Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.06.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 1984 41 Lánskjara- vísitalan hækkar um 2 % Lánskjaravísitala júlímánaðar verður 903 stig samkvæmt út- reikningi Seðlabanka íslands. Lánskjaravísitala júnímánaðar er 885 stig þannig að vísitalan hækk- ar um 2% á milli júní og júlí. Lánskjaravísitalan var 690 stig i júlí 1983 og hefur því hækkað um 30,9% síðan. What’s on in Reykjavík: Mótmælafundur herstöðvaandstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga efndu til mótmælafundar í Sundahöfn klukkan 15 á fostudag vegna kom þýsku flotasveitarinnar hingað til lands. Eins og sjá má á myndinni voru sex manns á fundinum, ekki nægilega margir til að halda á spjöldunum, því að minnsta kosti þrjú standa upp við skemmuvegginn á bak við fundarmenn. Maðurinn lengst til vinstri er blaðaljósmyndari. Forsíða fyrsta tölublaðs hins nýja vikurits fyrir útlendinga, What’s on in Reykjavík. Tvö tölublöð eru komin út og meðal efnis þeirra má nefna greinar um veitingahúsin í borg- inni, galleríin, verslanir, Norræna húsið og Hallgrímskirkju. Einnig ritar útlendingur búsettur í Reykjavík grein um það hvernig borgarlífið kemur honum fyrir sjónir. Að auki eru sagðar fréttir af ýmsu því sem snýr að ferða- mönnum á höfuðborgarsvæðinu. Eins og áður segir kemur ritið út vikulega í sumar og verður upp- iö af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 Útiklæðningin frá Manville er einstaklega veðurþolin klæðn- ing úr náttúruefnum, sem upp- litast ekki. Klæðningin er unnin úr trefjaplötum og er yfirborð þeirra hiúpað asfaltlagi, sem í er valsað steinsalla. Hér er um að ræða einangrandi útiklæðn- ingu, sem dregur úr hitakostn- aði, er hljóðeinangrandi og al- gjörlega viðhaldslaus. Manville útiklæðningin á að baki ára- tuga reynslu víða um heim og hérlencíis klæðir hún og prýðir fjölda húsa eins og sjá má á þessum Ijósmyndum. Nýtt vikurit fyrir útlendinga I þessum mánuði hóf göngu sína vikuritið „What’s on in Reykjavík". Með útgáfu þess er hafin þjónusta við ferðamenn sem lengi hefur tíðk- ast og þykir sjálfsögð i erlendum borgum, þ.e. að kynna þeim það helsta sem borgin hefur upp á að bjóða á sviði menningar og lista, skemmtanalífs, verslunar og al- mennrar þjónustu við ferðamenn. lagið 8 þúsund eintök. Er því dreift ókeypis í allar vélar Arnar- flugs og Flugleiða og til farþega færeysku ferjunnar Norröna, auk þess sem það liggur frammi á ferðaskrifstofum, bílaleigum, Um- ferðarmiðstöðinni og víðar. Til að byrja með verður „What’s on in Reykjavík" 16 bls. að stærð en verður stækkað ef efnið gefur tilefni til. Ritið er litprentað í prentsmiðjunni Viðey en Alprent sér um setningu og umbrot. Utgef- andi er Atvik sf. sem er til húsa í nýja húsinu við Lækjartorg. Á bak við nafnið leynast m.a. þau Áslaug Jóhannesdóttir, Nanna Mjöll Atladóttir og örn Pálsson, og hvetja þau alla sem vilja koma á framfæri upplýsingum til ferða- manna eða fá blaðið til dreifingar að hafa samband við sig. Helmingur hússins hér að ofan er klæddur Ljósmyndun með hitamyndavél sýnir útgeisl un og hitatap.^ Einangrunargildið leynir sé ekki. Stærð plötu er 110x35 sm og þykkt 14 mm. Samsetning skarast. Ásetning er einföld og fljótleg. Allar frekari upplýsingar veita sölumenn okkar fúslega. Kalmar Skeifan 8 Reykjavík Sími 82011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.