Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLl 1984 43 kvaddir að hylla lítinn, rjóðan sig- urvegara. Jón heitinn var gæddur fágætri þolinmæði gagnvart börnum og sýndi þeim virðingu sem fullgild- um einstaklingum, hver svo sem aldur þeirra var. Mér er einkar minnisstætt þegar hann, liðlega sextugur, tyllti sér aftan á fyrsta mótorhjólið, sem stóri bróðir minn eignaðist — og þeir geystust af stað. Þessu gamni með ungling- unum gat hann ekki sleppt, þó flestir nærstaddir væru með önd- ina í hálsinum af skelfingu. En Jón svaraði því kimileitur til, að auðvitað bæri hann fyllsta traust til aksturshæfileika þessa unga manns. — Ef til vill er þetta litla dæmi lýsandi fyrir umgengni hans við yngstu kynslóðirnar; hlýja, traust og gieði. Oftlega sjáum við, eftir á, að við hefðum getað notið tíðari og fyllri samvista við þau börn, sem okkur voru kær og berum jafnvel nokkra sjálfsásökun í brjósti af þeim sök- um. Jón afi á Grettisgötunni skildi til fulls gildi slíkrar samveru. Minningin í hugum barnabarn- anna hlýtur að vera sveipuð birtu og þakklæti. Nú, þegar Jón Guðjónsson hefur kvatt, kveður íslenskt samfélag einn hornsteina sinna. Hann var starfssamur, heiðarlegur maður, sem aldrei lét glepjast af hégóma og tildri þessa heims og bar öll framkoma hans því vitni. Sundur- gerð og sýndarmennska voru hon- um óþekkt, en þeim mun betur gætti hann þess er honum var trú- að fyrir; fjölskyldu sinnar. Slíkir menn eru vissulega hornsteinar hverju þjóðfélagi og þó sér í lagi smárta samfélaga þar sem miklu skiptir að hver og einn leggi sitt af mörkum af vinnusemi og dreng- skap. Þau Jón og Helga kona hans eignuðust fjögur börn, þrjár stúlk- ur og einn dreng, en auk þess ólst upp hjá þeim sonur Helgu, en föð- ur hans hafði hún misst af slysför- um áður en drengurinn var í heim- inn borinn. — Barnalán þeirra hjóna hefur verið einstakt. Um það blandast engum hugur, sem kynnst hefur afkomendum þeirra. Iðni, ábyrgðarkennd og heiðarleiki eru þau aðalsmerki, sem öll börnin voru sæmd í foreldrahúsum, á þessu kyrrláta, yfirlætislausa heimili, sem í hvívetna bar þess vott, að fyrir búi var staðið af smekkvísi og ráðdeildarsemi. Eiginkona Jóns, Helga Sigurð- ardóttir, sem lifir mann sinn í hárri elli, sér nú á bak samfylgd- armanni sínum um sextíu ára skeið. En megi hún, sem og aðrir ástvinir hans, finna hughreyst- ingu í því, að vammlaus maður þarf ekki að kvíða uppskerunni eftir ævisáninguna. Megi hann nú fara í friði til feg- urri staða. Helga Ágústsdóttir Spilað Og dansað að ind- verskum sið Næstkomandi mánudagskvöld, 9. júlí, verður sungið, spilað og dansað að indverskum sið í Norræna hús- inu. Hér á landi er staddur Yogi í boði félaga í Prát og mun hann syngja og spila söngva sem samdir eru af P.R. Sarkar. Fleiri atriði verða á dagskrá sem landinn leggur til og kemur það í ljós þegar á staðinn er komið og ekki verður fólkið látið svelta. Uppákoma þessi er til styrktar byggingu leikskólans í Skerjafirði. (flr rrrUatilkynninmi) Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Kveðjuorð: Egill Högni Egilsson Fæddur 4. júlí 1979 Dáinn 26. júní 1984 