Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 21 Eyjólfur Konráð Jónsson á lánanáðinni. Þá þyrfti ekki meira fé heldur minna „úr ríkis- sjóði“, því að „úlfurinn" hefði ekk- ert af því étið. Eða hvernig gátu afurðasölufélög bænda „lánað“ þeim það fé sem þeir áttu en ekki borgað þeim það út? Og það sem mest er um vert frá sjónarmiði allra þeirra sem ekki vilja þola valdasvindl, sérstaklega ekki svindl sem byggt er á fjármunum þeirra sem valdbeitingin beinist að. Leyndin öll er líka skelfileg og hlýtur að koma við sálarskarn þeirra annars ágætu manna sem sitja í „leyndarráðinu". Meira verður ekki rætt um þessa hlið greinar Hallgríms núna, heldur aftur vikið að niður- lagi hennar. Þar segir m.a.: „Ef þið aftur á móti viljið út- færa málflutning ykkar á víðara plan og berjast fyrir auknu rétt- læti í okkar ágæta þjóðfélagi, ekki bara í gegnum SÍS-veldið, heldur einkareksturinn líka, þá er enginn vafi á að þið eignist marga liðs- menn.“ Það eru fyrst og fremst þessi orð sem knúðu fram svar, þótt þess væri ekki beint óskað. Þau eru nefnilega bæði drengileg og í tíma töluð. Einkareksturinn hefur meira og minna verið lagður í rúst á ofstjórnar- og upplausnar- áratugnum nýliðna. Og þar sem hann ekki er í rúst þá er hann í felum. Skömmtunarstjórnin í pen- ingamálum, þar sem sumir hafa fengið „óverðtryggð lán“ og veita svo öðrum „óverðtryggð lán“ til að blekkja þá og hlekkja, en hirða sjálfir nokkra tugi prósenta á ferðalagi fjármunanna er undirrót þess ófarnaðar sem svo til allir súpa nú seyðið af. Ofstjórnar- stefnan er ekki bara í SÍS — eða huldumennskan. Strax skal ég nefna annað félag, það heitir Sam- einaðir verktakar. Það á beint og óbeint þrjá fiórðu hluta stórbygg- inganna á Artúnshöfða, sem al- menningur nefnir Pentagon, og gífurlegar eignir aðrar, m.a. á fjórða hundrað milljóna í bein- hörðum peningum. Og álíka fá- mennisstjórn eins og í SÍS valsar með þessa peninga annarra án þess að virða eigendurna, hluthaf- ana, viðlits. Þar er að finna anga einkennilegs valdasvindls á ls- landi. Hins vegar tek ég það ekki til mín að ég hafi ekki reynt að stuðla að því að einkaframtakið gerði hreint fyrir sínum dyrum, því að fyrir því hef ég barist í svo sem eins og aldarfjórðung og m.a.s. skrifað um það heila bók og lofa Hallgrími Sveinssyni því hér og nú að þeirri baráttu skal haldið áfram, en bið hann i leiðinni að taka aftur í huga sér orðin: „Þessi úlfur ykkar mun ekki birtast und- an sauðargæru Sambandsins." Það veit hann nefnilega ekki. Fátt er nú hvimleiðara í ræðu eða riti en fornafn fyrstu persónu. Samt segi ég! Þegar ný löggjöf var sett um hlutafélög 1978 var mjög ítarlega um málið fjallað í þingnefndum sem fluttu marga tugi breyt- ingartillagna, sem allar hnigu i réttlætis- og frjálsræðisátt. Marg- ar þeirra flutti ég, þ.á m. að engar hömlur mætti leggja á meðferð hlutabréfa þar sem hluthafar væru fleiri en 200, hlutfalls- eða margfeldiskosningar skyldu við- hafðar við val stjórnar- og trúnað- armanna, ekki mætti nota at- kvæði í skjóli hlutafjár sem félag- ið sjálft ætti, allir ættu frjálsan aðgang að hlutafélagaskrá og ótal margt annað til að svifta af leynd, tryggja lýðræði og réttindi minni- hlutans og uppræta misnotkun og naglaskap. Eg fékk líka samþykkta fyrir nokkrum árum þingsályktun um endurskoðun samvinnufélagalög- gjafarinnar, þar sem hún yrði að- löguð frjálslegum hlutafélaga- lögum. Yfir því er dauðaþögn og var þó sérstaklega tekið fram að samráð skyldi haft við samvinnu- hreyfinguna. Og stjórnendur ein- stakra hlutafélaga fara á svig við lög — enn. (Það virðist alltaf taka um hálfan áratug að láta kerfið skilja að það er ekki hafið yfir lög.) Tökum sameiginlega