Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 37 Morgunblaðið/ Emilía. Reynir Tómas segir að nýtt sónar- taeki af fullkomnari gerð myndi mjög auðvelda rannsóknir og auka öryggi á ákveðnum sviðum. „Það er algengt að foreldrar fari fram á það, en ég get engar hlut- fallstölur nefnt þér. Hins vegar má það gjarnan koma fram hér, að ég segi aldrei að ég sé alveg viss. Ég reyni heldur að sýna fólki hvað sést á skerminum. Ég segi þetta er það sem sést og þið getið svo dregið ykkar eigin ályktanir." — Hvernig taka verðandi for- eldrar svo upplýsingum ykkar, einkum ef ekki er um óskakynið að ræða? „Þeir taka þvi yfirleitt vel.“ „Sónar er ómissandi öryggistæki“ — Er sónar þýðingarmikið tæki, þegar fylgst er með með- göngu konunnar? „Já, sónarinn er ómissandi tæki, og við þurfum nauðsynlega annað tæki. Við erum hér með tæki sem er tveggja ára gamalt og það er ekki eins gott og það þyrfti að vera. Við stefnum því að því að reyna að fá nýrra tæki, sem við gætum notað jafnhliða þessu. Slíkt tæki gæti einnig hjálpað okkur mikið í sambandi við ófrjó- semisvandamál, þar með talið að fylgjast með konum sem eiga í vandræðum með egglos. Jafn- framt verður slíkt tæki nauðsyn- legt, þegar reynt verður að koma af stað frjóvgun utan líkama kon- unnar („glasabörn"). Þá er einnig verið að vinna að því að koma á fót aðstöðu til að taka sýni úr fylgju- vef, til þess að greina litningagalla á fyrstu þremur mánuðum með- göngu. Til þess þarf svona tæki. Þá gæti nýtt tæki, af þeirri gerð sem við þurfum að fá, gert okkur kleift að leita að eggjastokka- krabbameini." — Sónartæki af þeirri gerð sem Reynir Tómas talar um hér að ofan er því greinilega mikið öfyggistæki, sem gæti komið í veg fyrir ómældan andlegan og lík- amlegan sársauka, auk þess sem notkun þess gæti leitt til fyrir- byggjandi ráðstafana og þar með í raun sparað mikla fjármuni í heil- brigðiskerfinu, þegar horft er lengra fram en til dagsins í dag. Með þær röksemdir í huga, þá geta ein til tvær milljónir í slík tækja- kaup, ekki talist stór upphæð, en Reynir Tómas giskaði á að tæki það sem hann ræddi um, gæti kostað einhvers staðar á bilinu eina til tvær milljónir króna. Ljósmynd Valdimar Kristinsson. Ekki óalgeng sjón í 800 metra stökkinu síðasta keppnistímabil; Örvar lang- fyrstur og næstu hestar langt að baki. rannsóknar og staðfestingar og taldi hann rétt að geta þess að endanleg niðurstaða i þessari rannsókn lægi ekki fyrir fyrr en í næstu viku. Örvar átti að baki stuttan en glæsilegan feril sem kappreiða- hestur. Menn tóku fyrst eftir hon- um 1981 á Vindheimamelum en þá varð hann í þriðja sæti í 350 metra stökki. Eftir þessar kappreiðar var örvar keyptur suður og aðeins viku seinna setti hann íslandsmet i 400 metra stökki á Mánagrund við Keflavík, 27,4 sek. Stendur þetta met enn í dag. Árið eftir keppti Örvar víða um land í 350 metra stökki og var hann ávallt meðal hinna fremstu. Á siðustu kappreiðum ársins ’82 var örvar reyndur i fyrsta skipti í 800 metra stökki á Hellu. Var það ógleyman- legur sprettur því hann bókstaf- lega stakk keppinauta sina af og þegar hann kom á ráslínu þar sem hleypt er af stað í 350 metra stökki startaði klárinn á nýjan leik eins og það er orðað á máli kappreiðamanna og jók enn frekar á forskotið. Var þetta fyrirboði að því sem í vændum var þvi árið eftir keppti Örvar eingöngu i 800 metrunum og var hann svo að segja ósigrandi á þeirri vegalengd á síðasta keppnistímabili. Orvar var undan Blesa 598 frá Skáney og hryssu frá Hindisvik, fæddur 1975. Eigandi hestsins var Róbert Jónsson og hleypti hann klárnum sjálfur siðasta keppnis- tímabil. Skeljungur hf. opnar nýja þjónustumiðstöð Kgilsstödum, 16. júní. í MORGUN opnaði Olíufélagið Skeljungur hf. nýja þjónustumiðstöð á horni Fagradalsbrautar og Tjarn- arbrautar þar sem áður stóð Húsiðj- an sf. og fangahús staðarins — en þær fornfálegu byggingar hurfu fyrir fáeinum vikum og í staðinn reis ný- tísku bensínstöð og vistlegur veit- ingaskáli með undraverðum hraða. Auk eldsneytis á bensín- og dís- elbifreiðar geta menn keypt þarna hvers konar viðlegubúnað og vit- anlega allar Shell-vörur. Þá er olíusuga á staðnum svo að bif- reiðaeigendur geta auðveldlega skipt um olíu á bifreið sinni sýnist þeim svo. Þá er góð aðstaða fyrir hreinsun bifreiðarinnar að öðru leyti; þvottastæði með hitalögnum og ryksuga til afnota. 