Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLl 1984 Borgarnes: V erkalýðsfélagið hafnar uppsögn kjarasamninganna Verkalýðsfclag Borgarnss hafnaði tilmælum formannaráðstefnu Verka- mannasambandsins um uppsögn launaliða kjarasamninganna frá 1. september. í allsherjaratkvæða- greiðslu greiddu 67 atkvæði gegn uppsögninni, 62 voru henni með- mæltir. Atkvæðagreiðslan stóð 5. og 6. júlí. Hátt á sjötta hundrað menn eru félagar í Verkalýðsfélagi Borgarness. Af þeim tóku 140 þátt í atkvæðagreiðslunni. Sem fyrr segir voru 67 á móti 62 með og 11 atkvæðaseðlar voru auðir. V iðskip taráðher ra Portúgals kemur á mánudaginn Viðskiptaráðherra Portúgals, Al- varo Barreto, er væntanlegur hingað til lands á mánudaginn í opinbera heimsókn í boði Vlatthísar A. Mat- hiesen viskiptaráðherra. í frétt frá viðskiptaráðuneytinu segir, að á leið frá Keflavíkur- flugvelli til Reykjavíkur síðdegis á mánudag verði varmaorkuver Hitaveitu Suðurnesja á Svartsengi skoðað. Árdegis á þriðjudag verða viðræður við Matthías Á. Mathie- sen viðskiptaráðherra. Þá ræðir ráðherrann við Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra síð- degis og kl. 18.00 sama dag verður gengið á fund Vigdísar Finnboga- dóttur, forseta íslands, á Bessa- stöðum. Svavar Gestsson, form. Alþýðubandalags: Ýmislegt sem kem- ur manni á óvart „ÞAÐ er ýmislegt sem kemur manni á óvart í þessari könnun út af fyrir sig og vafalaust verður hún bæði forustumönnum stjórn- málaflokkanna og þjóðinni til umhugsunar, meðal annars þetta sem þú spyrð um. Ég er sann- færður um að við í Alþýðubanda- laginu munum skoða niðurstöður þessarar könnunar mjög vand- lega, en þetta eina atriði er ekki hægt að taka út úr,“ sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann um hans álit á því að fjórðungur Alþýðubandalagsins skuli sam- kvæmt skoðanakönnun Ólafs Harðarsonar, styðja veru íslands í Atlantshafsbandalaginu. „Mér finnst þetta fróðleg niðurstaða, hins vegar verður að líta á að menn styðja Al- þýðubandalagið eins og aðra stjórnmálaflokka á margvísleg- um og mismunandi forsendum. Miðað við það sem kemur út úr þessari könnun að öðru leyti þá er þetta eitt af fjölmörgu sem hlýtur að vera rétt að íhuga. En þetta tiltekna atriði er ekki hægt að taka út úr. Og að sjálfsögðu er okkar afstaða sú að Island eigi ekki að vera í hernaðarbandalagi. Við höld- um fast við þá stefnu, sagði Svavar Gestsson að lokum. Á miðvikudag er ráðgerð ferð til Vestmannaeyja en síðdegis heldur ráðherrann síðan heim á leið. í för með ráðherranum verða fimm embættismenn. 99 hvalir komnir á land 99 hvalir voru um hádegið í gær komnir á land í hvalstöðinni í Hval- fírði. Eftir jafnmarga veiðidaga í fyrra voru 70 hvalir komnir á land. Nú hafa veiðzt 93 langreyðar og 6 sandreyðar en í fyrra eftir jafn- marga veiðidaga hafði ein sand- reyður veiðzt og 69 langreyðar. Veiðarnar hafa gengið það vel, að varla hefur hafzt undan í vinnsl- unni, en í síðustu viku hægði að- eins á veiðunum vegna þoku. Veiðisvæðið um þessar mundir er beint út af Faxaflóa og út af Snæfellsnesi. Dómsmálaráðherra: Bæta má sam- vinnu lögregl- unnar og dóm- stólsins „ÞAÐ eru búnar vera frá upphafi skiptar skoðanir á því hvernig best er að koma þessu fyrir," sagði Jón Helgason dómsmálaráðherra þegar blaðamaður Morgunblaðsins innti hann álits á ummælum Rannsóknar- lögreglustjóra ríkisins, Hallvarðs Ein- arssonar, þess efnis að eðlilegra væri að ávana- og fíkniefnabrot heyrðu undir Rannsóknarlögreglu ríkisins (RLR) en rannsóknardeild Fíkniefna- dómstólsins. Hallvarður bendir á að brot af þessu tagi tengist í æ ríkari mæli ýmsum hegningarlagabrotum, sem sæta rannsókn af hálfu RLR. Aðspurður sagði dómsmálaráð- herra að auðvitað skarist rannsókn þessara mála alls staðar, en aðalat- riðið væri að góð samvinna ríkti milli allra aðila sem að löggæslu standa. — Ertu þá með þessu að segja að samvinna Rannsóknarlögreglunnar og fikniefndeildarinnar sé ekki eins og best verður á kosið? „Auðvitað er samband þarna á milli, en það má alltaf bæta um bet- ur og þá ekki síður milli lögsagnar- umdæma — tengja þau saman, sem nánast og að því er verið að vinna." — Þú munt þá ekki beita þér fyrir þvf að þessar tvær deildir verði sameinaðar? „Ég skal ekkert segja um það hvað verður í framtíðinni. Það verður að fara eftir því hvað mönnum finnst