Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984 25 Útgefandj Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. U tanríkisstefnan og skoðanakönnun Niðurstöður skoðana- könnunar ólafs Þ. Harðarsonar, stjórnmála- fræðings, um viðhorf lands- manna til utanríkis- og ör- yggismála, staðfesta það, sem komið hefur fram i þingkosn- ingum í meira en þrjá áratugi og einnig í undirskriftasöfn- un Varins lands fyrir 10 ár- um: yfirgnæfandi meirihluti íslenzku þjóðarinnar styður aðild Islands að Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamn- inginn við Bandaríkin. Um þetta þarf ekki að deila og raun er ljóst, að andstaða svonefndra herstöðvaand- stæðinga við þessa megin- þætti utanríkisstefnu okkar er orðin svo veikburða, að varla er orð á henni gerandi. í framhaldi af þessari meg- inniðurstöðu könnunarinnar gefur hún svo tilefni til margvíslegra hugleiðinga. Eitt veldur stuðnings- mönnum núverandi utanrík- isstefnu umtalsverðum áhyggjum en það er mikið fylgi við gjaldtöku vegna varnarstöðvarinnar í Kefla- vík. Þegar þær hugmyndir voru til umræðu fyrir nokkr- um árum var Ijóst, að þær höfðu meiri hljómgrunn en nokkurn gat órað fyrir. Morg- unblaðið tók þá þegar harða afstöðu gegn slíkum hug- myndum og sú afstaða blaðs- ins er óbreytt. Til þess má aldrei koma, að við íslend- ingar gerum varnir lands okkar að verzlunarvöru. Bæði Geir Hallgrímsson, utanrík- isráðherra, og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, taka afstöðu gegn gjaldtöku í samtölum við Morgunblaðið í gær. Geir Hallgrímsson segir: „Það hafa stundum heyrzt raddir um, að okkur beri að taka gjald fyrir aðstöðu þá, sem bandaríska varnarliðinu er fengin með Keflavíkur- stöðinni og einstaka skoðana- kannanir hafa leitt í ljós töluvert fylgi við slíkar hug- leiöingar. Engu að síður er þessi niðurstaða mér mikil vonbrigði og algjörlega and- stæð.“ Þorsteinn Pálsson segir: „ ... ég er mótfallinn hug- myndum um beina gjald- töku,“ en gagnrýnir jafn- framt Morgunblaðið fyrir að bera þessa spurningu fram sem aðalatriði og segir: „Ég verð að svara því fyrst til að mér finnst skelfing skrýtið að Morgunblaðið skuii elta alla fjölmiðla í því að gera aðal- spurningu um þetta hreina aukaatriði. Það er augljóst að þetta er veigaminnsta atriði þessarar könnunar og það kemur fram af hálfu höfund- arins að hann gerir ákveðna fyrirvara um þessar niður- stöður vegna þess hvernig spurt var.“ Morgunblaðið og formaður Sjálfstæðisflokksins eru áreiðanlega sammála um það, að mestu skiptir um niður- stöðu þessarar könnunar ótvíræður stuðningur við nú- verandi utanríkisstefnu. Hins vegar getur það aldrei að mati Morgunblaðsins orðið „veigaminnsta atriðið", að verulegur hluti þátttakenda vill taka peninga fyrir varn- irnar. Vera varnarliðsins hér byggist á því grundvallarat- riði, að um gagnkvæma hags- muni sé að ræða og ef í ljós kemur, að mikill hluti þjóðar- innar vill leyfa erlendu her- liði dvöl í landinu fyrir pen- inga er það verkefni stjórn- málaforingja að bregðast hart við að leitast við að breyta þeim viðhorfum fólks. Stuðningsmenn núverandi utanríkisstefnu geta svo