verðlagi í veitingahúsum minnir enn á hve mikið unnt er að spara með því að leita fyrir sér og bera saman verð. Verðlagning er orðin frjáls á mun stærri hluta almenns neysluvarn- ings en flestir álíta. Nú er ekki lengur unnt fyrir selj- endur að segja sem svo að þeir geti ekki veitt þjónustu vegna þess að svigrúm verð- lagsyfirvalda leyfi það ekki. Það eru ekki lengur opinberir aðilar sem ráða ferðinni í þeim efnum. Nú skiptir mestu með hvaða hætti seljanda tekst að laða til sín ánægða viðskiptavini. Neytandinn er orðinn hús- bóndinn í mun fleiri tilvikum en áður. Rannsóknir Verð- lagsstofnunar auðvelda al- menningi að skerpa verðskyn- ið. Oftar en einu sinni hefur verið vakið máls á því að verslunar- og þjónustufyrir- tæki eigi að leggja sitt af mörkum til að draga úr dýrtíð og auka kaupmáttinn. Þetta gera þau best með því að stilla verðlagi sínu í hóf. Verðsamanburður sem birtur er opinberlega ætti að vera mörgum seljanda rækileg áminning. Lúðvík Jósepsson, fyrrum al- þingismaður og ráðherra, varð sjötugur laugardaginn 16. júní síðastliðinn. Fyrir þá sem fylgst hafa með ís- lenskum stjórnmálum kem- ur á óvart að Lúðvík skuli ekki vera orðinn eldri. Þetta er alls ekki sagt til að gefa til kynna að honum sé farið að förlast heldur vegna þess að Lúðvík setti svo lengi svip sinn á stjórnmálin, hann var fyrst kjörinn á þing 1942, og var um langt árabil fremstur í sín- um fiokki. Hann hafði einnig þann hátt á að láta af stjórnmálastörfum þegar þess var vænst að hann héldi lengur áfram, en hann bauð sig ekki fram í kosningunum 1979. Má segja að það sé fremur undantekning en regla í íslenskum stjórnmálum nú á dögum að menn hætti beinni þátttöku í þeim fyrr en í fulla hnefana. Leiðir Lúðvíks Jósepssonar og Morgun- blaðsins hafa ekki alltaf legið saman. Hann var talsmaður sósíalisma og kommúnisma, sjónarmiða sem ganga þvert á stefnu blaðs- ins. Skoðanir hans og Morgunblaðsins í ör- yggis- og varnarmálum stangast á og blaðið taldi það ámælisvert á sínum tíma þegar forseti íslands veitti Lúðvík Jósepssyni um- boð til að mynda ríkisstjórn. Fyrir þessum ágreiningi má færa málefnaleg rök og það hefur verið gert oftar en einu sinni bæði af Lúðvík og Morgunblaðinu. Lúðvík Jósepsson var raunsær stjórn- málamaður þegar hugsjónaeldur sósíalism- ans villti honum ekki sýn. Með félögum sín- um í Neskaupstað, en þar sat hann í 34 ár í bæjarstjórn, kom hann á fót öflugum at- vinnurekstri. Og eins og allir sem hann stunda áttaði Lúðvík sig á því að það eru hvorki útgerðarstopp, verkföll né innistæðu- lausir kjarasamningar sem bæta lífskjörin á íslandi heldur þau verðmæti sem unnin eru með arðbærum hætti og þá helst til útflutn- ings. Barátta hans fyrir framgangi íslensks sjávarútvegs hefur verið hiklaus og þætti hans í áfanga-útfærslum fiskveiðilögsög- unnar í 12 mílur 1956 og 50 mílur 1972 verð- ur lengi haldið á loft. Jóhannes Stefánsson, félagi og náinn samstarfsmaður Lúðvíks, lýsir honum með- al annars svo í afmælisgrein í Þjóðviljanum: Jjúðvík hefur undanfarna fjóra áratugi verið í hópi áhrifamestu alþingismanna. Þurfa slíkir menn að hafa þó nokkuð ti) brunns að bera. Eiginleikar stjórnmála- mannsins komu í ljós hjá Lúðvíki strax fyrstu árin þegar við hófum afskipti af opinberum málum. Brennandi áhugi, dugnaður, gáfur og að eiga auðvelt með að setja sig inn í hin ólíklegustu málefni. Hefi ég engan mann þekkt, sem á jafn auðvelt með að beita sann- færingarkrafti sínum til þess að fá menn á sitt mál. Bindindi og