Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 48
OPIÐALLA DAGA FRA KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SlMI '1603 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Falast eftir laxa- seiðum í stórum stfl — ÍSNO hefur flutt inn norskan eldislax til kynbóta NORSKAR laxeldisstöðvar hafa sýnt áhuga á að kaupa laxaseiði frá íslandi í stórum stfl. Fyrstu seiðin sem þeir hafa keypt héðan um nokk- urra ára bil eru nýlega komin til Noregs en þangað voru þau flutt með tankskipi. Ef þau reynast vel gsti opnast markaður fyrir hundruðir þús- unda eða jafnvel milljónir íslenskra laxaseiða í Noregi. ÍSNO í Keldu- hverfi og Norðurlax á Laxamýri eru nú að rækta upp sérstakan eldisstofn sem kynbættur verður með norskum laxi sem ÍSNO hefur flutt til lands- Björn Jónsson framkvæmda- stjóri hjá Norðurlaxi á Laxamýri Þingeyjarsýslu staðfesti það í samtali við blm. að fyrir milli- göngu norska sendiráðsins hefðu komið fyrirspurnir frá norskum laxeldisstöðvum um mikið magn af íslenskum laxaseiðum. Hins- vegar væri varla við því að búast að íslensk laxaseiði reyndust vel í eldi, þau yrðu of fljótt kynþroska og hentuðu einfaldlega ekki til eldis. Sagði Björn að nauðsynlegt væri að koma upp stofnum hér á landi sem hentuðu í eldi og haf- beit. Ræktaður hefði verið stofn í Kollafirði sem virtist henta til hafbeitar sunnanlands en slíkan stofn vantaði fyrir Norðurland. Sagði hann að Norðurlax og ÍSNO væru nú í sameiningu að koma sér upp eldisstofni. Á Laxamýri væru nú nokkur hundruð þúsund seiði frá ÍSNO sem valin hefðu verið úr eldislaxi sem ekki hefði orðið kyn- þroska of fljótt. Þessi eldisstofn yrði siðan kynbættur með norsk- um laxi. Sagði Björn að ÍSNO hefði í mars flutt inn hrogn frá Noregi og væri nú með um 60 þús- und seiði sem komið hefðu út úr þeim i sóttkví í Hafnarfirði. Seiðin yrðu síðan flutt að Laxamýri í ág- úst til framhaldseldis. Björn sagði að Norðurlax hefði ekki gefið svar við tilboði Norð- mannanna. Vildu þeir fyrst vita hvort þeir væru með samning til eins eða þriggja ára í huga. Verðið væri hærra en hér fengist. Ef seið- in reyndust vel, yrði gerður samn- ingur til þriggja ára og salan bryti ekki á bága við það sem íslend- ingar væru að gera í fiskeldi væru þeir tilbúnir til að selja seiðin. Ef islensku seiðin reyndust illa væri þó alltaf framtíð í því að flytja inn hrogn, ala seiðin og flytja út þvi mun hagkvæmara væri að ala þau hér á landi vegna jarðhitans. Flugmaður slasast FLUGMAÐUR slasaðist alvarlega, einkum á höfði, þegar lítilli flugvél frá Reykjavík hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Selfossi um eittleyt- ið í gær. Flugmaðurinn var einn um borð að sögn lögreglunnar á Selfossi. Hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Vélin, sem er tveggja sæta, hefur einkennisstafina TF-ULE og er af Jodel-gerð, skemmdist mjög mikið. Myndina hér fyrir ofan af flakinu á Seifoss- flugvelli tók Friðþjófur í gær. Tilkynning um slysið barst Sel- fosslögreglunni kl. 13.14 á laugar- dag, en þegar Mbl. fór í prentun síðdegis í gær var ekkert vitað um tildrög slyssins. Rækjumóttöku hætt 10. ágúst AÐALFUNDUR Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda samþykkti á fundi sínum á föstudag, að beina því til félagsmanna sinna að hætta móttöku á rækju 10. ágúst næst- komandi og hefja ekki móttöku á hörpudiski, nema leiðrétting fáist á rekstrargrundvelli hvað varðar hráefnisverð og útflutningsgjöld. Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæðisflokksins: Viðræður um nýja verk- efnaáætlun hefjast í ágúst ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skýrði frá því í ræðu í Varðarferð í gær, að hann gerði ráð fyrir því, að viðræður stjórnarflokkanna um nýja verk- efnaáætlun geti haflst um miðjan næsta mánuð. „Og ég hef ástæðu til að ætla að þær verði árangursríkar," sagði Þorsteinn. Hann sagði Sjálf- stæðisflokkinn myndu undirbúa við- ræðurnar með ýmsu móti, meðal annars með tveimur sameiginlegum fundum þingflokks og miðstjórnar á næstu vikum. Þorsteinn nefndi í ræðu sinni fimm atriði, sem hann sagði að taka þyrfti ákvarðanir um í þess- um viðræðum „til að gera efna- hagslegt jafnvægi og framfarir að varanlegum veruleika". I fyrsta lagi þyrfti að taka ákvörðun um áframhaldandi stöðugt gengi. í öðru lagi væri óhjákvæmilegt til að hindra vélræna og sjálfvirka verðþenslu að framlengja bann við vísitölutengingu launa og jafn- i Þorsteinn brýnt að taka ákvarðan- I að gera þyrfti áætlun um að halda framt taka ákvarðanir um bann ir, sem leitt geti til aukinnar aukningu ríkisútgjalda í lágmarki eða verulega takmörkun á vísi- framleiðni í landbúnaði og sjávar- til að skapa svigrúm fyrir vöxt í tölutengingu á öðrum sviðum, t.d. útvegi. Einnig þyrfti að leggja atvinnulífinu. á lánum, sem ekki eru til því grundvöll að nýsköpun í íslenzku Ræða Þorsteins Pálssonar er birt í lengri tíma. I þriðja lagi sagði I atvinnulífi. Loks nefndi Þorsteinn, I heild á bls. 26 og 27. Flugleiðir hefja flug til Narsarssuaq á mánudag FLUGLEIÐIR hafa enn ekki fengið formlegt leyfl fyrir leiguflugi frá Kefla- vík til Narsarssuaq á Grænlandi, en SAS hefur einkaleyfí á áætlunarflugi þangað. Að sögn blaðafulltrúa Flug- leiða, Sæmundar Guðvinssonar, ætla Flugleiðir engu að síður að hefja flug til Narsarssuaq á mánudag og verður flogið í Boeing 727. Sæmundur sagði, að Flugleiðir teldu þetta með öllu óhætt eftir góð- ar undirtektir forsætisráðherra Dana, Poul Schlíiters, hér á landi fyrir skömmu. Yrðu farnar 6 ferðir til Narsarssuaq frá og með næsta mánudegi og yrði þá flogið vikulega, ávallt á mánudögum. Hér væri um að ræða hópferðir, aðallega fyrir út- lendinga sem komnir væru hingað til lands, þeir sýndu þessum ferða- möguleika meiri áhuga en íslend- ingar, en þeim væri vissulega þessi möguleiki opinn. í tengslum við þessar ferðir verður boðið upp á gist- ingu og ýmsar skoðunarferðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.