Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 44
44 MORGTJÍÍBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984 Hundadagatímabil- ið senn að hefjast ÞaA er algengt að á dagatölum standi hin ein- kennilegustu orð sem tákna eiga einkenni vissra daga eða tímabila. Flestir sjá þessi orð og hafa heyrt þau, en hvað vitum við mörg um merkingar þeirra, af hverju þau eru dregin og hversvegna? Eitt þessara orða er „hundadagar“ og eftir- tektarvert var að sjá er kunningjar á förnum vegi voru spurðir um merkingu orðsins hve eindæma fáir vissu nokkuð hvað það þýddi. Þó var stöku manneskja sem vísaði til Jörunds hunda- dagakonungs og kvað tímabilið draga heiti sitt af honum og einn sagði það örugglega vera dagana sem Albert ætlaði að koma á fyrir Lucy sína hið skjótasta. Til þess að afla nánari upplýsinga um hunda- dagana var flett upp í Orðabók Menningarsjóðs og stóð þar eftirfarandi: Tímabilið frá 13. júlí til 23. ágúst. Lítið hjálpaði þetta svo næsta ráð var að snúa sér til Árna Björnssonar, cand. mag., sem er manna vísastur um forna háttu og siði. Páll Bergþórsson Veðrið oft í jafn- vægi á þessu tímabili Til að forvitnast um hvort okkar ágætu veðurfræðingar freistuðust til að nota hina fornu speki til veðurspár höfðum við samband við Pál Bergþórsson, veðurfræðing hjá Veðurstofu Is- lands. Páll vildi nú ekki tala fyrir hönd veðurfræðinga al- mennt en sagði sitt sjónarmið vera að ekki væri það svo sjald- gæft að svipað veður héldist alla hundadagana, því að þá væri veðráttan loks komin í gott jafn- vægi frá vetri til sumars. Virðist því veðrið, sagði Páll, oft haldast jafnt á þessu hundadagatímabili um hásumarið, í júlí og ágúst, og þeir mánuðir líkjast hvor öðrum alla jafna en svo fer þetta aftur að breytast er hausta tekur. Lýkur svo þar með þessum pistli um hundadagana og þarf ekki framar sá er lesið hefur þetta að verða hvumsa þó spurt sé um merkingu og uppruna tímabilsins. Tvær merkingar hérlendis á þessu orði Fyrst verður fólk að hyggja að því að áður en veðurstofurnar komu með allar sínar veðurspár og tækni urðu menn sjálfir að gera sér grein fyrir við hverju var að búast af veðráttunni, sagði Árni. Og hann hélt áfram: Auðvitað tók það mörg hundruð ár að komast að einhverri niður- stöðu. Eitt af því sem menn fóru að taka eftir var afstaða himin- tunglanna, afstaða stjarnanna og þetta nafn hundadagar er dregið af því þegar Egyptar, Grikkir og Babýloniumenn suður við Miðjarðarhaf fóru að búa sér til kort af himininum, svona allavega í huganum og þaðan höfum við gömul nöfn á stjörnu- merkjum. Þar á meðal er Veiði- maðurinn og hundurinn hans, sem heitir Síríus. Nálægt miðju sumri fer hundur veiðimannsins að sjást á morgunhimninum og sést hann í u.þ.b. sex vikur og nefnist það tímabil hundadagar. Þetta er heitasti tími sumars og við Miðjarðarhafið er hitinn eiginlega óbærilegur á þessum tíma árs og því versti tíminn að ýmsu leyti í þessum löndum. Þarna hætti mönnum til að fá hina ýmsu sjúkdóma yfir hunda- tímabilið en á því er auðvitað sú skýring að menn urðu mjög þyrstir í hitunum og drukku vatn hvaðan sem hægt var að fá það og oft vildi það vera spillt. Menn hentu sér út í kalt vatn og urðu þá oft veikir af þeim sök- um. Þessi tími var því oft talinn hinn mesti ólukkutími. Hitinn hafði ekki bara áhrif á mennina, heldur á dýrin líka og var talið að hundaæði væri meira þá og, einnig voru tíkurnar oftast á lóð- aríi um hásumarið sem er ef- laust skýringin á því að hundar voru drepnir um þetta leyti til að koma í veg fyrir offjölgun því eðlilegast var að lóga þeim þegar ástalíf þeirra var í blóma. Þetta hitavandamál þekkjum við íslendingar ekki þar sem hiti hérlendis hefur ekki verið vandamál hingað til. Þó eru tvær merkingar á þessu tímabili sem ég veit um. Onnur skýringin er sú að höfrungar, sem heita öðru nafni hundfiskar, yrðu svo feitir á hundadögunum að ennisfitan á þeim færi fram yfir augun svo að þeir yrðu blindir og hlypu á