velt því fyrir sér, hvort þeir telji þann stuðning, sem fram kemur í þessari könnun við aðild að Atlantshafsbanda- laginu og varnarstöðina í Keflavík nægilega mikinn. Geir Hallgrímsson segir t.d., að það valdi vonbrigðum hversu margir taki ekki af- stöðu og kveðst eiga bágt með að hugsa sér að svo margir kjósendur hafi ekki skoðun á málinu. Alla vega hljóta þær niðurstöður að verða fylgis- mönnum NATÓ-aðildar og varnarstöðvarinnar hvatning til þess að liggja ekki á liði sínu en efla fremur kynn- ingar- og upplýsingastarf- semi á þessu sviði. Það getur líka verið álit- amál, hvernig meta beri af- stöðu einstakra aldursflokka til málsins. Er minni stuðn- ingur yngri aldursflokka við stefnuna í utanríkis- og ör- yggismálum að nokkru leyti tímabundið fyrirbæri, sem breyting verður á, þegar fólk kemst á annan aldur eða til marks um varanlegri breyt- ingu á viðhorfum? Margir munu telja, að hér sé ákveðið mynztur á ferðinni og að skoðanir fólks breytist til meiri stuðnings, þegar það verður eldra. En hvernig svo sem túlka ber þær niðurstöð- ur er ástæða til að staldra við þær og hvetja fylgjendur að- ildar að Atlantshafsbanda- laginu og varnarsamningsins við Bandaríkin að huga að þeim sérstaklega. Þessi könnun er auðvitað meiriháttar áfall fyrir þau öfl, sem lengi hafa barizt gegn þessum meginþáttum utanríkisstefnunnar og þá fyrst og fremst Alþýðu- bandalagið en einnig skoð- anabræður kommúnista í Framsóknarflokki sérstak- lega og Alþýðuflokki að nokkru leyti. Barátta þeirra á einfaldlega sáralítinn hljómgrunn hjá almenningi í landinu. Forystumenn Al- þýðubandalagsins standa einnig frammi fyrir því, að mikill stuðningur er við aðild að Atlantshafsbandalaginu meðal stuðningsmanna þeirra flokks. Kannski er það ástæðan fyrir því, að þeir hafa dregið mjög úr áróðri sínum gegn utanríkisstefnu landsins? Innan Framsókn- arflokksins hefur sú skoðun lengi verið uppi, að flokkur- inn þurfi að vera tvístígandi í utanríkismálum til þess að missa ekki vinstra fylgi sitt yfir til Alþýðubandalagsins. Þessar niðurstöður ættu að efla kjark forystumanna Framsóknarflokksins til þess að horfa ekki um of í báðar áttir. í Alþýðuflokknum hefur alltaf verið hægt að finna andstæðinga utanríkisstefn- unnar en forystumenn Al- þýðuflokksins hafa engu að síður jafnan tekið afdráttar- lausa afstöðu með aðild að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin. Könnunin undir- strikar réttmæti og styrk þeirrar afstöðu. Það hefur komið skýrt fram í ræðum Geirs Hallgrímssonar, utan- ríkisráðherra í vetur og vor, að hann stefnir markvisst að því að efla sjálfstæða stefnu- mörkun íslendinga í utanrík- is- og öryggismálum og auka þátttöku okkar í samstarfinu innan Atlantshafsbandalags- ins. Að mörgu leyti höfum við verið þiggjendur í þeim efn- um og byggt á þeim upplýs- ingum, sem við höfum fengið frá öðrum. Kannski er það markverðasta breytingin, sem nú er að verða í utan- ríkisráðuneytinu undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins, að íslendingar láta sér ekki lengur nægja upplýsingar frá öðrum heldur er leitast við að byggja upp sjálfstæða sér- fræðiþekkingu, sem gerir okkur kleift að leggja sjálfir mat á mörg þeirra ákvörðun- arefna, sem upp koma. Bandalagsþjóðir okkar hafa vanizt því í 35 ár, að við höfum lítil afskipti haft af hernaðarsamstarfinu innan Atlantshafsbandalagsins en væntanlega er þeim það fagn- aðarefni, að við sýnum nú áhuga á virkari þátttöku. Það markaði nokkur tímamót að þessu leyti, þegar íslenzkir fulltrúar sátu fund hermála- nefndar bandalagsins í vor. