Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNl 1984 Texti: Valgerður Jónsdóttir Myndir: Friðþjófur talinu eigandi og íbúi hússins Guðlaugur Guðmundsson sýslu- maður. 1906 koma kaupmenn aft- ur til sögunnar og þá er skráður eigandi Gudmann Efterfölgers, og 1913 verður eigandi Carl Höefner, og árið 1918 selur Höefner svo Jóni Stefánssyni kaupmanni og ritstjóra húsið Hafnarstræti 11. Hallgrímur Davíðsson var versl- unarstjóri hjá Höefner og bjó í Laxdalshúsi frá 1906, en Jón Stefánsson mun þó hafa búið þar í ein tvö ár áður en hann keypti. Jón Stefánsson býr svo í húsinu til 1920, en eftir það ýmsir leigjend- ur. Virðist oft hafa verið þröngt búið. Samkvæmt manntalinu virð- ist aðeins ein fjölskylda búa í hús- inu fram að 1921, en þá eru tvær fjölskyldur skráðar í húsinu. 1935 búa fimm fjölskyldur í Laxdals- húsi er telja 15 manns, og 1943 búa þar 22 manns. Árið 1943 selur Jón Stefánsson húseignina Hafnarstræti 11. Kaupandinn er Guðmundur Bergsson fyrrverandi póstmeistari í Reykjavík. Hann átti húsið að- eins í eitt ár, og selur það Akur- eyrarbæ 13. nóvember 1943. Frá þeim tíma hefur Akureyrarbær verið eigandi hússins, og verið notað til íbúðar. Árið 1976 eru fjórir þar á íbúaskrá. Viðgerðir á Laxdalshúsi hófust svo vorið 1978, er ákvörðun hafði verið tekin um friðun þess að frumkvæði Gísla Jónssonar menntaskólakennara. „Það eru engar tölur til um hvað viðgerð- irnar hafa kostað," segir Sverrir „Húsið skoraði mig á hólm Löngum hefur verið rætt um aðstöðumun Reykvíkinga og ná- granna þeirra og ann- arra landsmanna sem búa í hinu svokallaða dreifbýli. Fyrir kemur að íbúar höfuðborgar- svæðisins flytjast bú- ferlum og taka sér ból- festu einhvers staðar fjarri Reykjanesskagan um, svona til að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast því hvernig hinn helmingur íslend- inganna hefur það. Sumir kunna vel við sig og festa rætur í nýjum jarðvegi, en aðrir eiga enga ósk heitari en að fá að komast á heima- reitinn aftur, fá að kom- ast í kvikmyndahúsin, leikhúsin, á myndlist- arsýningarnar, í einu orði sagt, Menninguna með stórum staf. Á Akureyri býr maður nokkur sem ekki lætur sér allt fyrir brjósti brenna þegar Menningin er annarsvegar. Hann segist vera innfæddur Akureyringur, og seg- ist vera svo elskur að sínu heima- plássi að hann hafi aldrei yfirgefið það í lengri tíma í senn en þrjár vikur. Sá sem hér um ræðir heitir örn Ingi, sjálfmenntaður myndlistar- maður og nýbúinn að fá í fyrsta sinn úthlutað starfslaunum lista- manna. Örn Ingi hefur nýlega tek- ið elsta hús Akureyrar, Laxdals- hús, á leigu og ætlar að koma þar upp menningarmiðstöð. Við mæltum okkur mót við Örn Inga í Laxdalshúsi og er gengið er upp tröppur hússins má heyra hamarshögg einhvers staðar inn- an úr húsinu. Inni í húsinu virðist í fljótu bragði allt fullunnið, mál- verk á veggjum, dúkuð borð og meira að segja borðljóð á hverju borði. Það er yfirsmiðurinn, Sverrir Hermannsson, sem er að leggja síðustu hönd á litla eldhús- ið sem snýr út að garðinum bak