Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 36
V8 36 uæi Lp;l .8 aur.Aauwíug .aiaAjanuoHOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984 ISRAEL Seinni grein eftir Eiínu Pálmadóttur Gengið á Genesaret-vatni og flotið á Dauðahafi Þegar gengið er inn í kirkju Faðir vorsins á Olíufjallinu, blasir óvænt við á besta stað og með stóru letri Faðir vorið á íslenzku. Gestirnir frá íslandi fyrir framan minoruna, sjö arma Ijósastikuna, við þinghúsið Knesset, þar sem rabbíi tók á móti gestum og bauð þá velkomna til Jerúsalem með salti og brauði. Skrýtið að sjá menn ganga á Genesaret-vatni eftir 2000 ár — á sjóskíðum að vísu. Raunar virðist tími sá er Jesús gekk á þessu vatni undarlega nálægur þegar maður stendur í Kapernaum, þar sem hann prédikaði og bjó í húsi Péturs, horfir upp til fjallsins með sexstrendu kirkjunni, þar sem hann flutti Fjallræðuna, kemur við í Kursi, þar sem hann rak út illa anda, ekur hjá lindunum sjö, þar sem hann hefur setið undir vínviðar- og fíkjutrjánum og mettað þúsundir á nokkr- um brauðum og fiskum eða þorpinu Migdal (Magdala), fæð- ingarstað Maríu Magdalenu. í býtið á morgnana draga fiski- mennirnir net sín úr þessu sama vatni, alveg eins og postul- arnir gerðu fyrir 2000 árum. Veiða handa okkur ferðamönn- unum Sankti Péturs-fiskinn, sem borinn er fram í veitinga- húsunum við vatnið. Þeir fara út á vatnið í býtið meðan það er kyrrt. Þá baða gest- irnir sig líka í þessu hlýja vatni, þar sem yfirborðið er 200 metrum neðan sjávarmáls og því gott veð- ur allan ársins hring. Upp úr kl. 4 fer venjulega að gára með vestan golu, og koma þó nokkrar öldur. Á báti úti á vatninu þá verður skilj- anlegt að Jesús hafi þurft að róa lærisveinana, segja þeim að vera óhræddum. Enda voru þeir ekki á vélknúnum skipum eins og þeim sem sigla með ferðafólk yfir vatn- ið, heldur flatbyttnum. Á vetrum kemur stundum austanvindur og geta öldur þá orðið 10 m háar er mér sagt. En það er kyrrð í vatn- inu eins og í huganum, þegar ég lít út úr Galilei Kinnereth-hótelinu um morguninn í fornu höfuðborg- inni, við vatnið Tiberías. Það hef- ur komið í ljós að hótelstjórinn, Alan Kyiet, er kunnugur á Islandi, var þar sem unglingur í 3 vikur hjá vini sínum Gulla, nú kenndur við Karnabæ. Svona blandast allt saman í tíma og rúmi. Meira að segja farið lengra aftur, til Hero- dusar Antipasar, sem byggði baðhús við vatnið. Ferðamenn baða sig enn í þessum heilsulind- um, sem byggð hafa verið í tengsl- um við lækningastöðvar og fólk dvelur í sér til heilsubótar. f Kapernaum hafa verið grafnar upp fornminjar, m.a. úr sam- kunduhúsinu, sem byggt var á 3. öld á rústum þess musteris sem Jesús prédikaði í. Sumir steinarn- ir þeir sömu. Einnig uppgrafna olíupressan og rústirnar af 2ja herbergja íbúðarhúsunum. Eitt þeirra líklega hús Péturs fiski- manns. Standandi á þessum rúst- um fær maður skýringu á því hvers vegna Jesús rak víxlarana út úr öðru musteri. Þeir voru að skipta rómverskri mynd og á henni voru mannamyndir af keis- urunum, en í trú Gyðinga mátti ekki aðra guði hafa og ekki mynd- ir af þeim inni í samkunduhúsun- um. Við suðurenda vatnsins, þar sem áin Jórdan rennur úr því áleiðis niður í Dauðahaf, hefur í Degania verið komið fyrir aðstöðu fyrir fólk til að láta skírast í ánni. Sagt að þar hafi Jóhannes skírt Jesús, þótt enginn viti nákvæm- lega hvar það var. Þetta er nokkuð nýtilkomið, enda lá staðurinn allt fram til 1967 undir skothríð frá Aröbum í Jórdaníu og ekki óhætt að vera þar fyrr en eftir að fsra- elsmenn tóku Vesturbakkann. Gist í kibbutzum Raunar erum við á þessum slóð- um í Efri Galileu í krikanum við landamæri Líbanons að norðan og Sýrlands og Jórdaníu að austan. Ökum meðfram tvöfaldri raf- magnsgirðingu með skjólskjöld- um, gegn skothríð, þegar haldið er að heitu lindunum og þjóðgarðin- um í Hammat Gader austan