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 7. júlí íhaldsflokkur og velferdarþjódfélag Fróðlegt var að hlýða á sam- tal, sem sjónvarpið átti í gærkvöldi (föstudagskvöld) við Poul Schlflter, forsætis- ráðherra Danmerkur, sem er sá norrænna stjórnmála- manna, sem náð hefur mest- um árangri í stjórnarstörfum síðustu miss- eri. 1 viðtali þessu undirstrikaði Schlúter, sem er formaður danska íhaldsflokksins, að flokkur hans vildi halda velferðarríkinu og bæta það. Hann bætti því við, að danski íhaldsflokkurinn væri ekkert voðalega íhaldssamur og væri raunar að jafn miklu leyti frjálslyndur (í hefðbundinni merkingu þess orðs) sem íhaldssamur. Þessi orð vöktu athygli höfundar Reykja- víkurbréfs, ekki sízt vegna þess, að í samtali fyrir nokkrum vikum kom það fram hjá mætum meðlimi Sjálfstæðisflokksins, að niðurstöður skoðanakönnunar á vegum Hagvangs, sem sýndi mikinn stuðning við ýmsa þætti velferðarkerfisins, væru áhyggjuefni, vegna þess, að þær bentu til mikils fylgis við vinstri stefnu í landinu. Sjálfstæðismanni af Viðreisnarskólanum kemur slík skilgreining á óvart. í nokkra áratugi hefur velgengni Sjálfstæðisflokks- ins byggzt á mjög svipaðri stefnu og þeirri, sem Poul Schluter lýsti í sjónvarpsviðtalinu: heilbrigðri efnahagspólitík, einkaframtaki í atvinnurekstri og einlægum stuðningi við velferðarþjóðfélagið. Það er því ekki ástæðulaust, að einhver hrökkvi við, ef slíkri stefnu er nú lýst af hópum innan Sjálfstæð- isflokksins sem „vinstri" stefnu. Danski íhaldsflokkurinn undir forystu Pouls Schlúters hefur náð ótrúlegri fylgis- aukningu á skömmum tíma. Það kemur ekki á óvart, eftir að hlýtt var á tilvitnuð um- mæli hans. Stjórnmálaflokkur, sem spannar skoðanasviðið frá hægri og vel yfir á miðju, hefur mikla möguleika á því að vera fjölda- flokkur. En þeir sem vilja losna við „miðj- una“ eða líta á hana sem vinstri pólitík vilja líka minnka flokkinn. Útgerð og fiskeldi í gær, föstudag, bárust tvær fréttir af vettvangi atvinnulífsins, sem veita vísbend- ingu um merkilega framþróun. Frá því var skýrt, að Guðmundur Runólfsson, útgerðar- maður á Snæfellsnesi, hefði í hyggju að fara út í umfangsmikið fiskeldi. Þetta er ekki sízt eftirtektarvert, þar sem útgerðarmaðurinn hefur í huga að selja togara sem er í hans eigu og hefur bersýnilega komizt að þeirri niðurstöðu, að skynsamlegt væri að ráðstafa einhverju af afrakstri þeirrar sölu I þessa nýju atvinnugrein. Jafnframt var upplýst, að tvö í hópi best reknu frystihúsa landsins, ísfélagið í Vest- mannaeyjum og Norðurtanginn á ísafirði, hefðu ákveðið að gerast hluthafar í hlutafé- lagi því, sem íslendingar og Norðmenn hafa myndað um umfangsmesta fiskeldi, sem