reglusemi varð ekki síst til þess að gera hann að traustum og afkastamiklum stjórnmála- manni. Megum við Austfirðingar vera stoltir af því hve margir okkar þing- manna hafa verið bindindismenn." Sérfrædi og stjórnmál Sá sem þetta ritar átti þess kost á sínum tíma, að vísu við hörmulegar aðstæður eftir snjóflóðið mikla í Neskaupstað, að kynnast ráðamönnum bæjarins nokkuð og hag manna þar. Öll voru þau kynni með miklum ágætum og sýndu að Lúðvík Jósepsson hafði lag á því sem öllum er nauðsynlegt en ekki síst stjórnmálamönnum að velja sér trausta og góða samstarfsmenn. Athygli hlýtur að vekja, að þeir sem fara með stjórn bæjar- mála og atvinnumála í Neskaupstað hafa verið einna harðorðastir þeirra sem taldir eru til áhrifamanna í Alþýðubandalaginu í gagnrýni á ríkisstjórnirnar sem Alþýðu- bandalagið átti aðild að 1978 til 1983. Ólafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir nú að vanda útgerðar á Austfjörðum sé helst að rekja til óstjórnarinnar 1980 til 1983 þegar þeir Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson, arftaki Lúðvíks á þingi, sátu í ríkisstjórn. Og Logi Kristjáns- son, bæjarstjóri í Neskaupstað, hefur verið harðorður í garð flokksforystunnar í Reykjavík og ekki litið þannig á að hún hefði mikinn skilning á sveitarstjórnarmálum. Lúðvík Jósepsson hafði jarðsamband sem stjómmálamaður. Um það bil sem hann lét af þingmennsku skiptust þeir á greinum í dagblöðunum Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, og Lúðvík Jósepsson um samskipti sérfræðinga og stjórnmálamanna. Taldi Lúðvík áhrif sérfræðinganna of mikil og fann meðal annars að því að tillögur stjórnmálaflokkanna væru „dæmdar“ af sérfræðingum þegar leitað væri álits þeirra. Um „sérfræði-álitin" sagði hann í grein hér í blaðinu 14. febrúar 1980: „Þau verður að taka sem álit, sem umsagnir, en varast ber að líta á þau sem óbrigðula „sérfræði", sem hægt sé að trúa.“ Um þetta eru þeir sam- mála Lúðvík og Ásgeir Jakobsson, rithöf- undur, er veitti fiskifræðingum langa ádrepu hér í blaðinu á dögunum, þótt þá hafi greint á um annað eins og lesendur Morgunblaðsins hafa einnig kynnst. Þegar litið er á vanda útgerðarinnar núna, sem stafar ekki síst af offjárfestingu, hvarflar hugur margra til þess, hvort Lúð- vík Jósepsson hafi ekki farið of geyst í sak- irnar þegar hann var sjávarútvegsráðherra 1971 til 1974 og beitti sér fyrir mikilli þenslu í togarakaupum. En um það eru skiptar skoðanir. Þensla í Reykjavík Sjaldan eða aldrei hafa byggingafram- kvæmdir verið eins miklar í Reykjavík og þessa sumarmánuði. Fréttirnar um lóða- kaupin við Stigahlíð vekja mikla athygli en þar runnu 22 lóðir út eins og heitar lummur og voru margir um boðið. í fyrra voru and- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 25 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 23. júní stæðingar Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, og meirihluta sjálfstæðismanna kampakátir yfir því að ekki var mikil eftirspurn eftir lóðum á hinu nýja byggingarsvæði við Graf- arvog. Nú er svo komið að ekki hefur aðeins verið úthlutað öllum lóðunum sem áttu að duga í fyrra og í ár heldur samþykkti borg- arráð á þriðjudaginn úthlutun á 64 lóðum sem upphaflega var ráðgert að dygðu á ár- inu 1985. Hefur nú 427 lóðum verið úthiutað þarna. Hrakspár vinstrisinna um að enginn vildi fjárfesta í húseign við Grafarvoginn hafa ekki reynst réttar. Hitt vekur þvert á móti undrun hve mikil ásókn er í lóðir þar. Þá er athyglisvert að þessum lóðum