1 grillinu — sem ber nafnið Bit- inn — er boðið upp á fjölbreyttan matseðil, ýmsa smárétti, eggja- rétti, salatrétti, fisk- og kjötmeti auk annarra veitinga. í máli Ólafs Eggertssonar, full- trúa Skeljungs hf., við opnun þjónustumiðstöðvarinnar kom m.a. fram að grunnflötur húsa- kynna er nú 218 fermetrar — en möguleikar eru á stækkun — enda er lóðin 4300 fm. Hönnuðir mannvirkja eru Þór- arinn Þórarinsson, arkitekt, og samstarfsmaður hans, Björn Kristleifsson, arkitekt. Raflagna- teikningar annaðist Rafhönnun sf. í Reykjavík. Verktakar voru auk starfsmanna Skejungs hf.: Ást- ráður Magnússon, Egilsstöðum, Trésmiðja Fljótsdalshéraðs, Þjónustumiðstöð Shell á Egilsstöðum. MorgunblaAM/Ótafur. dóttur lyklana að þjónustumiðstöðinni. Fellabæ, Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum, og Sævar Bene- diktsson, Egilsstöðum, — en eftir- lit með framkvæmdum hafði Sveinn Þórarinsson, verkfræðing- ur á Egilsstöðum. Hjónin Reynir Sigurðsson og Anna Heiður Guðmundsdóttir munu annast rekstur þjónustu- miðstöðvarinnar — en auk þeirra mun 7 manna starfslið þjónusta viðskiptamenn í sumar. — Ólafur Hringdu i 20560 og faöu samband viö Jón Trausta Leifsson, „Ef til vill happadrýgsta símtalið í sögu fyrirtækisins‘‘ Þú ert mikiö í símanum. En af öllum símtölunum geta ótrúlega fá talist mikilvœg. Og aöeins örfá skipta sköpum fyrir reksturinn - eru stefnu- markandi fyrir fyrirtækiö. Viö bjóöum þér aö hringja símtal sem gæti oröiö eitt þeirra. Eitt símtal. Þú finnur varla auöveldari leiö inn í tölvu- öldina. Viö veitum þér upplýsingar um tölvu- mál. Viö kynnum okkur fyfirtækiö, metum þörf þess fyrir tölviiVinnslu og veitum þér örugga ráögjöf sór- fræöinga. Eitt fullyröum viö þó strax: Ef fyrir- tæki þitt hefur ekki þörf fyrir IBM-PC einkatölvuna á þvi veröi sem viö bjóöum núna - þá teljum viö hverfandi likur á aö þaö þarfnist á annaö borö einkatölvu. IBM-PC var ekki kjörin tölva ársins ’83 af fag- mönnum fyrir tilviljun. IBM er óumdeildur konungur tölvu- framleiöenda og velgengni IBM-PC kom þvi fæstum á óvart. Hún varö strax söluhæsta einkatölvan á Bandaríkjamarkaöi, og fyrir vikiö eru nú öll forrit fyrir einkatölvur fyrst og fremst hönnuö fyrir IBM-PC. Þaö tryggir ennfrekar yfirburöi hennar yfir aörar einkatölvur. 24% verðlækkun! Hin mikla velgengni (í ár veröa fram- leiddar 2 milljónir IBM-PC einka- tölva) hefur gert framleiöandanum kleift aö lækka veröiö á (slandi um allt aö 24%. Allar tölvur hafa lækkaö í veröi aö undanförnu vegna niöur- fellingar vörugjalds og söluskatts. IMB-PC hefur lækkaö um allt aö 24% meira. Hún kostar nú aöeins frá kr. 74.700. Fyrir hvem? IBM-PC er ekki leikfang: Hún hentar fyrirtækjum og stofnunum. IBM-PC opnar nýja möguleika. Hún sinnir ekki aöeins skjalavörslu, bók- haldi, útskrift bréfa og annari rit- vinnslu - heldur hjálpar einnig til viö útreikning og útskrift t.d. á tilboöum og verölistum. Þreytandi rútinuvinna minnkar og möguleikar á betri stjórnun og markvissari ákvaröana- töku aukast. Leiðandi fyrirtæki í áratugi höfum viö hjá Skrifstotu- vélum hf. veriö i nánu sambandi viö islensk fyrirtæki, fylgst vel meö erlendri þróun í skrifstofutækni og haft bein áhrif á hinar öru framfarir hérlendis. Á þessum grunni er þjónusta okkar byggö. Hring<Ju í síma 20560, eða komdu viö á Hverfisgötu 33. Þaö gæti skipt sköpum. Lyklaboróið er einfalt i notkun 09 hefur baeði rit 09 reiknivélarborð. V M1 Cjfp Authorized IBM Dealer - IBM Personal Computer 'fSr' & SKRII FST< DFUVÉLAR H.F. % m Hverfisgötu 33 — Simi 20560 ^ Pósthölt 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.