Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984
37
Ekki eru mörg olífutré eftir á olíufjalli, enda eyðilögðu Rómverjar þau. í Getsemane-garði má þó enn sjá þessi 2.500
ára gömlu tré. Kannski hafa laerisveinarnir einmitt sofið undir þeim, raeðan Jesús baðst fyrir nóttina áður en hann
var handtekinn.
Betlehems-stjarnan er í helli fjárhirðanna, þar sem Jesús fæddist. Yfir er ein
elsta kirkjan í sögu kristninnar.
-*.K -
Flotið á Dauðahafinu fyrir framan eitt af hótelunum, en þetta þykir mikill
heilsuræktarstaður með heitum lindum og leðju. Líka hægt að dvelja í
kibbutzinum El Geddy, sem hefur hús og þjónustu fyrir ferðafólk við vatnið.
Gengið á Genesaret-vatni — á sjóskíðum.
gashrim, kemur til móts við okkur
hópur af fólki af öðru búi, sem
jafnan kemur saman einu sinni í
viku til að syngja, og varpar nú á
skerm textum, svo við getum verið
með. Elsta konan segir okkur ang-
urvært frá vatninu sem var þar er
fyrstu bændurnir komu á kibbutz-
ið hennar og þar komu farfuglarn-
ir við. En vegna bleytunnar féll
fólkið á kibbutzinu í hrönnum ár
eftir ár úr malaríu og margir
flúðu, þar til vatnið var þurrkað
upp. Allt nema lítill pollur. En
þangað hefur tekist að laða aftur
að pelikanana á leið sinni á
varpstöðvar. Nú er fólk aftur farið
að setjast að á kibbutzinu þeirra
og malarían er horfin. Konan var
með tárin í augunum, þegar hún
sagði okkur af fuglunum, sem aft-
ur væru farnir að koma. Þannig
heyrir maður af ómældum erfið-
leikum landnemanna. En þeim
hefur tekist með þrautseigju og
stöðugri vökvun að rækta græna
bletti. Vinjar í eyðimörkum.
Nú búa 100 þúsund manns á
sameignabúi á 250 kibbutzum um
allt Israel, allt frá Kfar Giadi við
landamæri Líbanon og suður til
Ein Geddi við Dauðahafið. 27
þeirra hafa komið upp vel búnum
gistihúsum fyrir ferðamenn, sem
heimamenn vinna sjálfir við. í
kibbutzunum hefur hver fjöl-
skylda nú sitt hús og börnin sofa
heima og borða þar ef vill, en sam-
eiginleg mötuneyti eru líka fyrir
hendi. Önnur samyrkjubú eru af
gerðinni sem nefnist musha, en
þar eiga bændurnir hver sinn
skika, rækta þar ávextina á víxl og
bera ábyrgð á sínu landi. Ef ein-
hver er veikur eða kallaður í her-
inn, vinna hinir þá landið hans. Og
allir reka saman skóla og gistihús,
eins og t.d. í Ein Gev við Genes-
aret-vatn, þar sem eru lítil hús
fyrir gesti að búa í og mikil þjón-
usta af ýmsu tagi, hægt að fara á
sjóskíði, synda, fara á hestbak o.fl.
Öll þessi kibbutz, sem hafa
gistihús, hafa myndað með sér
samband, svo að hægt er að ferð-
ast á milli þeirra. Annað hvort
panta gistingu fyrirfram eða láta
daglega panta það næsta. Hlýtur
að vera mjög skemmtilegt að
dvelja þar og aka þaðan á sögu-
staði. Geta um leið fengið að
kynnast þessu sérkennilega sam-
býlis- og búskaparformi.
f Ein Gedi við Dauðahafið er
kibbutz, sem stofnað var 1950 og
ræktar allar tegundir ávaxta o.fl.
