Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 48
OPIÐALLA DAGA FRÁ
KL. 11.45-23.30
SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Eltingarleikurinn í fullum gangi.
Morgunblaftift/RAX.
Eltingarleikur við drukk-
inn mann á stolnum bát
Lögreglan í Borgarnesi hefur siglt Dropa uppi og handtekur manninn um bord.
„Sá ekki
ástæðu til
að bera
á túnin“
— segir Benedikt Sigurös-
son, bóndi á Grímsstöðum
„ÁSTANI) túnanna hér er svo slæmt
að það eru varla til orð til að lýsa því,
ætli þau hafi ekki kalið a.m.k. um
80—90$v“ sagði Benedikt Sigurðs-
son bóndi í Grímstungu, Grímsstöð-
um i Fjöllum, þegar hann var spurð-
ur um ástand túnanna i Fjöllum.
„Túnin hafa aldrei komið jafn illa
undan vetri eins og núna og samt var
hann ekkert óvenjulega harður. Að
vísu voru mikil svellalög hér yfir öll-
um túnum fram i sumar og það getur
farið illa með þau að lokast svona
lengi undir svelli.
Við hér í sveitinni vorum búnir
að þurrka upp land til að fá ný tún
sem við treystum að yrðu eitthvað
betri en þau gömlu eftir leys-
ingarnar en það var sama sagan
með þessi tún, þau litu jafn illa út
og ollu okkur miklum vonbrigðum.
En það verður að sjálfsögðu reynt
að nýta öll túnin eftir föngum,
a.m.k. reynum við að slá eitthvað."
Benedikt sagði að bændurnir á
Fjöllum hefðu sumir hverjir ekki
einu sinni keypt áburð og útlit með
heyskap hjá þeim væri það sama.
Kvað hann suma þó hafa reynt að
bera á túnin af gömlum vana en
það hefði verið til einskis og væri
því útlitið jafnslæmt hjá þeim öll-
um.
„Ef skepnuhald á að vera hér
áfram verðum við náttúrlega að
kaupa hey annarstaðar frá,“ sagði
Benedikt, „og við viljum vera
öruggir með fóður handa skepnun-
um áður en vetur gengur aftur í
garð. Við erum ekki farnir að
kanna ennþá kaup á heyi en okkur
hefur nú þegar verið boðið til
kaups hey úr Vopnafirði og Eyja-
firði.
Það er alveg ljóst að við þurfum
að kaupa miklu meira hey ef við
ætlum að halda sömu skepnutölu
en t.d. í fyrra, þegar við lentum
einnig í því að túnin kól hjá okkur,
því ástandið er svo miklu verra
núna en þá. í fyrra var þó kannski
ástæða til að bera í túnin en nú
sáum við ekki einu sinni ástæðu til
þess.
LÍTILLI trillu, Dropa, var stolið úr
Keykjavíkurhöfn í fyrrinótt. Niðist
hún um hidegisbilið í gær skammt
fri Borgarnesi eftir nokkurn elt-
ingarleik. Einn maður var um
borð, nokkuð ölvaður, og var hann
settur í fangageymslur lögreglunn-
ar í Borgarnesi. Biturinn er talinn
óskemmdur.
Um klukkan 8 í gærmorgun
fór eigandi trillunnar Dropa
RE-524 niður á Grandagarð til
að líta eftir trillu sinni þar sem
hann hafði skilið við hana dag-
inn áður bundna við bryggju
skammt frá Kaffivagninum. Þar
var þá enginn Dropi og tilkynnti
hann stuld Dropans til lögregl-
unnar. Bátar á Faxaflóa voru
beðnir um að svipast um eftir
bátnum.
Um klukkan 9.30 tilkynnti
Akranesbáturinn Haraldur Ak-
10 hvar trillan væri. Blaðamaður
náði símasambandi við skip-
stjórann á Haraldi, Kristófer
Bjarnason, og fer frásögn hans
hér á eftir.