nú er stundað hér á iandi, i Lónum í Keldu- hverfi. Þetta eru einhver ánægjulegustu tíðindi, sem lengi hafa borizt úr atvinnulífinu. í ís- lenzkum sjávarútvegi er saman komin mikil reynsla, þekking og fjármagn. Fram að þessu hafa aðilar i útgerð og fiskvinnslu litið sinnt þessari merku atvinnugrein, fisk- eldi. Nú berast fregnir um það, að fiskeldi aukizt hröðum skrefum í Noregi og Færeyj- um og búast megi við þvi, að Norðmenn flytji út um 100 þúsund lestir af laxi á árinu 1990 og Færeyingar um 15 þúsund lestir. Til samanburðar má geta þess, að útflutningur okkar nú er öðru hvoru megin við 100 lestir. Það er ekki lengur nokkur vafi á þvi, að þetta er atvinnugrein framtíðarinnar og tækifærin geysilega mikil. Þeir einstaklingar, sem hafa barizt áfram í uppbyggingu þessarar atvinnugreinar hér við takmarkaðan skilning stjórnvalda og mikla tregðu fjármálakerfis, þurfa á stuðn- ingi að halda, bæði faglegum og fjárhagsleg- um. Þess vegna gefur það tilefni til mikillar bjartsýni, þegar leiðandi fyrirtæki i útgerð og fiskvinnslu taka höndum saman við brautryðjendurna. Einar Vilhjálmsson (t.v.) og faðir hans, Vilhjálmur Einarsson, sem hér sést í verðlaunastökki sínu á Ólympíuleikunum f Melbourne 1956. Sala ríkiseigna Undanfarnar vikur hefur staðið yfir sala á hlutabréfum rikisins i Iðnaðarbankanum. Þótt margir hafi verið vantrúaðir á, að markaður væri fyrir hlutabréf rikisins í hinum ýmsu fyrirtækjum, bendir reynslan af sölu hlutabréfanna i Iðnaðarbankanum til annars. Þau renna út eins og heitar lummur og eru nær uppseld. Þetta þýðir, að ríkissjóður mun fá í sinn hlut i beinhörðum peningum á nokkurra mánaða tímabili rúmlega 30 milljónir króna. Nú má vel vera, að óvenjumikill áhugi sé á hlutabréfum i Iðnaðarbankanum vegna þess, að bankinn hefur verið mikið i fréttum undanfarna mánuði sökum þeirrar forystu, sem hann hefur tekið i samkeppni á milli bankanna. En ríkið á stóran hlut i hlutafé- lögum, sem hafa ekki síður vakið athygli fyrir góðan rekstur að undanförnu svo sem i Eimskipafélagi Islands, sem nýtur mikils álits um þessar mundir, og Flugleiðum, sem hafa unnið það þrekvirki að komast i gegn- um tímabil, sem hefur leitt til gjaldþrots fjölmargra stórra og smárra flugfélaga út í heimi. Ríkissjóður þarf á peningum að halda og ríkið á mikið af eignum, sem það hefur ekk- ert að gera við. Þessar eignir á að selja og margar þeirra eru vel söluhæfar. Hvers vegna ekki að selja einn rfkisbankanna? Það var góð hugmynd, sem Albert Guðmunds- son, fjármálaráðherra, setti fram á sl. ári að selja ríkisfyrirtæki. Hins vegar hefur minna orðið úr framkvæmdum hjá ráðherranum og er það miður. Nú væri æskilegt, að hann tæki þráðinn upp á ný og setti kraft í sölu rikiseigna af margvíslegu tagi. Það er áreið- anlega hægt að ná mörg hundruð milljónum í ríkiskassann með þeim hætti. Sterkur dollari Reynsla okkar íslendinga hefur yfirleitt verið sú, að við höfum hagnazt á því, þegar staða dollarans hefur verið sterk. Mikill hluti sjávarafurða okkar hefur farið til Bandarikjanna og verið greiddur i dollurum en mikill hluti innflutnings hefur komið frá Evrópu og