Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLl 1984
ALUEAF Á ÞRE)JUDÖGUM
MEISTARAMOT
ÍSLANDS í SUNDI
KNATTSPYRNA
HELGARINNAR
WIMBLEDON-
TENNISMÓTIÐ
Itarlegar og spennandi íþróttafréttir
Afmæliskveðja:
Þorbjörg
dóttir 95
Níutfu og fimm ára afmæli á f
dag, 8. júlí, Þorbjörg Grímsdóttir.
Þorbjörg fæddist að Litla-Seli
(Grímsbæ) árið 1889 og aldist þar
upp og hefur alla tíð átt heima f
Reykjavík. Frá því 1915, er hún
giftist, hefur hún búið að Skóla-
vörðustíg 24A og heldur nú þar
heimili með elsta syni sínum.
Fáir núlifandi Reykjavíkurbúar
muna trúlega betur en Þorbjörg
lifnaðarhætti og lífsvenjur fólks í
Reykjavík frá síðustu aldamótum
og þær breytingar sem hafa orðið
á heimilis- og fjölskylduháttum
við þá öru þéttbýlismyndun sem
hefur orðið á þessum tíma.
Þorbjörg er, þrátt fyrir háan
aldur, mjög vel ern og fylgist af
áhuga með þjóðmálum. Minni
hennar er óbrigðult og frásagnar-
list hennar slík, að sá sem hlustar
á hana segja frá gömlum tfma
flyst sjálfkrafa aftur í tímann
með henni.
Sama er hvort hún lýsir búskap-
arárum sínum í Reykjavík, tíman-
um sem hún vann á saumastof-
unni í Edinborg eða ferð sem hún
fór barnung með móður sinni,
Katrínu á Seli, upp í Mosfellssveit
til að fá ofinn dúk í innan- og
utanyfirflíkur, úr ull sem Katrín
hafði unnið sjálf. Ekki er vafi á að
þjóðfræðingum væri akkur í að
heyra margt það sem hún hefur
frá að segja.
^\pglýsinga-
síminn er 2 24 80
A HVAÐ HORFIR HEIMILISFOLKIÐ MEST?
Sennilega horfum við ekki eins oft og lengi á nokkum hlut og sjónvarpstækið.
Það verður því að vanda valið þegar kaupa á tœki sem svo mjög verður barið augum.
Veljið ekki sjónvarpstœki sem er aðeins einfaldur kassi, kannski Ijótur í
þokkabót, og fer hvergi vel inni á heimilinu.
Það eru nefnilega til sjónvarpstæki sem bera (sér
kosti hvors tveggja: góðs útlits og tæknilegrar
fullkomnunar THOMSON verksmiðjumar í
Frakklandi kappkosta ekki aðeins tæknilega
fullkomnun og endingu, heldur leggja þær jafnframt
áherslu á látlausa útlitsfegurð. Útlit tækisins skiptir
Ifka máli og er vert að hafa á bak við eyrað.
Kynntu þér verð og greiðsluskilmála; við teljum að
hvort tveggja sé viðráðanlegt.
THOMSON
- takmark hinna vandlátu.
SMSSS
&SAMBANDSINS
ÁRMÚLA 3 SlMAR 38900 -38903
Gríms-
ára
Katrín á Seli, móðir Þorbjargar,
var merk mannúðarkona sem ól
upp og fóstraði fjölda barna auk
þess sem hún saumaði fyrir fólk.
Má segja að heimili Þorbjargar á
Seli hafi verið dæmigert fyrir þau
Reykjavíkurheimili, þar sem fað-
irinn stundaði sjóinn og móðirin
drýgði tekjur heimilisins með
aukavinnu. Ekki voru öll auka-
störf Katrínar launuð og má þar
nefna að oft var börnum mæðra,
sem þurftu um lengri eða skemmri
tíma að leita sér vinnu til sveita
eða í sjvarpláss komið i fóstur til
hennar. Þannig voru dagvistun-
armálin leyst á þeim tíma og
daggjöldin engin.
Þennan arf tók Þorbjörg með
sér á heimili sitt og manns sins,
Aðalbjörns Stefánssonar prent-
ara, en á því heimili hafa margir
átt skjólshús, bæði meðan hún var
gift og þegar hún var ekkja með
átta börn. Ekki breyttist það held-
ur er hún giftist í annað sinn,
Þorsteini Jónssyni, sem nú er lát-
inn.
