Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.07.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1984 41 endur sýni meö náminu. Og það gerði ég líka. Ég sýndi fremur mikið og fékk góðar móttökur. Ég meira að segja seldi. Upp úr árinu 1975 fór ég hins vegar að gera mér grein fyrir því að ég var á rangri hillu. Mér fannst ég hafa verið króuð af inni í horni. Þarna væri ég, svona myndir gat ég málað og átti bara að halda því áfram. I kringum dönsku kvennasýninguna sem ég tók þátt í 1975 fór ég að hugsa um hlutina upp á nýtt. Ég fór að hugsa öðruvísi um mig sem konu og myndlistarmann. Ég vildi ekki láta setja mig á einhvern fyrir- fram ákveðinn bás, í eitthvað fyrirfram skapað hlutverk. Ég vissi ekki hvaða leið ég átti að velja út úr þessu. Ég sá enga aðra en þá að hætta að mála. Mér fannst ég verða að komast að ein- hverri niðurstöðu. Það fóru þrjú ár í þessar hugleiðingar. Nýtt hlutverk Mér þykir gaman að mála. Hef- ur alltaf þótt það. En það að mála er fyrir mér ekkert einstakt eða merkilegt. Manneskjan hefur frá byrjun, svo að segja líka fyrir fyrstu heimildir, haft þörf fyrir að fást við flöt, klína litum á ein- hvern grunn. Hins vegar eru það hugsjónirnar sem að baki hafa staðið sem hafa rist misjafnlega djúpt. Þess vegna er það hug- myndin bak við verkið sem skiptir máli og ekki eins mikið hvernig útfærslan er, eða hvaða verkfæri er notað. Ég fór að leita mér að leið til að mála aftur án þess að vera jafn- framt bundin hlutverki lista- mannsins. í fyrstu fór ég þá leið að kryfja málverkið sem málverk. Notaði ég litinn sem bæði form og innihald. En þessi leið nægði mér ekki heldur. Hún var of takmörk- uð líka. Samstarf okkar Elmers hófst 1981. Þá vorum við búin að þekkj- ast í mörg ár og kom betur og betur í ljós að við vorum sammála um það sem okkur fannst ástæða til að gagnrýna. Um leið vildum við vera jákvæð. Við ákváðum að finna form sem rúmað gæti sem flestar stefnur og stílbrigði. Leiðin sem við völdum var að kópera það sem við sáum. Allslags myndir, ekki eingöngu listaverk annarra. Mikilvægt var að ekki væri hægt að bendla okkur við neinn ákveð- inn stíl. Post-Painting varð gagn- rýni og um leið leið út úr sívax- andi kröfum iðnaðarþjóðfélagsins um nýjungar. Þetta gildir jafnt um listir, vísindi sem önnur svið vestrænnar menningar." Post-Painting-verkin eru unnin á þann hátt að glært, þunnt plast er lagt yfir aðrar myndir, til dæm- is málverk. Á plastið er síðan teiknað það sem á myndinni var. Hluti af hugmyndinni á bak við Post-Paintings er að sýna sem víð- ast. Hér í Danmörku hafa þau þegar getið sér orðstir. Síðustu mánuði hefur sýningin hins vegar verið á flakki og verður áfram. í fyrra var farið til fslands. En ís- lendingar kunnu ekki að meta list þeirra Bergljótar og Elmers. Gagnrýnendur voru neikvæðir og almenningur skilningslítill. Því meiri undrun og gleði vöktu þær móttökur sem þau fengu a dögun- um í Finnlandi. Fréttamenn út- varps, sjónvarps og blaða flykkt- ust um þau og sýningin fékk mikla auglýsingu. Bergljót sýndi mér úr- klippu úr einu finnsku blaðanna. („Okkur er sagt að þetta sé mjög jákvætt. En við erum ekki búin að fá þýðingu þannig að við vitum ekki hvað stendur þarna.“) Sýn- ingin verður send beint frá Finn- landi til Bergen í Noregi og nú stendur Bergljót í bréfasambandi við konu í Kanada sem gjarnan vill fá sýninguna þangað. Það er því tjart framundan hjá Bergljótu Ragnars og Post-Paintings. DS Texti: Dóra Stefánsdóttir Myndir: Nanna Buchert Byggingameistarar — verktakar — húsbyggjendur Nú getið þið framkvæmt það ómögulega Við hjá ASETA höfum hafið leigu á litlum og nettum kerfismótum frá HÚNNEBECK. Þar er þyngsta einingin aðeins 25 kg og þannig vel meðfærileg fyrir einn mann. Þetta er eins auðvelt og að leika sér með lego-kubba. Þú þarft að vísu að eiga hamar. ASETA SF Funahöfda 19, S: 83940 Því ekki aðákveða íeittskiptifyriröll hver á að vaska upp í kvöld! Á meðalheimili fara rúmar 180 klukkustundir í uppþvott á ári, - rífleg mánaðarvinna! Já, upp- þvottavél ersjálfsögð heimilishjálp, -vinnukona nútímans x. Philips býður þrjár gerðir uppþvottavéla: HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI p- 15655 Heimilistæki hf Philips ADG 820, verð kr. 18.750.- staðgreitt. Mjög fullkomin uppþvottavél. Rúmar 12 manna matar- og kaffistell, 4 þvottakerfi auk forþvottar, stillanlegt vatns-hitastig og þrýstingur, tekur inn heitt eða kalt vatn. Philips ADG 822, verðkr. 19.900.- staðgreitt. Eins og ADG 820 að viðbættum sparnaðarrofa og frábærri hljóðeinangrun. Philips ADG 824, verð kr. 21.850.- staðgreitt. Ein fullkomnasta uppþvottavél, sem fáanleg er. 6 þvottakerfi, stillanlegt hitastig, sparnaðartakki og frábær hljóðeinangrun. PHILIPS UPPÞVOTTAVÉLARNAR NEITA ALDREI AÐ VASKA UPP!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.