Þar er gistiaðstaða í litlum húsum
og sundlaug og þangað streymir
fólk hvaðanæva að sér til heilsu-
bótar, því þarna eru leirböð og svo
Dauðahafið sjálft, sem er 10 sinn-
um saltara en nokkur sjór á jörð-
inni. Enda er alveg stórkostlegt að
reyna að synda þar. Maður bara
liggur á vatninu og flýtur eins og
korktappi. Á skrokknum og hár-
inu er skán af „olíu“, þegar maður
kemur upp úr vegna saltsins og
allra þeirra efna sem þar eru. Þau
munu hafa sérlega góð áhrif á
gigtarsjúklinga. Psoriasisjúkl-
íngar streyma þangað niður eftir
og fá bót — í bili. Dvelja í 1 mánuð
og liggja i leðjunni og vatninu.
Finnar nýta það mikið. Það var
skemmtileg reynsla að fá að fljóta
á vatni!
í Nasaret og Betlehem
Frá Genesaret-vatni og kibbutz-
unum þar er örstutt til Nazaret,
þar sem Jesú ólst upp og bjó með
foreldrum sínum, Maríu og Jósep,
þar til hann fór að prédika. Með
»
Þarna var fjallræðan flutt, í fjalls-
hlíðinni við Genesaret-vatn.
steinhlöðnu húsunum, þröngum
hlykkjóttum stígum og markaðin-
um er Nasareth líklega ekkert ólík
því sem hún var á dögum Jesú.
Ríflega helmingur íbúanna eru
Múhameðstrúarmenn, sem búa í
gamla bænum. Þar er kirkja
byggð yfir hellinum, þar sem eng-
illinn kom til Maríu og boðaði
henni þungun. Á neðri hæð kirkj-
unnar er hellirinn, en uppi yfir er
ákaflega falleg kirkja þar sem
sungnar eru messur. Margar þjóð-
ir hafa gefið í hana mosaik og
steindar glermyndir af Maríu og
barninu. Hver gerir þau mæðginin
að sjálfsögðu í sinni mynd. Þótt
ekki væri hleypt inn þeim sem
voru í stuttbuxum, slapp einhvern
veginn inn bandarísk kona, sem
bæði var með ber lærin og berar
axlir. Antoine, forstöðumaður
ferðamála í Nasareth, sem er
kristinn Arabi og vinnur fyrir
Gyðingastjórn, var að sýna okkur
kirkjuna eftir lokun og fékk al-
deilis orð í eyra. Arabarnir hópuð-
ust fyrir utan og gerðu hróp að
okkur. Einkum að honum fyrir að
láta svona fólk fara inn, sem enga
virðingu ber fyrir neinu. Maður
sárskammaðist sín. Fór satt að
segja um mann.
Fyrir íslenska manneskju, sem
á hverjum jólum heyrir að Jesús
hafi fæðst í Betlehem, er dálítið
skrýtið að heyra að dregið sé í efa
að það geti verið sögulega rétt.
Hann hafi fæðst í Nasaret. Vitan-
lega var ekki látið undir höfuð
leggjast að fara til Betlehem
sunnan við Jerúsalem og í fæð-
ingarkirkjuna, sem pílagrímar
flykkjast til, einkum á jólum og
páskum. Þetta er ein elsta kirkja
kristninnar, byggð árið 325 yfir
hellinum, sem var fjárhúsið þar
sem Jesús fæddist. Þar sem fram-
an á kirkjunni var mynd af vitr-
ingunum þremur og Múhameðs-
trúarmenn sáu menn í austur-
landaklæðum, töldu þeir þetta iíka
heilagan stað fyrir sig og eyði-
lögðu því ekki þessa kirkju. Ekki
var mjög hátíðlegt niðri við jöt-
una, þar sem er stjarna yfir fæð-
ingarstaðnum, því hópur drengja
frá einhverju Suður-Ameríku-
landi var þar og tróðu strákarnir
sér beinlínis inn í jötuna til að fá
af sér mynd. Fullorðinn maður
reyndi að gera það sama. Við fór-
um út.
Betlehem er að mestu byggð Ar-
öbum. Borgarstjórinn, Elias Frej,
er kristinn. Mér var sagt að allt
væri i lagi meðan hann hefði þar
stjórn, enda iagði hann mikla
áherslu á að hann vildi fá kristna
pílagríma í heimsókn og þarna
væru þeir óruggir. Ekki t.reystir
hann þó sjálfur algerlega á al-
mættið, því varla fór fram hjá
manni að lífverðir fylgdu honum
fast eftir. Dálítið skondið að í báð-
um bessum helgu borgum kristn-
ínnar, Betlehem og Nasaret, eru
borgarstjórar arabískir kommún-
istar.