Góðvild, gleði og heiðarleiki hef-
ur einkennt öll störf Þorbjargar
Grímsdóttur um ævina og munu
vinir hennar og ættingjar enn
einu sinni njóta rausnar hennar
þar sem hún býður þá velkomna í
afmæliskaffi á heimili dótturdótt-
ur sinnar, að Dúfnahólum 4, eftir
kl. 15.00 í dag, 8. júlí.
Veit ég að vinir hennar, ættíngj-
ar og niðjar taka undir með mér
þegar ég óska henni til hamingju
með 95 ára afmælið og þá ósk að
henni endist lengi enn aldur og
heilsa til að prjóna sem flesta
sokka til að ylja okkur um fætur
og hjarta.
Inga I. Guðmundsdóttir
Sigurður Helgason
kaupmaður áttræður
Sigurður Helgason, kaupmaður,
Miklubraut 50 hér í borg, er átt-
ræður í dag, 8. júlí.
Þar sem ég er fjarverandi þá
langar mig að senda honum
kveðju mína og minnaá síðum
Morgunblaðsins.
Sigurður er af dugnaðarfólki
kominn í báðar ættir og fjölskyld-
an stór og margmenn. Um ára-
tugaskeið þá var faðir hans, Helgi
Magnússon, með mikil umsvif hér
í borg og setti mikinn svip á við-
skiptalíf borgarinnar.
Eg kynntist Sigurði árið 1971.
Þurfti að leita til Guðlaugs Ein-
arssonar, hæstaréttarlögmanns.
Þar var Sigurður starfsmaður á
þeim tíma.
Örugg og ljúf framkoma hans
skapaði traust til lögfræðiskrif-
stofu og starfa Guðlaugs. Fannst
mér þá við fyrstu kynni við Sigurð
að þar væri maður, sem ekki
geymdi svik, eins og Jesús sagði
um Natanel forðum.
Hefi ég átt kost að kynnast
þessu nánar.
Við andlát Guðlaugs heitins,
sem öðlast hafði trú á Jesúm
Krist, þá orti Sigurður eftir hann
mjög fögur erfiljóð. Birtust þau í
tímaritinu Aftureldingu. Kemur
þar fram sem oftar að Sigurður er
hagmæltur maður og kveður dýrt
og ekkert léttmeti.
Þegar þrengdi að í fjölskyldunni
og Viggó, yngsti bróðirinn, varð
helsjúkur. Þá kom Sigurður til
mín með byrðar bróður síns og
sameiginlega lögðum við þetta
fram fyrir Drottinn allsherjar (
bæn. Sigurður hélt skrá yfir þenn-
an tíma, skráði ritningargreinar
sem leitað var til í þrengingu og
svo stöðugt bænaefni og bænum
sem haldnar voru fyrir Viggó
heitnum.
Þar og þá ( eldraun þrenginga
sá ég hvílíkt gull var geymt í sálu
Sigurðar.
Síðan höfum við Sigurður verið
vinir. Úr fjarlægð sendi ég því vin-
arkveðjur, með þakklæti fyrir
uppörvanir mér til handa og þá
ekki einungis á andlegu sviði,
heldur og efnislegu, sem Guð
þekkir og mun launa.
Ég veit um englavernd Drottins,
sem hver og einn er trúir á kost á.
Fyrir Sigurð þá er slíkt ekki neinn
hugarburður. Hann hefir séð og
sér það sem aðrir sjá ekki.
Kæri vinur, Guðs miskunn og
náð veri með þér allar stundir.
Blessi Drottinn þig og fjölskyldu
þina á þessum tfmamótum lífs
þins. Lifðu vel og lengi umvafinn
náð Drottins um tíma og eilífð.
Einar J. Gíslason
JENNÝ
auglýsir tískufatnaö á dömur.
Samfestingar, kjólar, buxur, jakkar, bolir o.fl.
Margar stæröir. Margir litir. Sérlega lágt verö.
Seljum einnig endurseljendum. Góð þjónusta.
Opiö frá 9—18, alla virka daga.
Fatageröin JENNÝ,
Lindargötu 30, sími 22920.