hefur verið úthlutað jafnt og þétt, án þess að umsóknum sé safnað saman og síðan valið úr þeim eins og áður, hvort heldur stuðst var við punkta- kerfi vinstrisinna eða aðrar aðferðir. Morg- unblaðið hefur kallað þessi umskipti í stjórn borgarinnar hlóðláta byltingu í lóðamálum, en það var eitt af loforðum sjálfstæðis- manna fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar að sjá til þess að jafnan væri til nægi- legt byggingarland í höfuðborginni til að endir yrði bundinn á skömmtunarstjórnina. Undrunin yfir byggingaumsvifunum við Grafarvoginn á ekki rætur að rekja til þess að menn sækist eftir að búa þar heldur hins að menn hafi við núverandi aðstæður í þjóð- arbúinu fjármuni til að ráðast í jafn kostn- aðarsamar framkvæmdir og þar er um að ræða. Sagan sýnir að það eru ætíð töluverð- ar sveiflur í búsetu á landinu og nú liggur straumurinn greinilega til höfuðborgar- svæðisins öfugt við það sem var fyrir tíu árum. „Uggvænleg" þróun? í skýrslu Framkvæmdastofnunar ríkisins fyrir árið 1983 sem lögð var fram skömmu fyrir þinglausnir er bent á að landsbyggðin hafi „tapað" 2.419 manns til Suðvesturlands á fjórum árum og ekki verði betur séð en að flutningar þessir séu í vexti. I skýrslunni segir: „Á áratugnum 1971—1980 var öflug at- vinnuuppbygging víðsvegar á landsbyggð- inni í kjölfar útfærslu landhelginnar. Mun- aði þar mest um tilkomu skuttogara og efl- ingu hraðfrystiiðnaðarins. Á þessum áratug, frá 1971 til 1980, fjölgaði þannig ársverkum í fiskiðnaðinum um 952 á Suðvesturlandi en um 2.577 á landsbyggðinni. Einnig fjölgaði störfum í byggingarstarfsemi og mann- virkjagerð meira úti á landi en suðvestan- lands eða um 1.583 ársverk á landsbyggðinni en 430 á Suðvesturlandi. í almennum iðnaði fjölgaði ársverkum hinsvegar ívið meira suðvestanlands eða um 2.391 en 1.651 á landsbyggðinni. í þjónustugreinum var munurinn hinsvegar mikill Suðvesturlandi í hag. Þar fjölgaði um 11.079 ársverk í þjón- ustugreinum en um 4.815 úti á landi. En þetta mynstur atvinnuþróunar dugði samt til þess að búa til þetta stutta jafnvægis- tímabil í fólksflutningum og þar með í byggðaþróun í landinu." Síðar í þessari skýrslu segir um þróunina 1980-1982: „Landsbyggðin hefur enn betur í fiskveið- um og fiskvinnslu en 79% nýrra starfa í verslun urðu til á Suðvesturlandi, 78% í bönkum, tryggingastarfsemi o.fl., 65% í iðn- aði og veitum en hvorki meira né minna en 97% í byggingum og mannvirkjagerð. Sú þróunarstefna sem lesa má úr þessum tölum er uggvænleg. Haldi svo áfram virðist ný flóðbylgja flutninga af landsbyggðinni til Suðvesturlands vera að rísa, í likingu við þá sem skall á höfuðborgarsvæðinu og Suður- nesjum á sjötta áratugnum. Slíkt er hvorugs hagur, Suðvesturlands né landsbyggðar og er síst af öllu hagkvæmt fyrir þjóðarheild- ina. Slík þróun getur komið upp vítahring sem erfitt getur verið að rjúfa og kann að leiða til þess að sífellt verði erfiðara að manna hinar þýðingarmiklu fiskvinnslu- stöðvar úti á landi og öllu mannlífi á lands- byggðinni hraki. Hinsvegar leiðir slík þróun til vaxandi þenslu suðvestanlands og aukins tilkostnað- ar á fjölmörgum sviðum. Líklegt er að mikil byggðaröskun dragi verulega úr hagvexti. Á Suðvesturlandi búa nú yfir 142 þús. manns sem eru tæp 60% þjóðarinnar. Hagkvæmast er fyrir þetta fólk að búa nokkurn veginn við eigin fólksfjölgun. Hin ýmsu kerfi svo sem skólakerfi, umferðarkerfi o.s.frv. geta þá þróast átakalaust og á hagkvæman hátt. Flóðbylgja innflytjenda af landsbyggðinni