Morgunblaðið - 06.07.1984, Síða 31
íris og Árni á Ól:
Fjörutíu og
sex manna
hópur frá
íslandi
fris Grönfeldt spjótkastari og
Árni Sigurðsson keppa fyrir ís-
lands hönd á Ólympíuleikunum í
sumar. Ólympíunefnd íslands
samþykkti tillögu þess efnis á
fundi sínum í g»r.
Ólympíullö Islands er þar meö
fullskipað — meö vali þeirra
tveggja og siglingakappanna
tveggja sem annars staöar er
greint frá. Keppendur á leikunum
frá íslandi veröa alis 32, 15 hand-
boltamenn og 17 í öörum greinum.
Sveinn Björnsson forseti ÍSf
veröur aöalfararstjóri hópsins en
flokksstjórar hinna einstöku
íþróttagreina veróa 11 talsins, og
eru þar meö taldir Örn Eiösson,
blaöafulltrúi íslenska hópsins á
leikunum, og Þorvaldur Árnason,
gjaldkeri hópsins. Auk þess fara
þeir Gísli Halldórsson, formaöur
íslensku ólympíunefndarinnar, og
Bragi Kristjánsson utan — þeir
sitja ólympíuþingiö fyrir Islands
hönd.
Þaö fer því 46 manna hópur frá
islandi til Los Angeles í tengslum
viö Ólympíuleikana.
• Ólympíufarar íalanda í aiglingum, Jón Péturason til vinstri og
Gunnlaugur Jónasson.
Leikur Pétur
í Grikklandi?
forráðamenn AEK vilja fá hann
FORRÁOAMENN kunnasta
knattspyrnufélags Grikklands,
1. deildarliösins AEK Aþena,
hafa nú sett sig í samband viö
Pétur Ormslev í þeirri von um
að fá hann til liðsins.
Pétur er nú staddur í Þýska-
iandi, þar sem hann lék sem
kunnugt er meö Fortuna Dúss-
eldorf, til að athuga tilboö sem
félaginu hafa borist i hann, en
hann mun ekki leika áfram meö
Fortuna næsta vetur.
Liö úr 2. deild í Þýskalandi
hafa sýnt áhuga á Pétri en ekki
er talið aö þau hafi bolmagn til
aö kaupa hann. Einnig hafa liö í
Sviss sett sig í samband við Fort-
una Dússeldorf vegna Péturs.
En forráöamenn AEK í Aþenu
eru þeir einu sem talaö hafa
persónulega viö Pétur og það
ætti aö koma i Ijós fljótlega hvort
hann veröur fyrsti islendingurinn
til aö leika í grísku knattspyrn-
unni. Þess má geta aö þjálfari
AEK er Þjóðverji.
Pétur tilkynnti félagaskipti yfir
i Fram eftir aö keppnistímabilinu
lauk í Þýskalandi og er oröinn
löglegur meö liöinu en hann mun
ekki koma heim i bráö til aö leika
meö sínum gömlu félögum.
• Pétur Ormslev
Gunnlaugur og Jón
á Ólympíuleikana
— íslenskir siglingamenn í fyrsta skipti á meðal keppenda þar
Ólympíunefnd íslands ákvað á
fundi sínum í gær aö senda sigl-
ingamennina Gunnlaug Jónasson
og Jón Pétursson á Ólympíu-
leikana í Bandaríkjunum í sumar.
Þeir félagar hafa stundaö sigl-
ingar í fjölda ára — og er árangur
mikilla æfinga síöastiiöin fjögur ár
nú aö skila sér. Þeir keppa í báta-
flokki „470“ sem er langfjölmenn-
asti flokkurinn á Ólympíuleikunum.
I hann eru þegar skráöir 60 bátar
frá fjölmörgum löndum, og hafa
keppendur i „470“-flokknum aldrei
veriö fleiri.
Að sögn Ara Bergmann Einars-
sonar, sem veður flokksstjóri meö
siglingamönnunum ytra, hefur
Siglingasambandiö haft ráögef-
andi þjálfara hér á landi ööru
hvoru undanfarin ár, Englending-
inn Keith Musto, fyrrum meölim
breska ólympíúliðsins. „Hann hef-
ur veriö ráögefandi viö þjálfun
strákanna. Þeir hafa æft eftir
ákveðnu prógrammi síöastliðin
fjögur ár og nú hefur von þeirra
ræst. Þaö var langtímamarkmiö
Siglingasambandsins aö koma
mönnum á Ólympíuleika — a.m.k.
eftir fjögur ár, en þaö aö þeir
skyldu hafa verið valdir núna er
mjög ánægjulegt. Árangurinn af
þjálfun þeirra hefur skilað sér fyrr
en viö áttum von á,“ sagöi Ári
Bergmann í samtali viö blm. Mbl. í
gær.
Gunnlaugur er stýrimaöur á
bátnum og Jón háseti.
