Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 0,máérn^. „Fiskveiðiaðstoðin er til ills eins“ — segir formaður í samtökum indverskra sjómanna um þróunaraðstoð Norðmanna Ósló, 21. júní. Kra Fer A. Borglund, fréttaritara Mbl. Fiskveiðiaðstoð Norðmanna við Indverja kemur indverskum fiski- mönnum að engu gagni. Hún er raunar til ills eins og gerir fáUeka fiskimennina enn fátækari. Ef ekki verður söðlað um í þessum efnum ber að hætta aðstoðinni. Matanhy Saldanha, formaður i samtökum indverskra sjómanna, sem stunda hefðbundnar fiskveið- ar, lét þessi orð falla á blaða- mannafundi í Ósló nú í vikunni en erindi hans til Noregs var að mót- mæla því fyrirkomulagi, sem er á aðstoð Norðmanna, sem hann seg- ir vera allt of tæknilega og ekki eiga erindi við vanþróaðar þjóðir. I samtökunum eru 2,5 milljónir sjómanna í Indlandi. Aðstoð Norðmanna er í því fólg- in, að þeir létu smíða sex togara, sem notaðir hafa verið við til- raunaveiðar og til að þjálfa Ind- verja í meðferð þeirra, og hefur Norad, norska þróunarstofnunin, lagt útgerð skipanna til 16—18 millj. ísl. kr. árlega. Indversk stjórnvöld hafa hins vegar séð um reksturinn sjálfan. „Indverjar þurfa ekki á að halda togurum, sem fiska á djúpslóð. Landsfólkið hefur ekkert gagn af þeim fiski, sem þeir veiða, aðal- lega rækju, sem er flutt út til Jap- ans. Leiðsögunemar kynna sér aðstæður í Árbæjarsafni. 37 nýir leiðsögumenn ÞANN 14. maí sl. útskrifuðust 37 nýir leiðsögumenn af námskeiði sem Ferðamálaráð íslands hélt síðastlið- inn vetur fyrir leiðsögumenn ferða- fólks. Námskeiðið hófst í lok septem- ber síðastliðið haust og stóð fram í maí. fyrirlestrar voru haldnir 2 kvöld í viku. Fyrir áramót var kennt um sögu íslands, jarðfræði, tit' msmrr imri —■íií hih— ini gróður, dýralíf, atvinnumál, þjóð- félagsmál, bókmenntir og listir. Fyrirlesarar voru sérfræðingar hver á sínu sviði. Eftir áramót leiðbeindu reyndir leiðsögumenn um helstu ferðamannastaði og al- gengustu leiðir. Auk þess sá Rauði kross íslands um námskeið i skyndihjálp og fulltrúar frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík kenndu notkun áttavita. Munnleg próf voru á erlendum tungumálum og skriflegt próf í íslensku. Nám- skeiðsstjóri var Birna G. Bjarn- leifsdóttir. Leiðsögunámskeið eru að jafn- aði haldin annað hvert ár og er þetta fimmta námskeiðið sem Ferðamálaráð heldur. Með lögum um skipulag ferðamála frá 1976 var Ferðamálaráði íslands falið að annast menntun og þjálfun leið- sögumanna, en áður sá Ferða- skrifstofa Ríkisins um það mál. Fréttatilkynning. AFMÆLISRIT IOGT 100 ára í TILEFNI 100 ára afmælis Góð- templarareglunnar á fslandi, IOGT, hefur reglan gefið út sérstakt afmæl- Lsrit og er ritstjóri þess Hilmar Jónsson, stórtemplar. Meðal efnis afmælisritsins má nefna ávarp heilbrigðisráðherra, Matthíasar Bjarnasonar, og grein- ina „Góðtemplarareglan á fslandi 100 ára“ eftir ritstjórann, Hilmar Jónsson. Þá eru í ritinu greinar um allar þær stúkur sem stofnað- ar hafa verið á íslandi frá 1884, er fyrsta stúkan, ísafold nr. 1, var stofnuð. Curator komið út CURATOR, tímarit Félags hjúkrun- arfræðinema í Háskóla Islands, er komið út og er það fyrsta tölublað áttunda árgangs. í blaðinu er að finna fjölda greina eftir hjúkrunarfræðinema sem þeir hafa unnið í tengslum við námið eða utan þess. Einnig er í blaðinu grein eftir Guðfinn P. Sig- urðsson heilsugæslulækni og Ingi- björgu Sigmundsdóttir hjúkrun- arfræðing. Fyrst fljugum við til Florida og hvílum okkur á huggulegu hóteli í 2 nætur áður en siglt er af stað í 16 daga ævintýraferð um Karibahafið. Skemmtiferðaskipið Sun Viking er ævintýraland á floti. Þar er að finna næturklúbba, spilasali, verslanir, veitingasali, snyrti- stofur, sundlaug, íþróttasal og margt, margt fleira. Ferðinni lýkur síðan með 6 daga dvöl í Florida. Gerum drauminn að veruleika mixvTik FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstígl. Simar 28388 og 28580 VIÐ HÖLDUM TIL HAFS Á NÝ! KARÍBAHAFIÐ JAMAICA — CURACAO — VENEZÚELA — BARBADOS — MARTINIQIJE — ST. MARTEEN — PUERTO RICO — VIRGIN ISLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.