Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNl 1984 47 «■ yfirsmiður, „en gera má ráð fyrir að það sé um tvisvar til þrisvar sinnum dýrara en að byggja venjulegt timburhús." Arkitekt hússins er Hjörleifur Stefánsson, og húsið gert upp sem líkast því sem það var uppruna- lega. Innréttingar eru valdar af stakri smekkvísi og í dag er Lax- dalshús því virkilegt augnayndi. Kom hingað í leiftur- heimsókn En húsið býr yfir fleiru en feg- urðinni, því eins og fyrr segir er ætlunin að þar verði menningar- miðstöð og margvísleg starfsemi í sumar. „Upphaflega lét ég mig dreyma um að gamli barnaskólinn gæti orðið nokkurskonar menningar- miðstöð bæjarins," segir örn Ingi, mættur á staðinn og búinn að fá sér sæti við eitt borðið á útiveit- ingastaðnum bak við húsið. „En þar sem fyrirséð var að viðgerðum yrði ekki lokið á næstunni, datt mér í hug að koma hingað og líta á hafa verið svona lengi þarna vegna þess að i bankanum var mjög góður starfsandi. Mannleg samskipti geta bjargað mörgu, þótt vinnan sjálf sé ekki ýkja skemmtileg." — Þótti það ekki bíræfið á sín- um tima að segja upp fastri vinnu? Hefur það ekki hingað til þótt ein af dauðasyndunum? „Jú, það þótti mjög skrítið. Bestu menn aðvöruðu mig vinsam- lega. Ég hafði málað í fristundum en er ekki skólagenginn myndlist- armaður, ég spila yfirleitt eftir eyranu i því sem ég geri. Jú, þetta var átak, líklega jafnmikið átak og það sem ég er að gera núna með því að opna húsið hérna. Eiginlega kom að þvi að ég sprakk i bankan- um, varð að gera þessa tilraun. Ég hætti í ársbyrjun ’77 og nú fyrir skömmu fékk ég þriggja mánaða starfslaun listamanna, það tekur um átta til tiu ár fyrir íslenskan listamann að róta sig í jarðveginn. Ég hef unnið fyrir mér með mynd- listinni og innrömmun jöfnum höndum og tekið að mér ýmis verkefni. Jafnframt þessu hef ég verið að byggja hús, þannig að þetta hefur allt tekið á taugarnar og veskið." Eyjafjarðarbotn með rjómaframburði... „Það eru ekki nema um tveir mánuðir frá því það lá nokkuð Ijóst fyrir að ég fengi húsið á leigu, svo það hefur verið nóg að — Hvað er fleira á döfinni? „Hér verða málverkasýningar, í húsinu núna er sýning eftir Hring Jóhannesson. Ætlunin er að skipta um sýningu hálfsmánaðar- lega, en húsið hefur fengið óvenju- góð viðbrögð frá myndlistar- mönnum í Reykjavík, því nú eru sýningar bókaðar fram á vetur. Um leið og skipti verða á sýning- um verður skipt um borðljóð, en við vonumst til að fá send ljóð sem valið verður úr og þeim svo safnað saman í ljóðabók. Fyrsta borðljóð- ið var eftir Guðlaug Arason og heitir: Til þín og ljóðið sem nú er á borðum er eftir Heiðrek Guð- mundsson. Það er ýmislegt fleira á döfinni, tríó hússins mun leika fyrir gesti, en i því eru Halldóra Arnardóttir sem leikur á fiðlu, Oliver Kentish sem leikur á selló og Magna Guð- mundsdóttir sem einnig leikur á fiðlu. Þau eru öll starfsfólk húss- ins, og reyndar ótal margt lista- fólk sem mun leggja fram starfs- krafta sína, ég veiti þeim einungis aðstöðuna og gef þeim svo kakó- bolla á eftir! Þá verður leikhópurinn Svart- fugl með uppákomur, félagar úr ýmsum áttum. Við hvetjum fólk hér með til að hafa samband við okkur, því ætlunin er að hafa hér reglulegar uppákomur í garðinum síðdegis á laugardögum ef ekki viðrar mjög illa og að auki munum við fara eitthvað út fyrir, t.d. í göngugötuna Hafnarstræti. Laxdalshús. Ég kom hingað í leift- urheimsókn, húsið skoraði mig á hólm og ég tók áskoruninni. Mér hefur fundist allt of mikill að- stöðumunur milli landshorna, og fólk þarf því að takast á við þessa hluti og bæta um betur. Það má líkja þessu húsi við nýsköpunar- togara, við erum búin að færa út landhelgina og hér mega allir veiða.