verið greiddur í gjaldmiðlum þeirra ríkja. Þar sem sterkur dollari hefur keypt meira af Evrópugjaldmiðlum en ella höfum við haft af þessu umtalsverðan hag. Á móti hefur að visu komið, að sterkum dollara hefur fylgt vaxtahækkun vestan hafs og töluverður hluti erlendra lána okkar er á breytilegum vöxtum, þannig að vaxta- hækkunin hefur kostað okkur töluvert fé. Nú bendir ýrnislegt til, að þessi aðstaða sé að breytast. Að sumu leyti er það vegna aðgerða okkar sjálfra. Bandaríkjadollari vegur ekki jafnþungt í gengisviðmiðun okkar og hann gerði áður og var sú breyting nauðsynleg til þess að tryggja stöðu iðnað- arins hér heima fyrir. I vikunni voru á ferð hér fulltrúar frá stærsta banka heims, Citibank, sem á nokk- ur viðskipti við okkur íslendinga og einstök fyrirtæki hér. Einn af helztu áhrifamönnum þess banka flutti ræðu í kvöldverðarboði sem bankinn efndi til og vék þar m.a. að háum vöxtum í Bandaríkjunum en benti jafnframt á, að nú væri mjög auðvelt að selja vörur í Bandaríkjunum og vonandi yrði aukning á útflutningi til þess að létta undir með þjóðum að greiða hina háu vexti. Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, benti þá á staðreynd, sem síðan hefur komið fram opinberlega og hún er þessi: sterk staða doll- arans hefur vissulega leitt til þess, að þjóðir heims keppast um að flytja vörur á Banda- ríkjamarkað. Það gerum við íslendingar en það gera líka keppinautar okkar í sjávarút- vegi annars staðar í heiminum. Afleiðingin er sú, að vestan hafs er nú geysimikið fram- boð af fiski, sem aftur hefur leitt til þess, að fiskverð fer lækkandi, eins og Magnús Gúst- afsson, forstjóri Coldwater, staðfesti í við- tali við Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum. Þannig stöndum við nú frammi fyrir því, að fiskverð lækkar vestan hafs vegna sterkrar stöðu dollarans og er þá af sem áður var, þegar a.m.k. ein ríkisstjórn hér fleytti sér áfram í skjóli hins sterka Bandaríkjadals. Umbótaskeið Einn af forystumönnum í fjármálalífi þjóðarinnar hafði orð á því í samtali á dög- unum, að ráðherratíð Matthíasar Á. Mathie- sen í viðskiptaráðuneytinu væri á góðri leið með að verða mikið umbótaskeið í fjármála- lífi þjóðarinnar og þyrfti að leita aftur til upphafsára Viðreisnarinnar til þess að finna tímabil breytinga og umbóta, sem jafnaðist á við það, sem gerzt hefur hávaða- laust á einu ári. Þetta eru orð að sönnu. Ásamt stórminnk- andi verðbólgu er byltingin i bankaviðskipt- um það sem eftir stendur að loknu fyrsta ári núverandi ríkisstjórnar. Hún hefur orðið vegna þess, að viðskiptaráðherra hefur skapað skilyrðin til þess. Andrúmið i viðskiptalífinu er allt annað en það var vegna þeirra breyttu viðhorfa, sem hafa rutt sér braut i fjármálalífinu. Kostirnir eru fleiri en áður var fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Um leið hefur orðið sú viðhorfsbreyting, að bankaviðskipti séu þjónustustarf en ekki skömmtunarstarf. Nýr fjármagnsmarkaður hefur orðið til á skömmum tima fyrir frumkvæði nokkurra einkafyrirtækja. Þetta er af hinu góða og veitir bankakerfinu holla samkeppni og að- hald. f Bandaríkjunum og Evrópu er