við vatnið. Vestur-Afríku-sprungan liggur áfram norður í gegn um ísrael, um Dauðahafið, Jórdan- dalinn og Genesaret-vatn og er skýringin á jarðhitanum á þessum slóðum. Jarðflekarnir færast bara þarna norður og suður og nuddast Allt rólegt á landamærunum við Jórdaníu siðasta áratuginn. Þarna er þó enn tvöfóld rafmagnsgiröing. En opin brú milli landanna. Meðfram þessari girðingu ekur maður við Genesaret-vatn. saman en gliðna ekki eins og Atl- antshafssprungan gegn um fsland. Handan dalsins, sem við ökum um, er Jórdanía og þar sýnilega verið að vinna að mikilli virkjun. En allt hefur verið rólegt á þess- um slóðum síðan 1970. Ein brú er þarna opin milli landanna og um- ferð á að vera frjáls um hana. Gyðingar geta þó ekki farið yfir, því þeir fá ekki að koma til baka, þar sem Arabar geta farið fram og aftur óhultir og Jórdanir koma yf- ir í einhverjum mæli. „Husein hef- ur haft hægt um sig síðasta ára- tug, veit hvað er best fyrir hann,“ segir einn fsraelsmaðurinn, sem með okkur er. „Eftir að hann rak PLO-mennina úr sínu landi og þeir fóru til Líbanon og urðu upp- hafið að borgarastyrjöldini þar, hefur allt gengið vel.“ Ekkert svar á maður við þessu. Nóttina áður höfðum við gist rétt við landamæri Líbanons, sem er á fjallsbrúninni fyrir ofan. í kibbutz eða samyrkjubúi, sem eins og svo mörg önnur drýgir tekjurn- ar með því að reka gistihús. Það heitir Kafa Geladi og er eitt elsta samyrkjubúið. Fyrstu Gyðingarn- ir komu þangað frá Rússlandi fyrir 68 árum og keyptu land. Konurnar plægðu akrana meðan mennirnir vörðu landið. Allt búið er raunar enn girt og verðir um nætur, enda ekki langt síðan fóik- ið varð iðulega að eyða nóttunum í neðanjarðarþyrgjunum, sem eru 40 talsins, vegna skothríðar ofan úr Golanhæðunum. En það er ein- mitt í þessum fréttnæmu Golan- hæðum, sem við erum stödd. Einn bóndinn í Kafa Geladi segir mér að 1981 hafi síðast verið mikið lagt i rúst hjá þeim í skothríð úr hæð- unum: „Þess vegna urðum við að fara inn í Líbanon, svo að börnin gætu komist óhult í skólann." Ekki langt frá er kibbutzið Keryat Shmone, sem varð fyrir stöðugum árásum. 1980 voru margir drepnir þar og þar var það sem skólabíll- inn var sprengdur í loft upp með börnunum. „Við ættum að draga herinn frá Líbanon. Þar hafa mörg mistök verið gerð,“ segir ísraelsk kona. „En innrásin var gerð undir kjörorðunum „Friður fyrir Galileu" og við verðum að fá tryggingu fyrir friði hér á land- svæðinu næst landamærunum." Meðlimir í Kafa Geladi kibb- utzinu eru 400 og svo fjölskyldur þeirra. Þar af eru 160 manns yfir 65 ára og mörg börn. Þarna vantar alltaf vinnukraft, enda karlmenn- irnir kallaðir í herinn tvo mánuði á ári. Þeir eru með 400 kjúkl- ingabú, yfir 300 kýr, baðmullar- akra, hafa malarnám og settu fyrir gamla fólkið upp vinnustofu til gleraugnasamsetningar, til að þurfa ekki að neyða það til að hætta að vinna. Allir fá það sem þeir þurfa, hvað sem þeir starfa og jöfn laun. „Gamalt fólk er engir kjánar," segir forstöðumaðurinn við mig. „Það vill ekki vera að neinu föndri, heldur leggja sitt til og því fær það að vita hve mikið hver og einn framleiðir. Þannig verða menn ánægðir. Þetta er sveigjanlegt starf. Þeir sem ekki geta sofið á nóttunni koma og vinna við gleraugun, aðrir á dag- inn. ísraelsk kona hefur áður bent mér á að fegursta lífið fyrir aldr- aða sé að finna á kibbutzunum, þar sem allir leggi fram eftir getu og allir fái það sem þeir vilja. All- ir eru með og þátttakendur, hver eftir sinni gétu. Þegar hátíð er, fagna allir saman að loknu dags- verki, 4ra ára börn og gamla fólk- ið. Satt er það að ísraelar eru kátt fólk, sem dansar þjóðdansa af list. Allir klappa undir og syngja sam- an. Ófá skipti erum við gestirnir látnir sveifla okkur út á gólfið. Á slíku kvöldi í nálægu kibbutz, Ha-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.