“ örn Ingi hefur fengist við ýmis- legt um ævina, m.a. unnið út- varpsþætti sl. ár. Hann á það sam- eiginlegt með þeim Gauguin og Megasi að hafa unnið i banka og hætt því til að þjóna listgyðjunni. „Ég vann í Landsbankanum á Akureyri í 11 ár, jafn lengi og Gauguin. Eftir á finnst mér ég gera að undanförnu. Ég verð að gjörnýta húsið og hef neyðst til að fara út í veitingahúsrekstur. — Hver sér um eldamennsk- una? „Það má segja að við Guðlaugur Arason verðum hálfbrytar, hann er einn af starfsmönnum hússins, en ekki yfirkokkur og rekstrar- stjóri hússins eins og sagt var í frétt Mbl. fyrir skömmu. Við bjóð- um upp á ýmsa smárétti og sitt- hvað með kaffinu, svo sem eins og fylltan Eyjafjarðarbotn með rjómaframburði. Og svo er ætlun- in að fá hingað kokka alls staðar að af landinu, bæði lærða og leika og halda sérstakar matarveislur á föstudags- eða laugardagskvöld- um.“ Hestvagnar og hestaleiga „Við verðum með hraðbát um Pollinn, það verður hægt að fara skrens um fjörðinn og taka bátinn á leigu í lengri ferðir svo sem til Hríseyjar. Hestvagnar verða dag- lega í ferðum um gamla bæinn, og um helgar verðum við með hesta- leigu. Vagnarnir taka fimm far- þega hvor og það eru tveir hestar fyrir hvorum vagni. — Hvernig undirtektir hefur þessi nýja menningarmiðstöð fengið hér á Akureyri? „Mjög góðar. Hingað hafa kom- ið 2.000 manns á einni viku. Sjálf- ur hef ég sjaldan orðið vitni að eins mikilli gleði og þegar opnað var hér um hvítasunnuna. Húsið fylltist af blómvöndum, ein stór blómakarfa kom t.d. frá einhverj- um sem ekki vildi láta nafns síns getið, en sagðist vera borinn og barnfæddur Akureyringur. Það var stórkostlegt að sjá unga sem aldna koma hingað í húsið, það komust færri að en vildu og marg- ir urðu frá að hverfa." — Mér er sagt að þú sért þekkt- ur af ýmsum frumlegum uppá- tækjum hér í bæ. M.a. gengur hér sú saga að þú hafir boðið fólki í kalt borð, og er allir mættu upp- áklæddir var dregið fram borð sem kælt hafði verið í frystikistu. Er þetta satt? Örn Ingi hlær og er greinilega skemmt. Síðan Iftur hann upp og segir: „Nei, sagan er ósönn, en í mínum anda.“ ÍSSKÁPAR Skeljungsbúðin aöumúla 33 FYRIR 12V, 220V, OG GAS ERU FYRIRLIGGJANDI simar 81722 og 38125 Happdrætti Krabbameinsfélagsins Vinningsnúmer 17. júní 1984: Mercedes Benz bifreiö 1346538 Honda Civic bifreiö: 15476 Bifreiðar fyrir 320 þús. kr.: 24626 110133 140151 170004 Sinclair Spectrum heimilistölvur: 4657 37377 65638 10770 37975 72532 14058 56644 73540 14109 59052 85091 14387 59835 88339 15069 61148 89708 27305 63139 91055 29900 63892 96129 35074 65539 97023 104132 125356 155893 105068 129883 157130 107662 139123 157189 109122 141298 169276 113486 146820 172747 114769 149118 115571 149718 119686 151849 120730 153075 Handhafar vinningsmiöa framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélags Reykjavíkur aö Tjarnargötu 4, 4. hæö, sími 19820. Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuðning. Vantar ÞIG PASSAMYND TILBÚIN Á AUGABRAGDI Myndatökur viö öll tækifæri Tökum einnig eftir __ gömlum myndum RÉTT VIÐ HLEMM LIÓSMYNDASTOFA REYKIAVÍKUR ZyERFlSCOTU IOS 62M66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.