Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 Þörfin á nýju sónartæki er orðin veruleg Slíkt tæki myndi auka öryggi og veita möguleika á meiri fyrirbyggjandi ráðstöfunum, en tækið sem nú er notað gerir Reynir Tómas Geirsson læknir teiur að báðir foreldrar þurfi að óska sterklega eftir upplýsingum um hvers kyns fóstrið er, til þess að slíkar upplýsingar séu veittar. SÓNARTÆKI þykir mikið þarfa- þing þegar vanfærar konur eru ann- ars vegar, en megintilgangurinn með notkun þess er að úrskurða um heil- brigði fósturs, hversu langt konan er komin á leið og hvort konan gengur með eitt fóstur eða tvö. Núorðið tíðkast það að allar vanfærar konur hér á Reykjavíkursvæðinu og víðar koma a.m.k. einu sinni á meðgöngu- tímanum í sónarskoðun á Kvenna- deild Landspítalans. Að jafnaði fara um 150 konur í sónarskoðun á viku hverri. Tæki það sem notað er full- nægir engan veginn þörfinni og er ekki nógu fullkomið tii þess að hægt sé að framkvæma allar þær rann- sóknir sem taldar eru nauðsynlegar í öryggisskyni. Því mun nú vera stefnt að því að fá annað sónartæki, enn fullkomnara en það sem fyrir er, og ef það fæst, þá verða bæði tækin í notkun jafnhliða, sem þýðir tvöföld- un afkasta á við það sem nú er. Reynir Tómas Geirsson læknir er einn þeirra sem annast þessar sónarrannsóknir á Kvennadeild Landspítalans, og til þess að for- vitnast ögn um þessa starfsemi snéri blaðamaður Morgunblaðsins sér til Reynis Tómasar og spurði hann nokkurra spurninga. — Fara allar vanfærar konur á landinu í svona sónarskoðun einu sinni á meðgöngutímanum? „Það er ekki nein ákveðin opin- ber stefna í því máli hér á landi, en það nálgast það samt sem áður að allar vanfærar konur fari einu sinni í sónar á meðgöngunni að minnsta kosti á þéttbýlissvæðun- um.“ „Viljum fá.þær á 16 og 20 viku meðgöngutímans“ — Hvenær meðgöngutímans er ákjósanlegast að konurnar komi til ykkar? „Við viljum helst fá þær 20. viku og gjarnan á bilinu milli 16. og 20. viku. Síðan viljum við gjarnan sjá þær aftur 32. og 34. viku, einkum ef grunur er um að vöxtur fósturs sé óeðlilegur, en seinni skoðun er ekki jafn föst í skorðum og sú fyrri. Þegar við fáum konurnar til okkar á milli 16. og 20. viku, þá er meginmarkmiðið að ákveða með- göngulengd, að úrskurða um hvort fóstrið lítur eðlilega út og að at- huga hvort um eitt eða fleiri fóst- ur er að ræða.“ „Algengt að foreldrar vilji fá að vita kyn barnsins við sónarskoðunina" — Nú heyrast alltaf öðru hvoru sögur af verðandi mæðrum, sem vita hvort kynið þær ganga með. Er það algengt að þær fái upplýs- ingar við sónarskoðun, um hvort kynið þær ganga með? „Það er oft hægt að segja til um hvort kynið konurnar ganga með, en þó ekki alltaf. Það sem ræður því hvort hægt er að segja til um kynið, er hvernig fóstrið snýr, og jafnframt verður konan að vera komin talsvert langt á leið, en þó er þetta mjög misjafnt, og stund- um er hægt að sjá það alveg niður í 4 til 5 mánaða meðgöngu. Oftast er auðveldast að sjá þetta upp úr 26 vikna meðgöngu og framundir síðasta mánuðinn. Það er hinsveg- ar oft erfiðara að sjá um hvort kynið er að ræða þegar komið er fram á níunda mánuð meðgöngu, því þá er legvatnið iðulega minna og fóstrið klemmir fótleggina meira saman." — Þegar þið sjáið við sónar- skoðunina hvort kynið er, greinið þið þá konunni frá því, án þess að hún óski sérstaklega eftir því? „Nei, það gerum við ekki. Við greinum meira að segja ekki frá því nema óskað sé mjög sterklega eftir upplýsingum um þetta. Við höfum ekki neina ákveðna mótaða stefnu í þessu hér, en þó hygg ég að við séum öll þeirrar skoðunar að óskin verði að koma frá báðum foreldrunum, auk þess sem við höfum oft sagt frá því ef við höf- um vitað af mjög eindreginni ósk foreldranna um annað kynið, og við svo séð að óskin myndi ræt- ast.“ — Er mikið um það að foreldr- ar óski eftir að fá að vita um hvort kynið er að ræða? Örvar, einn fremsti kappreiðahestur landsins, fallinn Banameinið krabbamein í lifur Það vakti athygli á nýafstöðnum hvítasunnukappreiðum Fáks að meðal hlaupahesta vantaði einn fremsta hlaupara landsins, Örvar frá Hjaltastöðum, í hópinn. Þegar innt var eftir hverju það sætti að klárinn mætti ekki til leiks kom í Ijós að hann var veikur og hafði verið frá því snemma í vetur. Skömmu eftir kappreiðarnar dó Örvar og var farið með hann til krufningar að tilrauna- stöðinni að Keldum, en grunur lék á að banameinið væri krabbamein. Að sögn Brynjólfs Sandholt, dýralæknis, sem annaðist hestinn, veiktist hesturinn í febrúar síð- astliðnum og hefur veslast upp síðan. Taldi hann fóðurbreyt- ingarnar hafi riðið honum að fullu þegar honum var sleppt nú eftir hvítasunnu. Brynjólfur kvað krabbamein í hrossainnyflum mjög sjaldgæft en þó kæmi fyrir að hross fengj.u þetta í húðina. Eins og áður sagði var hestur- inn krufinn að Keldum og sá Egg- ert Gunnarsson dýralæknir um það. f samtali við hann kom fram að æxli höfðu fundist í lifur og hefði hann tekið sýni til frekari Söguleg stund. Örvar hefur sett met í 400 metra stökki á Mánagrund, 27,4 sek., 9. ágúst 1981. Þáverandi knapi á Örvari, Jón Ólafur Jóhannesson, heldur í hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.