„Við vorum á leið inn til Akra-
ness og um klukkan 9.30 sá ég
trilluna í sjónauka þar sem hún
var rétt fyrir innan Akranes-
baujuna. Við sigldum á móti
henni. Þegar við nálguðumst
kom hik á hana, hún hægði á og
stoppaði en setti svo á fullt aftur
þegar við renndum upp að hlið-
inni. Ég kallaði yfir til hans og
bað hann að stoppa en þá kom
bara steyttur hnefi út úr húsinu
og kallað á móti: „Komið ykkur í
burtu.“ Hann sigldi fram hjá og
var síðan kominn of grunnt fyrir
okkur. Hann sigldi mjög
ákveðna stefnu út fyrir Akranes-
flösina og inn í Borgarfjörð,"
sagði Kristófer Bjarnason, skip-
stjóri á Haraldi.
Þegar fréttist hvar trillan var
fóru lögreglumenn á Akranesi að
gera sig klára til að taka bátinn.
Fóru tveir með Lóðsinum upp úr
klukkan 10 og leituðu fyrst i
kringum Akranes en fóru síðan á
eftir bátnum inn Borgarfjörð
þegar þeir fréttu af honum á
þeirri leið. Borgarneslögreglan
varð þó fyrri til að ná honum
enda var hann komin að Borgar-
eyjum fyrir utan Langárós
skammt fyrir utan Borgarnes.
Þar tóku lögreglumenn mann og
bát og fóru með til Borgarness.
Reynir Tómas Geirsson um sónartæki og kyngreiningu fósturs:
„Foreldrar óska oft eftir upp-
lýsingum um kyn fósturs"
Slíkar upplýsingar ekki veittar
ÞAÐ HEFUR TÍÐKAST hér um áraraðir að vanfærar konur færu í
sónarskoðun einhvern tíma á meðgöngutímanum, til þess að hægt væri að
úrskurða um heilbrigði fósturs, meðgöngulengd, fjölda fóstra og þar fram
eftir götum, en færri hafa vitað að jafnframt er hægt að fá upplýsingar um
hvort viðkomandi vanfær kona gengur með dreng eða stúlku. Samkvæmt
því sem Reynir Tómas Geirsson læknir á Kvennadeild Landspítalans
upplýsti biaðamann Morgunblaðsins, þá er það talsvert algengt að foreldr-
ar vilja fá upplýsingar um af hvoru kyninu fóstrið er, en þær upplýsingar
eru þó ekki veittar jafnoft og beðið er um þær.
„Það er oft hægt að segja til
um hvort kynið konurnar ganga
með, en þó ekki alltaf. Það sem
ræður því, er hvernig fóstrið
snýr og hversu langt á leið konan
er komin, en best er að segja til
um þetta eftir 26. viku með-
göngu, og fyrir síðasta mánuð
meðgöngu,“ sagði Reynir Tómas
Geirsson læknir, annar Iækn-
nema í ákveðnum tilvikum
anna sem annast sónarrannsókn-
ir á Fæðingardeild Landspítal-
ans í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins.
Reynir Tómas sagði að ekki
væru veittar upplýsingar um
hvort kynið væri að ræða nema
þess væri sterklega óskað af báð-
um foreldrum. Sagði hann að
foreldrar tækju upplýsingunum
yfirleitt vel, þó fóstrið væri ekki
af óskakyninu.
„Sónarinn er ómissandi tæki,
og við þurfum nauðsynlega á
öðru og fullkomnara tæki að
halda," sagði Reynir Tómas.
Hann sagði að ef það tæki feng-
ist sem talin væri þörf á, á
Kvennadeild Landspítalans, þá
væri aðstaða til rannsókna, t.d. á
eggjastokkakrabbameini, ófrjó-
semi og litningagöllum í fóstri,
bætt til muna. Auk þess sem
frjóvgun utan líkama konunnar
yrði möguleg með tilkomu slíks
tækis (glasabarn).
Sjá nánar á bls. 36.
Stöðvuð á
Ölfusárbrú
ÖLVAÐUR ökumaöur var stööv-
aður af Selfosslögreglunni á Ölf-
usárbrú eftir eltingarleik Ár-
bæjarlögreglu úr Reykjavík aust-
ur fyrir fjall.
Ökumaðurinn, sem var
stúlka, reyndi flótta með því að
stökkva yfir brúarhandriðið,
þar sem árbakkinn er undir, en
var handsömuð. Hún mun hafa
slasast litilsháttar á hendi.
Það var um tvö í fyrrinótt að
vart varð við einkennilegt öku-
lag bifreiðar ofan við Hólm og
hlýddi ökumaður hennar ekki
stöðvunarmerki lögreglu.