Morgunblaði4/RAX mun raska þessari uppbyggingu jafnframt því sem nýting dýrra mannvirkja á lands- byggðinni minnkar." Dómur en ekki álit Þessi kafli í skýrslu Framkvæmdastofn- unar ríkisins er saminn af byggðadeild stofnunarinnar og segja má að í henni felist dómur en ekki álit svo að vitnað sé til orða Lúðvíks Jósepssonar hér að framan. Lesand- inn fer ekki í grafgötur um að höfundur skýrslunnar telur það af hinu illa að fólk flytjist af landsbyggðinni til Suðvesturlands og hugmyndir hans hníga í þá átt að grípa verði til einhverra úrræða til að stemma stigu við þessari „uggvænlegu" þróun. Fyrr í sama kafla skýrslunnar er um það rætt að íslenskt þjóðfélag sé að breytast úr „sveiflu- kenndu veiðimannaþjóðfélagi í stöðugt iðn- aðarþjóðfélag" og þess vegna verði „hlut- verk ríkisvaldsins að vera tiltölulega stórt á næstu árum þó það geti eflaust minnkað þegar frá líður. Ríkisvaldið verður að marka ákveðna leið og hlynna að nýgræðingi og vaxtarbroddum atvinnulífsins. En þetta starf verður að byggjast á þekkingu og yfir- sýn og því verður að skoða skóginn allan og móta síðan heildarstefnu." Spyrja má hvort sú hugsun sem setur svip sinn á matið í hinum tilvitnuðu orðum sé ekki einmitt það sem við þurfum mest að forðast þegar tekist er á við þau vandamál sem við blasa. Réði hún ferðinni í borgar- stjórn Reykjavíkur væri strax tekin upp ströng skömmtunarstjórn i lóðamálum og allt gert til þess að koma í veg fyrir að ný byggð risi í höfuðborginni. Þá væri höfuð- kapp á það lagt að stunda útgerð án tillits til þess hvort nokkurn fisk væri að fá og svo fram eftir götunum. Ef við erum að hverfa frá „sveiflukenndu veiðimannaþjóðfélagi í stöðugt iðnaðarþjóðfélag" er þá ekki eðlilegt að fólk flytji til Suðvesturlands á meðan ekki er staðið að því með stórhuga fram- kvæmdum að reisa iðjuver í öðrum lands- hlutum? Eru það ekki einmitt þeir sem trúa mest á ofurmátt ríkisvaldsins í atvinnumál- um sem hafa tafið lengst og mest fyrir eðli- legri framvindu í iðnaðarmálum úti á lands- byggðinni? Og enn má spyrja: Hvers vegna er sveifla í flutningum til Suðvesturlands óhagkvæmari frá efnahagslegu sjónarmiði en sveifla í hina áttina? Gerð skóla, vega og annarra mannvirkja ætti að jafnaði að vera ódýrari í þéttbýli en dreifbýli. Búseta og atvinna Hvað sem líður álitum eða dómum sér- fræðinga um þróun byggðar í landinu er ljóst, að atvinnan ræður úrslitum um það hvar menn taka sér búsetu. Einhvers staðar hljóta þess að sjást merki að þorskafli hefur dregist eins mikið saman og raun ber vitni. Þá bera fréttir með sér að þau fyrirtæki sem besta afkomu hafa núna eru á Suðvestur- landi. Auðvitað má deila um hvort þetta eða hitt fyrirtækið eigi „rétt“ á að hagnast eða ekki og ráða til sín starfsfólk eða ekki en í blönduðu markaðshagkerfi eins og hinu ís- lenska er það sem betur fer ekki alfarið á valdi stjórnmálamanna og embættismanna að ákveða þetta. Reynslan sýnir og að það er fremur í þeim fyrirtækjum þar sem opinber íhlutun er mikil eða þar sem treyst er alfar- ið á fjárstreymi úr vasa skattgreiðenda en í einkafyrirtækjum þar sem hagsýni og hag- ræðing víkur fyrir óhagsýni og offjárfest- ingum. Á sínum tíma þegar næga atvinnu var að fá í nágrannalöndunum eins og til að mynda Svíþjóð fluttist mikill fjöldi Islendinga þangað þegar harnaði á dalnum heima fyrir. Nú herjar atvinnuleysi á nágrannaþjóðirnar og ekki fýsilegt fyrir þá að leita þangað sem vilja láta hendur standa fram úr ermum. Með nýjum og frjálslegri stjórnarháttum