Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984 47 Frá Nótt heiiags Jóhannesar. Frá Nótt heilags Jóhannesar. kunningi, skýrði fyrir mér efni leiksins að nokkru. Hér er verið að segja sögu Oporto frá fyrstu tíð, áður en hún varð borg. Snar þátt- ur í verkinu er púrtvínsframleiðsl- an enda púrtvín svo nátengt þess- ari borg, að það verður ekki frá henni slitið, hvað svo sem bindindishugsjónum liði. Verkið gerist á ýmsum tfmum, farið frjálslega með ýmsar sögulegar staðreyndir og textinn hefur alltaf verið enduskoðaður af og til og koma pólitík og utannkismál ein- att við sögu og yfirleitt er gert hæfilegt grín að öllu. Þegar inn er komið er byrjað á því að bjóða hverjum gesti upp á púrtvínsglas, skárra væri líka annað á leikverki með þessu nafni. Kunnátta mín í portúgölsku er nú ekki djúpstæðari en svo, að textinn fór að mestu fyrir ofan garð og neðan. Hins vegar virtist hann fyndinn, alténd hlógu menn hátt og snjallt við öll borð. Eins og hæfir í söngleik/revíu af þessu tagi var stokkið töluvert til og frá í tímanum, Gamli Nói og Soares voru ekki ýkja fjarlægir á sviðinu og ýmsar þekktar persónur úr portúgalskri sögu gegnum tiðina komu og Iétu að sér kveða. Þegar horft er á leik sem fluttur er á máli sem maður hefur takmarkað- an skilning á er líka fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum manns sjálfs: ég stóð mig að því að hlæja þótt ég skildi ekki baun í bala, ein- faldlega vegna þess hve persón- urnar voru kómískar og afkára- legar og hversu vel var fluttur söngurinn. Ég minntist þess ein- mitt að ég sá fyrir mörgum árum Mávinn eftir Tjekov leikinn á grísku og naut þess þrátt fyrir að ég hefði ákaflega litla tilfinningu fyrir grísku. Hið sama var upp á teningnum með „Um Cálice de Porto“. Og þá er tilganginum væntanlega náð. Tískusýningar á Mocap. Tískusýningar á Mocap. Orösendin? frá lönlánasjóöi Á síðasta Alþingi voru sett lög um nýja deild hjá Iðnlánasjóði; Vöruþróunar- og markaðsdeild. Tilgangur deildarinnar er eftirfarandi: a) að stuðla að vöruþróun og aukinni samkeppnishæfni iðnaðarins. b) að örva nýsköpun. c) að auka útflutning iðnaðarvara. Deildin tók til starfa 1. júlí s.l. Frá og með sama degi falla úr gildi lög um Iðnrekstrarsjóð. Iðnlánsjóður yfirtekur eignir og skuldbindingar hans. Viðskiptamönnum hinnar nýju deildar svo og þeim er óska upplýsinga um mál sem voru til afgreiðslu hjá Iðnrekstrarsjóði er bent á, að snúa sér til Iðnlánasjóös, Lækjargötu 12, 4. hæð s. 91-20580. Reykjavik, 2. júlí 1984 IÐNIÁNASJÓÐUR RS-1520 er tækið fvrir bá sem vilja hafa alla möguleika. DOUBLE-AUTO HIGH POWER DOLBY NR M E T A L BASS& TREBLE LOUDNESS RS-1520 er ekki bara búiö öllum hugsanlegum tæknibúnaöi held- ur líka hressilegum magnara, 2 x 20 wött, sem er þrefaldur styrkur venjulegra tækja. Læst hraöspólun aftur og fram. Spilar í báöar áttir, Dolby-kerfi, tíönisvörun, 30—14.000 riö. Stærö: breidd: 150, hæö: 50, dýpt: 170 mm. Tillaga um samsetningu. Verö: 7.140.- SPEAKERS Skipholti 19, sími 29800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.