Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1984 * X „Tilvera" „Hægt að segja jafn mikiö með þögninni og ópinu“ „Ekki ég“ heitir þessi veggskúlptúr Steinunnar og er Rætt viö Steinunni Þórarinsdóttur myndlistar konu m „Svir* Steinunn við verk sitt „fmynd“. (Ljósm. Mbl. RAX) unninn í leir. Steinunn Þórarinsdóttir er ung myndlistarkona, sem um þessar mundir heldur sýningu á verkum sínum í Listmunahúsinu í Lækjar- götu. Þetta er fjórða einkasýning Steinunnar og á henni gefur að líta sautján skúlptúrverk unnin í leir, gler og steinsteypu. Steinunn hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis, en sýningin í Listmunahúsinu er fjórða einka- sýning hennar. Hún er fædd í Reykjavík árið 1955 og segist hafa haft gaman af að teikna strax sem barn, þó að það hafi ekki farið að verða „alvarlegt“ fyrr en í mennta- skóla. „Svigrúm til að leita að sjálfum sér“ „Nei, það eru ekki margir myndlistarmenn, sem sækja sína menntun til Englands og það er miður, því þar er mikið að gerast í listum, ekki síst í skúlptúr," segir Steinunn, þar sem við sitjum á vinalegu lofti Listmunahússins og spjöllum um sýninguna og hana sjálfa. „Það er líka skiljanlegt," bætir hún við, „því það er orðið svo dýrt að fara til náms í Englandi á seinni árum. En ég fór út strax eftir stúdentspróf 1974. Byrjaði í Portsmouth College of Art and Design, fór síðan í listadeild Portsmouth Polytechnic og lauk þaðan BA-prófi 1979. Árið eftir var ég svo gestanemandi við Akademíuna í Bologna á Ítalíu. I forskólanum gerði maður til- raunir með alls konar efni, en ég fór strax að hafa áhuga á leirn- um og hef unnið mest úr honum. En ég nota líka önnur efni, gler og upp á síðkastið steinsteypu. Steypan hefur sérkennilega áferð, sem ég sækist eftir að ná fram. Til þess að leggja áherslu á þessa áferð blanda ég í hana öðrum efnum, t.d. mjög grófum sandi og vikri. Mér finnst steinsteypan skemmtileg, þó að lítið sé hægt að gera við hana eftir að búið er að steypa eftir mótinu. Það sama má reyndar segja um glerið, sem ég hita upp í leirbrennsluofni. En leirinn er hægt að móta endalaust áður en hann er brenndur. Ég held, að listamaður hljóti alltaf að vera að segja eitthvað með því sem hann er að gera — annars væri hann ekki að því,“ segir Steinunn. „Ég vil ekki al- hæfa, en þetta er líka viss sjálfsskoðun. Auðvitað er alltaf viss hluti af manni sjálfum i verkunum manns og þau fjalla ekki síst um það hvernig ég og þú upplifum okkur sjálfar. Mín verk byggja öll á manneskjunni og ég vil gefa fólki svigrúm til þess að leita að sjálfu sér í þeim. Sem betur fer er fólk svo margra gerða að útkoman hlýtur að verða síbreytileg eftir því hver á í hlut. Annars hafa verkin breyst. Þau voru meira afger- andi áður — meiri árásargirni í þeim. Nu er ég komin á þá skoð- un, að hægt sé að segja jafn mik- ið með þögninni og ópinu. „Stúdíó Fjóla“ Það var mikil breyting að flytja sig um set frá Englandi til Ítalíu, menningarlegt áfall í jákvæðum skilningi. Ég hafði aldrei komið til Ítalíu áður og sem gestanemandi við Akademí- una hafði ég vinnuaðstöðu, en gat hagað tíma mínum að vild. Það þarf ekki að fjölyrða um allt Íað, sem hægt er að skoða á talíu og fólkið er yndislegt. Ég var þó ekki mjög ánægð með skólann, fannst námið ekki nógu frjótt og Akademían of „aka- demísk". Annars eru deildirnar eins og prófessorarnir sem stjórna þeim. Ég var hjá Germani, sem er mjög frægur, ítalskur myndhöggvari, en nokk- uð hefðbundinn í listinni. Utan veggja skólans er hins vegar mjög mikið að gerast og mér virtist fólk fyrst fara að blómstra eftir að það var komið út fyrir þá. Ég er búin að vera hér heima síðan ’80, en það er best að full- yrða ekkert um það hvort maður er alkominn eða ekki. Ég er reyndar búin að koma mér upp vinnustofu og það heldur i mig að vera hér áfram. Vinnustof- una, Stúdíó Fjólu á Framnesveg- inum, eigum við sjö saman, myndlistarmenn, ljósmyndari, hljóðupptökumaður og trésmið- ur, svo nokkuð sé nefnt. Þarna var til húsa fyrsta bifreiðaverk- stæðið í bænum, í eigu Stein- dórs, og húsið var í svo mikilli niðurníðslu þegar við keyptum það, árið 1982, að við erum fyrst núna farin að geta notfært okkur það sem vinnuaðstöðu," segir Steinunn. En hún býr líka í Vesturbænum, ásamt manni sin- um, Jóni Ársæli Þórðarsyni, blaðamanni, og syni þeirra ung- um, Þórarni Inga, þannig að það eru hæg heimatökin að fara í vinnuna. „Sonur minn er eins og hálfs árs núna og það breytti allri til- högun vinnunnar hjá mér að eignast barn,“ segir hún. „Það er stærsta lífsreynslan sem maður gengur í gegn um og hefur auð- vitað mikil áhrif. En mér finnst ég ekki minna upptekin af myndlistinni síðan. Þetta er indælis viðbót við líf manns þó að hún hafi sín áhrif og það breyti hugsanaganginum að vera ekki lengur sjálf í fyrsta sæti. „Fólk er dálítiö fast í málverkinu“ Þessi sýning er að mörgu leyti frábrugðin þeim fyrri þó að sumt sé líkt. Hún er t.d. ekki eins formföst og það er ýmislegt. sem ég er búin að vinna úr. Ég get ekki sagt að það sé nein kúvend- ing á ferðinni en hvað kemur á eftir veit ég ekki. Ég held að maður verði að gefa sér svigrúm til þess að fikra sig áfram með ólíkan efnivið. Eins og er, hef ég gaman af því að vinna í járn,“ segir Steinunn og bendir á „eng- il“ á vegg, eina járnskúlptúrinn á sýningunni. „En það er ekki gott að lifa af listinni á íslandi og þar við bæt- ist, að það hefur alltaf verið erf- itt að selja skúlptúr hérna heima, því fólk er dálítið fast í málverkinu. Á hinn bóginn held ég ekki, að listamenn eigi að stíla upp á það að selja, heldur reyna að bæta hag sinn í gegnum eigin samtök. Nú er nýbúið að stofna Samtök íslenskra mynd- listarmanna og þau geta orðið sterk ef rétt er á haldið. Þeir eru teljandi, sem geta lif- að af myndlist eingöngu. Fólk vinnur í skorpum og verður svo að fara í eitthvað annað til þess að hafa í sig og á. Þessar aðstæð- ur geta komið í veg fyrir að lista- maður taki út sinn þroska," segir Steinunn, sem sjálf hefur m.a. starfað við útvarp og kennslu. „En ég fékk þriggja mánaða starfslaun í vetur og undanfarið hálft ár hef ég getað verið við myndlist eingöngu. Þannig v'L i ég helst hafa það áfram."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.