Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 46
4ö MORGUNBLAÐIÐ, ÖUNNUDAÓÚR 8. JÚLÍ 1984 til sín og það kom fyrir lítið þótt við segðumst vera nýbúnar að borða: brauð, bökur, ólífur, pylsur, sardínur og ég man ekki hvað og með þessu volgt rauðvín og síðan þyrptust fleiri að og áður en við var litið var farið að syngja fado og menn eru byrjaðir að stíga dans. Og áður en við er litið eru svo allar götur orðnar troðfullar af fólki, dansandi og syngjandi, hoppandi og híandi, litskrúðugir lampar og ljósker lífga ekki lítið upp á umhverfið. Bál eru kveikt og menn gera sér það til gamans að stökkva yfir þau, síðan er skotið upp flugeldum og svo er aftur far- ið að borða og drekka. Það fer út af fyrir sig vel á því að sjá kvöldið eftir söngleik, sem einmitt endar á Nótt heilags Jó- hannesar. Þennan söngleik mætti í stuttu máli kalla „Púrtvínsglas" en hann heitir á portúgölsku „Um Cálice de Porto". Eiginlega er þetta bæði söngleikur og revía í senn, og mjög skemmtilega útsett fado-tónlist gerði sitt til að gefa honum mjög ekta portúgalskt svipmót. Þessi leikhópur, Seiva, hefur flutt þetta stykki í tvö ár nákvæmlega og sýnir hann sex kvöld í viku og jafnan fyrir fullu húsi. Flestir munu vera áhugaleik- arar, en ýmsir þjálfaðir kraftar verið fengnir til liðs við hópinn. Þessi söngleikur var af gagnrýn- endum valinn bezta leikverk árs- ins 1982. Einn höfundanna, Manu- el Dias, ritstjóri við blaðið 0 Primeiro de Janeiro og gamall Það var mikið um að vera í Oporto, þegar ég var þar á dögunum, þann 24. júní, hófst hátíð heil- ags Jóhannesar og dag- inn áður hafði verið opnuð skósýn- ingin Mocap, sem er haldin tvisvar á ári í Kristalshöllinni. Og síðast en ekki sízt fór ég að sjá portúgalskan söngleik sem leikflokkur sem kallar sig Seiva Trupe hefur sýnt í litlu leikhúsi, en afar viðfelldnu, í tvö ár og enn er alltaf fullt hús. En áður en hátíð heilags Jó- hannesar hófst í Oporto hafði ég verið í borginni Braga, nokkuð fyrir norðan, þar var dagur Jó- hannesar tveim dögum fyrr, svo að ég lenti eiginlega í tveimur Jó- hannesarhátíðum. Og mátti varla meira vera. Braga var skreytt hátt og lágt í tilefni þessarar gleði og mikið um dans og húllumhæ þar um kvöldið og fram eftir nóttu. Mér fannst þó eiginlega skemmti- legast á þeirri hátíð að fylgjast með rall-keppni gamalla glæsi- vagna, fjórtán talsins. Þeir höfðu ýmsir komið um langan veg til að taka þátt í rallinu og var tignarleg sjón að fylgjast með akstri þess- ara vagna, þótt ekki næði neinn þeirra umtalsverðum hraða. Ég kom til Oporto kvöldið áður en Mocap sýningin var opnuð og bjó nú í boði útflutningsráðs Port- úgals á splúnkunýju hóteli, Ipan- ema, ekki ýkja langt frá Krist- alshöllinni. Við opnum Mocaps eru sjaldn- ast nein teljandi formlegheit, en ýmsir framármenn í viðskipta- ráðuneytinu voru þó mættir til leiks að heiðra sýninguna með nærveru sinni. Portúgalir hafa aukið fram- leiðslu á skóm af miklum krafti hin síðustu ár, vöruvöndun hefur einnig vaxið að sama skapi. Út- flutningur á portúgölskum skóm hefur einnig hraðvaxið, svo að með ólíkindum er. Níutíu og fjögur fyrirtæki sýndu framleiðslu sína í