Hátíðleg móttaka
Mun hátíðlegra fannst mér að
aka inn í Jerúsalemborg hjá Bet-
aníu, þar sem þær bjuggu María
og Marta og framhjá Olíufjallinu,
þar sem allir vilja vera grafnir,
því þar byrjar upprisan, og stansa
hjá mínorunni, sjö arma kerta-
stjakanum við þinghúsið Knesset,
þar sem rabbíi tók á móti okkur og
bauð velkomin til Jerúsalem með
brauði og salti við hátíðlega at-
höfn, eða að stíga í kvöldkyrrðinni
út á svalirnar mínar á 8. hæð á
Hótel Plaza og horfa yfir múra
gömlu Jerúsalem. Ganga svo i
kyrrð og ró um morguninn á Olíu-
fjallið, þar sem ekki eru þó mörg
ólífutré enda hjuggu Rómverjar
þau niður. Þó nokkur 2500 ára
gömul. Halda niður Getsemane-
garðinn, þar sem lærisveinarnir
biðu meðan Jesús bað og þar sem
hann var svikinn. Þar í lundi elstu
ólífutrjánna hefur verið byggð fal-
leg kirkja. Önnur kirkja hærra
uppi, Eleona eða Faðir vor, varð
mér þó enn meiri upplifun. Allt í
einu stóð ég í kirkjunni andspænis
Faðirvorinu á íslensku, sem blasti
við á vegg við innganginn. En í
kirkjunni er Faðirvorið á 51
tungumáli á veggjum.
Og vitanlega gekk maður Via
dolorosa frá þeim stað, þar sem
Jesús var dæmdur, eftir stígnum
þar sem hann bar krossinn, gegn
um gamla markaðinn innan múr-
anna með viðkomustöðunum 14 og
að Upprisukirkjunni, þó vafi
leiki á að það sé annað en seinni
tíma tilbúin leið. Kirkjan á að
vera byggð yfir gröfina. Og þang-
að er 4 hleypt inn í einu. Kunnug-
ur ísraeli laumaðist þó til að sýna
mér göng, sem lágu út fyrir
kirkjuvegginn, niður í grafir í
klettunum og benti á hve miklu
líklegra væri að þar hefði gröfin
verið. í Biblíunni stendur að hún
hafi verið höggvin í klettinn, en
inni í kirkjunni er hlaðin upp gröf.
Hvað um það, hún gerði sitt gagn
fyrir túrista.
Síðan 1967 geta Gyðingar aftur
beðið guð sinn við Grátmúrinn.
Eftir 1945 var samið um það af
Sameinuðu þjóðunum að trúaðir
skyldu alltaf hafa aðgang að hon-
um. En Arabar, sem réðu þeim
hluta borgarinnar, byggðu þá bara
sín hús fyrir framan hann, svo
Gyðingar kæmust ekki að honum.
En fyrsta verk Gyðinga eftir að
búið var að taka Jerúsalem alla í
sex daga stríðinu 1967, var að
setja ýtur á þessi hús og veita
íbúunum hús annars staðar, áður
en nokkur gat farið að skipta sér
af því. Nú standa í röðum við múr-
inn karlar öðrum megin, konur
hinum megin, biðja guð sinn og
hneigja sig í sífellu. Hneigingarn-
ar hafa þó ekkert með tilbeiðslu að
gera. Heldur verða menn að rugga
svona til að halda jafnvægi, þegar
þeir einbeita sér svona ákaft í
hugleiðslu. Er krossfararnir sáu
þá standa svona og búkka, héldu
þeir að þeir væru að gráta og af
því ber Grátmúrinn nafn.
Að koma til allra bessara staða,
sem maður þekkir svo vel frá
öarnæsku af afspurn, er hreinasta
æfintýri. Og raunar er þetta land,
ísrael, allt svo margbrotið og fjöl-
breytt að svo stutt ferð vekur að-
eins áhuga á að koma aftur.
— E.Pá.