Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1984 Sumarið var seint á ferð í Júg- óslavíu að þessu sinni og það var hálfgerður gjóstur þegar þeir voru að splæsa saman júgóslavnesku hjónaleysin undir bjálkahvelfing- unni í skóginum; og þar við bætt- ist að mönnum gekk misjafnlega að troða skógarstigana sem brúð- kaupsfylkingin þrammaði til brúðkaupsveislunnar. En þau Steinhildur og Leifur voru hvorki köld né sárfætt. íslenska vaðmálið og íslensku sauðskinnsskórnir stóðu fyrir sínu. Það er ódýrt að gista Júgóslav- íu. Það er gamla sagan hjá okkur íslendingum: kostnaðurinn við að komast til fyrirheitna landsins leggst þyngst á pyngjuna. Vistin er hræbilleg jafnvel þótt menn láti talsvert eftir sér. Þríréttuð kvöldmáltíð fyrir tvo kostaði í einu úrvalshótelinu suður í Dubro- vnik sem svarar tvö hundruð og fimmtíu krónum, en það er ef mér skjátlast ekki prísinn á svosem tveimur „bjórum" hér á þykjustu- bjórstofunum i höfuðstaðnum. Fyrsta flokks alvörubjór lagði sig á sama stað á eitthvað í kringum fjörutíu krónur og ef menn vildu fá sér brjóstbirtu með kaffinu þá var koníaksjússinn falur í þessu fjögurra stjarna hóteli á nauman þrjátíu kall. Ég er hræddur um að mér hafi láðst að kanna mjólkur- verðið. Dubrovnik er við Adríahafið einsog ég gat um áðan og er sögu- frægur bær. Maður gengur inní fortíðina þegar maður heldur inn- um hliðið í múrnum sem umlykur elsta kjarnann. Þeir fóru með okkur uppí gamla bæinn þegar við vorum i Zagreb og sýndu okkur þar meðal annars apótek sem er búið að vera til húsa í sömu bygg- ingunni síðan á fjórtándu öld; og voru að vonum hreyknir af. í gamla bænum í Dubrovnik er maður aftur á móti kominn í um- hverfi þar sem nánast hver stein- vala á sér aldagamla sögu. Og það er ekki einsog þessi víggirti furðu- bær sé kominn að falli. Allt er ið- andi af lífi. Þeir messa í kirkjun- um, höndla einsog forðum daga við breiðgötuna og torgið, halda heim til sín að loknu dagsverki uppi snarbrött öngstræti sem eru svo þröng að maður getur nánast teygt sig á milli húsanna; og allt er svo hreint og fágað að gestur- inn gæti þessvegna sprangað um á sokkaleistunum. Fyrsti fslenski ferðamannahóp- urinn kom þarna í maílok þar sem María Perello, sem starfar fyrir Samvinnuferðir-Landsýn, tók á móti honum. Hún brá sér til ís- lands í ævintýraleit um árið eins- og hún orðar það, og svo reiprenn- andi er íslenskan og svo mikil er orðgnóttin að maður verður hálf hvumsa þegar maður heyrir nafn- ið og áttar sig á því að hún er spænsk; en raunar virðist hún líka vera orðin fljúgandi fær í króat- isku. María kynnti okkur fyrir Vlasto Kovach, sem meðal annars hefur ferðamálin á þessum slóðum á sinni könnu og sem fannst það auðheyrilega talsverður atburður að íslendingar skyldu vera byrjað- ir að leggja leið sína þarna suður- eftir. Júgóslavar eru einsog fleiri að keppast við að blása í túrista- glæðurnar: tekjurnar eru kærk- omnar á erfiðum tímum. Þjóðverj- ar, Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar eru tíðustu gestirnir, en þeir eru að seilast sífellt lengra, júgóslavnesku ferðamálastjórarn- ir, og Kovach lítur björtum augum til framtíðarinnar. Og ekki að ósekju sýnist manni með þetta umdæmi. Dubrovnik og héraðið í kring verður manni vissulega harla minnisstætt. Þeir hafa allt þarna mennirnir þegar allt kemur til alls: veðurdýrðina og náttúrufegurðina og svo þetta kraftaverk liðna tímans, bæinn innan bleiku múranna sem var byrjaður að hreiðra um sig þarna á klöppunum um það leyti sem Ingólfur okkar var að ráðgast um það við Hallveigu sína hvar þau ættu að byggja í henni Reykjavík. — GJÁ ----------------------------------------------\ Nýtt — Nýtt Vínarkjólarnir eru komnir. Stæröir 42—48. Glugginn, Laugavegi 40, sími 12854. S ^ Leiguflug Flugvélastæröir: 10 farþega Mitsubishi skrúfuþota. 7 farþega Piper Navajo, tveggja hreyfla. 5 farþega Piper Aztec, tveggja hreyfla. 3 farþega Piper Arrow, eins hreyfils. Flugkennsla í fullum gangi símar: 10880 og 10858. HELGI JÓNSSON AIR TAXI REYKJAVÍK AIRPORT - ICELAND TEL : (91 >10880-TELEX 3015 Fjölskylduhátíð Afkomendur Þórunnar og Friöriks, Ystabæ, Látr- um í Aðalvík. Munið Hátíðina 19. júlí. Áríðandi er aö tilkynna þátttöku fyrir 1. júlí. Þórunn sími 91-36330 Friðrik sími 92-7250 Sigrún sími 94-3598 Undirbúningsnefnd. Málverka- uppboð veröur aö Hótel Sögu, mánudaginn 2. júlí nk. kl. 20.30. Myndirnar veröa til sýnis sunnudaginn 1. júlí í Ðreiöfiröingabúö viö Skólavöröustíg 6 frá kl. 14—18 og á Hótel Sögu mánudaginn 2. júlí kl. 13—18. VERKFÆRIN HENTA VIÐAST HVAR. VIÐ SJÁVARSÍÐUNA, IÐNAÐINN, LANDBÚNAÐINN OG HJÁ TÓMSTUNDA FÓLKI *%• * \ M SKELJUNGUR H/F SÍÐUMÚLA 33 SKELJUNGS- SMÁVÖRUDEILD S: 81722 - 38125 BÚÐIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.