ó, minning, minning. Líkt og ómur fjarlægra söngva, likt og ilmur deyjandi blóma berast orð þin að hlustandi eyrum mínum. Eins og lifandi verur birtast litir og hljómar hinna lifnu daga, sem hurfu sinn dularfulla veg út í dimmbláan fjarskann og komu aldrei aftur. (Höf. Steinn Steinarr) Við vottum fjölskyldu og vinum Högna okkar innilegustu samúð- arkveðju. Guð og gæfan fylgi ykk- ur í framtíðinni. Fjéla og Kristín Það er sumar. Sólin skín og náttúran skartar sínu fegursta. Þá berst okkur harmafregn. Yndis- legur lítill drengur fárveikist skyndilega. Allt er reynt sem verða mætti til bjargar, en án árangurs. Nær fyrirvaralaust er hann dáinn. Egill Högni var yngsta barn for- eldra sinna, Ernu Árnadóttur og Egils B. Hreinssonar. Hann var sannkallaður augasteinn foreldra sinna og ólst upp við mikið ástrfki þeirra og systkina sinna tveggja. Högni litli hefði orðið fimm ára þann 4. júlí. Fimm ár eru ekki langur tími til mikilla afreka. Þó tókst honum á sinni stuttu ævi að geisla frá sér brosi og birtu inn í hjörtu allra þeirra sem auðnaðist að kynnast honum. Það er mikið afrek og ekki öllum gefið og nú er sár söknuður allra vandamanna hans. Elsku Egill og Erna, Arndís og Hrafnkell. Orð mega sín lítils á slíkri sorgarstundu, en við vonum að góður guð og minningin um góðan og fallegan dreng styrki ykkur og styðji. Bogga og Helgi + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóður, STEINUNNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Skólavöröustíg 28. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Landakotsspitala fyrir alla umönnun og hlýju í garö hinnar látnu. Halldór Magnúsaon, Jóhanna Guömundsdóttir, Sigríöur Magnúsdóttir, Höröur Ágústsson, Magnús Magnússon, Helga V. Magnússon. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR EINARSDÓTTUR. Guöni Eggert Guönason, Emma Guönadóttir, Guömundur Guönason, Guöfinna Guönadóttir, Ásdís Guönadóttir, Benedikta Guönadóttir, Hulda Guönadóttir, Ásg eir Guönason, barnabörn i MBItflllBBUII, Valborg Gísladóttir, Ágúat Eiríksson, Fjóla Guömundsdóttir, Jóna Vigfúsdóttir, Eövarö Torfason, Leifur Eyjólfsson, Páll Árnason, Pélmi Jónsson, Þyri Axelsdóttir, barnabarnabörn. Þú getur tekió peninga útaf ávísanareikningi þínum ineó VISA-korti á 62 stööum á landinu ReyKjavík, hafnarfjörður, Kópavogur, Keflavík, Keflavíkurflugvöllur, Qrindavík, 5andgerðl, Eyrarbakkl, Stokkseyrl, horlákshöfn, Reykholt, Selfoss, Patreksfjörður, Bíldudalur, Tálknafjörður, ísafjörður, 5kagaströnd, Akureyrl, Raufarhöfn, E5klfjörður, Reyðarfjörður, lieskaupstaður, Fáskrúðsfjörður, höfn, Djúpivogur, 5eyðl5fjörður, Brelðdalsvík, Vopnafjörður, hvolsvöllur, Akranes, helllssandur, Ólafsvík, húsavík, Blönduós, hella, 5tykkl5hólmur, Sauðárkrókur, Búðardalur, hveragerðl, Mosfellssvelt hólmavfk, Vík í Mýrdal, Qarðabær, Cjrundarfjörður, Króksfjarðarnes, Egllsstaðir, Kópasker, 5töðvarfjörður, 5valbarðseyrl, 5iglufjörður, Borgarnes, hvammstangl, Ólafsfjörður, 5eltjarnarnes, Vestmannaeyjar, Bolungarvík, DalVfk, Klrkjubæjarklaustur, Varmahlíð, 5kógar, Flúðlr, Laugarvatn. i vvi bnu.1 4hn»II * I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.