land og auðveldara væri að veiða þá á þessu tímabili en ella. Hin skýringin er sú að hundar bitu gras á hundadögunum og er lík- lega ástæðan fyrir því að á þess- um tíma er grasið hvað víta- mínríkast og safaríkast. Árni Björnsson Svo virðast margir setja Jör- und svokallaðan hundadagakon- ung í samband við þetta og er þessi nafngift sem við gáfum honum kannski dálítið tvíræð, því til landsins kom hann fyrir þetta tímabil, en var þó fyrst og fremst konungur á hundadögun- um og þar sem konungsdómur hans endaði nú býsna snautlega, þá er niðurlægingin falin í þessu viðurnefni. — Heldurðu að einhverjir taki mið af hundadögunum enn þann dag í dag? Ég álít að bænd- ur og aðrir sem eru háðir veðr- áttunni hafi meira áður fyrr haft það á bak við eyrað að eitthvað væri nú til í þessu með hundadagatímabilið, aliavega ef tímabilið byrjaði vel, þá gerðu þeir sér vonir um að það héldist áfram. Ralph Hannam. Fyrir ofan hann má sjá þrjár Ijósmynda hans sem eru á sýningunni í Laugardalshöll. Myndir. JúHus. Norræna frímerkjasýningin í Laugardalshöll: Sýningunni lýkur í kvöld — frímerkjauppboð á Hótel Esju í dag SÝNING á landakortum, Ijósmynd- um, barmmerkjum og rayndverkum stendur nú yfir í Laugardalshöll í tengslum við norrænu frímerkjasýn- inguna sem nú er haldin þar. Landa- kortin sem eru til sýnis eru úr korta- safni Kjartans Gunnarssonar. Þá sýnir Ralph Hannam 22 Ijósmyndir sem allar eru teknar í Reykjavík á árunum 1950—1955. Barmmerkin eru úr safni Ólafs Jónssonar og eru til sýnis yfir 1000 barm- og einkenn- ismerki. í anddyri Laugardalshallar sýnir Elísa Jónsdóttir keramikverk og Ríkharður Valtingojer, Árni Elf- ar, Sigurþór Jakobsson og Gunnar R. Bjarnason sýna þar myndverk. Þá hefur fyrirtækið Glit sýningarbás f anddyrinu þar sem sýnd eru sýnis- horn af framleiðslu fyrirtækisins. Sýningunni lýkur í kvöld, sunnudag, kl. 19. Alls höfðu um 1.200 manns séð sýninguna er blm. ræddi við for- ráðamenn hennar nú fyrir helgi, en þeir sögðust vonast til að þegar sýningunni lyki yrði fjöldi sýn- ingargesta orðinn um 4000. Kjartan Gunnarsson, sem hefur til sýnis hluta af kortasafni sínu í aðalsal Laugardalshallarinnar, hefur sérhæft sig í að safna göml- um íslandskortum og kortum af Norður-Atlantshafi og eru flest kortanna sem eru til sýnis gömul handmáluð íslandskort. Ralph Hannam sýnir 22 svart- hvítar ljósmyndir í aðalsal Laug- ardalshallarinnar. Myndirnar eru allar teknar í Reykjavík á árunum 1950—1955, en Ralph sem er breskur fluttist hingað til landsins árið 1948. Hann sagði i samtali við blaðamann Mbl. að nú orðið tæki hann engar myndir en hann hefði haft mikinn áhuga á ljósmyndum áður fyrr. Nokkrar myndanna sem nú eru sýndar hafa áður verið á sýningum bæði innanlands og utan og hafa sumar þeirra hlotið verðlaun og verið birtar í árbókum Ólafur Jónsson við eitt sýningar- borðið með barmmerkjum og ein- kennismerkjum. International federation of photo- graphic arts (FIAP), sem eru al- þjóðleg samtök áhugaljósmynd- ara. Samtök þessi gefa út árbók annað hvert ár og halda einnig ljósmyndasýningar á verkum fé- lagsmanna annað hvert ár. Yfir eitt þúsund barmmerki úr safni ólafs Jónssonar eru jafn- framt til sýnis í Laugardalshöll- inni. Merkjunum hefur Ólafur safnað undanfarin 15 ár og er um að ræða einkennismerki og svo hefðbundin barmmerki ýmissa fé- laga og samtaka. Mörg þeirra eru mjög fáséð og í samtali við blaða- mann Mbl. sagðist Ólafur ein- göngu safna íslenskum merkjum og merkjum sem íslenskir menn bæru eða hefðu borið. Norræna frlmerkjasýningin sem um leið er, eins og fyrr segir, sýning á kortum, ljósmyndum, myndverkum, keramik og barm- merkjum, er opin í dag, sunnudag, til klukkan 19. í dag kl. 13.30 verð- ur svo haldið frímerkjauppboð í tengslum við sýninguna á Hótel Esju. SÝNISHORN ÚR KORTASAFNI kjartans gunnarssonar Sýningargestur skoðar eitt af kortunum úr kortasafni Kjartans Gunnarsson- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.