sú breyting að verða á bankaviðskiptum, að þau færast í átt til æ fjölbreytilegri fjár- málaþjónustu. Gott dæmi um það er Citi- bank i Bandarikjunum en fyrr var nefnt, að fulltrúar þess banka hefðu verið hér á ferð fyrir nokkrum dögum. Bankar taka i vax- andi mæli þátt i margvíslegum viðskiptum á verðbréfamarkaði og veita viðskiptamönn- um sínum þjónustu á þeim vettvangi og leita jafnvel inn á svið tryggingarviðskipta. Starfsemi Fjárfestingarfélags fslands hf., Kaupþings og Ávöxtunar er vísir að al- mennri fjármálastarfsemi á borð við það, sem tíðkast í öðrum vestrænum löndum. Að því kemur vafalaust fljótlega, að bankarnir hefji samkeppni við þessi fyrirtæki að ein- hverju marki einfaldlega vegna þess, að það er eðlilegt, að þeir veiti viðskiptamönnum sínum þjónustu á þessum sviðum, sem öðr- um. Hvarvetna í vestrænum löndum er sett rammalöggjöf utan um slík viðskipti, sem á að tryggja að þau fari heiðarlega fram og að engin undirmál séu á ferðinni. Menn hljóta að vona, að svo umbótasinnaður ráðherra, sem Matthías Á. Mathiesen hefur reynzt í viðskiptaráðuneytinu, beiti sér fyrir setn- ingu löggjafar af þvi tagi. * Olympíuleikar Seint mun líða úr minni þeirra, sem af áhuga fylgdust með íþróttum fyrir tæpum þrjátíu árum, þegar fregnin barst frá Ástr- alíu um það, að Vilhjálmur Einarsson hefði hlotið silfurverðlaun fyrir þrístökk á leikun- um þar. Það er hápunktur afreka íslenzkra íþróttamanna fram á þennan dag. ólympíuleikarnir, sem hefjast í Los Ang- eles síðar í þessum mánuði, munu vekja sér- staka athygli okkar íslendinga, ekki sízt vegna þess að annar ungur maður hefur náð árangri á heimsmælikvarða í sinni íþrótta- grein, spjótkasti, og. er nú meðal fremstu spjótkastara heims. Þetta er Einar Vil- hjálmsson, sonur Vilhjálms Einarssonar. Að þessu er vikið hér vegna þess, að ís- lenzka ólympíunefndin stendur um þessar mundir fyrir fjáröflun til þess að kosta ferð íþróttamanna okkar á þessa leika. Lands- menn eiga að bregðast vel við, þegar leitað er til þeirra í þessum erindagjörðum. Það á að vera okkur kappsmál að ýta undir þátt- töku ungs fólks í íþróttum svo sem kostur er. Þátttaka í ólympíuleikum hlýtur að vera stærsta stund í lífi þeirra, sem á annað borð fást við íþróttir, og það er hverri þjóð metn- aðarmál að senda myndarlega sveit æsku- manna á leikana. Við eigum ekki að láta okkar hlut eftir liggja í þeim efnum en gera okkur jafnframt grein fyrir því að þessari þátttöku fylgir óhjákvæmilega mikill kostn- aður. „Stjórnmálaflokk- ur, sem spannar skoðanasviðid frá hægri og vel yfir á miðju, hefur mikla möguleika á því að vera fjöldaflokk- ur. En þeir, sem vilja losna við „miðjuna" eða líta á hana sem vinstri pólitík vilja líka minnka flokkinn.“ „Ólympíuleikarn- ir, sem hefjast í Los Angeles síðar í þessum mánuði, munu vekja sér- staka athygli okkar íslendinga, ekki sízt vegna þess, að annar ungur maður hefur náð árangri á heimsmælikvarða í sinni íþrótta- grein, spjótkasti, og er nú meðal fremstu spjótkast- ara heims. Þetta er Einar Vil- hjálmsson, sonur Vilhjálms Einars- sonar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.