á þessum málum, Hallgrímur, eins og þú stingur upp á og ótal margir fleiri. Þá mun vel farnast í íslensku at- vinnulífi, hvort sem almennings- félögin verða kölluð samvinnufé- lög, almenningshlutafélög eða eitthvað annað. Samvinnuhreyf- ingin í hinum engilsaxneska heimi og víðar er víst einmitt opin hluta- félög enda lagði Erlendur Einars- son, sem nú er að ósekju skamm- aður fyrir alla hluti, einu sinni til, að íslensku samvinnufélögin yrðu færð í nútímalegt horf. En „stór- hugsjónamenn” fortíðarinnar drápu hugmyndir hans í fæðingu þvi að allt væri svo hreint og fínt hjá hreyfingunni — eða eins og „spurning" þín nr. 4 hljóðar: „Er ykkur kunnugt um að lík- lega hafa bændur sjálfir meiri- hluta í stjórnum 90% kaupfélaga, samvinnufélaga og vinnslustöðva Iandbúnaðarins á íslandi?“ Þessi var hörð. Þú verður að svara henni sjálfur. Kannski gera það líka ein- hverjir aðrir „samvinnumenn". Eru þeir ekki eitthvað um 40 þús- und samankomnir í lýðræðinu? Og eru ekki bændur bara 4 þúsund? Þú segir þá „í stjórnum" að 90% hundraðshlutum. En heldurðu að þeir ráði stjórn að 10 hundraðs- hlutum? Það er vafamál, því að Kerfið blífur. En því ætlum við sem sagt að breyta Hallgrímur. Ekki satt? Sauðárkróki, 21. júnl 1984. Ég vil í tilefni áttrœðisafmœlis míns þakka öllum er sendu mér gjafir og hugheilar afmæliskveðjur. Einnig þakka ég ferðafélögum mínum í afmælisferðinni hlý handtök og sérstaklega fararstjórunum Ásthildi og manni hennar sem gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð og gæfanfylgi ykkur öllum. Sigfús Bjarnason, Sjafnargötu 10. Reykjavík. Gardínuhúsið Mikiö úrval af Ijósum bómullar- og dralonefnum. Einnig ítölsk efni, damask, velour, ódýrir stórísar, eldhúskappar, tauplast og fl. og fl. Vönduö vara, góö þjónusta. (SmmtlínuH'ú&ið Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1, sími 22235. Vs / Niðjamót Vatnsfjarðarhjóna séra Páls Ólafssonar og Arndísar Eggerz frá Vatns- firði við Djúp, veröur í héraðsskólanum að Reykjum í Hrútafiröi dagana 7.-8. júlí nk. Niðjar og makar þeirra eru hvattir til að fjölmenna til mótsins. Vin- samlega tilkynnið þátttöku fyrir þriðjudagskvöld 3. júlí til einhvers eftirtalinna: Arndísar Pétursd., s. 30564, Arndísar Hannesdóttur, s. 685925, Kristínar Þorbjarnardóttur, s. 38435, Ágústar Gíslasonar s. 94-2162 og Jakobínu Theódórsdóttur, s. 94-2553. Hópferðabíll fer frá Umferöarmiöstöð Rvík kl. 10 árdegis 7. júlí. 30 íbúðir °96 raðhús )æmi um verð á 3ja herbergja íbuð: Kr. 1.610.000,- Byggingarmeistarí biður eftir veðdeildar- láni, útfoorgun dreyfist i allt að 18 mánuði og eftirstöðvar lánaðar i5til 1nA' RÚNAR GUNNARSSON. ARKITÍKT Vorum að fá til sölumeðferðar 30 íbúðir vestast í vesturbænum, þar sem útsýni og þægindi gerast best, stutt er í miðbæinn og 800 m2 verslunar- og þjónustumiðstöð á neðstu hæð, svo hægt er að gera innkaup- in á inniskónum, sem sagt allt á sama stað. Þama verða 30 2ja og 3ja herbergja íbúðir af misjöfnum stærðum og gerðum, bílskýli fýlgir hverri íbúð. íbúðimar afhendast tilbúnar undir tréverk ásamt allri sameign frágenginni, tilbúnum þægilegum bílskýlum, á tímabilinu október - febmar '85. Opið kl 1—3. T ST0FA HERB oo BAÐ ELD Hestar ibúðimar em með sérínngangi og þama eru 2ja hæða penthouse íbuðir. Teikningar og nánarí upplýsingar em á skrífstofunni alla daga vikunnar. Síminn er 68 77 33. FASTEIGNASALAN \CÖ FJÁRFESTING ÁRMÚLA1,105 REYKJAVÍK, SÍMI68 77 33 LogtrB&ngtiT Pétur P«f SigwAMon hdl Dæmi um verð á 2ja herbergja íbuð: Kr. 1.000.000- Byggingaimeistarí biður eftir veðdeildar- láni, útfoorgun dreyfist i alft að 18 mánuði og eftirstöðvar lánaðar í 5 tiMO ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.