Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984 Þorsteinn Pálsson með fjölskyldu sinni á Þingvöllum í gær. Morgunblaðiö/Rax. Getum hæglega gert efnahags- legt jafnvægi og framfarir að varanlegum veruleika býr. Arangurinn sem orðið hefur er því að þakka að fólkið í landinu skildi og skynjaði að með sam- stilltu átaki og tímabundnum fórnum í lífskjörum væri unnt að koma á þeirri festu sem gæti lagt grundvöll að nýrri sókn til bættra lífskjara. Um það leyti sem Alþingi lauk í vor var því lýst yfir af hálfu beggja stjórnarflokkanna að þeir litu svo á að ríkisstjórnin stæði nú á krossgötum. Sannarlega er það svo að það er áður óþekkt að ríkis- stjórn hafi innan árs náð fram öll- um meginmarkmiðum sem um var samið í upphafi. Af þeirri ástæðu hefur verið talið nauðsynlegt að semja um nýja verkefnaáætlun. En við svo búið er ofur eðlilegt að fólk vilji fá svör við þeirri spurn- ingu hvað við taki. Einsýnt virðist að verkalýðsfélögin ætli að hag- nýta sér möguleika til þess að leysa upp kjarasamninga á miðju umsömdu samningstímabili. Stjórnarandstaðan hefur þegar tilkynnt að hún muni sameigin- lega freista þess að hagnýta sér þessar aðstæður til þess að ýta undir upplausn og ringulreið á vinnumarkaðnum. Þegar svo er komið málum hlýtur fólkið í land- inu að kalla eftir svörum við þeirri spurningu hvort unnt sé að halda áfram á þeirri braut sem lögð hef- ur verið eða hvort það sé óumflýj- anlegt að þjóðin rati á ný í ógöng- ur óðaverðbólgunnar. í raun réttri er svarið undir okkur sjálfum komið. Ef þjóðin er tilbúin til þess að halda barátt- unni áfram getum við hæglega gert efnahagslegt jafnvægi og framfarir að varanlegum veru- leika. Við sjálf verðum hvert fyrir sig og öll saman að gera okkur grein fyrir því að aukin hagsæld og velmegun er undir því komin að við með vinnandi höndum og starfandi huga sýnum þolgæði og þrautseigju til áframhaldandi baráttu. Sjálfstæðisflokkurinn er fyrir sitt leyti reiðubúinn hér eftir sem hingað til að veita þá stjórn- málalegu forustu sem til þarf. Ræða Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í Varðarferð á Þingvöllum í gærmorgun Góðir ferðafélagar! Við erum hér á þessum júlí- morgni saman komin á vegum Landsmálafélagsins Varðar á helgasta stað þjóðarinnar. Hér eru þau vé sem umlykja stærstu og örlagaríkustu stundir íslands- sögunnar. Það er ánægjulegt að við skulum að þessu sinni geta gerí Þingvöll að fyrsta áningar- stað í ferð okkar. Þeir menn eru til sem telja að það eigi ekki að vera á verkefnaskrá landsmálafélaga að hafa forgöngu fyrir náttúruskoð- un en við skulum hafa hugfast að það er landið og gullkistan um- hverfis það sem hefur alið þjóðina og séð henni fyrir fæði og klæði. Saga landsins og þjóðarinnar er samofin heild þar sem hvorugt verður frá hinu skilið. Það er á landinu og fiskimiðunum um- hverfis þar sem við heyjum bar- áttuna fyrir okkar daglega brauði. Það er einmitt fyrir þá sök sem við höfum í Varðarferðum stillt sam- an strengi náttúrubarnsins og stjórnmálabaráttunnar í hjarta okkar. Veggir Almannagjár og lyngið á Lögbergi helga gætu sagt okkur mikla sögu ef náttúran mætti mæla. Hér varð þjóðveldið til. Hér var við kristni tekið af lýði. Hér komu oddvitar þjóðarinnar saman á tímum niðurlægingarinnar und- ir erlendri stjórn. Hér hafa ís- lendingar fjórum sinnum á liðinni öld komið saman til mikilla þjóð- hátíða. Á þessum stað hefur þjóðin fundið mátt sinn, hún hefur skynj- að það afl sem býr í sameinaðri þjóð þó lítil sé. Við finnum hér í dag eins og endra nær helgi stað- arins og þegar við á þessu ári minnumst þess að 40 ár eru liðin frá stofnun lýðveldis á íslandi, skynjum við með Halldóri Lax- ness að klukkan sem áður brast, alskærum ómi sló út yfir vatn og skóg, mín klukka, klukkan þín kallar oss heim til sín. Þessi staður kallar okkur til verka. Við stofnun lýðveldisins var það brýnt fyrir þjóðinni að í raun réttri lyki sjálfstæðisbarátt- unni aldrei. Á liðnu ári höfum við háð harða og erfiða baráttu við meinsemdir sem grafið höfðu um sig í efnahags- og atvinnulífi þjóð- arinnar. Við gengum ekki til þeirrar baráttu vegna þess eins að við vildum koma á festu og öryggi og leggja grundvöll að bættum og betri lífskjörum fólksins í landinu. Hitt vissum við mæta vel að þessi Hluti þátttakenda í Varðarferðinni. barátta skiptir sköpum fyrir efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Og það er ekki síst í því ijósi sem við höfum gert okkur grein fyrir að því verki verður að halda áfram. Grundvöllur að nýrri sókn til bættra lífskjara Fyrir rúmu ári voru teknar ákvarðanir um umfangsmeiri og róttækari aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum en dæmi eru um á síðari árum. Sjálfstæðisflokkur- inn hafði þar um forustu. Honum var það kleift vegna þeirrar sam- stöðu sem tekist hafði innan flokksins og vegna þess mikla at- fylgis sem hann fékk í kosningun- um. Sjálfvirkni verðþenslukerfis- ins var afnumin. Breytt stefna í gengismálum veitti nýju blóði inn í framleiðsluatvinnuvegina og leiddi til ört lækkandi verðbólgu. Samhliða voru þegar í upphafi og hafa síðar verið gerðar verulegar ráðstafanir í skatta- og trygg- ingamálum til þess að bæta stöðu þess fólks sem við kröppust kjör Nýjar viðræður — fimm atriði Að mörgu er að hyggja áður en vegur er varðaður en ábyrgð á því verki hvílir nú á herðum stjórnar- flokkanna. Ég geri ráð fyrir að viðræður þeirra í milli geti hafist um miðjan næsta mánuð og ég hef ástæðu til að ætla að þær verði árangursríkar. Sjálfstæðisflokk- urinn mun fyrir sitt leyti undir- búa þessar viðræður með marg- víslegum hætti, meðal annars með tveimur sameiginlegum fundum þingflokks og miðstjórnar nú á næstu vikum. Ég ætla að nefna hér fimm at- Morgunbla9i#/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.