Krist- alshöllinni að þessu sinni. Tízku- sýningar, líflegar og bara frum- legar, voru tvisvar á dag þá þrjá daga sem sýningin stóð yfir. Til marks um það hversu öflug skóframleiðsla Portúgala er að verða sá ég einhvers staðar í skýrslum, að skófyrirtæki í land- inu væru alls eitt þúsund og við þessa atvinnugrein störfuðu um fjörutíu þúsund manns. Skófyrir- tækin eru langflest í norðurhlut- anum, í Oporto og bæjum og þorp- um þar í grennd. Fyrir tiltölulega fáum árum bjó þessi grein við heldur bág skilyrði, en mikið hef- ur verið gert til að styðja við hana og verksmiðjur hafa stækkað og iJMGMEreporao GílaDaBoaplB] Teikning af aðstandendum leiksins fylgdi leikskrá. Á hátíð heilags Jóhannesar og farið á Mocap og „Púrtvínsglas" Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir vélakostur nú víðast hvar nýr og fullkominn í hvívetna. Á árinu 1983 voru framleiddar um 42 milljónir para af portúg- ölskum skóm. Og hlutur íslend- inga er ekki rismikill í þeim hluta sem til útflutnings fór, 0,1 prósent eða liðlega 20 þúsund pör. íslend- ingar og Ástralíumenn eru neðstir á blaði allra þeirra sem á annað borð kaupa skó frá Portúgal. Bret- ar eru drýgstir með um 3,5 millj- ónir skópara á síöasta ári og næst- ir koma Vestur-Þjóðverjar með um 3,2 milljónir. Áf Norðurlönd- um kaupa Svíar mest, eða um 2,2 milljónir, og síðan kemur Noregur með um 1,2 milljónir. Af öllum út- flutningi reiknuðum fara um 65 prósent til landa Efnahagsbanda- lagsins, 24 prósent til EFTA-landa og hitt skiptist niður á Sovétríkin og nokkur Afríkulönd. I bæklingi sem jafnan er gefinn út í tengslum við sýninguna er listi yfir öll fyrirtæki sem sýna hverju sinni, einnig er fyrirtækj- unum gefinn vitnisburður fyrir gæði og tekið er fram hversu mikil framleiðslan sé á dag og ýmisiegt fleira sem ugglaust kemur þeim vel sem eru í skóbransanum. Ein af ástæðunum fyrir því, að Mocap virtist með daufara móti að þessu sinni, var kannski sú, að sýningardagana bar upp á þá hina sömu og hátíð heilags Jóhannesar er haldin, eins og áður hefur verið vikið að. Heilagur Jóhannes er verndar- vættur borgarinnar og þann 24. júní varpa þessir iðjusömu og kvöldsvæfu íbúar Oporto af sér öllum áhyggjum, þyrpast inn á heimili hver til annars og síðan út á skreyttar göturnar, dansa og syngja, veifa blómum og skemmta sér svo að undir tekur í borginni. Ég hef ekki áður verið í Oporto þegar heilagur Jóhannes er heiðr- aður, það var upplifun að sjá þessa þungu borg nánast hafa ham- skipti. Næturlíf er til að mynda ekki sérlega fjörugt í Oporto, vegna þess að þar ganga menn snemma til náða til að rísa árla úr rekkju að ganga til starfa. En þeg- ar líða tekur á kvöldið 23. júní er eins og borgin og fólkið sem i henni býr leysist úr álögum. Við Eva Blovsky, vinkona mín hjá ICEP, höfðum fengið okkur að borða í einum af litlu veitinga- stöðunum við Douro-fljótið og það var auðfundið á öllu, að menn voru að komast í hátíðarskap. Eftir matinn röltum við meðfram ánni og vissum ekki fyrr til en fjöl- skyldan sem sat að útisnæðingi við ána hafði dregið okkur þangað Úr Púrtvínsglasi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.