við húsið. Hann kann greinilega vel til verka, enda verið valinn til ein hæð og ris. í húsinu hafa búið allt að fjórar fjölskyldur, milli 20 og 30 manns þegar íbúarnir voru flestir." Saga Laxdalshúss Meðan við bíðum eftir Erni Inga er ekki úr vegi að rifja upp sögu hússins. í Akureyrarsögu Klem- enzar var það danskur kaupmað- ur, Kyhn að nafni, sem lét reisa húsið árið 1795. Lóðinni hafði áður verið úthlutað öðrum dönskum kaupmanni, Hemmert að nafni, en August Steincke og Eggert Lax- dal, sem bjó mjög lengi í húsinu og nafn þess mun vera dregið af. Ekki er vitað hvenær Gud- mannsverslunin hefur selt húsið, en talið er víst að það hafi um tíma komist úr eigu dönsku kaup- mannanna. I manntalinu 1902 er Páll Briem skráður eigandi og húsráðandi í Laxdalshúsi, sem þá heitir Hafnarstræti 11, en um aldamótin voru tekin upp götu- nöfn og húsnúmer á Ákureyri. Páll Briem er eigandi hússins til 1904, en 1905 er samkvæmt mann- GUÐLAUGUR ARASON 1. Borðljóð Þetta hefur verið langur, dimmur vetur og sjáöldur mín orðin vön skammdegi á glugga. Jafnvel tekið það í sátt. Enda sögðu þau fátt. Að sönnu þráði ég ljósið en árstíðum gat ég ekki stjórnað. Þess vegna blygðaðist ég mín í morgun. Mér varð það á að bregða hönd fyrir augu þegar þú komst í dyrnar og varpaðir ofbirtu inn um þröngan sálarglugga. En nú ertu loksins, loksins komin á hvítum kufli og ég staðráðin í að stöðva gang himintungla. Guðlaugur Arason. Fæddur á Dalvlk 1950. Starf: Rithöfundur. Aður á prenti: 4 skáld- sögur, sjónvarpsleikrit, þýöingar og smásög- ur. og ég tók áskoruninni Rætt við Örn Inga í Laxdalshúsi, nýrri menningarmiðstöð á Akureyri að gera upp flest gömlu húsanna í bænum. „Ég byrjaði á Túliníusarhúsi hér fyrir rúmum 10 árum, það var þá talið ljótasta húsið í bænum en nú eru fleiri á þeirri skoðun að það sé eitt af fallegustu húsunum, þó það þurfi að halda því betur við en gert hefur verið undanfarin ár.“ Og það eru fleiri hús sem hafa notið smiðshanda Sverris, hann hefur unnið við gamla barnaskól- ann, Friðbjarnarhús, Templara- húsið, Nonnahús og Grundar- kirkju, að ógleymdu húsinu sem við erum stödd í. „Það var oft þröng á þingi í þessu húsi,“ segir Sverrir. „Húsið er 85—90 fermetrar að grunnfleti, hann lét aldrei verða af neinum byggingarframkvæmdum. f Akur- eyrarsögu er tilfærður útdráttur úr úttekt á Laxdalshúsi frá árinu 1814, þegar Hans Baagde tekur við forstöðu Kyhn-verslunarinnar. Þar segir m.a.: „í húsinu eru tvær stofur í norðurenda til faktors- íbúðar, eitt herbergi handa versl- unarþjóni, og eitt handa beyki, búr og eldhús." Kyhn kaupmaður átti húsið þó ekki lengi, árið 1817 eignaðist Jó- hann Gudmann verslunina og hús- in sem henni fylgdu. Varð húsið þá íbúðarhús faktora Gudmanns, og bjuggu þar þá menn eins og Hans Wilhelm Lever, sem lengi var faktor hjá Gudmann, Berhard „Húsið er eins og nýsköpunartogari. Við erum búin að færa út iandheigina og bér mega allir reiða. “ Örn Ingi fyrir framan Laxdalshús, elsta hús bæjarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.