hagkvæmast hverju sinni og í heild,“ sagði dómsmála- ráðherra að lokum. Frá fundi Norrænu samstarfsnefndarinnar um trjáræktarrannsóknir sem haldinn var á fslandi og lauk í gær. Fundur um trjárannsóknir í GÆR lauk fundi Norrænu sam- starfsnefndarinnar um trjárækt- arrannsóknir, sem fram fór í Reykjavík. Nefndina skipa þrír fulltrúar frá öllum Norðurlöndun- um, nema frá íslandi, er hefur einn fulltrúa. Áður en fundurinn hófst var farið í tveggja daga leið- angur um ísland og m.a. farið í Skorradal, um Skagafjörð, Eyja- fjörð, í Vaglaskóg, um Mývatns- sveit og í Hallormsstaðarskóg. Norræna samstarfsnefndin heldur fundi tvisvar á ári og er þetta í annað sinn sem hún fund- ar hér á landi, fyrst 1980. Eitt megin hlutverk nefndarinnar er að styrkja ýmsar rannsóknir á Norðurlöndurfl á sviði trjárækt- Bo Hetström: Trjárækt besta leiðin í baráttunni við uppblásturinn Bo Hetström, formaður Nor- rænu samstarfsnefndarinnar um trjáræktarrannsóknir, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að mikill áhugi væri á hinum Norður- löndunum á því að hjálpa íslend- ingum eins og kostur væri í skóg- ræktarmálum. Hann benti hins vegar á að víðs vegar um landið væri jarðvegur ekki hentugur til trjáræktar og einnig skipti loftslag miklu máli. Bo Hetström var þó bjartsýnn á það sem Skógrækt ríkisins er að gera og sagði að ís- lendingar ættu alla möguleika á því að gera landið fallega skógi- vaxið á næstu áratugum. Að sögn Bo Hetström, sem jafn- framt er forstjóri, hafa íslend- ingar einir þurft að hafa verulegar áhyggjur af uppblæstri, sam- starfsnefndin hefur hug á því að hjálpa skógræktarmönnum hér á landi í baráttu þeirra við eyðingu ar og að sögn Sigurðar Blöndal skógræktarstjóra rikisins er þátttaka íslands í störfum nefndarinnar mikilvæg fyrir skógrækt í landinu. Eitt megin umræðuefni fundarins að þessu sinni er hvernig hin Norðurlönd- in geti liðsinnt íslendingum í þessum efnum. Bo Hetström lands. Bestu leiðina til að hefta landfok kvað Bo Hetström vera trjárækt, það hlyti því að vera öll- um íslendingum kappsmál að vel verði að henni staðið. Thoral Austin: Skógræktin hefur gert góða hluti „ÉG KOM fyrst til íslands árið 1963 og þetta er fimmta heimsókn- in mín hingað og í hvert skipti verð ég bjartsýnni og bjartsýnni fyrir hönd íslenskrar skógræktar. Sig- urður Blöndal skógræktarstjóri og forveri hans, Hákon Bjarnason, hafa gert sérstaklega góða hluti og eiga heiður skilið fyrir starf sitt,“ sagði Thoral Austin, forstjóri Norsku skógrannsóknarstofnunar- innar, þcgar blaðamaður Morgun- blaðsins hitti hann að máli og innti hann álits á íslenskri skógrækt. Thoral Austin er einn þriggja full- trúa Norðmanna í Norrænu sam- starfsnefndinni um trjáræktar- rannsóknir. Að sögn Thoral Austin vaxa tré hér á landi mun hraðar og eru fallegri en hann hafði búist við og benti sérstaklega á Hall- ormsstaðarskóg.sem væri til fyrirmyndar. Thoral Austin Francis Sikora og Michael Dukes: „Kærar þakkir“ ekki nógu sterk orð BRETARNIR, sem bjargað var af Eiríksjökli, Francis Sikora og Mic- hael Dukes, sendu frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu í gær, en síðdegis áttu þeir að fá að fara af Borgarspít- alanum og halda heim: „í fyrsta lagi viljum við færa ís- lensku og bandarísku björgunar- sveitunum okkar bestu þakkir. Þrátt fyrir þá staðreynd, að neyð- arsendir okkar reyndist óvirkur og full ástæða fyrir björgunarmenn að álíta okkur látna eftir allan þennan tfma, héldu þeir áfram leitinni. „Kærar þakkir" eru ekki nógu sterk orð. Læknum, hjúkrunarkonum og starfsfólki Borgarspítalans viljum við einnig þakka fyrir að koma okkur til heilsu á ný. Þið hafið öll verið svo vingjarnleg og hjálpleg og sönnun læknisfræðilegrar hæfni ykkar sést best á þvi, hversu snemma við fáum að fara heim. Að auki má bæta því við, að þið talið öll góða ensku, sem hjálpaði okkur mjög til að ná heilsunni á ný. Við viljum einnig þakka breska sendiherranum og starfsliði hans fyrir að líta eftir okkur og sérstak- ar þakkir færum við Peter Fluck, sem hefur heimsótt okkur daglega á spítalann, færandi póstinn og góða skapið til að hressa okkur við. Að lokum viljum við þakka öll- um vinum okkar, sem hafa sent okkur óskir um skjótan bata. Við vonumst til að hitta ykkur öll sem fyrst.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.