í Reykjavík sem byggjast á allt öðrum grund- vallarsjónarmiðum en fram koma í skýrslu Framkvæmdastofnunar ríkisins hefur at- vinnulífið í höfuðborginni tekið miklu meiri kipp en á síðustu árum vinstri meirihlutans og verkar borgin nú eins og seguil um landið allt. Verstu viðbrögðin við þessari þróun er að líta til ríkisins í þeirri von að það geti í krafti fjármagns sem að mestu leyti er tekið af íbúum Suðvesturlands gripið til ráðstaf- ana sem gerir það síður fýsilegt að búa þar sem fólkið er flest. Það verður með nýju fjármagni og væntanlega erlendri fjárfest- ingu, því að erlendi skuldaklafinn er svo þungur eftir vinstri óstjórnina, að skapa ný störf úti á landsbyggðinni. Efla þarf alla þá starfsemi þar sem gerir landið allt byggilegt og síðast en ekki síst vinna af kappi að vega- gerð, án góðra vega er ekki unnt að reka skynsamlega byggðastefnu. Einangrunar- sinnarnir Þeirra sjónarmiða hefur gætt í Þjóðvilj- anum nú í þessari viku eins og jafnan áður að besti kosturinn fyrir íslendinga sé að loka að sér, sitja að sínu og ekkert velta því of mikið fyrir sér hvað gerist úti í hinum stóra heimi og þá allra síst í Norður- Ameríku eða Vestur-Evrópu. Þessi heimótt- arlega afstaða réð mestu um stefnu Hjör- leifs Guttormssonar á meðan hann var iðn- aðarráðherra með þeim afleiðingum að framvinda í stórvirkjunum og stóriðju tafð- ist um fimm dýrmæt ár. Til að færa þessi sjónarmið í þjóðlegan menningarbúning hefur Þjóðviljinn reynt að halda því fram að árekstur hafi orðið á milli hvatningarorða Morgunblaðsins um nauðsyn þess að íslensk bókaútgáfa væri efld og styrkt í sessi og þessara orða í leið- ara Morgunblaðsins 17. júní síðastliðinn: „Mennta- og menningarstefnuna verður að laga að því að Norðurálfa er að breytast í fjarskiptaheild." Þjóðviljinn segir af þessu tilefni eftir að hafa kvartað undan því að vera kenndur við einangrunarhyggju: „Það er ólíklegt að hér sé mælt með sjálfstæðri íslenskri menningarstefnu sem tekur mið af þörf fyrir að vernda menningarlandhelg- ina.“ Til að firra Þjóðviljann frekari vangavelt- um um þetta atriði er rétt að taka fram að á milli hvatningarorða Morgunblaðsins til varnar bókinni og hinna tilvitnuðu orða um mennta- og menningarstefnuna eru bein tengsl. Við verndum ekki íslenska menningu með sama hætti og landhelgina, með því að senda varðskip á vettvang eða semja um bann við veiðum útlendinga. Við verndum íslenska menningu aðeins með því að hlú að henni, rækta hana og styrkja svo að illgresi nái ekki að dafna í menningarreitnum. Ein- mitt þess vegna er brýnna á fjarskiptaöld en nokkru sinni fyrr að treysta stöðu bókarinn- ar, ljóðsins, sögunnar og tungunnar á ís- landi. Einangrunarsinnarnir eiga undir högg að sækja hér á landi eins og hvarvetna annars staðar, þeir breyta ekki stöðunni sér í hag með útúrsnúningum. Og allra síst með því að hafa einhverja „stefnu" í öllum mál- um, þ.e. að ríkið eigi alltaf að hafa endanleg- an ákvörðunarrétt, ekki síst i flóknum álita- málum. Varðveisla verðmæta er eitt, opinber forsjá, boð og bönn annað. Myndin er tekin úr lofti yfir Grafarvogssvæðinu. Fremst sést uppfyllingin þar sem unnið er að smíði Gull- inbrúar yfir voginn. Hvad sem líður álitum eða dóm- um sérfræðinga um þróun byggðar í land- inu er ljóst, að atvinnan ræður úrslitum um það hvar menn taka sér búsetu. Einhvers staðar hljóta þess að sjást merki að þorskafli hefur dregist eins mikið saman og raun ber vitni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.