Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984 íslenskar listakonur í Kaupmannahöfn BERGLJÓT RAGNARS Fór að læra frönsku og langaði mikið til að læra eitthvað í mynd- list. Var í námi í eitt ár þar. Lærði frönskuna sómasamlega. Upphaf- lega ætlaði ég að vera bara eitt ár í Frakklandi. En þau urðu fjögur. Ég held í rauninni að ég hafi verið mjög seinþroska. Hafi ekki verið orðin almennilega þroskuð fyrr en um þrítugt. Þessi ár í París fannst mér ég alltaf bara sitja hjá og horfa á heiminn án þess að lifa í honumj Eftir Þarísarárin komst á mig mikið rótleysi. Ég fór til íslands Bergljót býr í emni af þessum gömlu, stóru og skemmtilegu íbúðum, sem nóg er af í Kaupmannahöfn. Torg heilags Hans blasir við úr glugga vinnustofunn- ar. Fullt af lífi og fegurð. og fór að vinna sem flugfreyja. Flakkaði um allan heiminn án þess að festa rætur. Þetta var slæmt því ég var óskaplega flughrædd. Og það var nokkuð sem ekki iagaðist. Þvert á móti varð það verra með hverri ferð. Það endaði með því að ég neyddist til að taka sjáifa mig í hnakka- drambið, sá að þetta dugði ekki. Noregur og Danmörk Leiðin lá síðan til Noregs. Þar sótti ég um inngöngu á kúnstaka- demíuna og fékk. Um sama leyti eignaðist ég Katrínu. Mér hefur sjaldan gengið eins vel og á meðan ég gekk með hana. Ég málaði og málaði og virkilega fann mig í því. Á akademíunni í Osló var aka- demían í Kaupmannahöfn alltaf höfð til viðmiðunar um það hvern- ig betur mætti gera. Hvað lá þá betur við en að fara til Danmerk- ur? Hingað kom ég svo 1972. Ég er þakklát fyrir að ég byrjaði svona seint. Ég gat unnið sjálfstætt í stað þess að læra aðeins að stæla prófessorana. Akademía er í eðli sínu byggð upp á slíku. Nemendur eiga bara að koma til að læra handverk. Þetta er orðin úrelt stofnun í bókstaflegri merkingu. En af því að ég var orðin þétta gömul gat hún sem sagt orðið mér til ýmislegs góðs. Það er fastur siður hér að nem- „Vil ekki lifa í fyrirfram ákveðnu hlutverki Áður en ég hafði lært Zen í þrjátíu ár sá ég fjöllin sem fjöll og vötnin sem vötn. Þegar ég komst til dýpri þekkingar kom að því að ég sá að fjöllin eru ekki fjöll og vötnin eru ekki vötn. En núna þegar ég hef skilið raunverulegt eðli hlutanna er ég rór. Því nú sé ég aftur fjöllin sem fjöll og vötnin sem vötn. Ch’uang Teng Lu. Áður en ég hafði haft áhyggjur af listum í mörg ár sá ég frummynd sem frummynd og eftirlíkingu sem eftir- líkingu. Þegar ég komst til dýpri þekkingar kom að því að ég sá að frummyndin er ekki frummynd og eftirlík- ingin er ekki eftirlíking. Núna þegar ég hef séð sann- leikann er ég ró. Því ég sé frummyndina sem eftirlík- ingu og eftirlíkinguna sem frummynd. Bergljót R. Kaupmannahöfn er allt í einu orðin full af íslenskum listakonum. Þær sitja hérna hver í sínu horninu og eru að fást við allt mögulegt. „Það er ekki um nema tvennt að ræða fyrir íslenska konu ef hún vill starfa að listum. Að gifta sig sæmilega vei stæð- um manni og búa á íslandi og vinna að kúnst sinni í hjá- verkum. Eða flytja úr landi.“ Þetta segir sú þeirra sem bú- in er að vera hér lengst, Bergljót Ragnars. Hún hefur átt heima í þessari borg meira og minna í 13 ár. Flestar hinna hafa hins vegar aðeins verið hér örfá ár. „f mörg ár var ég tvístruð og það kvaldi mig. Mér fannst ég ekki Islendingur og ekki Dani. Ég hafði tapað rótum mínum á íslandi án þess að fá nýjar rætur hér í Danmörku. Mér fannst ekki nema eitt ráð. Fara heim og verða fs- lendingur. Og það reyndi ég. Fór heim og bjó þar í tæpt ár. En ég sá fljótt að það var heldur ekki hægt. Bara það að fá eitthvað að gera fyrir sæmilegt kaup var erfitt. Það að ætla að lifa af listinni ger- samlega útilokað. Það var þá sem ég horfðist í augu við það að ég yrði að búa hér í Danmörku áfram. Og gerði mér jafnframt grein fyrir því að ég yrði áfram tvístruð. En mér til mikillar undr- unar komst ég að því að það er hægt að lifa og vera tvístruð. Það er meira að segja hægt að láta sér líða vel. Það er líka stór hópur fslendinga, sem er meira og minna bundinn öðrum löndum. Og kemst vel af.“ Bergljót segist gera sér full- komna grein fyrir því að sama hversu lengi hún búi erlendis verði hún alltaf fyrst og fremst íslend- ingur. Þó hún hugsi jafnt á dönsku og íslensku og eigi suma daga erf- itt með að orða hugsun sína á ís- lensku segist hún samt aldrei hafa látið sér detta í hug að tala annað tungumál en íslensku við dóttur sina, alþjóðlega barnið Katrínu, 14 ára, sem á íslenska móður, föður frá Uruguay, fædd í Noregi og alin upp í Danmörku. Tuttugu og fjögurra ára flakk Það er í rauninni skrýtið hvað Bergljót er íslensk í allri sinni framkomu. Hún sem hefur verið búsett erlendis í samtals 24 ár, eða meira en helming ævi sinnar. Þeg- ar hún tók á móti mér fannst mér hún vera eins dæmigerð íslensk kona og framast gat verið. Klædd í þykka lopapeysu og með band um sítt ljóst hárið. Þegar hún þurfti að skoða eitthvað nánar setti hún upp gamaldags gleraugu, hálf, fram á nefið. Hún bauð upp á kaffi að íslenskum sið. Ég byrjaði að rekja úr henni garnirnar um allt flakkið. „Ég flutti með foreldrum mín- um til Svíþjóðar mjög ung. Þau eru Ólafía Þorgrímsdóttir og Kjartan Ragnars. Pabbi er emb- ættismaður og hafði fengið stöðu í Svíþjóð. Mig langaði lítið að fara með þeim. Kunni vel við mig heima og langaði að vera áfram í Verslunarskólanum; þar var ég byrjuð. En ég lét sannfærast um að skólar í Svíþjóð væru ennþá betri. Einhvern veginn varð það samt svo að ég gat ekki fallið inn í sænskt þjóðfélag. Ég var á erfið- um aldri og trosnaði fljótt upp úr skóianum. Og þá hefði ekki verið hægt að bera mig inn í þann skóla meira þó það hefði verið reynt með valdi. Ég vissi þá líka hvað mig langaði til. Að fara í mynd- listarskóla. En ég var of ung og hafði ekki nægan þroska. Ég var á myndlistarskólanum í Stokkhólmi í tvö ár og dreymdi um það allan tímann að komast burtu. Til Frakklands. Á endanum fór ég. Kopioinnin puhdas ilo KUtrtUDHI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.