Siglingakeppni Ólympíuleikanna
fer fram í Santa Barbara, um 200
km noröan við Los Angeles.
Iþróttir eru á fjórum síðum í dag: 28, 29, 30 og 31
Lloyd og Navratilova
í úrslit einliðaleiksins
Tékkneska tennisstúlkan Hana
Mandlikova vakti reiði fjölda
fólks — ef ekki allra viöstaddra
— í gær eftir að hafa tapað fyrir
Chris Evert Llyod í undanúrslit-
um Wimbledon-keppninnar (
London. Hún gekk ein burt fré
vellinum að búningsklefa sínum
án þes aö hneigja sig fyrir her-
toganum og hertogaynjunni af
Kent eins og siður er aö kepp-
endur geri eftir leiki keppninnar.
Ul-mót í frjálsum
Meistaramót íslands í frjélsum
íþróttum 15—18 éra unglinga fer
fram á Akureyri dagana 21.—22.
júlí. Þétttökutilkynningar verða
aö hafa borist skrifstofu UMSE
eða Vilhjálmi Björnssyni é Dalvík
fyrir 13. júlí é skréningakortum
FRÍ.
Evert Lloyd haföi sigrað Mandl-
ikova auöveldlega, 6:2, 6:1. Venjan
er aö keppendur hneigi sig saman
fyrir fyrir hertoganum og hertoga-
ynjunni og gangi síöan samsiöa af
velli. Mandlikova hins vegar tók
spaöa sin og gekk rakleiöis í burtu
eftir aö Chris haföi sigraö hana.
Martina Navratilova, tékkneska
stúlkan sem nú er meö bandarísk-
an ríkisborgararétt, sagöi aö hegö-
an Mandlikova væri „óþolandi“.
Menn gera ekki slíkt hér á Wimble-
don. Mér væri sama þó ég heföi
tapaö 6:0, 6:0 — ég biöi eftir mót-
herja mínum og hneigöi mig síöan
fyrir hertoganum og hertogaynj-
unni. Þetta er mjög óatvinnu-
mannslega gert af henni. Ég hélt
aö þaö væri óhugsandi aö slíkt
gæti gerst hér á Wimblsdon,"
sagöi Navratilova.
Navratilova sigraöi Kathy Jord-
an í hinum undanúrslitaleiknum,
6:3, 6:4, og mætir því Chris Evert
Lloyd í úrslitaleiknum á morgun.
Lloyd hefur átta sinnum leikiö til
úrslita á Wimbledon-mótinu og
þrisvar sigraö.
• Sigurður Grétarsson.
Styrkur
til HSÍ
Fyrirtækiö VISA-ISLAND
styrkti Handknattleikssam-
band islands í gær vegna
þátttöku landsliösins í Ólymp-
iuleikunum í Los Angeles i
sumar. Einar S. Einarsson,
framkvæmdastjóri VISA-
ISLAND, mætti á æfingu liös-
ins í íþróttahúsi Seljaskóla í
gær og afhenti Jóni Hjaltalín
Magnússyni 100.000 króna
ávísun.
Stjórn HSÍ hefur nú hafið
skipulagt átak í fjáröflun til aö
standa straum af þátttöku í
leikunum í sumar og aö sögn
forráöamanna sambandsins
viröist vera mikill stuöningur
viö málefniö hjá almenningi og
undirtektir hjá fyrirtækjum eru
góðar.
Á meðfylgjandi mynd eru
Jón Hjaltalín Magnússon, for-
maöur HSÍ, og Einar S. Ein-
arsson.
Sigurður til Þýskalands
— ræðir við forráðamenn Blau Weiss Berlin
„ÞAÐ ER alveg Ijóst að ég spila
ekki með Blikunum á morgun. í
fyrsta lagi verð ég ekki lögiegur
fyrr en 12. júlí og í öðru lagi stend
ég nú í samningaviðræðum viö
Blau Weiss fré Berlín, sem leikur
í 2. Bundesligu,1* sagöi Siguröur
Grétarsson þegar við spuröum
hann að því í gær hvort hann léki
með Blikunum é morgun.
Blau Weiss lék i „Oberligunni“ í
fyrra og átti þá í baráttu viö Tennis
Borussia Berlin, liöiö sem Siguröur
lék meö í fyrra. Blau Weiss haföi
sigur í þeirri viöureign og leikur því
í Bundesligunni í ár, annarri deild
hennar.
„Ég fer líklega til Þýskalands á
þriöjudaginn til aö reyna aö ná
samningum. Ef þeir takast þá leik
ég ekkert meö Blikunum í sumar,
ef þeir takast hinsvegar ekki þá
gæti ég leikiö meö þeim um leiö og
ég kem aftur og þá tæki þaö mig
einn mánuö aö verða löglegur meö
því félagi sem ég kæmi til meö aö
leika meö, ef af einhverju þannig
verður," sagði Siguröur aö lokum.